Pressan - 26.11.1992, Blaðsíða 8

Pressan - 26.11.1992, Blaðsíða 8
B 8 FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. NÓVEMBER 1992 Barnaljóð Þórarins ÞÓRARINN ELDJÁRN SIGRÚN ELDJÁRN HEIMSKRINGLA FORLAGIÐ, 1992 ★ ★ ÞÓRARINN ELDJÁRN TRYGGVIÓLAFSSON LITARlM FORLAGIÐ, 1992 ★ ★ □ Barnaljóð hafa dottið uppíyrir hjá okkur í fleiri áratugi, ég man ekki í fljótu bragði effir að neinn hafi ort markvisst fyrir börn eftir daga Stefáns Jónssonar og Jóhannesar úr Kötlum. Á barnaplötum hefttr að vísu verið ort margt og mis- gott, Ólaíur Haukur hefur kannski staðið sig einna best þar og búið til texta sem koma til með að lifa. í fyrra gaf Þórarinn Eldjárn út barnaljóðabókina Óðfluga og nú stendur hann að tveimur öðrum. Framtakið er frábært. Fæst nú- tímaljóðskáld hafa ort efni sem börn geta lesið sér til ánægju og þó klassíska deildin, þjóðkvæði, barnagælur og Sáuð þið hana systur mína, sé bráðnauðsynlegur grunnur þarf helst að byggja eitt- hvað á honum, eitthvað nýtt um ryksugur og stigaganga svo böm- in haldi ekki að ljóð séu eitthvað sem tilheyri alfarið dauðum tíma. Báðar þessar bækur eru ágætar en ekki ffábærar. Vörumerld rím- aðra ljóða Þórarins er gamansem- in og hann hefur sérhæft sig ann- ars vegar í orðaleikjum og hins vegar húmorískum hortittum. Gallinn við hvort tveggja í ljóðum fyrir böm er að þau skilja ekki út á hvað málið gengur. Svo tekin séu dæmi úr Heimskringlu þá missa þau sennilega af brandaranum í ljóðinu um fót- og handsnyrti- dömuna sem græðir á tá og fingri, fatta lítið í kvæðinu um Sí- malanda í Símalandi sem var símalandi í tólið (ég skil þetta varla sjálfur) og sjá ekki að stelpu- nafnið Véný á að vera asnalegt, húmorískt rímorð við séní. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að þetta skiptir ekki svo miklu máli, börnin geta bara áttað sig á þessu þegar þau em orðin stór. Það em mörg bráðskemmtileg og vel heppnuð ljóð í Heimskringlu, svona helmingurinn af bókinni, gæti ég trúað; hin ljóðin eru ekki jafn góð en samt ekki slæm. Myndirnar vinna mjög vel með kvæðunum, undirstrika fyndnina og skýra sums staðar merkinguna. Heimskringla er ekld síðri bók en Óðfluga frá í fyrra, sem margir voru mjög hrifhir af. Að búa til ljóðabók um litina er góð hugmynd og Litarím er falleg bók. Ljóðrænar uppstillingar Tryggva Ólafssonar á hlutum í hreinum litum eru sláandi ólíkar kankvísum skrípamyndum Sig- rúnar og þótt ég hafi hingað til ekki verið mikill aðdáandi Tryggva finnst mér myndirnar hans passa sérlega vel í svona bók. Hver litur fær opnu með einni mynd og þremur vísum sem yfir- leitt eru upptalningar á hlutum í viðkomandi lit. Sumar vísurnar eru fínar, en annars staðar dugar húmorinn ekki til að réttlæta hor- tittina. Nokkrar vísur frnnst mér varla boðlegar. Aftast er svo ort um grunnlitina og litablöndun og ég get ekld látið vera að minnast á þau skilaboð sem þar koma fram að með því að bianda saman blá- um og rauðum fái maður út brún- an. Ég er ekki að ruglast í ríminu, er það? Er ekki bannað að gabba lítil börn? Jón Hallur Stefánsson Neðaniarðarútgáfur ÚR DJÚPINU STILLUPPSTEYPA GALLERÝ KRÚNK ★★★ SAKTMÓÐlGUR LEGILL ★★★★ PAUL&LAURA ILMVATNAJÖKULL ★★★ INEERNO 5 JÖRÐ9 ★★ Sem betur fer býður ís- lenskur tónlistarheimur upp á fjölbreyttara úrval en það sem „stóru“ útgáfurnar gefa út. Þannig hafa ýmsir tónlist- armenn gefið út sjálfir og fengið Steina, Skífuna eða Japis til að dreifa fyrir sig. Sumir eru þó enn smærri í sniðum, dreifa bara sjálf- ir búð úr búð, auglýsa ekki neitt og