Pressan - 22.12.1992, Blaðsíða 3

Pressan - 22.12.1992, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGURPR£S^N21DESEMBER1992 BÆKUR & PLÖTUR B 3 ÓGNVEKJANDI, ÖGRANDI OG BYLTIN GARKENNT MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON GALDRAR Á ÍSLANDI ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ 1992 ★★★★ Ðí þessari miklu bók er að finna ljósrit og prentað- an texta úr íslenskri galdrabók frá 17. öld. Hún geymir þörutíu og sjö galdraþulur til margskonar brúks; til að svæfa mann, gera sig ósýnilegan, stilla reiði, gilja konur, og eru þá fáein- ar nefndar. Og svo eru þarna at- hyglisverðar fretrúnir sem menn geta sent öðrum telji þeir sig eiga harma að hefna. Þær eru svæsnar og skemmtilegar en Matthías Við- ar Sæmundsson segir að kannski verði ekki lengra gengið í heiftúð, hatri og hefhdarþorsta en í notk- un þeirra. Á sínum tíma var fólki kastað á bál fyrir að hafa rit eins og þetta undir höndum. Saga þessa hand- rits er ekki fullkunn en því mun hafa verið smyglað úr landi um miðja 17. öld og hefur verið varð- veitt á safni 1 Stokkhólmi. Matthías Viðar Sæmundsson hefur komið texta galdrabókar- innar á bók og lætur fylgja ítarleg- ar skýringar með galdraþulunum. Hann hefur einnig skrifað viða- mikla fræðilega ritgerð, tæplega tvö hundruð blaðsíður, þar sem hann gerir grein fyrir þeim hug- myndaheimi sem skapaði rit á borð við galdrabókina. Matthías Viðar er djarfur fræði- maður sem fer ekki troðnar slóðir hér fremur en venjulega, tekur áhættu og gengur á hólm við hefð- bundna söguskoðun sem túlkað hefur galdramenninguna í ljósi nútímahugmynda og kallað hana heimsku og fáfræði. I ritgerð sinni skapar Matthías Viðar sérstakan hugmyndaheim, ógnvekjandi og kannski fulleinlitan, en mjög áhugaverðan og svo ögrandi og byltingarkenndan að margir koll- „Matthías Viðar er djarfur frœðimaður semfer ekki troðnar slóðir hérfremur en venjulega, tekur áhættu oggengur á hólm við hefðbundna söguskoðun. “ egar fræðimannsins munu vafa- laust vilja mótmæla túlkun hans. Matthías Viðar Sæmundsson hefur unnið brautryðjandastarf, opnað sýn í heima sem áður voru okkur huldir. Þetta er í alla staði hið merkilegasta verk, sneisafullt af fróðleik. Það er greinilegt að margra ára vinna fræðimanns liggurþvíaðbaki. Eina kvörtun mín, en ég ætla ekki að kvarta hástöfúm, er sú að stíll Matthíasar Viðars er stundum fullorðmargur og setningar iðu- lega mjög langar. Á móti kemur að það er dramatískur þungi yfir stílnum sem skapar vissa stemmningu við lesturinn og á ekki illa við efnið. Og það má skynja í stílnum ákafa tilfinningu og áhuga höfundar fyrir efninu. Það er ævinlega nokkurs virði. Mikið er lagt í ytri gerð bókar- innar. Hún er ríkulega mynd- skreytt, prentuð á vandaðan pappír. Kápan er stórgóð. Þetta er kannski ekki kristileg- asta jólagjöfm í ár, en örugglega með þeim athyglisverðari. Og í lokin ein stutt galdraþula til notkunar fyrir jól: „Les vers þetta þrisvar rétt og þrisvar öfugt og muntu hljóta þann hlut er þú vilt sjálfur. (Rétt:) Sprend manns hoc flide tum boll. (Ofugt:) Boll tum flide hoc manns sprend." Kolbrón Bergþórsdóttir Sannfærandi töffararokk RICHARDSCOBIE X-RATED SCOBIE MUSIC/STEINAR ★★★ iRichard Scobie hefur um WM|f r^^Bárabil verið það sem á ^á^Bensku nefnist „cele- brity“, þ.e.a.s. sá sem er off í sviðs- ljósinu og þá oftar fyrir það sem hann er en fyrir það sern hann hefur fram að færa. Scobie söng með Rikshaw, sem átti góðu gengi að fagna þegar Duran duran-æðið gekk yfir landið. Orðspor Rikshaw fór dvínandi um leið og Duran duran-plakötin hurfu af veggjum táninga og hljómsveitin náði sér aldrei eftir áfallið. Þá lagði Scobie hausinn í bleyti, lét sjá sig reglu- lega á hanastélssíðum blaðanna og var með á safnplötu síðasta sumar með hið Lenny Kravitz- lega lag „Hate to see you cry“. Það ágæta lag er á X-rated, ásamt ell- efri nýjum lögum. Nýja platan er það langbesta sem Scobie hefur gert. Sem betur