Pressan - 22.12.1992, Blaðsíða 2

Pressan - 22.12.1992, Blaðsíða 2
B 2 ^RIÐ|UDAGURPMSSAN2ZDESEMBER1992 B Æ K U R & PLÖTUR STJÖRNUGJAFIR GAGNRÝNENDA PRESSUNNAR Hér að neðan má sjá uppgjör gagnrýn- enda PRESSUNNAR ájólabóka- ogjóla- plötuflóðinu; hvaða verk fengu besta dóma á síðum blaðs- ins, hvaða verkfengu miðlungseinkunnir og hvaða verkféllu ogfengu hina ótta- legu hauskúpu blaðs- ins (semfrœg er orð- in). ÍSLENSK SKÁLDVERK Einar Kárason: Heimskra manna ráð Mál og menning ★★★★ Frá því Laxness lagði frá sér pennann hef- ur enginn íslenskur rithöfundur skapað jafn fjölskrúðugt og heilsteypt persónu- gallerí í verkum sínum og Einar Kárason í Eyjabókunum og nú í Heimskra manna ráðum. (KB) Ólafur Gunnarsson: Tröllakirkja Forlagið ★★★★ Seinnihluti bókarinnar er með því magn- aðra sem sést hefur í íslensku skáldverki síðustu árin. (KB) Vigdís Grímsdóttin Stúlkan í skóginum Iðunn ★★★★ Stúlkan í skóginum er ákaflega vel skrifuð bók, áberandi best skrifaða verk Vigdísar. (KB) Þorvaldur Þorsteinsson: Engill meðal áhorfenda Bjarturogfrú Emilía ★★ Þetta er misgott verk en frumlegt. (KB) Berglind Gunnarsdóttin Flugfiskur örlagið ★★ Bókin er fallega stíluð og samfelldur tónn í textanum, sem þó er svolítið klisjóttur á stöku stað, sérstaklega finnst mér sumar samlíkingarnar einum of sjálfsagðar. (JHS) Þórarinn Eldjám: Ó fyrir framan Forlagið ★★ Sögurnar í þessu nýja smásagnasafni eru misjafnar að gæðum og þær slökustu draga heildarverkið niður. En þegar litið er á það sem best er gert þá sannast hér enn einu sinni að þegar Þórarni tekst best upp er hann óborganlega fyndinn. (KB) Kristín Ómarsdóttir: Svartir brúðar- kjólar Mál og menning ★★ Margt er afar vel gert í verkinu og það er þess virði að það sé lesið. (KB) Böðvar Guðmundsson: Kynjasögur Mál og menning ★ Það er synd að engin af þessum sögum nær að verða góðar bókmenntir. (JHS) Einar öm Gunnarsson: Benjamín Almenna bókafélagið ★ Persónusköpun er ekki góð og lesandinn missir fljótt áhuga á persónunum og lætur sig litlu varða önög Benjamíns. (KB) Guðmundur Einarsson: Mamma, ég var kosinn örn og örlygur ★ Helst mætti ætla að frásögnin væri skrifuð af varaþingmanni, sem einungis hefði ver- ið hleypt inn á þing í örfá skipti. (KB) Þráinn Bertelsson: Sigla himinfley Skjaldborg ★ Hvorki tilþrifamikil né minnisstæð, en þol- anleg afþreying. (KB) Þorvarður Helgason: Sogar svelgur Ég efast ekki um vilja höfundar til að verða góður rithöfundur en því miður; vilji er ekki allt sem til þess þarf. (KB) Trausti Steinsson: Fjall rís Guðsteinn 6 Hér er einfaldlega komin svo vond bók að mestu tíðindi þessarar bókavertíðar yrðu þau ef einhver verri kæmi á markaðinn. (KB) Þómnn Valdimarsdóttin Júlía Forlagið ® Þórunn gengur svo langt í ofsafullu hug- mynda- og orðflæði að ekki hefði nægt að aga hugsunina til að skapa frambærilegt verk, skáldkonan hefði þurft að grípa til valdbeitingar. (KB) AÐRAR BÆKUR Hannes Hólmsteinn Gissurarson: Jón Þorláksson forsætisráðherra AB ★★★★ Hannes er prýðilegur sögumaður og ég minnist ekki margra bóka þar sem þessu tímabili eru gerð jafn glögg skil. (HJ) Thor Vilhjálmsson: Raddir í garðinum Mál og menning ★★★★ Það er skörp, greindarleg hugsun að baki þessu