Pressan - 26.11.1992, Blaðsíða 3

Pressan - 26.11.1992, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. NÓVEMBER 1992 B 3 Thor með endurminningabók GAGNRÝNANDI SEM LÝGUR ER RÉTTDRÆPUR PRESSAN/JIM SMART „Ég geri ævinlega það sem mér finnst ég verða að gera. Stundum reyni ég að komast undan því og finn mér eitthvað til dundurs. En svo kemst maður ekki undan því sem maður á að gera, það er mín reynsla. Þetta er ekki sagnfræði eða nein fræði. Þetta eru hugleiðingar og mín sjón, mjög persónuleg, og ekki sannfræði í almennum skiln- ingi nema þetta er það sem mér finnst satt og þá verður að ráðast hvort það verkar þannig á aðra. Bókin á að tala sjálf ótrufluð af höfundinum. Höfundurinn vinn- ur sitt verk og verður að vera einn með það. Þegar höfundur hefur iokið við bókina er hans þætti lok- ið og þá er hann reyndar sá sem einna síst getur lagt eitthvað til málanna. Um Ieið kemur annað fólk til sögunnar sem er miklu færara að tala um hana, og það er gagnlegra að heyra hvað því finnst heldur en hvað höfundi þykir um eigið verk. Tilfinningar hans eru í bókinni. Það sem skiptir máli: Hugsanir hans og tilfinningar. Ef þær eru ekki þar þá er þar heldur ekkert sem bjóðandi er upp á. Gagnrýni? Mér finnst að gagn- rýnandi eigi að hafa vinnufrið fyr- ir listamönnum og ég kann ekki við að listamenn setjist að gagn- rýnendum og hamist á þeint og djöflist á þeim og geri þeim upp allar illar hvatir. En ef maður und- ir því yfirskyni að vera gagnrýn- andi lýgur vísvitandi þá er hann réttdræpur, ef einhverjir nenna að taka verkið að sér. En hafi ég ástæðu til að ætla að gagnrýnandi vinni samviskusamlega og segi hug sinn þá virði ég það og engu skiptir hvemig ég kem út úr því. Gagnrýnendur eru misjafnir. Sumir hafa margt sem höfundur- inn hefur ekki eins og til dæmis tækni til að skilgreina verkið, skoða það, gera grein fyrir því, kynna það fyrir öðrum. Forvitni er einn þeirra eigin- leika sem mikilvægt er að gagn- rýnandi búi yfir og það sem mað- ur saknar að sjá ekki meira af, ég veit ekki hvort ég má kalla það hrifnigáfu. Mér finnst mjög æski- legt að tengsl séu milli hugar og hjarta. Það er stundum eins og menn séu hræddir við að missa snúm úr erminni með því að sýna að þeim komi málið við. Mér finnst dapurlegt að menn fjalli um myndlistarsýningu eða bók án þess að hafa á tilfinningunni sjálf- ir að þeim komi málið við. Og ein- lægni og heillyndi má ekki vanta ásamt hæfileikanum til að skil- greina hvað er plús og hvað er mínus. Þetta er ábyrgðarstarf, þetta er erfitt starf, held ég. En það er sama hvað þú vinn- ur, þú getur gert það vel og illa, það skiptir ekki máli hvort þú ert gagnrýnandi eða rithöfundur eða eitthvað allt annað. Mitt starf er vinna, þannig vil ég skilgreina það. Þetta er mitt Iíf.