Pressan - 26.11.1992, Blaðsíða 2

Pressan - 26.11.1992, Blaðsíða 2
B 2 FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. NÓVEMBER 1992 Opinbera útgáfan GYLFIGRÖNDAL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON ÆVISAGA FORLAGIÐ 1992 ★ IÁsgeir Ásgeirsson var forseti í 16 ár, 1952-1968: íyrsti forset- inn sem kjörinn var í almennum kosningum. Hann átti að baki næsta virðulegan feril, hafði verið þingmaður í áratugi, fjármálaráð- herra og forsætisráðherra. Byrjaði í Framsókn en hrökklaðist þaðan eftir illdeilur við Jónas frá Hriflu og endaði í Alþýðuflokknum. Ás- geir var metnaðarfullur maður og metnaði hans var áreiðanlega aldrei fyllilega svalað í áhrifalitlum flokki jafnaðarmanna. Enda sótt- ist hann ekki eftir metorðum á þeim bæ, að því er best verður séð. Hann var í raun í pólitísku or- lofi síðari hluta ferils síns sem þingmaður. En svo komu sem sagt forseta- kosningamar 1952. Þegar allt varð vitlaust. Bandbijálað. Ásgeir hafði haft augastað á Bessastöðum í nokkur ár. En rík- isstjórnarflokkarnir, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur, snerust að lok- um öndverðir gegn honum. Og drógu hinn virðulega dómkirkju- prest, séra Bjarna Jónsson, hálf- nauðugan út í forsetakosningar sem áttu aðeins að vera formsat- riði. Ríkisstjórnin gegn Alþýðu- flokknum. AC Milan gegn KR. En Ásgeir vann. Það var glæsi- legasti kosningasigur aldarinnar og segir sitthvað um persónu Ás- geirs. Úrslitin voru stjórnmála- flokkunum þvílíkt reiðarslag að þeir hafa ekki haft opinber afskipti af forsetakosningum síðan. Gylfi Gröndal hefur nú sett saman 470 síðna doðrant um Ás- geir Ásgeirsson. Heimildalistinn fyllir heilar níu síður í bókarlok: Blöð, bækur, skjöl, bréf, samtöl. Helstu veikleikar Gylfa eru tveir: Hann vinsar ekki úr heim- ildum og hann er algerlega gagn- rýnislaus á viðfangsefhi sitt. Bókin er full af lítt áhugaverð- um smámunum. Engin heimild er svo ómerkileg eða hversdagsleg að henni séu ekki gerð skil. Þess vegna verður bókin á köflum afar langdregin. Asgeir Ásgeirsson var í pólitík í hálfa öld. En á þessum langa ferli er ekkert sem orkar tvímælis, hvorki orð né athafnir. Hvergi er reynt að kafa undir hið pólitíska yfirborð, stjórnmálasagan sem Gylfi segir er fengin að láni og öll- um kunn sem örlítið hafa gefið sig að henni. „Persóna Ásgeirs stendur manni ekki miklu nær eftir 470 síðna lestur. Ásgeir á eiginlega miklu betra skilið." Vandaðar ævisögur stjórn- málamanna geta verið afar áhuga- verðar, í senn varpað nýju ljósi á opinbera persónu sem orðin er fangi syfjulegrar ímyndar og dreg- ið ffam hvernig hlutirnir gerðust, hvað fór ffam að tjaldabaki. Bretar kunna manna best að skrifa svona ævisögur. Ævisaga Gylfa Gröndals um Ásgeir Afgeirsson er hinsvegar dæmigerð viðhafnarsaga. Enginn verður móðgaður, sár — eða undrandi. Hér er ekki verið að fara ffam á hneyksli. Ásgeir Ásgeirsson var vammlaus og farsæll um flesta hluti; ferill hans var áhugaverður og Ásgeir var þátttakandi í mörg- um helstu og dramatískustu stór- viðburðum aldarinnar. En hér er bara verið að segja opinberu út- gáfuna; alkunn