verki en einnig innsæi og hlýja ásamt ríkri kímni sem á einstaka stað bein- ist í átt að galsa. (KB) Matthías Viðar Sæmundsson: Galdrar á fslandi Almenna bókafélagið ★★★★ Matthías Viðar er djarfur fræðimaður sem fer ekki troðnar slóðir hér fremur en venju- lega, tekur áhættu og gengur á hólm við hefðbundna söguskóðun. (KB) Guðjón Friðriksson: Dómsmálaráð- herrann. Saga Jónasar Jónssonar frá Hriflu Iðunn ★★★★ Guðjón Friðriksson hefur unnið mikið af- rek með þessari bók. (HJ) Friðrika Benónýs: Minn hlátur er sorg, ævisaga Ástu Sigurðardóttur Forlagið ★★★★ Friðrika Benónýs hefur skrifað einstæða ævisögu. Hún gengur á hólm við goð- sögnina um Ástu og dregur upp mynd sem ekki er alltaf geðfelld en áreiðanlega eins sönn og framast er unnt. (HJ) Ámi Matthíasson: Sykurmolamir Örn og örlygur ★★★★ Sykurmolabókin er algjört möst fyrir Syk- urmolaáhugafólk, góð afþreying fyrir flesta aðra og ein albesta bók íslensk sem skrif- uð hefur verið um rokktónlist. (GH) Þorsteinn E. Jónsson: Dansað í háloft- unum Setberg ★★★ Strákabókin í ár. MacLean getur pakkað saman. (HJ) Friðrik Erlingsson: Alltaf til í slaginn, lífssigling skipstjórans Sigurðar Þor- steinssonar Vaka/Helgafell ★★★ Hressileg bók, bæði fyrir landkrabba og lengra komna. (HJ) óttar Guðmundsson: Tíminn og tárið Forlagið ★★★ Við erum víst einhver drykkfelldasta þjóð í heiminum, segir Öttar, sem skrifar af þekk- ingu og innsæi og fer oft á kostum í skemmtilegheitum. (HJ) ómar Valdimarsson: Guðni rektor; enga mélkisuhegðun, takk Vaka/Helgafell ★★ Guðni er ósköp hæfilega kjaftfor og gam- aldags, en áreiðanlega fyrst og fremst góður karl. (HJ) Ingólfur Margeirsson: Hjá Bám Örn og örlygur ★★ Hjá Báru er eiginlega eins og skáldsaga. Gæti verið úr rauðu ástarsögunum, eða hvað þær nú heita. (HJ) Nína Bjöik Ámadóttin Ævintýrabókin um Alíreð Flóka Forlagið ★★ Nína Björk Árnadóttir skrifar mjög innileg- an stíl sem öðru hvoru fer langt yfir vel- sæmismörk í tilfinningasemi. Hins vegar er Nína furðufljót að ná sér upp úr slíkum dýfingum og draga textann að landi. (KB) Jónína Leósdóttin Rósumál Fróði ★★ Þetta er bersöglisbók. Rósa malar og mal- ar og malar um allt milli himins og jarðar. (HJ) Helga Guðrún Johnson: Lífsganga Lydiu Vaka-Helgafell ★★ Frásögn Lydiu er smekklega búin til prent- unar af Helgu Guðrúnu Johnson; stíllinn er lipur og hnökralaus. (HJ) Guðný Þ. Magnúsdóttir: Þómnn ★ Þetta er bók fyrir sanntrúaða, en eykur að öðru leyti engu við áður útkominn ara- grúa íslenskra heimildabóka um lífið og til- veruna hinum megin. (HJ) Jónas Sigurgeirsson/Pálmi Jónasson: ís- lenskir auðmenn AB ★ Fyrst og fremst er þessi bók samansafn af lipurlegum kjaftasögum. (HJ) Atli Magnússon: í kröppum sjó. Helgi Hallvarðsson örn og örlygur ★ Efnið nær aldrei að lifna við; persóna bók- arinnar er hversdagsleg, hefðbundin, venjuleg. (HJ) Gylfi Gröndal: Ásgeir Ásgeirsson Forlagið ★ Ævisaga Gylfa Gröndals um Ásgeir Ás- geirsson er dæmigerð viðhafnarsaga. Enginn verður móðgaður, sár — eða undrandi. (HJ) UÓÐ Þorsteinn frá Hamri: Sæfarinn sofandi Iðunn ★★★★ Stíll Þorsteins nær gjarnan að sameina há- tíðleika og einlægni einsog prúðbúinn sveitamaður um jól, en úfnar svo allur og harðnar þegar kaldhæðnar