“ Thor í sínu bestaformi THOR VILHJÁLMSSON RADDIRIGARÐINUM MÁL OG MENNING1992 ★★★★ í verki sem ekki verður k Ikallað annað en meist- J^^jparalegt laðar Thor Vil- hjálmsson fram myndir af ætt- mennum sínum og samferða- mönnum. Enginn skyldi ætla að hér væri einungis á ferð prívatbók fyrir ættfræðisjúka fslendinga. Því síður eru hér sjálfhverfar dek- urlýsingar sem engan varða nema þá sem næst standa. Hér er allt annað og svo miklu meira á ferð. Thor Vilhjálmsson hefur af ýmsum verið gagnrýndur fyrir að hafa gefið lítt gaum að persónu- sköpun í skáldsögum sínum. Hið tíða nafnleysi skáldsagnapersóna hans kann að hafa ýtt undir þessa skoðun. Viðhorfið virðist mér reyndar byggt á mikilli einföldun og Thor andmælir því beinlínis í þessu verki sínu. En hver sem skoðun manna er á persónusköp- un í skáldverkum höfundar þá fær enginn neitað því að greinasöfn og minningabækur Thors hafa opinberað skarpa sýn á menn og umhverfi. Þar er oft eins og á ferð sé snjall sálgreinandi sem býr nið- urstöðum sínum listrænan bún- ing. Það er til dæmis vafamál hvort til er markvissari lýsing í styttra máli á persónu Jónasar frá Hriflu en þessi úr minningabók Thors um Svavar Guðnason: „Hann var glámskyggn með leiftr- um og gáfaður á pörtum og stór- brotinn í ýmsum framkvæmdum og áformum en nokkur vansmíði á flestum hans verkum, og sá maður sagði meiri vitleysu um list fram eftir öldinni en aðrir, með háskalegum tilþrifum og hnyttni.“ Það er þessi sama snarpa hugs- un sem hér birtir myndir af ólík- um en svipmiklum einstakling- um. Þetta er verk ritað af manni sem býr yfir ríkum mannskilningi og ótvíræðri hæfni til að koma þeim skilningi til skila. Þarna er að finna leiftrandi svipmyndir af af- komendum Thors Jensen, bænda- fólki frá Brettingsstöðum og lista- mönnum eins og Páli ísólfssyni, Eggert Stefánssyni og Stefáni ís- landi. Sá þáttur verksins sem fjall- ar um Kristján Albertsson er ógleymanlegur, beinlínis hjart- næmurílokin. Þetta er persónulegasta verk Thors Viljálmssonar og jafnframt því að vera frásögn af lífi annarra er það tilraun til sjálfsskoðunar. f fýrra hluta verksins, þar sem segir frá Thorsurum, er frásögnin örlít- ið háðsk, eins og oft vill verða þeg- ar menn lýsa umhverfi sem þeim finnst þeir aldrei fyllilega hafa ver- ið hluti af. í síðari hluta verksins færist meiri viðkvæmnisblær yfir Nauðar rjájrum í HUÓMAR STEINAR(SG) ★★★★ Fyrsta breiðskífa Hljóma markaði tíma- Imót í íslenskri rokk- sögu. Platan kom út árið 1967 hjá SG-hljómplötum og var fyrsta stóra rokkplata íslenskrar hljóm- sveitar. Áður hafði þó komið út slatti af rokldögum, en aðeins á tveggja eða fjögurra laga smáskíf- um, þ.á m. sex plötur með Hljómum/Thors Hammer. Hljómar voru í hálfgerðri lægð þegar fyrsta stóra platan var tekin upp. Þeir höfðu í byrjun slegið í gegn með nokkrum klassískum bítlalögum á smáskífum en síðan reynt fyrir sér á Englandi undir nafninu Thors Hammer. Þar keyrðu Hljómarnir á hráu nótun- um en komust lítt áleiðis í öllu bítlaflóðinu ytra og höfðuðu lítið til íslenskra ungmenna sem fannst Thors Hammer-rokkið líklega fullharkalegt. Stóra Hljómaplatan kom þeim aftur í toppsætið hér heima. Þeir tóku til við ljúft bítl á ný og platan er löngu orðin sígild. Platan skiptist í frumsamin lög og er- lend lög með