tíðindi, ekkert nýtt. Og persóna Ásgeirs stendur manni ekki miklu nær eftir 470 síðna lestur. Ásgeir á eiginlega miklu betra skilið. Hrafh Jökulsson VEL UNDIRBÚIÐ KYNLIF Kynlifíð er ekki eins einfalt mál og margur hefur ætlað. Sam- kvæmt nýútkominni bók frá Forlaginu, Ástareldi, þarf fólk að huga að mörgu öðru en velja sér félaga áður en það hellir sér út I kynlíf. Fyrstu kaflar bókarinnar fjalla um Ukamsæfíngar til að styrkja kroppinn fyrir komandi mök; bæði daglegar æfíngar, slök- un, nudd, hreinlæti og ýmislegt annað sem þarf að vera komið i lag áður en á sjálfan hólminn kemur. Þar næst er fjallað um um- hverfíð og ýmis húsgögn sem kunna að nýtast fólki i hita leiksins. Það er ekki fyrr en á blaðsíðu 64 sem forleikurinn hefst og siðan hitnar i kolunum á næstu 84 blaðsiðum. Þá hefst 42 blaðsiðna umfjöllun um hugmyndir okkar um Ukamann, mataræði, sálar- ástand og annað sem hefur áhrif á kynlifíð. Eins og sjá má af þessu er sjálfur ástarleikurinn aðeins tæpur helmingur afkynlíf- inu. Þetta er semsagt bók fyrirþá sem eru tilbúnir að leggja nokk- uð á sig til að bæta kynlifíð. Hinir verða liklega að gefa það upp á bátinn efþeirnenna ekki að gera það almennilega. g-d G'l Uj -a "O CQ -J 'O Uj •cx O V 'O CQ 'O yy Uj- A 5 o ■'Q =3. Kynjasögur BÖÐVAR GUÐMUNDSSON Gáskafullar sögur um samskipti kynjanna þar sem brugöiö er á leik og gamalkunnum fyrirbrigöum gefiö nýtt og óvænt inntak. Fyndin frásögn þar sem allt getur gerst! MállMlog menning LAUGAVEGI 18, SÍMI (91)24240 & SÍOUMÚLA 7-9, SÍMI (91) 688577 Á íslansk skáldverk Trausti Steinsson Fjall rls Guðsteinn • Hér er einfaldlega komin svo vond bók að mestu tíðindi þessarar bókavertíðar yrðu þau ef einhver verri kæmi á markaðinn. (KB) Þórarinn Eldjárn Ó fyrir framan Foriagið ★ ★ Sögurnar í þessu nýja smásagna- safni eru misjafnar að gæðum og þær slökustu draga heildarverkið niður. En þegar litið er á það sem best er gert þá sannast hér enn einu sinni að þegar Þórarni tekst best upp þá er hann óborganlega fyndinn. (KB) Þórunn Valdimarsdóttir Júlfa Forlagið ® Þórunn gengur svo langt í ofsafullu hugmynda- og orðflæði að ekki hefði nægt að aga hugsunina til að skapa frambærilegt verk, skáldkon- an hefði þurft að grípa til valdbeit- ingar. (KB) Ljóð Gyrðir Elíasson Mold í skuggadal Mál og menning ★★★★ Meiri mannleg nærvera, hlýja og angurværð sem tengjast aðskilnaði og missi, algerlega nýju stefi í sjálf- hverfum heimi Gyrðis. (JHS) Vilborg Dagbjartsdóttir Klukkan í turninum Forlagið ★ ★★ Góð bók en ekki mjög persónuleg. Vilborg hefur áður gefið meira af sjálfri sér, hér einbeitir hún sér fyrst og fremst að reynslu annarra og þegar kemur að stóru spurning- unni er það ekki hún sjálf sem yrkir. (JHS) Þýðingar Richard Brautigan Silungsveiði í Ameríku Gyrðir Elíasson íslenskaði Hörpuútgáfan ★★★★ Verulega fyndin bók sem kemur manni stöðugt á óvart með óvænt- um hugmyndum, skringilegum uppátækjum og spriklandi mynd- líkingum. (JH5) Romain Gary Lífið framundan Forlagið ★★★★ Lesandinn þarf að búa yfir einstöku kaldlyndi til að komast hjá að verða snortinn. (KB) Erik Fosnes Hansen Sálmur