Pressan - 22.12.1992, Blaðsíða 7

Pressan - 22.12.1992, Blaðsíða 7
^RIÐJUDAGURPgfSSAN^lDESEMBE^W^ B Æ K U R & PLÖTUR B 7 Einsoglamb til slátrunar BERGLIND GUNNARSDÓT71R FLUGFISKUR ÖRLAGIÐ.1992 ★★ IFlugfiskur er skáidsaga sem lifir einkennilega sterkt í huganum þrátt íyrir ákveðna galla sem maður finnur íyrir meðan á lestri stendur. Spurningin sem sagan spyr án þess að svara er þessi: Hvers vegna gefast sumir upp, bugast við mótlæti, kikna undan þeim þunga sem lífið leggur þeim á herð- ar? Sagan er sögð í fyrstu persónu nútíð °g byggð upp af litlum brotum sem fylgja tvöfaldri tímaröð, höfimdurinn hefur klippt söguþráðinn í tvennt og fléttar bút- ana síðan saman. Þessi strúktúr gerir mikið fyrir bókina, hann gefur ffásögn- inni tímavídd sem venjulega er ekki til staðar þegar sagt er ffá í nútíð, og einsog réttlætir það hvað atburðarásin er brota- kennd. Að vísu má segja að hér vinni hvað gegn öðru, stíllinn afmáir tímann sem líður milli atburða og ffásagnar með- an sögubyggingin undirstrikar að sumir atburðir gerast á undan öðrum. Sérstakt og skemmtilegt einkenni á bókinni er notkun á öðrum textum sem er skotið skáletruðum milli brota. í þessum tvö- falda söguþræði rekur söguhetjan ævi sína og raunir. Flugfiskur er örlagasaga, „Bókin erfallega stíluð og samfelldur tónn í textanum, sem þó er svolítið klisjóttur á stöku stað, sérstaklega finnst mér sumar sam- líkingarnar einum of sjálfsagðar. “ en ekki þó átaka því andstreymið bugar aðalpersónumar, tvær systur, án þess þær beri hönd fyrir höfuð sér. Ástæðan fyrir þessum viðþrögðum er, held ég, það sem skáldsagan snýst um. Sögumaðurinn veit ekki hver hún er og höfundurinn senni- lega ekki heldur. Við lesendur fáum vís- bendingar sem við getum unnið úr einsog áhugasálfræðingar: móðurmissir og drykkfelldur faðir, en í rauninni er allt á huldu um þetta atriði, veilan er óskiljan- leg. Hér erum við komin að stærsta galla bókarinnar, fólkið í sögunni er einum of þokukennt, það vantar lífsneistann í það, það eru einna helst foreldramir sem ná að lifna við þótt þau séu hvorugt stór per- sóna. Það er sök sér með karlmennina í lífi systranna, þeir em hálfgufulegir einsog fara gerir, annar kommi, hinn kapítalisti og bregðast báðir þegar á reynir. En ég sem lesandi vil fá meiri innsýn í systurina, hún breytist úr kletti í rekald í einni svip- an, ytri lýsingin á því ferli er öll mjög sannfærandi en skapgerðarbresturinn kemur of fyrirvaralaust upp á yfirborðið: þótt nauðgun sé með verstu glæpum þá gerir sú lífsreynsla til allrar hamingju ekki útaf við allar konur sem fyrir henni verða. Hún sem var svo meðvituð, hugsar mað- ur. Sama uppgjöfm einkennir sögukon- una, jafn dularfull, en maður sættir sig við að þar sé komin spurningin dularfulla sem bókin snýst um og sem höfundurinn vildi gjaman vita svar við. Kannski vantar kontrast til að varpa ljósi á uppgjöfma, einhverja konu sem ekki kiknar. Bókin er fallega stíluð og samfelldur tónn í textanum, sem þó er svolítið klisjóttur á stöku stað, sérstakfega finnst mér sumar samlíkingamar einum