fer forðast hann að mestu amer- íska iðnaðarrokkkeiminn sem hefur loðað við tónlist hans. Hann er vel með á nótunum og sækir frekar aftur í tímann eins og fleiri þessa dagana. Þannig má finna samhljóm við það sem Bítlarnir voru að pæla í kringum 1968 og meiri hippisma gætir í nokkrum lögum, sérstaklega þegar Björgvin Gísla og Steingrímur Guðmunds mæta á svæðið með sítarinn og töbluna. Scobie er líka ágætlega að sér í því heitasta í dag; chililegt fönk og hrátt þungarokk stingur stundum upp kollinum. Allt efnið er eftir Scobie og margt reglulega vel gert. Síðari helmingur plötunnar er betri og lög eins og „Peace love dove“, „Sex god“ og hið girnilega „Sweet Mary Jane“ eru allt fr'n lög. Á fyrri helmingnum ber fullmikið á gamla iðnaðartóninum; „Capital crime“ og „Naked“ eru t.d. ekki mjög merkilegar lagasmíðar. Hljóðfæraleikurinn er góður og snurðulaus. Yann Chamberlain er pottþéttur gítarleikari, ef frá eru talin nokkur klisjukennd sóló. Söngur Scobie sker sig ekki mikið úr ríkjandi framboði en hann er öruggur fagmaður. Platan er öli á ensku, textarnir lala, og mér sýn- Á leiðinni eitthvert LINDA VILHJÁLMSDÓTTIR KLAKABÖRNIN MÁLOG MENNING, 1992 ★★★★ Linda sendi frá sér fyrstu bók sína, Blá- þráð, fyrir tveimur ár- um. Ég veit ekki hvort ég var einn um að finnast bláþráðurinn vera naflastrengur og skáldið fætt eftir bókina, ekki það að hún sé safú af óburðugum tilraunum, þvert á móti eru ljóðin markviss skref í leitinni að eigin tón eða kjarna sem skáldið veit að er þarna og kemst ekki hjá því að finna. í Klakabömunum geislar skáldið Linda hins vegar af öryggi og heilbrigðum glannaskap: hún kann að skauta og veit það. Bókin hefst á kosmískri sjálfs- mynd, skáldinu hefur verið „steypt af himnum ofan“ einsog „óþekkum engli" og hangir nú „einsog álfur eða andi í loftinu milli himins og jarðar". Þetta er þó mjög jarðbundin bók, það er ekkert loftkennt við skáldskapinn sem í hönd fer, enda heldur skáldið áfram og segist vera með „vellandi hraunkviku í æðun- um“. Kannski er hið tapaða himnaríki óþekktarengilsins ein- faldlega bamæskan sem við glöt- um en aldrei alveg, það endur- speglast í þeim ljóðum bókarinn- ar sem em ekki jarðföst í núinu heldur með annan fótinn í fljót- andi heimi minninganna og upp- runans. Sá heimur er þó ekki upphafinn í paradísarljóma held- ur lítur Linda dálítið sposk aftur til rótanna og finnst þær skrýtnar. Þetta stef kemur held ég í beinu framhaldi af ljóðum í seinni hluta Bláþráðar þar sem Linda var meðvitað að rækta í sér fsland, annars er stefið þjóðlegar rætur í þessari bók gengið inn í mynd- málið frekar en ljóðin fjalli beint umþað. Þjóðlegar rætur myndmálsins, ef ég má orða það svo, koma skýrt fram í tveimur af þremur þriggja ljóða syrpum í upphafi bókar, fyrst ástar- og næturljóð- um þar sem konan vill sýnast ýmist „óflekkuð einsog íslensk sumarnótt“ eða „dimm einsog nóttin í sveitinni" eða „bráð eins og blóðnótt"; þar fléttar Linda saman annars vegar jákvæða þætti úr íslensku umhverfi og hins vegar einhvers lags fomeskju sem hún rétt tæpir á: brúðurin er elskhuga sínum líka afturganga, kraftaskáld og norn, kannski á báli ástarinnar, að minnsta kosti smýgur hún „skuggalaus" úr ltk- ama sínum í lok syrpunnar. Þetta virðast einföld Ijóð við fyrstu sýn en reynast dularfyllri en mann grunar. Þarna í upphafinu eru líka þrjú frostljóð, veðrið er kannski beinasta reynsla okkar af náttúrunni og Linda notar það sem deiglu til að smíða sig úr. Einkennilega samhverf við návist dauðans og óskapnaðarins í ást- arljóðunum eru viðbrögð skáld- konunnar þegar það „hvarflar að henni“ að hún kunni að verða úti og öskrar óvænt upp í veðrið: „Ég elska þig.