Pressan


Pressan - 26.08.1993, Qupperneq 3

Pressan - 26.08.1993, Qupperneq 3
FYRST O G FREMST 2 PRESSAN Fimmtudagurinn 26. ágúst 1993 PÁLMIGESTSSON Nær öruggt að hann fær aðalhlutverkið í uppfærslunni á Gaukshreiðrinu. LOUISfl MflTTHÍflSDÓTTIR Amerísk verðlagning og því kosta myndirnar um tvær milljónir króna. Pálmi Gestsson í Gaukshreiörinu Þjóðleikhúsið ætlar í vetur að færa upp sýningu á Gauks- hreiðrinu sem Milos Forman gerði ódauðlegt á hvíta tjald- inu. Myndin var gerð 1975 eftir sögu Ken Kesey og fékk alla fimm stóru óskarana. Það hefur verið beðið með nokk- urri eftirvæntingu eftir því hver fengi hlutverk sjúklings- ins sem Jack Nicholson lék svo eftirminnilega um árið. Nú er nær öruggt að Pálmi Gestsson hljóti þetta eftirsótta hlutverk en um tíma stóð til að Ingvar E. Sigurðsson léki hlutverkið. Hann þótti hins vegar of ungur. Verk Louisu kosta sitt____________ Islendingar sem hafa hug á að kaupa vel á yfirlitssýning- unni á verkum Louisu Matt- híasdóttur mega búast við að grynnki verulega í veskinu. Við heyrum nefhilega að verð myndanna sé ekki beinlínis miðað við þær tölur sem al- gengar eru á listaverkamark- aði hérlendis. Louisa mun hafa gert samning við banda- rískt gallerí um sölu á verkum sínum og um leið í reynd ffamselt verðlagningu þeirra í hendur þess. Það er því bandarískt markaðsverð, en ekki íslenskt, sem gildir. Þeir sem til þekkja segja að algengt verð á myndum hennar sé í kringum tvær milljónir króna. Raxi semur viö amríkana Hinn þekkti ljósmyndari Mary Ellen Mark og eigin- maður hennar Martin Bell, kvikmyndaleikstjóri, voru stödd hérlendis í sumar í tengslum við ljósmyndasýn- ingu hennar á Kjarvalsstöð- um. Meðan á dvöl þeirra stóð nutu þau gestrisni góðra vina sinna, ljósmyndaranna Einars Fals Ingólfssonar, Ragnars Axelssonar og Páls Stefáns- sonar, sem meðal annars buðu þeim í vélsleðaferð á Mýrdalsjökul. Martin Bell, sem þekktur er í heimalandi sínu fýrir heimildamyndagerð og frumsýndi nýverið fýrstu leiknu kvikmynd sína við prýðilegar undirtektir þar vestra, hreifst mjög af fegurð og fjallasýn á jöklinum. Hann hafði þegar séð myndaseríu Raxa, sem hann tók á Græn- landi, og hrifning hans var slík að sú hugmynd kviknaði að gera heimildamynd um harð- neskjulegt líf ísbjarnaveiði- manna á Grænlandi. Gífur- lega kostnaðarsamt er að ferð- ast um landið en þegar hefur verið búin til nákvæm áætlun sem hljóðar upp á einhverjar milljónir króna, og hún send amerískri sjónvarpsstöð með það í huga að hún fjármagni gerð kvikmyndarinnar. Hug- myndin hefur fengið mjög já- kvæð viðbrögð en ekki hefur enn verið gengið endanlega frá samningum. Heyrst hefur að Raxi hafi í huga að gefa út bók með myndum sínum og mun hann væntanlega njóta stuðnings Mary Ellen Mark við vinnu sína. Frikki og Dýriö meö bar Senn líður að því að nýr vínveitingastaður bætist í bar- flóru borgarinnar. Með haust- inu hyggjast verslunareigend- urnir Friðrik Weisshappel og Dýrleif Ýr Örlygsdóttir, ásamt Andrési Magnússyni fyrrum blaðamanni, opna bar að Bergstaðastræti 1, sem mun bera sama nafn og tísku- verslun Friðriks og Dýrleifar, Frikki og dýrið - Kaffibar. Andrés kemur inn sem fjár- mögnunaraðili en Friðrik og Dýrleif