Pressan - 26.11.1992, Blaðsíða 6

Pressan - 26.11.1992, Blaðsíða 6
B 6 FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. NÓVEMBER 1992 SUMT BULL ER GULL! PRESSAN/JIM SMAHT Ragnhildur Gísladóttir hefur lengi verið ein helsta kvenpersóna íslenska poppbransans. Það er þó fyrst núna sem hún sendir frá sér sólóplötu. Verkið nefnist „Rombigy" og Ragga var á landinu fyrir nokkr- um vikum að kynna plötuna og vinna við talsetningu myndarinn- ar „Karlakórsins Heklu“ sem Guðný Halldórsdóttir er að leggja síðustu hönd á. Ragnhildur fer með eitt aðalhlutverkið; leikur pí- anóundirleikara kórsins, sænskan sígauna sem hefur búið á íslandi í tíu ár. Við ætluðum að hittast á kaffi- húsi klukkan þrjú. Ég sat og beið og tók eftir því að verið var að taka tvö eða þrjú viðtöl annars staðar á kaffihúsinu. Þegar Ragga mætti loksins fannst mér út í hött að bæta enn einu viðtalinu við — staðurinn þyldi það ekki. Ég dró hana því út og í átt að bílnum hennar. Á leiðinni hafði hún í mörgu að snúast og virtist þekkja hvern einasta kjaft á götunni. Hún varð mikið að spjalla enda búin að dvelja nokkurn tíma í London. Til að fá frið til að taka viðtal var Ijóst að það þyrfti að draga hana á mannlausan stað. f japanska smábílnum hennar fer viðtalið í gang. Við sjáum nokkrar dularfullar verur vafra niður Klapparstíginn og förum í beinu framhaldi að spjalla um dóp. „Ég held ég mundi aldrei þora að taka sýru,“ segir Ragga. „Eg er það mikið speisfyrirbæri sjálf, svo mikið kling-klang. Ég fékk einu sinni sveppasúpu í Vestmanna- eyjum, af öllum stöðum. Það var búin til heljarinnar sveppasúpa og allt í einu urðu allir rosalega dans- glaðir, fólk sem hafði aldrei hreyft fót. Það var grenjandi rigning en allir stukku í lopapeysur og döns- uðu og dönsuðu.“ Við hættum við að taka viðtalið í Perlunni og snúum við þegar við sjáum alla örtröðina fyrir framan. Ragga kemur með þá frábæru hugmynd að láta viðtalið fara ffarn á Hótel Loftleiðum og þegar við vorum búin að koma okkur fyrir í leðursófunum í tómri Kon- íaksstofunni fór viðtalið í gang fyrir alvöru. „Ég er alveg sérdeilis léleg í ís- lensku máli,“ segir Ragga þegar ég spyr hana út í allt slangið sem grasserar í poppheiminum. „Ég tala mjög lélegt mál og hef alla tíð gert. Ég var hræðileg fyrir nokkr- um árum hvað slangið varðar, en sem unglingur var ég jafnvel enn verri, gat bara tjáð mig í hljóðum — spoing, diiing og fjúmmm! — allt í teiknimynda- sándeffektum. Þetta hefur komið sér vel síðar, t.d. núna þegar ég var að döbba yfir ýmis atriði í bíómyndinni. í einu atriðinu er ég t.d. dáleidd og fæ kast með ýmsum skrítnum óhljóðum." Eigum við ekki að tala um fer- ilinu? „Það er hundleiðinlegt að fara í gegnum ferilinn," segir Ragga. „Ég geri eiginlega ekkert annað í þessum týpísku íslensku viðtöl- um: Lummurnar, Brunaliðið, Brimkló, Grýlurnar, Stuðmenn, Bone Symphonie með Jakobi og nokkrum amerískum gæjum. Síð- an kom Strax upp úr Kínaferðinni með Stuðmönnum. Ég, Jakob og nokkrir Englendingar. Við spiluð- um lítið hér, vorum aðallega á Bretlandi, og fengum æðislega góð viðbrögð. Svo vorum við Jak- ob bara farin heim þegar liðið úti ætlaði að fara að gera eitthvað úr okkur. Fólk verður að vera á staðnum ef það á eitthvað að ger- ast í þessum bransa. Veturinn 1990—’91 vorum við Jakob fyrir norðan. Ég söng í „Kiss me Kate“ og ég fékk þessa flugu í hausinn á Akureyri að gera sól- óplötu. Ég gerði prufuupptökur og þegar Hilmar Örn [Hilmars- sonj kom út í fyrra leyfði ég hon- um að heyra upptökurnar. Hann stökk sem betur fer á hugmyndina og small inn í dæmið. Himmi skildi nákvæmlega út á hvað þetta gekk hjá