Pressan - 26.08.1993, Qupperneq 32
KONUR KARLANNA
32 PRESSAN
Fimmtudagurinn 26. ágúst 1993
Kvenlýsingar ungu skáldanna:
Taugabilaðar mömmur
og litlausar kærustur
Af hverju eiga ungir karlhöfundar í basli með að skapa trúverðugar kvenpersónur?
ElNAR MÁR GliÐMUNDSSON Þegar kontaðþví að iýsa kynlífsreynslu stúlk-
unnar treysti Einar sé ekki til að leika konu og sjónarhornið var því hjá karl-
manninum. ■ ' «
„Hún var ekki margræð
kona: tal hennar var hvers-
dagslegt og hugarheimurinn
takmarkaður... Hún var
ánægð ef börnin voru hraust,
veðrið gott og engin röskun
íyrirsjáanleg á gangi hverdags-
ins... Hún stjórnaði heimil-
inu. Ég fór mínu ffam.“
Þessi lýsing er úr bók gull-
drengsins Ólafs Jóhanns Ól-
afssonar, Fyrirgefning synd-
anna. Sviplítil kona, já vissu-
lega. Hún er séð með augum
sögumanns sem hefur afar
takmarkað álit á konum og er
sköpun rithöfundar sem lætur
ekki sérlega vel að skapa trú-
verðugar kvenpersónur. En
hann er ekki einn um þann
veikleika.
Því hefur stundum verið
haldið ffam að karlrithöfund-
um láti betur en konum að
skapa eftirminnilegar kven-
persónur. Hvort sem okkur er
það ljúft eða leitt verður að
viðurkenna að flestar af litrík-
ustu kvenpersónum bók-
mennta okkar eru verk karl-
manna. Síðustu árin hefur
það hins vegar komið í hlut
kvenna að skrá ævi kynsystra
sinna í bókmenntasöguna
(Alda íversen, Guðrún Magn-
úsdóttir og ísbjörg eru með
þeim svipmestu og allar verk
kvenna). Það er aðeins einn
ungur karlrithöfundur sem
skákar konunum og það er
Einar Kárason en styrkur
hans felst ekki hvað síst í trú-
verðugum og afar litskrúðug-
um persónulýsingum og þar
standa kvenpersónurnar karl-
mönnunum ekki að baki.
(Þetta lof á þó ekki við fyrstu
skáldsögu hans eins og kemur
fram hér síðar í greininni.)
Aðrir ungir karlrithöfundar
virðast flestir eiga í basli þegar
kemur að því að skapa trú-
verðugar kvenpersónur.
Mömmur og
systur Einars
Más
Munið þið eftir drengjasög-
um Einars Más? Þar brölluðu
ungir drengir á öllum síðum.
Og öðru hvoru kom mamma
sem var annað hvort
„lítil ljóshærð dís sem flögr-
aði eins og fiðrildi á milli
veggjanna í íbúðinni“
eða hin gerðin sem var
„þú veist týpan með nagla-
lakkið, dáldið lík dúkkulísun-
um á haframjölspökkunum,
ein af þeim sem blikkar gervi-
augnahárum til að undirstrika
kvenlegan einfaldleikann,
vaggar á háu hælunum en
heldur samt alltaf jafnvægi
þegar hún talar blíðlega útí
loffið.“
Hlutverk þessara kvenna í
sögunum fólst aðallega í því
að birtast öðru hverju og kalla
syni sína inn í mat. Og svo
voru einhveijar unglingssyst-
ur sem voru ekki lengur
manneskjur heldur höfðu
ummyndast í tröllvaxnar hús-
mæður:
„Birna er svo fim við að
leggja á borð að húsmæðra-
rassinn er strax byrjaður að
vaxa á hana og farinn að fýlla
útí grænu stretsbuxurnar.“
Kærustur Einars
Kára. og Guö-
mundar Andra
Drengirnir í fyrstu bókum
Einars Más voru of ungir til
að eiga kærustur en fyrstu
skáldsögur Einars Kárasonar
og Guðmundar Andra
Thorssonar fjölluðu um ást-
fangna unga túenn. Það eru
reyndar mín orð,;aðspurðir
murtdu þéir.vafalaust segja að
þettá væri gróf einföldun,
þetta væri allt miklu dýpra. En
kærusturnar eru,hér til um-
fjöllunar og báðár dapurlega
litlausar en vafálítið góðar
stúlkur og söguhetjurnar eru
ósköp skotnar í þeim. Og
þetta verður allt saman pínu-
lítið eins og í bókum Krist-
manns Guðmundssonar, en
þar eins og Steinn Steinarr
sagði, gerist það að ungur
maður „hittir unga og yndis-
lega stúlku og þau verða ást-
fangin hvort af öðru sem von-
legt er. Það er mikil og fin lykt
af öllum hlutum, jörðinni,
stúlkunni og jafhveí himnin-
um
„Guðný er það fallegasta
sem heimurinn hefur skap-
að. v Hún gerir lífið þess virði
■ að því sé lifað,“ sagði sögu-
maðurinn í Þetta eru astiar
. Guðjóri, fýrstu skáldsögú Ein-
ars Kárasonar og Egill í Mtn
kúta angist var í svipuðum
þönkum.’ Og það var mikil og
fxn Ákt af stúlkunni hans:
„I dag mundi ég heilsa elsk-
unni minni, eða alla vegá
horfa í augun á henni, finna
ilminn af henni, það var ég
’viss um.“
Nokkrum árum seinna er
enn ein kærastan með góða
lykt:
„Hann finnur lyktina, hún
svífur fýrir vit honum, kemur
alveg upp að honum og allt í
einu er hár hennar laust úr
viðjum blárrar skeljar.“
Þetta dæmi kemur úr ís-
lenska draumnum sem er
feiknagóð bók en enn sem
fyrr á Guðmundur Andri í
vandræðum með kærustuna.