of sjálf- sagðar. Fyrsti hluti bókarinnar er sterk- astur, þar em lifandi myndir úr uppvexti sögukonunnar og þar nýtist byggingin til að skapa skarpa og dálítið uggvænlega andstæðu milli nýfædds lífs og dauða sem gerir boð á undan sér. Kápan er einföld og falleg, madonnumynd á fjólubrúnum grunni, titillinn boðar að kafað verði ofan í djúpin og svifið upp til hæðanna. Það loforð Berglindar á vafalaust eftir að ræt- ast því henni er alvara og hún getur skrif- að. Jón Hallur Stefánsson „Lœrðu afCole Porter“ GUÐMUNDUR EINARSSON MAMMA, ÉGVARKOSINN ÖRN OG ÖRLYGUR 1992 ★ IÞað sem helst kemur á óvart við lestur bókar Guðmundar Einars- sonar er sú staðreynd að gagn- rýnendur hafa lofað verkið. Árni Blandon er einn þeirra og nefndi höfundinn „eitt mesta efni í rithöfund sem ég hef kynnst lengi“. Það er hans skoðun, ég hef aðra. Mamma, ég var kosinn er fyrsta skáld- saga Guðmundar Einarssonar. Hann sækir eftii til heims stjómmálanna, en af honum hefur hann haft nokkur kynni sem fyrrverandi þingmaður og þing- flokksformaður. Bókin segir frá ungum manni, Þórólfi Jónssyni, sem sjálfum sér og öðrum til undrunar er kosinn á þing og ánetjast smám saman brögðóttum heimi stjómmálanna. Á kápu segin „Mamma, ég var kosinn er bráðskemmtileg bók sem segir þér allt sem þú hefur alltaf viljað vita um Alþingi og stjómmál en enginn hefur fyrr viljað né þorað að segja þér.“ Það er rétt að þetta er að nafninu til skemmtisaga en hún ein- kennist hvorki af dirfsku né trúverðug- leika. Lesandinn fær aldrei á tilfinninguna að þetta sé sannverðug ffásögn af störfum alþingismanna sem byggist á reynslu höf- undar. Helst mætti ætla að ffásögnin væri skrifuð af varaþingmanni, sem einungis hefði verið hleypt inn á þing í örfá skipti. Á síðum bókarinnar má finna svipað við- „Helst mœtti œtla að frásögnin vœri skrifuð afvaraþingmanni, sem einungis hefði verið hleypt inn á þing í örfá skipti. “ horf til Alþingis og kemur ffam í lesenda- bréfum á síðum dagblaðanna eða hjá Davíð Oddssyni þegar hann er gramur út í stjómarandstöðuna: „Það þarf að breyta vinnubrögðum á Alþingi, sagði hann. Þetta er óskapleg tímasóun. Það er ekki hægt að fara eftir neinni dagskrá... Mér finnst þetta asnaleg vinnubrögð. Þetta myndi ekki líðast á neinum vinnustað semégþekki.“ Á undan hverjum kafla er stutt grein þar sem höfundur leitast við að skýra fýrir lesendum ýmsar staðreyndir úr heimi stjómmálanna. Þær greinar em í svipuð- um dúr og ofangreind tilvitnun. Hér er dæmi: „Þegar kemur svo að formlegum stjórnarmyndunarviðræðum verða for- mennirnir sem ekki fá að vera með eins og afbrýðisamir, ástsjúkir skólakrakkar, liggja í símanum og reyna að stinga imd- an og spilla fýrir." Þetta er ósköp grunn líking og ófyndin. Og það er helsti galli þessarar bókar hversu h'tið fýndin hún er. Hér hefur bæst • í bókakost landsmanna enn ein „skemmtisagan“ sem er ekki skemmtileg. Það er reyndar verðugt íhugunarefni hvers vegna íslendingum reynist ómögu- legt að skrifa skemmtisögur, til slíkra verka þarf ákveðna tækni. „Lærðu af Cole Porter,“ skrifaði