Pressan - 26.11.1992, Blaðsíða 4

Pressan - 26.11.1992, Blaðsíða 4
B 4 FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. NÓVEMBER 1992 Hefur elítan annan bókmenntasmekk en alþýðan? ALÞÝÐUSKÁLD & ELÍTUSKÁLD Fyrir fáeinum misserum var gerð könnun meðal bókmenntafræðinga og -nema, gagnrýnenda og annars bókmenntafólks um afstöðu til rithöfunda, skálda og verka þeirra. Skáís hefur nú gert sam- bærilega könnun meðal al- mennings. Hér berum við niðurstöður þessara kann- ana saman. f fyrra birtust í Mími, blaði Fé- lags stúdenta í íslenskum fræðum, niðurstöður könnunar sem Kol- brún Bergþórsdóttir, bókmennta- fræðingur og gagnrýnandi PRESSUNNAR, gerði meðal kennara og nemenda við Háskól- ann, gagnrýnenda og annars bók- menntafólks um afstöðu þessa hóps til rithöfunda, skálda og verka þeirra og persóna. Til gam- ans tókum við á PRESSUNNI nokkrar spurningar úr þessari könnun og bárum þær upp í al- mennri skoðanakönnun sem Ská- ís gerði fyrir okkur. Með því að bera saman svörin úr þessum könnunum, þótt ólíkar séu, má fá nokkra hugmynd um mismun- andi skoðanir þess hóps sem kalla mætti bókmenntaelítu landsins annars vegar og hins vegar alþýð- unnar á bókmenntum. Elítan er aftur á móti hrifin af ýmsum sem alþýðan man ekki eftir eða vill ekki vita af. Snorri Sturluson, höfundur Njálu og Sturla Þórðarson lenda þannig allir á lista elítunnar en ekki hjá al- þýðunni. Það kann að stafa af því að alþýðunni er ekki tamt að flokka fornbókmenntir sem skáldskap. Aðrir sem elítan hampar en alþýðan lítur ekki við eru Benedikt Gröndal, Jakobína Sigurðardóttir, Guðmundur Kamban og Gyrðir Elíasson. BESTI RITHÖFUNDURINN Alþýðan 1. Halldór Laxness 2. Ólafur Jóhann Sigurðsson 3-4. Guðbergur Bergsson Thor Vilhjálmsson 5. Gunnar Gunnarsson 6. Þórbergur Þórðarson 7. JónTrausti 8. Guðmundur Hagalín 9. Guðrún Helgadóttir 10. Einar Kárason 11. Guðmundur Danielsson, 12. Indriði G. Þorsteinsson, 13. Svava Jakobsdóttir, Stefán Jónsson og Ólafur Haukur Sím- onarsson, 16. Guðrún frá Lundi, 17. Pétur Gunnarsson, 18. Steinunn Sig- urðardóttir, 19. Guðmundur Andri Thorsson, 20. Þorgrímur Þráinsson og Sigurður A. Magnússon, 22. Gunnar Dal. Elítan 1. Halldór Laxness 2. Snorri Sturluson 3. Þórbergur Þórðarson 4. Gunnar Gunnarsson 5. Höfundur Njálu 6. Guðbergur Bergsson 7. Thor Vilhjálmsson 8. Sturla Þórðarson 9. Svava Jakobsdóttir 10. Benedikt Gröndal 11. Ólafur Jóhann Sigurðsson, 12. Pét- ur Gunnarsson, 13. Jakobína Sigurðar- dóttir, 14. Guðmundur Kamban, 15. Gyrðir Elíasson. Halldórbestur Skoðanir þessara tveggja hópa eru þó ekki alltaf mismunandi. Bæði alþýðan og elítan telja Hall- dór Laxness besta rithöfund fs- lendinga og kemur kannski ekki mörgum á