halda sig eins mikið „und- erground" og hægt er. Hér á eftir skulum við tékka á því helsta sem dvelur í djúpinu. skemmtilegt. Drengirnir taka hol- lensku anarkísveitina The EX sér til fyrirmyndar, og minna á hana auk Gang of Four og kannski Purrks Pillnikks, svo ég taki nær- tækt dæmi. Söngvarinn er enginn söngvari, öllu heldur reiður ræðu- maður á trékassa á Lækjartorgi. Hann hefur allt á hornum sér; EB er ánauð, tölvur eru hættulegar og Davíð Oddsson er Adolf Hitler. Kannski vaxa þeir upp úr þessu, mér er sama, en textamir eru oft skemmtilega hráir og saklausir. Stilluppsteypa vandar sig við útgáfuna — þónokkur handa- vinna liggur í umslaginu — og hljómurinn er mátulega hrár fyrir þróttmikla tónlistina. Stillupp- steypa er meðvituð hljómsveit og selur sig ekki dýrt; platan kostar 300-kall sem er ekki mikið fyrir fimm fín lög. Þetta er hljómsveit sem vonandi heldur áffam og ger- ir jafngóða eða betri hluti. Pönkið drepst ekld með svona flotta full- trúa. Hljómsveitin Saktmóðígur er af svipuðu sauðahúsi, nema kannski enn grófari og beittari. Þeir em fimm og hittust og stofn- Gallerý Krúnk nefnist rassvasa- fyrirtæki sem nokkrir pönkarar reka í Breiðholti. Nýjasta afurðin er lítil plata með hljómsveitinni Stilluppsteypu. Þetta er plata, ekki geislaplata, og hana má meira að segja böggla saman. Stilluppsteypa spilar stökkbreytt pönk, nokkuð ferskt og mjög á Laugar- vatni. Aðeins einangmn og bældir hormónar gætu hugsanlega getið af sér viðlíka læti og gaddavírs- rokkið hjá Saktmóðígum. Það spilar kannski inn í líka að þeir kunna ekki að stilla gítarana sína, sem í þessu tilfelli er kostur. Á sviði eiga Saktmóðígir engan sinn líka í íslensku rokki. Þar fer söngvarinn, Karl Óttar, yfirleitt hamförum og tætist um sviðið meðan hinir standa með hang- andi haus og hamra út vellandi rokkgutlið. Textar Karls em flestir um botn þjóðfélagsins eða hráar útsendingar frá misþyrmingum og dauða: ekkert falið, óþverrinn dreginn ffam í dagsljósið. Á snældunni „Legill“ eru Sakt- móðígir í fínu formi og dæla út mörgum bestu verkum sínum, eins og „Togarinn", „Sjúpangið" og „Pervertinn" — allt góðar groddapönklagasmíðar úr hausi frumlegra stráka. Umslagið segir allt sem segja þarf: allsber kerling, affnynduð af fitu. Annars er varla hægt að lýsa Saktmóðígum með orðum svo vel sé, runa af upp- hrópunarmerkjum væri næst lagi. Paul & Laura nefnist par frá Bandaríkjunum sem hefur dvalið á fslandi í nokkur ár. Þeim þykir gaman að spila á hljóðfæri og framleiða ljúft popp sem leynir á sér. „Ilmvatnajökuir er þriðja spóla þeirra og sú besta til þessa. Þau eru farin að syngja á íslensku í bland við enskuna, sem kemur vel út. Einnig eru þau nösk á snið- ug smáatriði íslenska veruleikans; syngja t.d. um Prince Polo og níu milljón króna fiðluna hennar Sig- rúnar Eðvaldsdóttur. Það eru fimmtán Iög á „Ilm- vatnajökh“. Skötuhjúin spila á gít- arræfla, heimatilbúin slagverk, leikfangaorgel og fleira tilfallandi. Hljómurinn hjá þeim er þó alltaf góður. Þegar best læt- ur spila Paul & Laura afbragðspopp — lög- in „Vegetable" og „Vakna-klifra" eru góð dæmi um ffábært tak dúettsins á skín- andi poppi — en stundum renna lögin í vaskinn og skilja lítið effir sig. Það má þó alltaf búast við góðri stund þar sem tónlist Pauls & Lauru fer; það skín í gegn að þau gefa sig öll í tónlistina og útkoman er einfalt, milt og skemmtilegt rólyndispopp. Nokkrir áhugamenn um duld- ar hvatir mannskepnunnar hafa í mörg ár starfrækt hljómsveitina Inferno 5. Hljómsveitin