munu sjá um að reka staðinn. Þau eru ekki með öllu ókunnug kráarmálum en Friðrik starfaði um langt skeið sem barþjónn á Bíóbarnum og Dýrleif vann á barnum í N1 og síðar í Veitingahúsinu 22. Ráðgert er að vígja kaffi- barinn 1. október en sá dagur varð fyrir valinu af tveimur ástæðum; barinn er í húsi númer 1 sem stendur við Laugaveg 11 og eigandinn sem leigir þeim húsnæðið er fæddur 1.11. Nú þegar Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðu- bandalagsins, hefur sagt lausri prófessorsstöðu sinni við Há- skóla íslands vakna vitanlega upp spurningar um hver tekur við starfinu og koma allnokkur nöfn til greina. Fyrsta ber að nefna ágæta starfsfélaga inn- an félagsvísindadeildarinnar, stjórnmálafræðingana Hannes Hólmstein Gissurarson og Gunnar Helga Kristinsson. Báðir virðast koma sterklega til greina einkum vegna þess að þeir hafa verið afar afkasta- miklir á ritvellinum; Hannes hefur gefið út doktorsritgerð sína, sjö bækur og fjöldan all- an af blaðagreinum en Gunnar Helgi hefur gefið út bækling um Evrópumál, var einn af þremur höfundum bókarinnar Atvinnustefna á íslandi og gaf auk þess út doktorsritgerð sína. Ritstörf og ötul rannsókn- arstörf gefa umsækjendum aukna von um skipan í stöð- una. Einnig má leiða getum að því að Svanur Kristjánsson, sem settur var í umrædda pró- fessorsstöðu þegar Ólafur Ragnar hvarf til stjórnmála- vafsturs, sæki um stöðuna. Hann hefur hins vegar ekki lát- ið mikið af rituðu efni frá sér frekar en Ólafur Þ. Haröarson, sem enn hefur ekki lokið dokt- orsritgerð sinni eða verið iðinn við skrif og rannsóknarstörf. Líkur hins fyrrnefnda eru ágæt- ar vegna langrar starfsreynslu sinnar en ólíklegt mun vera að hinn síðast nefndi komi til greina. Þá má nefna til sögunn- ar Jón Orm Halldórsson, sem hefur sérhæft sig í stjórnmál- um þriðja heimsins, en ekki er víst að hann hafi hug á um- ræddu starfi. Stöðciveitingar hafa ávallt valdið nokkrum usla innan deildarinnar en skemmst er að minnast rimmu þeirra Hannesar og Gunnars Helga þegar skipa átti í lektorsstöðu fyrir nokkrum árum. Hafði Hannes betur í það skiptið. Nú má gera ráð fyrir að þeir verði helstu keppinautar á ný, komi ekki til einhver utanaðkomandi, og þykja afköst Hannesar styrkja stöðu hans meðan Gunnar Helgi er líklegri til að hafa fleiri atkvæði á bak við sig innan deildarinnar. Endanlegt ákvörðunarvald er þó í höndum Ólafe G. Einarssonar, mennta- málaráðherra, en sagan hefur kennt okkur aö ákvarðanir hans hafa oftar en einu sinni komiö mönnum í opna skjöldu. Ólafur Ragnar Grímsson hefur sagt prófessorsstöðu sinni við félagsvísindadeild Háskóla ís- lands lausri og er það mál manna að helstu keppinautar um skipun í stöðuna verði stjórnmálafræðingarnir Hannes Hólmsteinn Gissurarson og Gunnar Helgi Kristinsson. Kvenlegar breyt- ingar á Aöalstóð- inni Mikilla breytinga er að vænta á Aðalstöðinni. Eins og PRESSAN hefur þegar greint frá stendur til að mýkja upp stöðina, gera kvenlegum sjón- armiðum hátt undir höfði, þar á meðal heilsu. í byrjun september mun önnur Górill- an Davíð Þór Jónsson taka upp þráðinn í guðfræðinám- inu þar sem ífá var horfið. En ekki er vitað um afdrif hinnar Górillunnar Jakobs Bjamars