óvart. Þórbergur Þórð- arson, Guðbergur Bergsson, Thor Vilhjáltnsson og Gunnar Gunn- arsson ná einnig inn á topp tíu bæði hjá alþýðunni og elítunni. (Guðbergur og Thor eru þó frekar menn alþýðunnar en elítunnar.) En það er ekki margt fleira sem listarnir tveir eiga sameiginlegt. Alþýðan hefur þannig meira álit á Ólafi Jóhanni Sigurðssyni en bókmenntafólkið. Hann lendir í öðru sæti hjá alþýðunni en í því ellefta hjá elítunni. Og alþýðan kann vel við þá Jón Trausta, Guð- rnund Hagalín, Einar Kárason, Guðmund Daníelsson og Indriða G. Þorsteinsson, — allt rithöf- undar sem elítan varla nefnir á nafn. STEINN STEINARR. Elftan og al- þýðan eru sammála um ágæti hans. Hvaðajónas? Það er mun meiri munur á skoðunum alþýðunnar og elít- unnar á skáldum en rithöfundum. Þannig telur elítan Jónas Hall- grímsson langbesta skáldið en hann lendir í fjórtánda sæti hjá al- þýðunni, aðeins sjónarmun ofar en Sjón. En skoðum listana nánar: Aðeins fjögur skáld lenda á topp tíu hjá hvorum tveggja hópnum. Steinn Steinarr er efstur á lista alþýðunnar og annar á lista elítunnar. Hinir eru Jóhann Sig- urjónsson, Hallgrímur Pétursson og Einar Benediktsson. Alþýðuskáld sem elítan hefur ekki mikið álit á eru; Tómas Guð- mundsson, Jóhannes úr Kötlum, Davíð Stefánsson (nær þó fjór- tánda sæti hjá elítunni), Örn Arn- ar, Þórarinn Eldjárn og Guð- mundur Böðvarsson. Bókmenntafólkið hrífst hins taldi hann besta skáldið en al- þýðan virðist búin að gleyma honum. HALLDÓR LAXNESS. Þaðer sama hvort elítan eða alþýðan er spurð; Laxness ber höfuð og herðar yfir aðra rithöfunda og bækur hans raða sér i efstu sæt- in. THOR VILHJÁLMSSON. Öfugt við það sem margur heldur lenti Thor ofar á lista alþýðunnar en elítunnar. Alþýðan lét hins veg- ar tvær af bókum hans fara í taugarnará sér. GUNNAR GUNNARSSON. Einn þeirra höfunda sem bæði elítan og alþýðan hampa. sex bækur á topp tíu elítunnar og sex af tólf efstu hjá alþýðunni. Og þar sem Laxness er í sérflokki í þessum könnunum skulum við Iíta sérstaklega á útkomu bókanna hans. Islandsklukkan, Sjálfstœtt fólk og Heimsljós eru í efstu sætum báðum megin. Brekkukotsannáll og Kristnihaldið njóta sömuleiðis vinsælda beggja hópa. Hins vegar er elítan hrifnari en alþýðan af Gerplu, Vefaranum, Atómstöð- itini og Itmansveitarkróníku. Af bókum annarra höfunda eru Fjallkirkjan og Grámosinn á báð- um listum og Svartfugl er einnig ofarlega hjá báðum hópum. Meira er ekki sameiginlegt. Alþýðan hrífst af Manni og konu, Bréfi til Láru og Djöflaeyjunni. Elítan hins vegar af Tómasi Jónssyni og Heljarslóðarorustu. BESTASKÁLDSAGAN Alþýðan 1. Islandskluk 2. Salka Valka 3. Heimsljós *♦. Sjálfstætt fólk 5-6. Fjallkonan Maður og kona 7. Grámosinn glóir 