mér. Frumhugmyndin er spuni. Það eru þrír textar á ís- lensku en í hinum lögunum er ég að gera myndir. Myndirnar eru útskýrðar í umslaginu." Þú syngur mörg lögin á dular- fullu tungumáli, hálfgerðri „rag- gísku“ eða bulli. Ertu ekki hrœdd um aðfólk segi að bullið sé komið til af því að þú getir ekki búið til texta? „Það er ekkert laganna með sama bullið, ef þú vilt kalla það því nafhi. Mér er alveg sama þótt einhverjum finnist þetta, því ég veit að það er mjög erfitt að bulla þannig að vel sé. Sumt bull er gull! Annars hef ég ekki skap til að hafa áhuggjur að því hvað fólki finnst. Við pældum t.d. aldrei í því hvort eitthvert laganna yrði vinsælt eða ekki. Ég get alveg eins átt von á því að platan verði rökkuð niður. Platan var bara gerð. Allan tímann ríkti mjög gott andrúmsloft og ég held að gleðin og skemmtilegheit- in skili sér nokkuð vel í gegn. Það má bera „Rombigy11 saman við það sem ég var að gera með Grýl- unum. Mér leið ofsalega vel í þeirri hljómsveit; það var mikið mitt eigið dæmi og við gerðum það sem við vildum án forskriftar. Mér finnst gott að vinna í frelsi. Annað sérstakt við plötuna er að það eru engir gítarar notaðir. Gítarhljóð eru óhrein hljóð og passa ekki alls staðar. Það er alltof algengt að gítar sé troðið í allt. Mér finnst það leiðinleg íhalds- semi. Áður en ég byrjaði að taka plötuna upp ákvað ég að hafa ekki einn einasta gítar á allri plötunni.“ ílærihjátrúði „Ég ólst upp í sveit og mér hef- ur alltaf fundist gott að taka mér ffí ffá Reykjavík. Það var verulega gott að vera á Akureyri og hvíla sig á bænum. f London fær maður svo hvíld ffá fslandi, sem er nauð- Ellert B. Schram gaf mér þá hugmynd að fara í skóla með grein sem hann skrifaði í DV. Hann var að hneykslast á menn- ingarfulltrúastöðunni hans Jakobs og skrifaði eitthvað á þá leið að nú þyrfti þjóðin líklega að borga und- ir söngnám fyrir Ragnhildi. Aha, hugsaði ég, auðvitað get ég notað tímann og farið í skóla. Eg fór í „post-graduate“ leiklistarskóla, mikið af Shakespeare og mjög gaman. Þetta var eins árs nám sem ég kláraði í vor. Núna er ég í læri hjá frönskum fyrrverandi trúð og verð þar til loka maí. Þetta er búið að vera eitt við- burðaríkasta ár ævi minnar. Ég var í erfiðum skóla, vann við myndina í júní og júlí hér á íslandi og svo í ágúst í Svíþjóð og Þýska- landi. Síðan kom Hilmar út til London í september og við tókum upp plötuna. Hvað er svo framundan hjá þér? „Kvikmyndagerð er ein skemmtilegasta vinna sem ég hef staðið í. Ég gæti vel hugsað mér að leggja hana meira fyrir mig. Ég verð að sjá til hvemig „Rombigy" gengur, en auðvitað langar mig til að gera fleiri sólóplötur, það er al- veg á hreinu.“ Dansað ífrum- skóginum RAGGA ROMBIGY SKÍFAN ★★★ ^^^5j„Stúlka af aðalsættum ^^^Bþjáist af yfirgengilegum W^Bdansáhuga sem veldur foreldrum hennar þungum áhyggjum. Að lokum hrekst hún að heiman og dansar ein síns liðs víða um lönd. Eftir margra vikna þrotlausa leit að öryggi og vellíðan lendir hún í höndum veiðimanna í Norður-Affíku. Hún dansar fyrir höfðingjann, giftist honum og verður hamingjusöm danshús- móðir upp ffá því.