hugleiðingar sækja á skáldið. (JHS) Gyrðir Elíasson: Mold í skuggadal Mál og menning ★★★★ Meiri mannleg nærvera, hlýja og angur- værð sem tengjast aðskilnaði og missi, al- gerlega nýju stefi í sjálfhverfum heimi Gyrðis. (JHS) Sigfús Bjartmarsson: Zombfljóðin ★★★★ Zombíljóðin eru eitt metnaðarfyllsta verk sem komið hefur út lengi og á nokkuð ör- ugglega eftir að verða eitt af kennileitum nýhafins áratugar. (JHS) Linda Vilhjálmsdóttin Klakabömin Mál og menning ★★★★ Fín bók hjá Lindu, hún er í hópi forvitni- legustu skáldanna okkar. (JHS) Kristján Karlsson: Ljóð 92 AB ★★★ Kristján er dálítið seintekinn höfundur en borgar drjúgt fyrir sig ef maður gefur sig að honum. (JHS) Guðbergur Bergsson: Hið eilífa þroskar djúpin sín (þýðingar) Forlagið ★★★ Einstæður lykill að spænskri Ijóðlist en frá- gangur textans er sumstaðar ekki nógu góður. (JHS) Vilborg Dagbjartsdóttir: Klukkan í tuminum Forlagið ★★★ Góð bók en ekki mjög persónuleg. Vil- borg hefur áður gefið meira af sjálfri sér, hér einbeitir hún sér fyrst og fremst að reynslu annarra og þegar kemur að stóru spurningunni er það ekki hún sjálf sem yrkir. (JHS) ÞÝÐINGAR James Joyce: ódysseifur Mál og menning ★★★★ Sigurði A. Magnússyni tekst mjög vel að stíla snaggaraleg símskeyti vitundarinnar og fer á kostum í skopstælingum. (JHS) Richard Brautigan: Silungsveiði í Am- eríku Gyrðir Elíasson íslenskaði Hörpuútgáfan ★★★★ Verulega fyndin bók sem kemur manni stöðugt á óvart með óvæntum hug- myndum, skringilegum uppátækjum og spriklandi myndlíkingum. (JHS) Bmce Chatwin: Á Svörtuhæð Mál og menning ★★★★ Yfir verkum Chatwins er einhver undarleg heiðríkja, hann er höfundur sem manni þykir ósjálfrátt vænt um og hann platar aldrei. (JHS) Romain Gary. Lífið framundan Forlagið ★★★★ Lesandinn þarf að búa yfir einstöku kald- lyndi til að komast hjá að verða snortinn. (KB) Mikhail Búlgakov: Hundshjarta Mál og menning ★★★★ Verkið er unnið af miklum vitsmunum og ögun. Búlgakov er hvass penni og fyndni hans háðsk og grimm. (KB) Pascal Quignard: Allir heimsins morgn- ar Mál og menning ★★★★ Undrafallegt verk sem situr í minningunni löngu eftir að lestrinum er lokið. (KB) Amy Tan: Leikur hlæjandi iáns Bjartur ★★★ Það er mikið af góðum sögum og sitúa- sjónum í þessari bók og þær fléttast sam- an í heillandi heild. (JHS) Jeanette Winterson: Kynjaber Mál og menning ★★★ Ansi glúrin saga sem gaman er að lesa og pæla í. (JHS) Laura Esquivel: Kryddlegin hjörtu ísafold ★★ Stíllinn er oftast nær fjörlegur en dettur stundum niður í flatneskju. Erik Fosnes Hansen: Sálmur að leiðar- lokum Mál og menning ★ Lærður og hátíðlegur, málfræðilega kór- réttur en steinrunninn. Textinn hefur verið pússaður svo vandlega að allt líf hefur um leið nuddast af honum. (KB) Isabel Allende: Sannleikur allífsins Mál og menning ★ Það getur ekki talist vænlegt þegar hver skáldsaga eins höfundar er verri en sú næsta á undan, einsog tilfellið er með Isa- bel Allende. (JHS) BARNA- OG UNGLINGABÆK- UR Illugi Jökulsson/Gunnar Karlsson: Litli skógarbjöminn Iðunn ★★★★ Það er eitthvað sérlega heillandi við þenn- an skógarbjörn sem er á sérsamningi hjá skaparanum. (JHS) Þorsteinn Marelsson: Milli vita Mál og menning ★★★★ Að frátalinni