8. Brekkukotsannáll 9. Bréftil Láru 10-12. Kristnihald undir J< og Þar sem Djöflaeyjan rís. 13. Fyrirgefning syndanna, 14. Dalalíf, Gauragangur, Gerpla og Piltur og stúlka, 18. Eldhúsmellur, Heiðaharmur, fslenskur aðall og Pelastikk, 22. Á bökk- um bolafljóts, Halla og heiðarbýlið, í fjallaskugganum, íslenski draumurinn, Markús Arelíus, Ofvitinn og Undir kal- stjörnu. Elítan 1. Heimsljós 2. Sjálfstætt fólk 3. íslandsklukkan 4. Gerpla SVAVA JAKOBSDÓTTIR. Höfðar frekartil elítunnar en alþýðunn- ar. vegar af Snorra Hjartarsyni, Sig- fúsi Daðasyni, Jóni Helgasyni og Stefáni Herði Grímssyni en al- þýðan getur ekki einu sinni um þessi skáld — og hlýtur það að vekja nokkra furðu, sérstaklega hvað Jón varðar. BESTA UÓÐSKÁLDIÐ Alþýðan 1-2. Steinn Steinarr Tómas Guðmundsson 3. Jóhannes úr Kötlum 4. Davíð Stefánsson 5. Örn Arnar 6-7. Jóhann Sigurjónsson Þórarinn Eldjárn 8-9. Guðmundur Böðvarsson Hallgrímur Pétursson 10. Einar Benediktsson 11. Jón Óskar, 12. Jóhann Jónsson, Jó- hann Hjálmarsson og Jónas Hallgríms- son, 15. Jón úr Vör, Kristján frá Djúpa- læk, Matthías Jochumsson og Sjón, 19. Benedikt Gröndal og Matthías Johann- essen, 21. Bjarni Thorarensen, Egill Skailagrímsson, Guðmundur Ingi Krist- jánsson, Hannes Pétursson, Hannes Sig- fússon, Ólina og Herdís Andrésdætur, Steingrímur Thorsteinsson, Þorsteinn Eriingsson og Þura í Garði. Elítan I. Jónas Hallgrímsson 2.Steinn Steinarr 3. Egill Skallagrímsson 4. Jóhann Sigurjónsson 5. Snorri Hjartarson 6. Hallgrímur Pétursson 7. Sigfús Daðason 8-9. Einar Benediktsson Jón Helgason 10. Stefán Hörður Grímsson II. Hannes Pétursson, 12. Þorsteinn frá Hamri, 13. höfundur/þulur Völuspár, 14. Davíð Stefánsson, 15. Jóhann Jóns- son, 16. Grímur Thomsen. Allir elska allan Laxness Listarnir yfir bestu skáldsög- urnar eru dálítið líkir og þá fyrst og fremst sökum þess að bækur Halldórs Laxness raða sér í efstu sætin á hvorum tveggja. Hann á GUÐBERGUR BERGSSON. Nýtur vinsælda meðal lærðra sem leikra. 5. Salka Valka 6. Fjallkirkjan 7. Grámosinn glóir 8- 9. Brekkukotsannáll Svartfugl 10. Tómas Jónsson metsölubók 11. Vefarinn mikli frá Kasmír, 12. Kristni- hald undir Jökli, 13. Heljarslóðarorusta, 14. Lifandi vatnið, 15. Atómstöðin, 16. Innansveitarkróníka, 17. Gunnlaðar saga, 19. Fljótt, fljótt sagði fuglinn, 20. Leigjandinn. Persónur I könnun Kolbrúnar voru þátt- takendur beðnir að nefna annars vegar eftirlætiskarlpersónur og hins vegar eftirlætiskvenpersónur bókmenntanna. í könnun Skáfs var ekki gerður greinarmunur á kynferði persónanna. Til sam- ræmis hefur karl- og kvenlistun- um og könnun Kolbrúnar verið hrært saman hér á síðunni. Það er ekki margt líkt með þessum listum. Þó koma þeir Jón