Pressan - 22.12.1992, Blaðsíða 8

Pressan - 22.12.1992, Blaðsíða 8
B 8 ÞRIÐJUDAGUR PRESSAN 22. DESEMBER 1992 BÆKUR & PLÖTUR Sumar í Reykjavík HELGA MÖLLER PUNTRÓFUROG POTTORMAR FRÓÐI, 1992 ★★ Puntrófur og pottormar K , j tjallar um krakírana í göt- ^fcjpunni, einsog nafnið bendir til, en ekki síður um sam- band dóttur og móður. Pabbinn er dáinn og sterkasti kaflinn íjallar um það hvernig móðirin hjálpar ’ dótturinni að komast yfir sárustu sorgina, sætta sig við dauða föður- ins án þess að reyna að gleyma honum. Þetta er frekar ýkjulaus uppátækjasaga, gerist á einu sumri og fjallar um hin og þessi atvik ótengd sín á milli. Helga segir ffá í nútíð, sem gerir frásögnina meira fljótandi, tíminn skiptir ekki öllu máli í bókinni því persónurnar breytast ekkert gegnum frásögnina og enginn afgerandi atburður verður til að marka upphaf, endi, eða þáttaskil. Þetta gerir frásögnina dauflegri en þurft hefði að vera, auk þess sem aðalsöguhetjurnar bera engin afdráttarlaus einkenni. Sögumaðurinn er dáh'tið áberandi, hann opnar söguna og lokar henni og lætur öðru hvoru heyra í sér með siðbætandi athugasemdum og útskýringum um atburði sög- unnar. „Þetta er slæmur siður,“ segir til dæmis á einum stað eftir að sögumaðurinn hefúr látið okk- ur vita að stelpurnar séu að metast. Sagan er semsagt sögð ffá sjónar- horni fullorðinnar manneskju sem vill uppfræða börnin um rétta hegðun, svoh'tið gamaldags aðferð en í sjálfú sér alls ekki slæm. Upp- fræðslustefið endurspeglast líka í áðurnefndu sambandi móður og dóttur, þar er mikil væntumþykja á ferðinni en Lísa mætti vera sjálf- stæðari. Textinn er nokkuð vel skrifaður og í heildina séð er þetta ágætis bók, svolítið litlaus en fal- lega hugsuð og eflaust mannbæt- andi. Teikningar gerir Búi Krist- jánsson, hann er flinkur en mætti þróa með sér fjölbreyttari stíl; káp- an er vel heppnuð í litasamsetn- ingu og letri en myndin er kannski einum of dæmigerð til að vekja beinlínis áhuga. Jón Hallur Stefánsson HVERFUL AUGNABLIK AÐALSTEINNINGÓLFSSON KRISTJÁN DAVfÐSSON, MÁL OG MENNING/NÝHÖFN Fyrr á árinu kom út veg- leg listaverkabók í tilefni af sjötíu og fimm ára af- mæli Kristjáns Davíðssonar, 28. júlí í sumar. Það er góð ástæða til að minnast á bókina í miðju jóla- bókafárinu, þrátt fyrir að hún hafi komið út fýrir nokkrum mánuð- um og teljist því ekki til jólabóka. Raunin er sú að hún er veglegasta framtak útgefenda til listaverka- bókaútgáfu á árinu, en Mál og menning ásamt sýningarsalnum Nýhöfn stóð að útgáfunni, í tengslum við sýningu á verkum Kristjáns á Listahátíð. Það þarf ekki að fjölyrða um að Kristján Davíðsson hefur öðlast virðulegan og verðskuldaðan sess í íslensku listalífi, enda á hann langan feril að baki og hefúr unn- ið að list sinni af áræði og heilind- um. En það er ekki ætlunin að reifa list Kristjáns heldur bókina um list hans, og sný ég mér beint að henni. Bókin er í stóru broti, 30 x 27 sm, og að meginstofni prýdd úrvali af myndlist Kristjáns, ásamt ritgerð eftir Aðalstein Ingólfsson listffæðing, lista yfir sýningar, lífs- hlaupi Kristjáns og ritaskrá. Meginprýði hverrar listaverka- bókar eru myndirnar og hér njóta málverk Kristjáns sín vel á grá- tóna bakgrunni. Myndirnar eru skýrar og skarpar, og þótt alltaf sé erfitt að dæma um liti eftirprent- ana án