“ Þetta er myndin sem Ragga sér fyrir sér í laginu „Dansfíflið" og á undarlegan hátt er þessi mynd táknræn fyrir þá frumskógartón- list sem Ragga er að pæla í á „Rombigy“. Hilmar örn er hinn fullkomni höfðingi fyrir hana, allt- af opinn fyrir ferskum hugmynd- um og óhræddur að snúa út af al- faraleið poppsins. Ragga og Hilm- ar ganga í tónlistarlegt hjónaband, svitaþvælt af raka frumskógarins, og þeim er oft heitt í hamsi. Platan byrjar á nokkrum taktföstum danslögum. Það eru afrísk villi- mannagrúv viðloðandi þessi lög og fílatennur og skartgripir inn- fæddra fljúga manni fyrir hug- skotssjónum. Þegar líður á plöt- una taka við aðrar stemmur; sumt minnir á Martini-poppið úr Twin Peaks-þáttunum, annað er hrað- ara og harðara en allt eru þetta góðar stemmur og mér er til efs að plata í jafngóðum almennum fíl- ing komi út á íslandi fyrir þessi jól. Það hefur alltaf verið stríðnis- legur stelpuglampi í poppinu hennar Ragnhildar og „Rombigy“ er engin undantekning. Textarnir og myndirnar sem hún bregður upp eru kvenleg, oft tregablandin um tapaðar orrustur á vígvelli ást- arinnar. Fjarvera gítarsins er sniðug hugmynd. Ragga nýtur sín vel í þessu mikla rými. Rétt er að minnast á básúnuleik Ashleys Sla- eter og saxófónspil Steves Buckl- ey. Þetta eru enskir kunningjar Ragnhildar sem leika þar fyrir ut- an f skemmtibandinu Micro- groove. Blástur þeirra er oft veru- lega eggjandi og gerir heilmikið fyrir lögin. Sérstaklega básúnuspil Áshleys, sem meira ber á. Það eru níu lög á „Rombigy", flest góð og nokkur ffábær. „Lát- um berast“ er ffábært rólyndislag, virkilega hástemmt og nálægt skýjunum. Annað frábært lag er „Dansfíflið“, sem er nær jörðinni og fótunum á áheyrandanum. Það er orðið langt síðan Ragga hefur heiðrað íslenska jólaplötu- markaðinn með nærveru sinni. Á „Rombigy" er hún mætt í góðu formi og það væru mistök að leggja ekki við eyrun. Gunnar Hjálmarsson Þetta er skáld- skapur MIKHAIL BÚLGAKOV HUNDSHJARTA MÁL OG MENNING1992 ★★★★ DFrá Máli og menningu koma að þessu sinni tvær Syrtlur. önnur er bókin Kynjaber eftir þá sérstæðu og aldeilis ffábæru skáldkonu Jea- nette Winterson. Hin bókin er hér til umræðu, nefnist Hundshjarta og er eftir Mikhaíl Búlgakov. Þessi skondna saga Búlgakovs fjallar um prófessor í Moskvu sem gerir sérkennilegar tilraunir á flækingshundi með þeim afleið- ingum að ágætis hundur breytist í miður geðslegan mann sem smám saman gerir líf prófessors- ins að martröð. Margir hafa viljað túlka söguna sem dæmisögu um rússnesku byltinguna og það er vissulega ffeistandi túlkun en hún er á eng- an hátt nauðsynleg forsenda þess að hægt sé að njóta verksins. Þeir sem kjósa að láta strangar pólit- ískar túlkanir lönd og leið komast hins vegar ekki hjá því að túlka verkið að verulegu leyti sem háðska gagnrýni á siðferði mann- skepnunnar. Éina geðþekka veran í verkinu er flækingshundurinn áður en hann breytist í mannveru. Hann er tilfinningaveran, fær um að sýna öðrum þakklæti og vináttu. Þótt hann verði nokkuð hégóm- lega þenkjandi um tíma eftir að prófessorinn tekur hann að sér þá er eitthvað græskulaust við hugs- anir hans sem eru í þessum dúr: „Ég er fallegur. Ef til vill er ég óþekktur hundaprins og fer huldu höfði... Það getur meira en verið að amma mín hafi átt vingott við Labradortík." Það er fyrst eftir að hundurinn fær mannlega eiginleika eftir að- gerð prófessorsins að framferði hans verður miður geðslegt. Sem maður ?r hann fullur fúllyndis, eigingjarn og tillitslaus, lyginn og fláráður, en boðar þó í samtölum jöfn skipti heimsins gæða. f byrjun verksins byggist frá- sagnaraðferðin að mildu leyti á hugsunum hundsins. Eftir að hann öðlast mannlega eiginleika þá lýsir höfundur ekki innra sálar- lífi hans heldur fylgist með honum sem áhorfandi úr nokkurri fjar- lægð. Með þessari breyttu frá- sagnaraðferð gefur höfundur sterklega í skyn að innra með per- sónunni bærist ekkert það sem einhvers virði sé að lýsa. Óg orð og gjörðir þess manns sem einu sinni var hundur bjóða engan veginn upp á samúð lesandans. Niður- staðan er sú að hundshjartað taki mannshjartanu fram eða eins og segir í verkinu: „... mannshjartað er það