dálítið neyðarlegri byrjun er bókin skemmtileg út í gegn. (JHS) Kristín Steinsdóttin Draugar vilja ekki dósagos Vaka-Helgafell ★★★★ Þetta samband hefur líka menningarlegt og uppeldislegt gildi í sjálfu sér, draugur- inn verður tengiliður barnsins við fortíðina og gamla lífshætti, hjálpar henni að sjá út úrfjölmiðlakófinu. (JHS) Friðrik Erlingsson: Benjamín dúfa Vaka-Helgafell ★★★ Friðrik gerir úr efniviðnum bráðlifandi fólk og sjálf sagan er óvenjuleg og spennandi. (JHS)_ Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson: Gler- fjallið Almenna bókafélagið ★★★ í skáldsögum um furðuheima sem sögu- hetjurnar komast inn í gegnum einhverjar leynileiðir eru fullorðnir yfirleitt ekki með í ferð og frumlegt hjá Aðalsteini að breyta útfrá því með kátri kerlingu. (JHS) Þorgrímur Þráinsson: Bakvið bláu aug- un Fróði ★★★ Höfundurinn heldur spennu allan tímann því bókin er vel upp byggð og ágætlega skrifuð þótt ekki sé hún laus við hnökra. (JHS) Jón Dan: Tveir krakkar og kisa Skjaldborg ★★★ Þetta er indæl lítil saga fyrir börn yngri en 10 ára. (JHS) Gunnar Helgason: Goggi og Gijóni Mál og menning ★★★ Prýðilega stíluð bók og textinn alltaf lif- andi. (JHS) Guðrún Helgadóttir/Brian Pilkington: Velkominn heim, Hannibal Hansson Iðunn ★★★ Það gerist ekki mikið í þessari sögu, en hún er falleg, mjög vel skrifuð og mann- bætandi. (JHS) Sögustund: 365 valdir kaflar úr íslensk- um barnabókum Mál og menning ★★★ Þessi bók er uppskrift að góðum stund- um. (JHS) Þórarinn Eldjárn/Tryggvi ólafsson: Litarím Forlagið ★★ Sumar vísurnar eru fínar, en annars staðar dugar húmorinn ekki til að réttlæta hor- tittina. (JHS) Herdís Egilsdóttir/Erla Sigurðardóttin Vatnsberamir AB ★★ Ágætis bók, textinn lipur og samtölin skemmtileg. (JHS) Ármann Kr. Einarsson: Grallaralíf í Grænagerði Vaka/Helgafell ★★ Grallaralíf í Grænagerði er ágætlega skrif- uð bók en svolítið flöktandi, einsog höf- undurinn hafí aldrei alveg ákveðið hvers konar sögu hann vildi skrifa. (JHS) Þorgrímur Þráinsson: Lalli Ijósastaur Fróði ★★ Textinn er oft fjörlegur en dettur sums staðar niður í flatneskju endursagnarstíls- ins. (JHS) Gunnhildur Hrólfsdóttin óttinn læðist ísafold ★★★★ Frásögnin líður óneitanlega fyrir skort á dramatískum atburðum, það gerist ekkert verulega bitastætt fyrr en á síðustu blað- síðunum. (JHS) Helgi Kristjánsson: Rebbi fjallarefur Skjalaborg ★★ Helsti galli bókarinnar liggur í stílnum. Höf- undurinn velur sér dálítið upphafinn, gamaldags stfl, notar talsvert af sjaldgæf- um orðum og forðast jafnvel algengt orðalag. (JHS) Helgi Guðmundsson: Markús Árelíus hrökklast að heiman Mál og menning ★★ Börn eru tilbúin að trúa öllu eins og aðrir lesendur en það verður að vera rökrétt samhengi í hlutunum. (JHS) Þórarinn Eldjárn/Sigrún Eldjárn: Heimskringla Forlagið ★★ Það eru mörg bráðskemmtileg og vel heppnuð Ijóð í Heimskringlu, svona helm- ingur af bókinni, gæti ég trúað. (JHS) [elga Möllen Puntrófur og pottormar Helj Fr< ★★ í heildina séð er þetta ágætis bók, svolítið litlaus en fallega hugsuð og eflaust mann- bætandi. (JHS) Helgi Jónsson: Myrkur í maí Skjaldborg ★★ Þrátt fyrir gallana má alveg lesa þessa bók. UHS) Einar Már Guðmundsson/Erla Sigurð- ardóttin