íslenskum textum. Þau íslensku kannast flestir við; hér er ballaðan „Þú og ég“ sem þúsundir ballgesta hafa vangað við í gegnum tíðina, „Heyrðu mig góða“, fínt bítl sem byrjar á draugalegum sýrutónum, „Pen- ingar“ gott rokk eftir Rúnar Gunnarsson heitinn, „Miðsum- arnótt“, frábært lag eftir Þóri Baldursson sem óþekktir enskir stúdíóhljóðfæraleikarar skreyta smekklega, og „Syngdu“ eftir Gunnar Þórðarson. Þau erlendu hafa líka lifað í flutningi Hljóm- anna, enda skemmtilega flutt og innilega. Platan var tekin upp á tólf tím- um í ensku hljóðveri og hljóð- blönduð á þremur. Tíminn sem Hljómar notuðu mundi varla nýtast nútímapoppurum til ann- ars en að stinga í Sumband. Plat- an er þó pottþétt sándlega séð og gætu margir popparar sem liggja dögum saman yfir gítarsólói tek- ið þessi vinnubrögð sér ti! fyrir- myndar. Rúnar Júl og Engilbert Jensen skipta söngnum á milli sín, Rún- ar heimilislegur og rokkaður í senn, en Engilbert engilbjartur og tær. Þegar hann fer upp á háa C- ið á maður allt eins von á því að hann springi og skjótist til himna. Steinar hf. fá fjöður í hattinn fyrir að gefa nýjum hlustendum færi á að kynnast verkinu. Gamlir bítlar ættu einnig að geta velgt sér á minningunum og eflaust gott fýrir þá að fá verkið á geislaplötu — gamli vínillinn líklega búinn að liggja lengi sundurspilaður í kassa úti í skúr. Steinarsmenn ættu svo endilega að halda áfram; seinni Hljómaplatan er ekki síðri og lögin með Thors Hammer eru frábærar rokkperlur, sem allt of fáir hafa heyrt. Gunnar Hjálmarsson verkið um leið og stíllinn fyllist víða af tregafullri lýrík. f verkinu gætir víða stíltilbrigð- is sem ég vil kenna við höfund fs- lenska draumsins og nefna „andralegt hljómfall". Einkenni þess er að með endurtekningum er textinn gæddur mjúkum takt- föstum hljómi sem skapar ein- lægni innan verksins: „Ég reyni að sjá þessa gömlu konu. Ég er alveg við að sjá hana, eftir rúma sex tugi ára, ég finn svo sterkt fýrir henni að ég er alveg við að sjá hana.“ Þetta er tilvitnun sem gæti hæg- lega verið sótt í fslenska draum- inn, en kemur þó úr verki eftir Thor Vilhjálmsson. Ogþama, eins og á einstaka stöðum innan verks- ins, virðist besti stílisti landsins hafa sótt endurnýjun til næstbesta stílistans. Það er skörp, greindarleg hugs- un að baki þessu verki en einnig innsæi og hlýja ásamt ríkri kímni sem á einstaka stað beinist í átt að galsa. Svo er einlægni með í för og hún fullkomnar verkið. Þetta er ákaflega falleg bók og svo af- burðavel skrifuð að margoft er ástæða til að gera hlé á lestrinum til þess eins að njóta. Hvergi er jafnmiklu oflofi sam- anþjappað í einu og á bókarkáp- um um jól. En þegar sagt er á þessari bókarkápu að sjaldan hafi skáldinu tekist betur upp þá eru það orð að sönnu. Kolbrún Bergþórsdóttir Verk Thors Vilhjálmssonar Maðurinn er alltaf einn 1950 ★ ★★★ Þunglyndislegur blær hvílir yfir þessum afar vel stíluðu þáttum um einsemd manns og dauða. Þjóðin hefði átt að taka ofan fyrir feikna hæfileikamiklum manni sem virtist ætla að taka