lélegasta sem um getur í náttúrunni." Og verður nú hver að túlka eftir sinni pólitísku vitund. Verkið er unnið af miklum vits- munum og ögun. Búlgakov er hvass penni og fyndni hans háðsk og grimm. Þar er tilfinningasemi ekki látin flækjast fýrir. Það er því algjörlega úr takt við annað í verk- inu þegar Búlgakov notar við- kvæmnisleg lýsingarorð í frásögn af uppskurði prófessorsins á hundinum og segir: „Hann sápaði litla, varnarlausa höfuðið." Þarna kemur höfundur notalega upp um samúð sína með hundinum í stuttri semingu sem auðvelt væri að láta sér sjást yfir nema vegna þess að hún er svo greinilegt stíl- brot. Ingibjörg Haraldsdóttir þýðir þessa feiknagóðu bók og það þarf vart að taka fram að þýðing henn- ar er hin prýðilegasta. Áður hefur verið farið fögrum orðum um Syrtlubækur Máls og menningar. Við fýrri orð er því einu að bæta að Robert Guille- mette er örugglega besti bóka- hönnuður sem starfar á vegum ís- lensks bókaforlags og ætti að fá verðlaun fýrir verk sín. Kolbrún Bergþórsdóttir Popparar ípásu (II) Þótt jólasveinninn sé gjaf- mildur eru nokkrir popp- arar sem ekki eiga nýjar plötur í pökkunum frá honum í ár. Einn frábærasti söngvari „yngri kyn- slóðarinnar" er glys- drengurinn Páll Ósk- ar Hjálmtýsson. Strákurinn lætur þó ekkert heyra í sér fýrir þessijól. Hannvarað vísu beðinn að syngja á plötunni Minningum 2 en nennti því ekki. Páll vandar valið; í fýrra var hann beðinn að syngja fimm af þeim tíu lögum sem kepptu til úrslita í Jú- róvisjón, en neitaði í öll skiptin — „afþvíþetta voru allt svo ömurleglög“. Kannski verða einhver júrólög nógu góð íýrir hann í ár. Palla langar til að gera sólóplötu — „áöur en ég missi þessa sætu súkku- laðirödd“ — og vonandi hefur einhver útgefand- inn vit á að gefa hann út á næsta ári. Áhugasömum er bent á þáttinn „Sætt og sóðalegt“ sem Páll sér um á ; Aðalstöðinni öll sunnudagskvöld. Þar spilar Palli guðdómleg diskólög, tekur stundum lagið með uppáhaldssöngkon- unum sínum, og flyt- ur snjalla.pistla um hin ólíkustu fýrirbæri — æðislegirþættir! Valdimar örn Flygen- ring gaf út skemmtilega sólóplötu í fýrra sem hét „Kettir“. Engin plata kemur í ár en Valdimar segist þó vera með helling af efni á lager og vel geti farið svo að ný plata komi snemma á næsta ári. Valdimar hefur nóg að gera á leiklistarsviðinu og um þessar mundir er hægt að berja hann augum í Hafh- arhúsinu, þar sem Alþýðuleikhúsið setur upp „Hræði- lega hamingju“ eftir Lars Norén. f fýrra kom úr frábær poppplata ffá Geira Sæm. Nú heyrist hins vegar ekkert í hon- um en hann mun þó vera að vinna tónlist með Styrmi Sigurðssyni sem var með honum í Hunangs- tunglinu. Fastlega má búast við geislaplötu frá þessu kompaníi á næsta ári. En Geiri kann fleira en að poppa, hann er einnig ágætur kokkur og rak um tíma veitinga- staðinn Jazz. Geiri hefur nú selt vilja láta Geira kokka ofan í sig verða að fara alla leið upp , í Skíðaskálann í Hvera- dölum. Vorið 1991 byrjaði Blúskompaníið, með þá Magnús Ei- ríksson og PálmaGunn- arssoníbroddi fýlkingar, að plana nýja plötu sem átti ' að koma út þá ' um haustið. Karli Sighvatssyni ■ heitnum var fengin spóla með grunnum og hugmyndum og var hann byrj- aður að pæla í hljómborðs- hugmyndum þegar hann júní. Eins og eðlilegt er dró dauði Karls úr mönnum þróttinn og ekkert varð úr blúskompanís- plötunni. Hugmyndimar geijuð- ust þó hjá Magnúsi og Pálma og snemma á næsta ári má búast við að efnið sem lagt var upp með um vorið ’91, ásamt nýrra efni, líti dagsins ljós. Sú plata verður þó líklega ekki skráð á Blús- kompaníið heldur á Manna- korn.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.