einn af heimspekingum okkar til ungskálds í París og þau skilaboð mætti stíla til höfunda léttra afþreyingar- bóka. Þar skortir venjulega létdeika, fimi og, síðast en ekki síst, hnyttni. Það á við um þessa bók. Kolbrún Bergþórsdóttir Keppni í leiðindum ÝMSIR FLYTJENDUR LANDSLAGIÐ Á AKUREYR11992 JAPIS ® ÉFyrir nokkrum árum, þegar út- r^^Bvarpsráð ákvað að ráða sjálft ^SBpoppara til að semja lög fyrir Jú- ró í stað þess að halda opna keppni, fóru nokkrir popparar í fýlu því þeir voru ekki valdir. Þeir settu hnefann í borðið og héldu sína eigin keppni, Landslagið, sem hefur verið árviss viðburður síðan. Lands- lagið er rekið í mjög svipuðum anda og Júróvisjón; aðeins algeld, stöðnuð og óffumleg tónlist virðist eiga möguleika á að komast í úrslit. Lög komast eldd spönn frá rassi í keppninni nema þau hljómi eins og billjón önnur dægurlög sem er bú- ið að dæla út á síðustu áratugum. Mottóið er; gelt er gott, gamlar konur geta orðið sárar ef þær heyra eitthvað sem þær hafa ekki heyrt áður. Helsti munurinn á keppnunum er sá að það er ekkert spennandi við Landslag- ið — manni er nákvæmlega sama hvaða poppari vinnur keppnina. f Júró eygir maður þó alltaf þann möguleika að A: lagið hljóti háðulega útreið (eins og hefur átt sér stað) eða B: að lagið vinni og Ríkis- útvarpið fari á hausinn við að halda næstu keppni (eins og vonandi á eftir að gerast). Það eru tíu lög á nýjasta Landslagssafh- inu. Þátttakendumir geta eflaust hnoðað saman sæmilegum lagasmíðum þegar „Keppninfór svo auðvitað eins og við var að búast; það allra ófrumlegasta og leiðinlegasta vann. “ betur stendur á, en í Landslagsleiknum eru leikreglurnar ákveðnar löngu fýrir- ffam og lögin öll sett undir jámhæl leið- indanna. Magnús Þór Sigmundsson hefur oft hitt á að gera fi'nt popp en lögin hans hér em undir meðallagi. „Mishapp" eftir Ara Einarsson er þolanlegt í miklu hófi, lag sem gæti verið með Spiro Gyro og er sungið ágætlega af Margréti Eiri Hjartar- dóttur. „Stelpur" eftir Hörpu Þórðardótt- ur er lélegt, en Harpa er nokkuð frísk söngkona og kannski springur hún seinna út, sérstaklega ef hún hættir að apa eftir þriðja flokks popplögum. Annað er gjörsamlega óþolandi: Ri- chard Scobie klúðrar rokkímynd sinni al- gjörlega með því að syngja hræðilegt lag með Eyfa (sem á nú að geta gert betur en þetta), „dularfulla“ lagið sem Sigrún Sif Jóelsdóttir syngur hljómar eins og forn- leifar ffá nýrómantíska poppskeiðinu og Þröstur Þorbjörnsson reynir að rífa sig upp í rokkstuð en mistekst hörmulega. Keppnin fór svo auðvitað eins og við var að búast; það allra ófrumlegasta og leiðinlegasta vann. Hvað er hann Pálmi eiginlega búinn að söngla margar svona ballöður áður? Landslagið ’92 má þó eiga það að vera í vel heppnuðum umbúðum. Þar fer Ámundi Sigurðsson plötuumslagakóngur á kostum á tölvunni sinni. En það kaupir enginn plötur bara út á umbúðirnar. Gunnar Hjálmarsson Ilmandi og fallegar hýasintur eru ómissandi á hverju heimili um jólin. Úrvals hýasinlur, eígin rækfrun. Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.