Fólkið í steinunum AB ★ Það eru fínar hugmyndir í textanum, hug- myndir sem hefðu getað orðið gott sögu- efni með meiri mannlegri nálgun. (JHS) Atli Vigfusson/Hólmfríður Bjartmars- dóttin Ponni og fuglarnir Skjaldborg ★ Textinn er of langur og erfiður fyrir þann aldur sem bókin er ætluð. (JHS) Hrafnhildur Valgarðsdóttin í heimavist Æskan ★ Boðskapur bókarinnar er siðferðislega afar vafasamur. PLÖTUR Orgill: Orgill Einn hattur/Japis ★★★★ Hér er komin plata sem kemur virkilega á óvart Þetta er frábær frumsmíð og án efa ferskasta íslenska platan í ár. (GH) Nýdönsk: Himnasending Skffan ★★★★ Nýdönsk er hljómsveit sem fer sínar eigin leiðir. Það sem meira er; þeir leggja veginn sjálfir um leið og þeir arka hann. (GH) Megas: Þrír blóðdropar Skífan ★★★★ Það er einhver órói í loftinu, einhver löng- un til að gera nýja hluti í tónlistinni. Ein af allra bestu plötum Megasar og slagar hátt í Náttkjólana að fersk- og frumleika. (GH) Silfurtónan Skýin eru hlý Skífan ★★★★ Gamalt vín á nýjum belgjum. Ég mæli ein- dregið með því að þjóðin fái sér vænan slurk. Það verður enginn þunnur af Silfur- tónum.Vei!(GH) Ýmsir. Minningartónleikar um Karl J. Sighvatsson Steinar ★★★★ Samverkamenn kveðja á heiðarlegan hátt, hver með sínu nefi, og er þessi kveðja snillingnum Karli samboðin. (GH) Saktmóðígun Legill ★★★★ Það er varla hægt að lýsa Saktímóðígum með orðum svo vel sé, runa af upphróp- unarmerkjum væri næst lagi. (GH) Ýmsin Sódóma Reykjavík Skífan ★★★ Sódóma er fyndnasta íslenska bíómynd sem gerð hefur verið og tónlistin úr myndinni æni einnig að koma öllum í gott skap; hún er virkilega skemmtileg. (GH) Richard Scobie: X-Rated Scobie Music/Steinar ★★★ Nýja platan er það langbesta sem Scobie hefur gert. (GH) Sálin hans Jóns míns: Þessi þungu högg Steinar ★★★ Þetta er popp, þótt það sé rokkaðra en áð- ur, og platan geymir fullt af skemmtileg- um lögum, smellum, sem er það eina sem maður biður um frá hljómsveit eins og Sálinni. (GH) Ragnhildur Gísladóttin Rombigy ★★★ Textarnir og myndimar sem hún bregður upp eru kvenleg, oft tregablandin um tap- aðar orrustur á vígvelli ástarinnar. (GH) Bubbi Morthens: Von Steinar ★★★ Það er bara einn Bubbi og á meðan hann gerir jafn skemmtilegar, kraftmiklar og heilsteyptar plötur og Von þarf hann ekki að óttast um konungsríkið. (GH) Sororicide, In memoríam og Strigaskór nr. 42: Apocalypse Skífan ★★★ Ef þú ert harmonikkuaðdáandi skaltu ekki verða þér úti um þessa plötu. (GH) Stilluppsteypæ Gallerý Krúnk ★★★ Stilluppsteypa spilar stökkbreytt pönK nokkuð ferskt og mjög skemmtilegt. (GH) Rúnar Júlíusson: Rúnar og Otis Geimsteinn ★★★ Skemmtileg stuðplata og hress á sinn full- komlega heiðarlega hátt (GH) Kolrassa krókríðandi: Drápa Smekkleysa ★★★ .Drápa" fer léttilega inn á minn lista yfir fimm athyglisverðustu plötur ársins. (GH) Deep Jimi and the Zep Creams: Funky Dinosaur Atco ★★★ Deep Jimi er fínt band; vel samæft og þétt, það vantar ekki, og ekki að furða; þessir strákar gera varla neitt annað en spila og reyna að hafa gaman af því, sem þeim tekst vel. (GH) Paul & Laura: Ilrn vatnajökull ★★★ Einfalt, milt og skemmtilegt rólyndispopp. (GH) Jet Black Joe: Jet Black Joe Steinar ★★★ Hljómsveitin hefur