“ Linda yrkir reyndar á tveimur stöðum um einskonar tvískipt eðli eða aukasjálf, annað skiptið þegar hún „frýs saman við“ týnda áru sína í þriðja veður- ljóðinu, hitt skiptið ávarpar hún vin sinn og segir honum að hún ráði „ekki ein í þessu hjarta" því „við erum tvær“. Annars er óvenjumikið af fólki og mannlegum samskiptum í ljóðunum íþessari bók, ekki bara í bernskuljóðunum, og það er líka mikið af tileinkunum: Klaka- bömin em sjálfsmynd af skáldinu með öðm fólki. Titilljóðið byggist til dæmis á spítalaóhugnaði, deyjandi konu sennilega sem heldur að hún gangi með „klakabörn" og lítur á kon- urnar sem hjúkra henni sem ,Jjósur“, ljósmæður, en óhug- urinn er látinn hrökkva yfir í grátbros með brandara sem ég er ekki viss um að ég skilji en veit þó að virkar til að ná framandi eða undirfurðuleg- um blæ á ljóðið, blæ sem erfitt er að skilgreina en einkennir mörg ljóð í þessari bók. En svo haldið sé áfram með mannlegu hliðina þá kemur skáldkonan fram sem sterk persóna, að vísu með „einn snöggan blett bláan á brjóst- inu“, svo vitnað sé aftur í „Fín bók hjá Lindu, fyrsta ljóðið, en þótt maður hÚn er í hÓpÍ forVÍtnÍ- —x L J legustu skáldanna okkar. “ viti af þeim snögga bletti er hún ekkert að flíka honum, þetta er ekki blúsuð bók. Seinasta ljóðið er sonnetta, sennilega til komin fyrir áskoran. Hún virkaði ágætlega á mig fyrst þótt hún sé aðeins stirð og telji ekki atkvæðin sín einsog Jónas; en það er annar tónn í henni og hún vex ekki við við- kynningu einsog hin ljóðin. Á kápunni er mjög viðeigandi mynd effir önnu Guðjónsdóttur, af veðri sýnist mér, silfraðir stafir gott, grænn skuggi skáhallt niður af þeim ekki jafúgott. Fín bók hjá Lindu, hún er í hópi forvitnileg- ustu skáldanna okkar og það verður gaman að fylgjast með því hvert hún fer. Jón Hallur Stefánsson „Nýja platan er það langbesta sem Scobie hefurgert. “ ist Scobie æda sér hluti erlendis því allar upplýsingar eru á ensku. Það þarf mikla heppni til að Sco- bie eigi möguleika í öllu flóðinu ytra. Þótt fyrsta sólóplatan hans sé grípandi og sannfærandi töffara- roldcplata vantar hana þó öll sér- kenni og sniðugheit sem tónlist frá smáþjóð þarf að hafa til að vekja athygli í útlöndum. Það er langbest að Scobie steinhaldi kjafti yfir því að hann sé frá ís- landi og það sýnist mér hann vera að gera á X-rated. Gunnar Hjálmarsson Zzzzzzzzz RÚNARÞÓR HUGSUN +FILM ★ „Hugsun“ er sjöunda plata rimlaroldcarans Rúnárs Þórs ef ég tel rétt. Plöturnar hafa allar verið á svip- uðu róli, fullar af sviplitlu kráar- poppi og fullorðnu og heldur leið- inlegu rokki. Textarnir hjá Rúnari hafa þó alltaf verið ágætir, að vísu oft fullútbelgdir, en aðstoðar- menn hans hafa sýnt agað sam- spil. Rúnar kemst líka stundum vel í gang og í gegnum árin hefur hann átt eitt og eitt gott dægurlag. Heildarsvipurinn á „Hugsun“ er rólegur, þetta eru allt værðarleg rólegheitalög nema það fyrsta, „1 grýttu hjarta“. Þar plumar Rúnar sig ágætlega í hraðara poppi en platan hefur annars upp á að bjóða. „Hugsun" er tilvalin fyrir útvarpsfólk sem vinnur seint á kvöldin og á að sjá um að koma fólki í háttinn. Lögin eru mjög svæfandi, draumkennd og augn- lokin taka að síga eftir örfá lög. Það þarf kaffi, og mikið af því, til að geta komist vakandi í gegnum verkið. Það mæðir mikið á píanó- og hljómborðsleik Birgis J. Birgis- sonar og gamli Eikarmeðlimurinn og Þeysarinn Þorsteinn Magnús- son sýnir löngu kunna glæsitakta. Rúnar spilar einnig mikið sjálfur og syngur svo auðvitað allt sam- an, nema hvað Sigrún Eva raular með honum í „f grýttu hjarta“. Ekki rífur Rúnar lögin mikið upp með filterslausu Camelröddinni sinni. Hann hefur aldrei verið svona nefmæltur áður; „er hann með klemmu á nefmu“? spyr maður sjálfan sig stundum. Lögin eru misjöfti að gæðum; „Leit“ er dálítið grípandi og hið áðurnefnda „f grýttu hjarta“ er ágætt. Platan rennur þó mikið saman í eitt í allri angurværðinni. f heildina litið er „Hugsun“ heldur óspennandi plata; einhæf og, eins og áður er nefnt, svæf- andi. Hér er tvímælalaust komin jólagjöfin í ár til þeirra sem eiga erfitt með svefn og fyrir það ber að þakka Rúnari. Gunnar Hjálmarsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.