Pressan - 17.12.1992, Blaðsíða 5

Pressan - 17.12.1992, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. DESEMBER 1992 B 5 BÆKUR & PLÖTUR Siggi sjóari FRIÐRIK ERLINGSSON ALLTAF TIL í SLAGINN, LlFSSIGLING SKIP- STJÓRANS SIGURÐAR ÞORSTEINSSONAR VAKA-HELGAFELL1992 ★★★ □Sigurður er sannkallaður sjóari sem hefur siglt um höfin sjö og lent í ótal ævintýrum. Hann læt- ur sér fátt fyrir brjósti brenna, en yrði sennilega kallaður jarðbundinn ævintýra- maður. Hann heíur svo sannarlega frá mörgu að segja, og þetta er öldungis prýðileg sagnabók. Það þyrfti harðsvírað dauðyfli til þess að hrífast ekki með þegar hann lýsir hrakningum í hafís norður í Ballar- hafi, siglingum um Amazon og „verslun" með unglingsstúlkur svo dæmi séu tekin afhandahófi. Það væri ffóðlegt að telja saman öll þau lönd og hafnir sem Sigurður kom til. Hann hélt hinsvegar lítt til á búllum (smakkaði fyrst áfengi 34 ára) en gerði sér far um að kynnast löndum og þjóðum; og átti hlut að ýmsum milljónafélögum. Friðrik Erlingsson er flínkur stílisti, og bókin er þessvegna betur skrifuð en flest- ar þeirra harðsoðnu viðtalsbóka sem dembt er á markaðinn í desember. Hann er augljóslega afar efnilegur rithöfundur; hefur raunar fengið verðlaun fyrir barna- bók. Það er farið talsvert hratt yfir sögu og bókin er frekar stutt, 186 blaðsíður. Þess- um lesanda hér leiddist aldrei, en óskaði þess þvert á móti stundum, að betur hefði verið farið ofan í saumana. Dæmi: Það hefði verið skemmtilegt að heyra meira af þeim mikla síldargrósser og ævintýra- manni í viðskiptum, Óskari Halldórssyni, sem var fyrirmynd Halldórs Laxness að fslands-Bersa í Guðsgjafaþulu. Eins er hætt við að ýmsum saumaklúbbum þyki Friðrik Erlingsson er flínkur stílisti, og bókin er þessvegna betur skrif- uð en flestar þeirra harðsoðnu viðtalsbóka sem dembt er á mark- aðinn í desember. súrt í broti þegar hjónaskilnaður er af- greiddur í einni setningu. En þetta er náttúrlega saga af lífssigl- ingu Sigurðar Þorsteinssonar. Við kynn- umst karlinum í brúnni, sjóaranum, skip- stjóranum. Semsagt: Hressileg bók, bæði fyrir landkrabba og lengra komna. Hrafh Jökulsson Á TÍMUM MINNKANDIKAUPMÁTTAR 2 5% JÓLAAFSLÁTTUR* AF ÖLLUM OKKAR VÖRUM TIL JÓLA SQFASETT OG HORNSÓFAR SJÓNVARPSSKÁPAR, SKÓSKÁPAR OG RÚM FATASKÁPAR, FRÁBÆRT VERÐ *ekki jólaafsláttur af OZOO skrifstofuhúsgögnum Húsgagnalagerinn Bolholti S.679860 Frumsýning á Eilíföardiykknum föstudaginn 18. des. í oospe DESKMDBV NSTON pkodicS I “Bi DtíKiNu KAPHY LAUGARÁS Meryl Streep bruceWilus Goldie Hawn Sýndkl. 5-7-9-11 Dtctribuled by UMTTED IMTERNATIONAL PtCTURES FC CTíDlTV Hfetts T L ulalvuLl wnCTUiucHrnnac MlSIC ... «KFmN TlÍLltUC BV oi« tsnti&amv shdios. i\c. .....

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.