Pressan - 20.01.1994, Blaðsíða 24

Pressan - 20.01.1994, Blaðsíða 24
íslenskur karlmaður Hjalti Þorsteinsson er 23 ára og vægast sagt þrautseigur aðdáandi Bítilsins fyrrver- andi Pauls McCartney. I tvö ár hef- ur hann verið meira og minna á línunni hjá blaðafulltrúa bítilsins. „Ég hef einfaldlega mikinn áhuga á að hitta Paul McCartney og ræða við hann,“ segir hann. „Ég á von á að það takist á þessu ári.“ Af hverju er þér svona tnikið í mun að ná tali afPaul McCartney? „Málið er bara að hitta karlinn og ræða við hann í góðu tómi. Ég vildi gjarna fá hann tU að ræða um ísland. Hann er t.d. félagi í samtök- unum „Friends of the Earth“ og hefur gagnrýnt hvalveiðar íslend- inga. Reyndar er þetta allt undir því yfirskini að fá hann til íslands til að halda tónleika. Við höfum lengi búið við andlegt gjaldþrot hérna heima, við fáum aldrei að sjá neitt. Þeir fljúga bara allir yfir okkur á leiðinni ffá London til New York! Ég ætla í leiðinni að reyna að kippa í einhveija spotta." Hjalti segist raunar hafa mestan áhuga á að hitta Bítilinn á búgarði hans, enda telur hann næsta öruggt að þar megi komast að ýmsu for- vitnilegu. „Linda Eastman, Kodak- erfingi og kona McCartneys, hefur fylgst með og tekið myndir af Bítl- unum nánast frá degi eitt. Það væri gaman að sjá eitthvað af þeim myndum. Mér skilst reyndar að hún sé að fara að gefa út bók með eigin ljósmyndum af Bídunum. En af því hann veitir aldrei viðtöl á bú- garðinum verð ég að hitta hann einhvers staðar annars staðar,“ seg- ir hann bjartsýnn. „Ég steffii að því að fá að hitta hann þegar ég fer á heimsmeistaramótið í snóker í Sheffield. Ef það gengur ekki fer ég bara sérferð." Hvað kom til að þú fékkst áhuga á að hitta Bítilinn? „Áhuginn fæddist þegar ég sá hann á tónleikum í fyrstu heims- reisunni sinni í Gautaborg fýrir rúmum fjórum árum. Það var upplifun, enda tók hann þar Bítla- lög í fyrsta sinn opinberlega í mörg ár. í framhaldi af því fór ég að skrifa út og komst í svokallaðan A- hóp. Þeir sem vilja ná sambandi eru flokkaðir í A- og B-hóp: Þeir sem tilheyra B-hópnum fara í rusl- ið, hinir eiga möguleika á að ná viðtali innan tveggja til fjögurra ára.“ Á aðdáun þín á Bítlunum sér dýpri rætur? „Ég hef verið aðdáandi Bídanna síðan ég var sex ára, byrjaði á létt- poppuðu lögunum eins og Hard Day’s Night og svona. En síðan, þegar maður hafði vit til, fór mað- ur að hlýða á Hvíta albúmið, Ab- bey Road, Let It Be og þessar plöt- HJALTI ÞORSTEINSSON. Innan um myndir af goðunum sem prýða herbergið hans. Hvur veit nema hann nái að taka lagið með Paul McCartney líka? ur. Ég hef einnig fýlgt Lennon alveg ffá upphafi. Ég er ekki síðri aðdáandi hans. Ég er til að mynda búinn að fara tíl New York og skoða heimkynni hans í Dakota-byggingunni við Central Park, þar sem gerður var lítill minningar- reitur um hann. Allar þjóðir heims sendu þangað steina og tré, þar á meðal fslendingar. Eg á ýmsar minningar úr þeirri ferð.“ Hvað veistu um Bítlana sem við hiti vitum ekki? „Þar er af mörgu að taka. Til dæmis að þegar Bídamir fóm til Filippseyja áttu þeir að hafa spottað forsetafrúna og fýrir. vikið verið reknir ffá Filippseyj- um. Og eins og allir vita er hann einn af ríkustu mönnum heims og þénar átta milljónir á dag hara í stefgjöld. Þá verður að athuga það að maður eins Paul McCartney hefur hitt fýrir alla þá áhrifamestu, menn eins og Dylan og Elvis, — í raun og veru alla sem skipta máli. Þegar maður fær loks að taka í höndina á honum er maður