mjög svo sjálfstæða stefnu í skáldskaparskrifum. Dagar mannsins 1954 Andlit í spegli dropans 1957 ★★★ Sögur og þættir sem einkennast af myndvísi og tregafullri lýrík. Eins og fleiri bækur höfundar er þetta mjög óíslensk bók, engin norræn harka heldur suður-evrópsk rómantík og hughyggja í þunglyndislega kantin- um. Undir gervitungli 1959 Regn á rykið 1960 Svipir dagsins, og nótt 1961 ★★★ Myndrænir ferðaþættir og sögur frá Evrópu á mörkum skáldskapar og raunveruleika. Kjarval 1964 ★★★ Thor rekur lífshlaup Kjarvals. Kraft- mikil frásögn einkennist af einlægri hlýju og virðingu rithöfundarins fyrir myndlistarmanninum. Þær tilfinn- ingar rata beint til lesandans. Fljótt fljótt sagði fuglinn 1968 ★★★★ Fyrsta skáldsaga Thors Vilhjálmsson- ar. Líklega býr engin íslensk skáld- saga yfir jafnhreinni Ijóðrænni stíl- fegurð, nema ef vera skyldi næsta bók höfundar. Óp bjöllunnar 1970 ★★★★ Margbrotið rómantískt verk. Enn sem fyrr er fjallað um einsemdina, ástina og dauðann. Eitt af meistara- verkum Thors og mikið eftirlæti fag- urkera. Folda 1972 ★★ Þrjár sögur, ekki með því kraftmeira sem frá höfundi hefur komið, en les- endur mega þó vel við una. Hvaðer San Marínó? 1973 ★★★ Ferðasögur og þættir um leik- og myndlist. Eitt af mörgum greina- söfnum Thors og öll eiga það sam- eiginlegt að vera ákaflega vel stíluð, : sneisafull af fróðleik og rík af mann- úðlegri lífssýn. Fiskur í sjó, fugl úr beini 1974 ★★★ Greinar um skáld og bókmenntir. Að baki býr skörp hugsun ásamt næstum ástríðufullri einlægni manns sem virðist hafa þá trú að skáldskapurinn (og listin) sé sannasti gleðigjafi mannlífsins. Fuglaskottís 1975 Mánasigð 1976 ★★★★ Ein af metnaðarfyllstu skáldsögum höfundar. Einkennist af hugmynda- ríkri myndauðgi sem nautn er að kynnast. Skuggar af skýjum 1977 Faldafeykir 1979 ★★★ Greinasafn. Síðari hlutinn greinar sem tengjast Kristmannsmálinu. Thor valtar yfir Kristmann meðan lesandinn skemmtir sér konung- lega. Þar sannast að það heimsku- legasta sem menn gera æru sinni er að deila við stílista. Turnleikhúsið 1979 ★★ Endurómur af fyrri skáldsögum höf- undar og í daufara lagi miðað við þær. Ljóð Mynd 1982 Spor í Spori 1986 Grámosinn glóir 1986 ★★★★ Besta íslenska skáldsaga níunda ára- tugarins. Frábærlega vel stílað til- finningaríkt þjóðlegt drama sem þjóðin tók beint í æð. Bókin sem gerði Thor Vilhjálmsson að metsölu- höfundi. Sporrækt 1988 Náttvíg 1989 ★★★ Áhrifarík Reykjavíkur^aga um grimmd og fólsku. Svavar Guðnason 1991 ★★★ Svavar Guðnasón hefði ekki getað fenqið betri eftirmæli en þessa vel gerou og greindarlegu minningar- bók. Eldur í laufi ★★★ Prýðilegt greinasafn. Hina meistara- legu ritgerð um Einar Benediktsson og Henderson-vélina ætti að gera að skyldulesningu í menntaskólum landsins. Þar sem undirrituö ersammdla því sjónarmiði Thors Vilhjálmssonar að gagnrýnandi sé fyrst réttdræpur þegar hann fer að Ijúga miðast stjörnugjöf vitaskuld einungis við þær bækur sem undirrituð hefurlesið. KB.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.