samanburðar, þá sýnist mér litimir vera trúverðugir, jafn- vægi milli lita og Iitaandstæður ekki ýktar. Myndirnar eru í mis- munandi stærðum á síðunni, sem leiddi mig til að draga strax þá ályktun að reynt væri að halda stærðarhlutföllum milli mynda á sömu opnu. En þegar uppgefúar stærðir eru bornar saman við stærðina á síðunni komst ég að því mér til nokkurrar furðu að stærðarhlutföllin milli mynda á sömu opnu voru handahófs- kennd, í sumum tilvikum eru hlutföllin þveröfúg, stærri myndin á opnunni er minni í raun. Ætlun- in hefúr kannski verið sú að gefa nærmynd af áferð á yfirborði sumra verkanna, en það hefði auðveldlega verið hægt að velja saman smáar myndir á sömu opnu, frekar en að rugla lesand- ann í ríminu með því að hafa eina í nærmynd og myndina á gagn- stæðri síðu í fjarmynd. Allar upplýsingar eru gefnar um málverkin nema titill þeirra. Nú kann svo að vera að þær beri ekki neitt heiti, en þá er vaninn að taka það fram með því að segja að þær séu án titils. Valið á málverk- unum veldur einnig nokkrum heilabrotum. Engin einasta mynd er frá tímabilinu fram að 1952, þegar Kristján gerði hlé á Iistsköp- un sinni. Þetta er bagalegt, m.a. fyrir þá sök að Aðalsteinn talar til- tölulega ítarlega um það tímabil í formála sínum. Heldur enga mynd er að finna á löngu tímabili frá 1971 til 1985. Þetta vekur furðu, þótt ekki sé af annarri ástæðu en þeirri að á þessu tíma- bili, nánar tiltekið árið 1984, var Kristján fulltrúi íslands á Feneyja- bíennalnum, sem þykir ekki ómerkilegur atburður á ferli lista- manns. Undir lok bókarinnar eru sex heilsíðutússteikningar, þ.e.a.s. ég held að þær séu tússteikningar, því ekkert kemur fram í bókinni um hvaða myndir þetta eru. Þær gætu verið myndir unnar af Krist- jáni sérstaklega fyrir bókina, en ef ég man rétt voru þessar sömu myndir á sýningunni í Nýhöfn. Hvers vegna upplýsingum um þær er haldið leyndum er mér hulin ráðgáta. Aðalsteinn Ingólfsson er höf- undur formála, en hvort hann kom að öðru leyti við útgáfu og framkvæmd bókarinnar er erfitt að átta sig á, því það kemur hvergi fram. Bókin er að forminu til eins og vegleg sýningarskrá. Þegar um sýningarskrá er að ræða er yfirleitt enginn vafi á því hver ber ábyrgð á hverju við gerð skrárinnar. En hér er ekki um eiginlega sýningarskrá að ræða, þótt bókinni hafi verið fylgt úr hlaði með sýningu. Það hefði verið lítið verk að leysa úr þessu ef útgefendur hefðu eytt bleki á fáeinar línur þar sem skýrt væri ff á gerð bókarinnar, einkaað- ilum þakkað fyrir að veita leyfi fyrir að gera eftirprentanir af myndum í þeirra eigu, o.s.frv. Annað atriði sem ég vildi minnast á er að aðdáendur Kristjáns, sem festa kaup á bókinni, fá ekki svo mikið sem eina litla passamynd af átrúnaðargoðinu í kaupbæti. Fonnáli Aðalsteins er kannski ekki langur eða ítarlegur, en hann dregur saman töluvert efni á ffóð- legan og læsilegan hátt. Ásamt því að vera Iistffæðileg lýsing á verk- um Kristjáns er formálinn lýsing á skapgerð hans og lífshlaupi, auk þess að bera keim af því að vera afmæliskveðja. Aðalsteinn eyðir mestu plássi í að ræða fyrirmyndir þær og aðstæður sem höfðu mót- andi áhrif á þroskaferil lista- mannsins. Þær fyrirmyndir sem höfðuðu til Kristjáns mynda ekki einlitan hóp, en það er á Aðal- steini að skilja að tvær þeirra hafi