líka að taka í höndina á Elísabetu Eng- landsdrottningu og öllum hinum. Svo er hann klár og mikill dipló- mat. Paul McCartney er þó ekki eini „frægi“ maðurinn sem Hjalti hefúr komist í tæri við, því þegar hann var einungis sextán ára náði hann tali af John Travolta. Það var þegar Travolta millilentí hér á landi. „Það var í gegnum Björgvin Halldórs- son, sem er vinur bróður míns, sem ég náði sambandi við John Travolta." Þau voru aðeins tvö sem fengu að hitta hann; blaðamaður ffá DV og Hjalti. Hann var í raun- inni sá sem talaði við hann, en blaðamaður DV hlustaði og skrif- aði um það sem þeim fór á milli og daginn eftír birtist það samtal á síð- um DV. Þá hittí hann Meadoaf á því tímabili sem hann var umboðs- maður Bjama Arasonar. Þaðan á hann sælar minningar, því bæ Hjaltí og Stuðkompaníið urð þeirrar reynslu aðnjótandi að fá a taka lagið með kappanum, lag Johnny B. Good. „Við sungui saman í míkrófóninn. Þegar ég tc utan um karlinn — sem var er feitari þá en nú — varð erm rennandi blaut. Það var reynd hálfógeðslegt.“ Búinn að eltast við Paul McCartney I tvö ár VIÐTAL Innvígsla í vúdú-galdra SEIÐSTAFIR JÓNAS SEIM Eins og sagt var frá í síðustu PRESSU gaf félagsráðgjafinn og vúdú-biskupinn Michael Bertiaux út kennslubók í vúdú- töffabrögðum. Þetta gerðist eftir að valdamönnum fór að finnast fé- lagsráðgjafinn ffjálslegur í starfi sínu. Bókin heitir „Heppni Húdú“ (Lucky Hoodoo), en orðið „húdú“ er nafn á sérstakri tegund töffa- bragða sem rekja ættir sínar til vú- dú-trúarinnar. „Heppni Húdú“ kom út árið 1977 og er höfundur sagður vera doktor Bakalú Baka, en það er eitt af dulnefnum félagsráð- gjafans. Bakalú Baka er nafh á suð- ur-amerískum vúdú-guði sem tal- inn er valda kynæði hjá þeim sem biðja mikið til hans. Samkvæmt goðsögninni býr hann í skógum og er gefinn fýrir hrikalegar svallveisl- ur. Hann tælir til sín bæði menn og konur og getur enginn staðist að- dráttarafl hans. Honum eru þar af leiðandi oft helgaðir ýmiskonar ástargaldrar, þar sem galdramaður- inn eða seiðkonan reynir að töffa til sín nýjan elskhuga eða ástmey. Ég hef áður sagt að í vúdú-töffa- brögðum sé sóst eftir hjálp and- anna. Stundum er reyndar ekki al- veg á hreinu hvaða verur eru venjulegt framliðið fólk og hverjar eru hinir ægilegustu guðir. 1 vúdú- ffæðum er því nefnilega haldið ffam að þegar fólk deyi haldi það áffam að þroskast „hinum megin“ og komist að lokum á það stig að geta breyst í guðlega veru. Sagt er til dæmis að Bakalú Baka hafi verið maður nokkur uppi á átjándu öld og er bæði talað um hann sem anda og guð. Það er hann sem er aðalkraffurinn á bak við vúdú-at- hafnirnar í „Heppna Húdú“ og er ástæðan fyrir því að Bertiaux valdi einmitt þetta dulnefni. Fleiri andar koma við sögu í bókinni og eru þeir flokkaðir í tvo hópa. Annars vegar er um að ræða framliðnar sálir seiðmanna sem bjuggu í hinu forna Atlantís, en það sökk í sæ, ef marka má dul- spekileg ffæði. Nú eru þessir andar sagðir búa á hafsbotni, þar sem Atl- antis er víst enn, og birtast skyggnu fólki sem risastórir froskar, snákar og fiskar. Þetta eru sem sagt verur sjávarins eða vatnsins, annars af þeim dularfullu kröftum sem hinn verðandi vúdú-galdramaður ákall- ar í upphafi ferils síns. Hinn kraff- urinn er máttur jarðarinnar og honum tilheyra allir afrísku seið- mennirnir sem hafa dáið eins og vera ber og voru þá grafhir í jörð. Þeir eru auðvitað enn á ferðinni, þótt núna séu þeir ósýnilegir, og laðast sérstaklega að göldrum