að leiðarlokum Mál og menning ★ Lærður og hátíðlegur, málfræði- lega kórréttur en steinrunninn. Textinn hefur verið pússaður svo vandlega að allt líf hefur um leið nuddast af honum. (KB) Pascal Quignard Allir heimsins morgnar Mál og menning ★★★★ Undurfallegt verk sem situr í minn- ingunni löngu eftir að lestrinum er lokið. (KB) Barnabækur Friðrik Erlingsson Benjamín dúfa Vaka-Helgafell ★★★ Friðrik gerir úr efniviðnum bráðlif- andi fólk og sjálf sagan er óvenju- leg og spennandi. (JHS) Helgi Guðmundsson Markús Árelíus hrökklast að heiman Mál og menning ★★ Börn eru tilbúin að trúa öllu eins og aðrir lesendur en það verður að vera rökrétt samhengi í hlutunum. (JHS) Aðrar bækur Óttar Guðmundsson Tíminn og tárið Forlagið ★★★ Við erum víst einhver drykkfelldasta þjóð (heimi, segir Óttar, sem skrifar af þekkingu og innsæi og fer oft á kostum í skemmtilegheitum. (HJ) Plötur Bubbi Morthens Von Steinar ★★★ Það er bara einn Bubbi og á meðan hann gerir jafn skemmtilegar, kraft- miklar og heilsteyptar plötur og Von þarf hann ekki að óttast um konungsríkið. (GH) Gildran Gildran Steinar ★★ Lögin rísa ekki upp úr eldstó með- almennskunnar. Þar liggur Gildru- hundurinn einmitt grafinn; þeím hefur örsjaldan tekist að komast úr miðjumoðinu. (GH) Ingi Gunnar Jóhannsson Undirfjögur augu Fimmund/Steinar ★ Það eru fjórtán lög á plötunni, hæfileg gomma fyrir þá sem fíla léttvægt poppqutl, en aðrir ættu að haida sig í næfilegri fjarlæqð. (GH) Jet Black Joe Jet BlackJoe Steinar ★★★ Hljómsveitin hefur ekki enn fundið sinn sanna tón; hún er enn að leita, en ég heyri ekki betur en að stutt sé í þann tón. Ein besta frumsmíð sem heyrst hefur lengi ( íslensku rokki. (GH) Megas Þrir blóðdropar Skifan ★★★★ Það er einhver órói í loftinu, ein- hver löngun til að gera nýja hluti í tónlistinni. Ein af allra bestu plötum Megasar og slagar hátt í Náttkjól- ana að fersk- og frumleika. (GH) Sálin hansJónsmíns Þessi þungu högg Steinar ★★★ Þetta er popp, þótt það sé rokkaðra en áður, og platan geymir fullt af skemmtilegum lögum, smellum. sem er það eina sem maður biður um frá hljómsveit eins og Sálinni. (GH) Silfurtónar Skýin eru hlý Skífan ★★★★ Gamalt vín á nýjum belgjum. Ég mæli eindregið með þvi að þjóðin fái sér vænan slurk. Það verður eng- inn þunnur af Silfurtónum. Vei! (GH) Ýmsir Minningartónleikar um Karl J. Sighvatsson Steinar ★★★★ Samverkamenn kveðja á heiðarleg- an hátt, hver með sínu nefi, og er þessi kveðja snillingnum Karli sam- boðin. (GH) Ýmsir Sódóma Reykjavík Skífan ★★★ Sódóma er fyndnasta íslenska bíó- mynd sem gerð hefur verið og tón- listin úf myndinni ætti einnig að koma öllum i gott skap: hún er virkilega skemmtileg. (GH) Endurútgáfur Guðmundur Jónsson Lax lax lax Steinar ★★★★ Hefur hinn skemmtilega sakleysis- hljóm sem einkenndi íslenskt popp á sjöunda áratugnum. Frábær stuð- plata og ætti að hleypa glensi í flest partí. (GH) María Baldursdóttir Ef Geimsteinn ★ Það má hafa gaman af Maríu ef maður er í algjöru sþrellstuði eða vill losna við leiðinlegt fólk úr partíi. (GH) Bókum jólin

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.