haft yfirhöndina, annars vegar hinn franskættaði „tassismi“, eða ljóðræn abstrakdist, og hins vegar hinn bandaríski abstrakt express- jónismi. Stundum gerir Aðal- steinn lesandanum erfitt fyrir að gera sér heillega mynd af lista- manninum. f byrjun leggur hann áherslu á sérstöðu Kristjáns, að hann sé einfari sem hafi alla tíð stundað málaralistina á sínum eigin forsendum og engra ann- arra. En hann gerir lítið til að skýra hvers vegna Kristjáni var svo mikið um, þegar strangflatar- málverkið komst í tísku á sjötta áratugnum, að hann hætti að mála um fimm ára skeið. Á einum stað segir Aðalsteinn að Kristján hafi litið á listaverkið sem „órofa heild tilfmninga og skynsemi“, en nokkrum línum síðar segir hann að Kristján hafi sannfærst um að listsköpun væri „fyrst og fremst tilfinningamáT. Undir lokin lýsir Aðalsteinn því yfir að hugtök eins og hlutbundinn og óhlutbundinn skipti engu máli þegar rætt er um „Engin einasta mynd erfrá tímabilinu fram að 1952, þegar Kristján gerði hlé á listsköpun sinni. Þetta er bagalegt, m.a.fyrirþá sök að Aðalsteinn talar tiltölulega ítarlega um það tímabil ífor- mála sínum. “ verk Kristjáns, sem er afar athygl- isvert í ljósi þeirrar krísu sem Kristján virðist hafa lent í á tímum strangflatarins og þeirrar hörðu rimmu sem varð um abstrakt og fígúratíft málverk. Aðalsteinn skýrir þetta svo að hið raunveru- lega inntak myndanna sé hið hverfula augnablik, þegar sívökul listamannsvitund mætir síbreyti- legri náttúru. Þótt hughrif frá nátt- úrunni séu honum „óendanlega mikilvæg" enda þau ávallt annars staðar, þ.e. það væri misskilning- ur að líta á þær sem náttúru- eða landslagsmyndir. En bendir þetta ekki einmitt til að einhvers konar greinarmunur milli hins hlut- bundna og óhlutbundna sé virkur í málverkunum, a.m.k. að það togist á áhrif sem skapast af utan- Ár draugsins KRISTÍN STEINSDÓTTIR DRAUGAR VIUA EKKI DÓSAGOS VAKA-HELGAFELL ★★★★ IÞað er ár draugsins í ís- lenskum barnabókum, bæði Kristín, Gunnhild- ur Hrólfsdóttir og Heiður Bald- ursdóttir leika sér að þessu stefi hver með sínum hætti. Kristín er þó sú eina sem stígur skrefið til fulls og lætur draug vera persónu í bók sinni. Titillinn gefur til kynna meginstef bókarinnar, samband nútfmabarns við gamaldags draug, móra sem vill ekki dósagos „Þetta samband hefur líka menn- ingarlegt og upp- eldislegt gildi í sjálfu sér, draugur- inn verður tengilið- ur barnsins viðfor- tíðina oggamla lífshætti, hjálpar henni að sjá út úr fjölmiðlakófinu. “ enda dáinn á seinustu öld, en slafrar hins vegar í sig rjóma ef honum býðst hann. Þetta sam- band hefur líka menningarlegt og uppeldislegt gildi í sjálfu sér, draugurinn verður tengiliður barnsins við fortíðina og gamla h'fshætti, hjálpar henni að sjá út úr fjölmiðlakófinu. Samt er draugur- inn vandamál, söguhetjan Elsa hefur tilhneigingu til að einangr- ast með sínum Móra, og þar að auki er það í sjálfu sér slys að ganga aftur: Móri vill gjarnan verða engill. Bæði þessi vandamál leysir Kristín í prýðilegri fléttu eft- ir að vera búin að ná út úr drauga- ganginum þeirri kómík og þeim vangaveltum sem stefið gefur til- efni til. Einn af möguleikunum sem draugastefið býður uppá er að tengja það dauðanum sem slík- um, nokkru sem öll börn hugsa um. Þann möguleika nýtir Kristín, ef til