Grétarssonar. Áhrif Davíðs Þórs munu þó ekki hverfa með öllu af Áðalstöðinni því betri helmingur hans Elín Ellingsen, systir kvikmynda- stjörnunnar Maríu Ellingsen, mun taka við morgunþáttun- um af eiginmanninum ásamt Katrínu Snæhólm Baldurs- dóttur sem á nú að heita þar dagskrárstjóri. Þá hefur það verið gjört heyrinkunnugt að Guðríður Haraldsdóttir, sú sem var íýrst til að koma hin- um skelegga gagnrýnanda Kolbrúnu Bergþórsdóttur á framfæri, muni strax í haust hefja umíjöllun sína um bók- menntir. En eins og venja er mun hún fjalla um bók- menntir eins og henni einni er lagið, þ.e.a.s. ekki of hátíðlega. Þá mun miðillinn Jóna Rúna Kvaran ganga til liðs við Aðal- stöðina að nýju með einhvers- konar fjölskylduvænan þátt. „Kiddi sleggja" í framboö Ef Steingrímur J. Sigfusson býður sig ekki fram til for- mennsku hjá Allaböllum má fasdega reikna með því að það geri Kristinn H. Gunnarsson, „Kiddi sleggja", ffá Bolungar- vík. Hann er í eins konar per- sónulegri herferð gegn Ólafi Ragnari Grímssyni og þótt hann eigi sáralitla möguleika á kjöri er hann ekki ffáhverfur hugmyndinni. Eins og hann viðurkennir reyndar sjálfur hefur hann engu að tapa og allt að vinna. Halldór Blöndal í varaf ormanninn Enn magnast sú skoðun að Halldór Blöndal geti vel hugsað sér að gefa kost á sér til varaformennsku í Sjálfstæðis- flokknum á landsfundinum í haust. Það er talið mundu styrkja stöðu Davíðs Odds- sonar og skapa meiri ffið um formennsku hans ef hann fengi sér við hlið landsbyggð- armann af kalíberi Halldórs, í stað Reykjavíkurmannsins Friðriks Sophussonar. 1 því sambandi er minnt á hversu óþreytandi Víkverji Morgun- blaðsins hefur verið við að kalla Halldór hinn nýja lands- byggðarforingja Sjálfstæðis- flokksins. RAGNAR AXELSSON flmerísk sjónvarpsstöð kannar möguleika á fjármögnun heimildamyndar um ísbjarnaveiðar á Grænlandi. DÝRLEIF ÝR ÖRLYGSDÓTT1R Opnar bar sem á að heita Frikki og Dýrið ásamt Friðriki Weisshappel og Andrési Magnússyni sem fjármagnar ævintýríð. DAVÍO pOR JÓNSSON Hverfur í guðfræðina en eiginkonan tekur við. JÓNfl RUNfl KVARAN Verður með fjölskylduvænan þátt á flðalstöðinni. KRIST1NN H. GUNNARSSON Vill í framboð gegn fjandvini sínum, Ólafi Ragnari. HALLDÓR BLÖNDAL Landsbyggðaforingi Víkverja líklegur í varaformanninn í haust. UMMÆLI VIKUNNAR „Svavar Gestsson hefur alltafkomið mérfyrir sjónir sem hálfgerður ónytj- ungur, sem aldrei hefurglatt mannlegt hjarta, ekki unnið eitt einasta cerlegt þarfaverk í þágu lands ogþjóðar, ekkert nema óhróður og mannvonska. “ Baldur Hermannsson, í hlekkjum Hrafnsins. Framboðsræðan „Satt að segja langar mig ekkert mikið til að verða formaður.“ Steingrimur J. Sigfússon, afi. Einar Vilhjálmsson endurborinn „Ég hreinlega missti kúluna í öllum þremur köstunum — stífnaði upp og missti kúluna hreinlega í útkastinu milli löngutangar og vísifingurs.“ Pétur kúla Guömundsson, afsakanafræöingur. Fíllinn var þá tröll „Illt er fýrir hinn góða dreng, Þorkel Helgason, að eiga slíkt tröll sem Sighvat Björgvinsson að einkavin." Ólafur Ragnar Grímsson, fjölmiðlasjúklingur. Kynóöur læknin „Við skoðun á sjúklingi kemur fram áberandi kyndeyfð.