eins og þeim sem eru tíundaðir hér fýrir neðan. Vúdú-athöfnin, sem ég ætla nú að lýsa, er ætluð til innvígslu í fræðin. Sá sem hefúr hug á að stunda vúdú verður nefnilega fýrst að gera nokkurs konar samning við andana, áður en alvöru töfrabrögð eru ffamkvæmd. Ef slíkur samn- ingur er ekki fyrir hendi koma aðr- ir galdrar ekki að neinum notum, því þá hafa andamir engan áhuga á að hjálpa manni. Til að byrja með verður að loka sig af inni í herbergi þar sem ekkert ónæði er og helst má ekki vera mikill hávaði fýrir utan. Best er að gera þessa athöfn þegar skyggja tekur og ekki mega vera nein ljós inni í herberginu þegar athöfnin hefst. Fyrst er sest við borð þannig að horft er í austur. Á borðinu em tvö kerti og glas fyllt af vatni. Ann- að kertið er svart og er haff við norðurbrún borðsins. Hitt kertið er blátt og stendur við vesturend- ann. I suðri er vatnsglasið, en vatn- ið á að gefa frá sér kraft, svo and- arnir geti nálgast okkur betur. Svarta kertíð táknar jörðina, en bláa kertið mátt vatnsins. Þessir tveir kraftar em nauðsynlegir, því samkvæmt vúdú- fræðunum fæð- ast allir hlutir í vatni, en þurfa jörð til að verða sýnilegir. Að sama skapi er innvígsluathöfnin táknræn fæðing inn í galdrana og til þess gerð að maður verði sýnilegur önd- unum, ef svo má að orði komast. Til að byija með kveikirðu, les- andi góður, á svarta kertinu og seg- ir: „Ó, ljós, það er ekkert myrkur í kraffi hinna látnu.“ Um leið get- urðu ímyndað þér að affískir töffa- menn séu að ganga inn í herbergið til þín. Markviss beiting ímyndun- araflsins er nefnilega eitt af lykilat- riðunum í hvers kyns galdrabrögð- um. Að þessu loknu kveikirðu á bláa kertínu og segir: „Ó, ljós, ég er barn ljóssins sem tilheyrir hinum mikla meistara undir hafinu.“ Þá geturðu ímyndað þér að í hópinn bætist risastórir ffoskar, snákar og fiskar. Því næst snertirðu glasið með hægri hendi og segir: „Þú miðill hina heilögu anda vatnanna fýrir neðan allan heiminn! Heilögu andar hafsins og hinna látnu; ég er hér til að þjóna ykkur.“ (Þessi þjónusta felst í þvi að gefa öndun- um okkar eigin orku, en um það ætla ég að fjalla í næstu PRESSU). Síðan segirðu eftirfarandi — og nú er best að hafa PRESSUNA við höndina ef þú átt erfitt með að leggja alla þessa romsu á minnið: „Eg helga sjálfan mig til þjónustu við andana; til anda hinna ffam- liðnu sem leitast við að hjálpa mér, og til anda hinna vitru töffamanna ffá hafsbotni, sem birtast á svo undarlegan hátt. Ég bið um aðstoð og nærveru húdú-andanna og kalla á þessar verur til að hjálpa mér. Ég býð sjálfan mig ffam til þjónustu við hinn mikla konung hinna látnu. Einnig býð ég mig ffam til þjónustu við hinn mikla meistara allra ósýnilegu seiðmannanna sem starfa undir hafinu. Ég virði a anda, og sérstaklega þá sem tilhey húdú-galdrakerfinu. Eftir þeii samvinnu sækist ég sérstaklega, i og um alla eilífð!“ Effir að þe hefúr verið sagt lokarðu augunu og hugsar um allar verurnar sc þú hefur ákallað. Hugleiddu þ nokkra stund, en síðan tekur vatnsglasið og drekkur allt vatr sem í því er. Að þessu loknu slek urðu á bláa kertínu og að endin á því svarta. Vígsluathöfhinni lokið og sá sem hefur gert hana einlægni er á góðri leið með verða hinn mesti vúdú-galdrama ur. „Sá sem hefur hug á að stunda vúdú verður fyrst að gera nokk- urs konar samning við andana, áður en alvöru töfrabrögð eru framkvœmd. “ 4B PRESSAN FIMMTUDAGURINN 20. JANÚAR 1994

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.