ekki enn fundið sinn sanna tón; hún er enn að leita, en ég heyri ekki betur en stutt sé í þann tón. Ein besta frumsmíð sem heyrst hefur lengi í íslensku rokki. (GH) Grafík: Sí og æ Graf/Steinar ★★★ Grafík spila rokkað popp og hafa alla tíð „neitað að festast í trúboðastellingu vin- sældapoppsins". (GH) Hannes Jón: Kærleiksblóm Hjón ★★ Þetta er ágæt plata, einlæg, svo ég grípi til mest notuðu klisju jólasölumennskunnar, og rembist ekki við að vera annað en hún er; létt stuðplata með vísnablæ. (GH) Gildran: Gildran Steinar ★★ Lögin rísa ekki upp úr eldstó meðal- mennskunnar. Þar liggur Gildruhundurinn einmitt grafinn; þeim hefur örsjaldan tek- ist að komast úr miðjumoðinu. (GH) Bleeding Volcano: Damcrack Mysa/Japis ★★ Það er margt ágætlega gert á Damcrack, en síendurteknir frasar, einhæfni og litlaus hljóðfæraleikur henda þessari plötu þó í miðjuflokk. (GH) Kátir piltan Blái höfrungurinn Skífan ★★ Ég efast ekki um að þeim sjálfum finnst þetta ofsafyndið, en hinir, sem eru ekki í hinni voldugu Hafnarfjarðarklíku, láta sér örugglega fátt um finnast. (GH) Stóru bömin: Hókus pókus Steinar ★★ Todmobile-þrennan og Móeiður Júníus- dóttir syngja öll lögin með stæl og lifa sig ágætlega inn í viðfangsefnið. (GH) Sykurmolamin It’s It One Little Indian/Japis ★★ Kannski hefði útkoman átt að heita .Hook- ed on Sugarcubes' því á köflum minnir platan á „Hooked on Classics'-plötuflokk- inn þar sem taktföstum danstakti var bætt í ýmis klassísk verk. (GH) Ýmsir: Reif í fótinn Steinar ★★ Lögin renna saman í taktfastan reifgraut sem maður mundi kannski ekki fúlsa við úti á einhverju dansgólfinu. (GH) Infemo 5: Jörð 9 ★★ Það þarf að taka Inferno 5 í skömmtum, að minnsta kosti ef maður er bláedrú. (GH) Rúnar Þón Hugsun +Film ★ Hér er tvímælalaust komin jólagjöfin í ár til þeirra sem eiga erfitt með svefn. (GH) Kuran Swing Steinar ★ Hálfvolg plata, því sjaldan verður maður var við áreynslu og kraft í spileríinu. (GH) Ingi Gunnar Jóhannsson: Undir fjögur augu Fimmund/Steinar ★ Það eru fjórtán lög á plötunni, hæfileg gomma fyrir þá sem fíla léttvægt popp- gutl, en aðrir ættu að halda sig í hæfilegri §arlægð. (GH) Egill ólafsson: Blátt blátt Skífan ★ .Blátt blátt' er eiginlega ekki neitt neitt. (GH) Ýmsin Grimm sjúkheit Steinar ★ Lalalalalong með Inner Circle er svo bjána- legt að maður verður umsvifalaust snort- inn. (GH) Vmsir flytjendur: Landslagið á Akureyri 1992 Japis 9 Keppnin fór svo auðvitað eins og við var að búast; það allra ófrumlegasta og leiðin- legasta vann. (GH) Ýmsir. Minningar 2 Skífan Það þarf meira en sérrí ef þessi plata á að ganga í fólk með fulla meðvitund. (GH) ENDURÚT GÁf UR Guðmundur Jónsson: Lax lax lax Steinar ★★★★ Hefur hinn skemmtilega sakleysishljóm sem einkenndi íslenskt popp á sjöunda áratugnum. Frábær stuðplata og ætti að hleypa glensi í flest partí. (GH) Hljómar Steinar ★★★★ Engilbert er engilbjartur og tær. Þegar hann fer upp á háa C- ið á maður allt eins von á að hann springi og skjótist til himna. (GH) María Baldursdóttin Ef Geimsteinn ★ Það má hafa gaman af Maríu ef maður er í algjöru sprellstuði eða vill losna við leiðin- legt fólk úr partfi. (GH)

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.