vill er hann jafnvel kveikjan að frásögninni, að sagan sé svar við spurningunni hvað hægt sé að láta gerast til að hugga barn sem hefur misst náinn ættingja. Draugar eru jú eðli málsins sam- kvæmt sönnun fyrir lífi eftir dauð- ann. í fyrstu köflum bókarinnar fléttar Kristín saman flutninga fjölskyldunnar í húsið þar sem draugurinn býr og aðdragandann að dauða ömmu Elsu. Þessir kafl- ar eiga eftir að hræra mörg lítil hjörtu. Gegnum söguna nær Elsa svo að sætta sig við missinn og í lok hennar vinnur hún ötullega að því að hjálpa Móra að fá friðinn. Þetta er vel skrifúð saga og vel uppbyggð. Persónurnar eru sterk- ar, sérstaklega Elsa sem er þunga- miðja frásagnarinnar, bókin snýst fyrst og ffemst um hennar velferð og sálarheill. Kápan er viðeigandi og vel gerð, gott að það sést hvergi dósagos á henni. Jón Hallur Stefánsson aðkomandi reynslu og áhrif sem skapast af því að vinna með liti á flötu yfirborði? Síðasti aldarfjórðungurinn í listsköpun Kristjáns fær þá einu umsögn að þar hafi átt sér stað hægfara en afdrifaríkar breyting- ar: „Dúkar hans stækka, pensil- drættir verða brýnni, kraftmeiri, litirnir ríkulegri og formmyndun margræðari." Þetta virðist ekki vera sérstaklega afdrifarík þróun á svo Iöngu tímabili. Aðalsteinn reynir ekki skipta upp ferli Krist- jáns og leggja mat á hvenær hann hafi náð fúllum þroska og hvenær list hans hafi risið hæst. En hann slær honum þó mikla gullhamra í lokaorðum sínum með því að lýsa yfir að „íslensk sjónmenning fær ekki betra veganesti inn í tuttug- ustu og fyrstu öldina en málverk Kristjáns Davíðssonar". Þrátt fyrir ýmsa hnökra er bók- in eigulegur gripur, sirstaklega hvað varðar eftirprentanir af ný- legri málverkum Kristjáns. Vinnsla og prentun, unnin af prentsmiðjunni Odda, er með ágætum, og er gott til þess að vita að verk af þessu tagi séu unnin hér innanlands. Gunnar J. Árnason 1 HEILDARSALAN 1 Eintök Flytjandi Titill Útgefandi | 1 7.966 Bubbi Von Steinar 2 7.632 KK Bein leift KK/Japis i 3 4.954 Ný dönsk Himnasending Skífan 4 4.869 Sálin hans /óns... Þessi þungu högg Steinar S 4.056 letBlackloe Jet Black Joe Steinar 6 3.170 Eric Clapton Unplugged Steinar 7 2.891 Diddú Sópran Skífan 8 2.741 Ymsir Minningar 2 Skífan 9 2.292 Stóru börnin Hókus Pókus Steinar 10 1.666 Sigrún Ebv. & Selma C. Ljúflingsiög Steinar HfiR - ’*-v Vikusala Flytjandi Titill Utgefandi Vikur m <F> 3.687 j§-- KK Bein leib KK/japis 7 2.392 Ný dönsk Himnasending Skífan 6 t 2.375 Bubbi Von Steinar 8 ♦ 1.513 let Black Joe Jet Black Joe Steinar 9 1.250 Sálin hans jóns míns Þessí þunqu höqq Steinar 7 <=í> 1.194 Diddú Sópran Skífan 5 1.070 Sigrún Ebv. & Selma Cuöm. Ljúflinqslöq Steinar 5 4- 1.042 Ýmsir Minningar 2 Skífan 6 945 Stóru börnin Hókus Pókus Steinar 8 <=v> 900 Eric Clapton Unplugged Steinar 14 753 Ýmsir Blóm & fribur Steinar 4 694 Freddy Mercury Album Skífan 3 Upplýsingar hér eru byggbar ú sölutölum írá 12 verslunum, öllum verslunum Skífunnar, Steinars og Iapis. Ætla má aö 40-50% at áœtlaörí heildarsölu fori fram i þessum búöum. Heildarsalan tekur miö af fjolda vikna í sölu, sölutölum úr fyrrnefndum verslunum og upptýsingum frá útgefendum eöa dreilingaraöilum. Tölumar taka aöeins til diska, sem útgelnir hafa veriö í haust. prmssah/am

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.