Allt virðist reyndar ætla að
fara vel í byrjun og aðalkær-
astan Helga fær þessa fallegu
lýsingu:
„Hún var fínleg og smá-
beinótt og mér fannst eins og
hún væri alltaf að tylla sér á tá
í veröldinni til þess að sjá hana
betur. Hún var aldrei á svip-
inn eins og hún hefði séð
þetta allt áður og þekkti þetta
allt - hún var mjög ung.“
En það má segja að þessi
efnilega stúlka veslist upp í
höndum höfundar, hún er
byggð úr góðu efni en það
verður ekkert úr henni. I bók-
inni er þó persónusköpun
yfirleitt með ágætum og mikil
framför frá fýrri bók þó engin
persóna sé beinlínis tilþrifa-
■ mikil.
> ..
Ommur Guö-
mundar Andra
; Mín káta arigist var byrj-
■ éndaverk og bar þes§ greinileg
merki. Þar var ammæ
■ „Amma var dáfitíð gömul.
Hún var lítil og mjó með fullt
af hrukkum í andlitinu...“
Amman fær Í6 línur í
Minni kátu angist en verður
þó aldrei eftírtektarýerð per-
sóna. En lítum á þessa ömmu
í Islenska draumnum:
„Ammánér við eldhús-
borðið og horfir á hann lítil og
geðstirð, áminnandi, augu
snörp í fýrrvérandi andliti.“
Heilli ævi er lýst í einni
setningu og það er „fyrrver-
andi andlitið“ sem gerir úts-
lagið. Og þarna er hæfileiki
sem ber að hrósa. Við klöpp-
um Guðmundi Andra því á
bakið um leið og við biðjum
um meira af svona.
Einar Már og
Hallgrímur
breyta til
Einar Már barst í tal hér áð-
ur og vissulega var margt vel
unnið í fyrstu verkum hans
þó takmarkanimar væm aug-
ljósar. En Einar ákvað að
breyta til og varð stelpa í
Rauðum dögum. Afleiðingarn-
ar vom katastrófa.
Tilraunir Einars til að gefa
sýn í tilfinningalíf aðalpersón-
unnar runnu út í sandinn,
urðu skelfmg banal eins og
þessi líking:
„Stundum leið henni eins
og hún væri stödd á veitinga-
stað sem bauð upp á heitan
mat en síðan reyndust allir
réttimir kaldir nema ísinn.“
Þegar kom að því að lýsa
kynlífsreynslu stúlkunnar
treysti Einar sé ekki til að leika
konu og sjónarhornið var því
hjá karlmanninum:
„Hann sigldi einsog skip
um hafið, endalausar víðáttur
þess, dúlarfhllaf afkima og haf-
ið tók állt f.einu að skrep>pa
saman pg gufaði upp um leið.
og hún æpti upp yfir sig og
nötraði öll cfg skalf.“
Þetta vaf létt duggadugg ff á
Einari Má, en fyrsta kynlífs-
reynsla söguhetjunnar í Hellu
var engin ljúf sigling.
Framan af sögu stóð Hall-
grímur Helgason aldrei nærri
unglingsstúBcunni, söguhetju
sinni, heldur lýsti henni úr
fjarlægð á hlutlausan hátt en
lagði allt sitf í umhverfis- og
náttúrulýsingar. Hann tók svo
heldur beíúr á sig rögg og
lagði í töluverða áhættu þegar
hann lýsti fyrstu kynlífs-
reynslu stúlkunnar í löngum
kafla. Þar várð til sérlega sterk
og eftirminnileg lýsing sem
bar vott um mikla næmni
hqfundarins.
Taka konur körk
um fram?
1 ' • ¥ *• 'I
: • •
Soffia Auður Birgisdóttir
segir að deyfðarlegar kvenlýí- ,
irigar karlrithöfunda megi :
hugsanlega rekja til.þesá að
karlmenn séu venjulega- aðal-
persónur í verkum þéirra. Því i
mætti svara á þá leið að karl-
persónur í verkum höfund-
anna séu litlu svipmeiri en
kvenpersónur, þeir fái ein-
ungis meira rými og fleiri
blaðsíður til að athafna sig.
Einnig má benda á að kvenrit-
höfundar okkar af yngri kyn-
slóð eru ekki sérlega fimar við
að skapa trúverðugar karlper- j
sónur. Og sá annmarki þeirra (
er vissulega efrii í aðra grein.
Kolbrún Bergþórsdóttir
ElNAR KÁRASON „Guðný er það fallegasta sem heimurinn hefur skapað...
HALLGRÍMUR HELGASON Fyrsta kynlrfsreynsla söguhetjunnar í Hellu var engin
Ijúf sigling.
ÓLAFUR JÓHANN ÓLAFSSON „Hún var ekki margræð kona: tal hennar var
hversdagslegt og hugarheimurinn takmarkaður...“