hefur gefið út nokkrar sjaldséðar spólur í gegnum tíðina og sú nýjasta kom út í sumar. Einnig stóð til að gefa það verk út á geislaplötu, en frá þeirri húgmynd virðist hafa verið horfið. Það eru tólf lög á spólunni, öll nokkuð löng og mónótónísk. Hljómsveitin bruggar sitt tækni- diskó á gamla hljóðgerfla og önn- ur tæknitól og hljómar oft eins og framtíðartónlistin sem heyrðist í framsæknum vísindakvikmynd- um frá því um 1980. Inferno 5 virðast dálítið fastir í tónlist þeirra ára — minna um margt á Cabaret imieH Voltaire og svipaðar breskar hljóðgerflagrúppur — en það er svo sem allt í lagi og fáar sveitir í dag sem halda sig á þeim slóðum. Það er margt vel gert á þessari spólu; raddirnar eru oft skemmti- lega vélmennalegar og undir fargi síendurtekinna hljóma glittir oft í hrífandi augnablik. Það þarf þó að taka Inferno 5 í skömmtum, að minnsta kosti ef maður er bláedrú og djúpt sokkinn í raunveruleik- ann. Það er reynandi að nálgast of- angreinda tónlist í plötubúðum borgarinnar, en auðveldast er þó að finna þessa og svipaða músflc í Hljómalind í Austurstræti. Sú búð er orðin nokkurs konar Gramm tíunda áratugarins. Gunnar Hjálmarsson Goðsögn FRIÐRIKA BENÓNÝS MINN HLÁTUR ER SORG ÆVISAGA ÁSTU SIGURÐARDÓTTUR IÐUNN 1992 ★★★★ Ásta Sigurðardóttir er goðsögn. Sveitastúlkan sem kom í bæinn, varð bóhem, drakk brennivín, skrifaði fyrstu söguna sína eiginlega óvart — og sló í gegn. Sunnudagskvöld til mánu- dagsmorguns er frægasta smá- saga sem skrifuð hefur verið á ís- landi. Hún birtist í tímaritinu Lífi og list árið 1951; þá var Ásta lið- lega tvítug. Seinni tíma mönnum kann að þykja kynlegt að þessi smásaga skyldi setja allt á annan endann í Reykjavík. Saga af fyll- eríi og slarki. Jú, og nauðgun. En þá verða menn líka að reyna að skilja smáborgarabraginn á og grimmur veruleiki Reykjavík. Ásta var ögrun við allt og alla. Hún klæddi sig öðruvísi, hegðaði sér öðruvísi, talaði öðru- vísi, skrifaði öðruvísi. Og hún drakk. Friðrika Benónýs hefur skrifað einstæða ævisögu. Hún gengur á hólm við goðsögnina um Ástu og dregur upp mynd sem ekki er alltaf geðfelld en alveg áreiðan- lega eins sönn og framast er unnt. Sagan er sögð úr hugskoti Ástu þótt hún sé í þriðju persónu. Það þarf mikla fimi til að þræða það einstigi. Friðrika notar ffásagnar- aðferð sem ekki hefur verið beitt áður við ævisagnagerð hérlendis. Það gengur upp með miklum glæsibrag. Stíllinn er knappur, ljóðrænn og vandaður. Ásta varð fórnarlamb goð- sagnarinnar og hún náði aldrei að rjúfa vítahringinn sem hún lenti í kornung. Einhvers staðar sagði Halldór Laxness að Jóhann Jóns- son, sem orti Söknuð, hefði verið gersneyddur rithöfundarhæfi- leikum. Það á ekJci síður við um Ástu þótt eftir hana liggi nokkrar sérkennilegar bókmenntaperlur. Hún var skáld innblástursins, hún gat ekki — eða kunni ekki — að vinna eins og rithöfundur. Fór ekki Laxness sjálfur alltaf á fætur klukkan sex á morgnana og byrjaði að skrifa hvað sem tautaði og raulaði? Ekki Ásta, það er víst. Ótvíræðir og óvenjulegir hæfi- leikar fóru að mestu í súginn. Þetta er öðrum þræði saga um basl og reiðileysi; saga konu sem missti fótfestuna, fór úr einu ást- arsambandi í annað og gat aldrei hætt að drekka. Hún mætti fyrir- litningu og andstreymi, börnin voru tekin ffá henni, vinirnir gáf- ust upp. En í gegnum þessa grimmu sögu skín lflca mynd brothættrar og fallegrar persónu sem skildi örlög sín kannski aldrei til hlítar. Hrafrí Jökulsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.