Hreggviðsson og Bjartur í Sum- arhúsum fyrir á hvorum tveggja. Persónur úr íslendingasögunum eru áberandi hjá elítunni en al- þýðan virðist fremur flokka þær sem sagnfræðilegar persónur. Grasa-Gudda er efsta konan hjá alþýðunni en Salka Valka hjá hinum. SKEMMTILEGASTA SKÁLDSAGNA- PERSÓNAN Alþýðan 1. Jón Hreggviðsson 2. Bjartur í Sumarhúsum 3. Garðar Hólm 4. Jón Prímus 5. Jón Grindvíkingur 6. Þórbergur Þórðarson 7-8. séra Sigvaldi í Manni og konu Sölvi Helgason 9- 10. Grasa-Gudda Þorsteinn matgoggur VIGDÍS GRÍMSDÓTTIR. Ég heiti ísbjörg, ég er Ijón var eina verk- ið sem bæði alþýðu og elítu fannst vont. TÓMAS GUÐMUNDSSON. Al- þýðan kaus hann besta skáldið ásamt Steini Steinarr en elítan nefndi hann ekki á nafn. Elítan I. Salka Valka 2. Skarphéðinn Njálsson 3. Hallgerður langbrók 4. Snæfríður Islandssól 5. Egill Skallagrímsson 6. Jón Hreggviðsson 7. Grettir Asmundarson 8. Ólafur Kárason 9. Bjartur í Sumarhúsum 10. Ásta Sóllilja II. Þorgerður Egilsdóttir, 12. Guðrún Ósvífursdóttir, 13. Bergþóra Skarphéð- insdóttir, 14. Þorgeir Hávarsson, 15. Steinn Elliði, 16. Halla i Fjalla-Eyvindi, 17. Ugla og Þórbergur Þórðarson, 19. Karólína spákona, 20. Mörður Valgarðs- son, Leiðindi ísbjargar ná tii allra Aftur var nokkur munur á spurningunni um vondu verkin. Alþýðan var spurð um leiðinleg- ustu skáldsöguna sem hún hefði lesið. Elítan fékk hins vegar spurningu við sitt hæfi; um of- metin og leiðinleg verk. Aðeins eitt verk er á báðum listum; skáldsaga Vigdísar Grítns- dóttur Ég heiti ísbjörg, ég er Ijón. Ekkert annað sameinar leiðindi alþýðunnar og elítunnar. Elítan nefnir háheilög verk eins og Passíusálmana, þjóðsönginn og Einar Ben. eins og hann leggur sig. Og trílógíu Ólafs Jóhanns um Pál blaðamann ásamt ýmsu öðru góðgæti. Alþýðan skipar tveimur bókum Thors Vilhjálmssonar á eftir ís- björgu, þar á eftir koma þrjár skáldsögur Laxness, þá Guðberg- ur með tvær og síðan meiri Lax- ness. Og alþýðan setur tvær bækur Ólafs Jóhanns Ólafssonar á sinn lista, þannig að þeir feðgar sitja hvor á sínum listanum. LEIÐINLEGASTA SAGAN Alþýðan 1. Ég heiti ísbjörg, ég er Ijón 2. Fljótt, fljótt sagði fuglinn 3. Grámosinnglóir 4. Gerpla 5. íslandsklukkan 6. Kristnihald undir Jökli 7- 11. Ástir samlyndra hjóna Fjallkirkjan Paradísarheimt Tímaþjófurinn 12. Markaðstorg guðanna, Svartfugl og Tíu lyklar, 15. Villikettir í Búdapest. OFMETIN OG LEIÐINLEG VERK Elítan 1. Passíusálmarnir 2. Þjóðsöngurinn 3. Trílógía Olafs Jóhanns um Pál blaða- mann 4. Allur skáldskapur Einars Ben. 5. Sálmurinn um blómið 6. Vefarinn mikli frá Kasmír 7. Gunnarshólmi 8- 10. Bréf til Láru Ég heiti ísbjörg, ég er Ijón Vikivaki

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.