“ Úr læknaskýrslu. Oa tunalið er ostur! „Það er tilvi íltká fkcJttU ÓOÍHÍHH „Þá daga sem Shimon Peres heimsækir Island höfum við, íslensk þjóð, einstakt tækifæri til að sýna bæði Guði og mönn- um að við hötum ekki, heldur elskum ísraeL" Guömundur Öm Ragnarsson, Síonlsti. Ivijun að þessir þrír umsjónar- menn koma frá Ríkisútvarpinu.“ Siguröur G. Valgeirsson, magasínstjóri Sjónvarpsins. ^jóðlcflur titatyœftiitgur „Uppáhaldsmaturinn er grjóna- grautur og lifrarpylsa.“ Guölaugur Þór Þóröarson, SUS-ari. S K I L A B O Ð Fimmtudagurinn 26. ágúst 1993 PRESSAN 3 f ins og þegar hefur komið fram standa miklar breytingar fyrir dyrum á Stöð 2. Meðal þess sem tek- ur stakkaskiptum með haustinu er fféttastofan sem fær nýtt útlit og verður „settið“ vígt 19. september næstkomandi. Fréttaþulur það kvöld verður Edda Andrésdóttir en hún hefur nú snúið aftur til starfa að loknu barnsburðarleyfi og mun í vetur annast lestur frétta. Af mannaráðn- íngum a Bylgjunni er það að segja að Katrín Baldursdóttir fféttamaður í sumarafleysingum hefur verið fastráðin til starfa og sömu sögu er að segja af Emi Þórðarsyni sem unnið hefur á Bylgunni í sumar... V, etrardagskrá Bylgj- unnar hefur verið ákveðin að mestu og eru breytingar ekki stórvægilegar. Sigur- steinn Másson hverfur að vísu af vettvangi í haust er hann heldur til náms í París. Hall- g r í m u r Thorsteins- son, sem hefur að mestu verið fjarverandi í sumar, kemur til með að keppa við Þjóðar- sálina síðla dags, en hann verður einn á ferð að þessu sinni. Samkvæmt heimild- um blaðsins fór hann þess óformlega á leit við Helgu Guðrúnu Johnson, fyrrum fréttamann, að koma til samstarfs við sig en úr því hefur ekki orðið. Aðrar breytingar á dægurmála- deild Bylgjunnar felast eink- um í tilfæringum á því starfsfólki sem þegar er til staðar. Þannig mun Anna Björk Birgisdóttir koma í stað Jóns Axels og Gulla fvrir hádegi og Helgi Rúnar Oskarsson mun demba tónlist og kjaftagangi yfir landsmenn effir hádegi... A, iökin á milli stjómar- flokkanna í fjárlagagerðinni í haust verða eflaust einna hörðust í kringum land- búnaðarmálin, eins og reyndar þegar er farið að sýna sig. Eitt félag innan Al- þýðuflokksins, Félag frjáls- lyndra jafn- aðarmanna, hyggst í næstu viku h a 1 d a „kennslu- stund í land- búnaðar- fræðum“ fyrir almenning og teflir fram sem kennur- um nokkrum kanónum, þeim Kristjáni Jóhannssyni hjá Hagfræðistofnun, ein- um höfunda skýrslunnar umdeildu, Sigurði Líndal lagaprófessor, Þórarni V. Þórarinssyni hjá VSl og Guðmundi Ólafssyni hag- fræðingi, sem reyndar er ekki síður kunnur fyrir skoðanir sínar á kvikmynd- ÞAÐ ER BJART YFIR... Venjuleg þriggja þrepa sjálfskipting Nissan síbreytiskipting (N.CVTJ Háþróuö sjálfskipting N.CVT Háþróuð Nissan sjálfskipting með tölvustýrðri kúplingu, sem gefur mjúkt þrepalaust viöbragð. Býður uppá einstaka sparneytni og fyrirhafnarlausan akstur. NYJA BILNUM FRA NISSAN IMIS5AIM ÞETTA ER AUÐVITAÐ BÍLL ÁRSIIMS 1993, GLÆIMÝR OG SPRÆKUR BEIIMT UR KASSAIMUM STQRSÝ8MING UM HELGB8MA FRÁ KL. 14-17 UERIÐ VELKOMBN. Ingvar Helgason hf. Sævarhöföi 2,112 Reykjavík Sími 674000 VERÐ AÐEINS 855.000.- KR. STGR Fólk meö viti les smóa letrib og notar öryggisbeltin alltaf

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.