Pressan - 17.02.1994, Blaðsíða 2

Pressan - 17.02.1994, Blaðsíða 2
alfaraleið að má segja að Mjóddin í Breiðholti sé enn einn versl- unarkjarninn sem rís til að koma til móts við vöxt Reykjavík- urbyggðar í austurátt. Mjóddin er einn af sterkari þjónustu- og versl- unarkjörnum stór - Reykjavíkur- svæðisins. Þar er að finna, á einum og sama staðnum, mjög fjölbreytta starfsemi, bæði á sviði þjónustu og verslunar. Mjóddin er staðsett við Reykjanesveg sem er ein stærsta umferðaræð borgarinnar og tengir saman helstu byggðakjarna hennar og einnig borgina sjálfa við nálæg- ari bæjarfélög svo sem Kópavog, Garðabæ og Hafnarfjörð. Mjóddin býður upp á næg bílastæði fólki að kostnaðarlausu. Strætisvagnasam- göngur eru einnig sérstaklega góðar í Mjóddina þar sem ein skiptistöð SVR er staðsett þar. Sigurður Jónsson er formaður Framfarafélagsins í Mjódd sem rekstraraðilar á svæðinu mynda. „Mjóddin byrjaði að byggjast upp í kringum árin 1984 - 1985. Lands- bankinn var fyrstur og verslunin Víðir fylgdi í kjölfarið, en það var fyrsta verslunin sem opnaði í Mjóddinni. Mjóddin hefur síðan verið að fyllast smá saman, þar til á síðasta ári þegar komið var í öll pláss. Það má segja að það hafi ekki verið komin virkilega góð og mikil þjónusta í Mjóddina fyrr en á síð- ustu árum en í dag eru um 60 verslunar og þjónustufyrirtæki hér. Draumur okkar er síðan að láta byggja yfir göngugötuna okkar þannig að allt verði I raun undir sama þaki. Aðkomuleiðir hingað mættu þó vera betri og vonandi verður þeim breytt fljótlega til hag- ræðingar fyrir alla. Einnig á borgin eftir að ljúka við gróðursvæði hér í Mjódd svo sem í kringum bíla- stæðin og kirkjuna t.d. setja niður trjágróður, koma fyrir bekkjum og leggja gangstíga til þess að gera svæðið hlýlegra og skemmtilegra. Að lokum vil ég segja að þegar svona góð þjónusta og verslun er komin í hverfið þá kallar það á samheldni fólksins sem býr í hverf- inu að versla hér“, sagði Sigurður. Það er rétt að það komi ffam að starfsmaður hefur verið ráðinn í hálft starf á vegum Framfarafélags- ins með aðsetur að Álfabakka 14 á annari hæð. Hér á eftir verður fjallað um fyr- irtækin í Mjóddinni, sögu þeirra og tilveru og hvað þau hafa upp á að bjóða. Á sviði verslunar eru m.a.; Kjöt og Fiskur, Breiðholtsapótek, Eymundsson, Tískuvöruverslunin Gabriel, Snyrtivöruverslunin Libia, Gleraugnaverslunin í Mjódd, Heilsubúðin Svenson, Vefnaðar- verslunin Vogue, Metro, Gullsmið- urinn í Mjódd, Gæludýrabúðin Dýraland, Leikfangaverslunin Leik- bær, Innrömmun og hannyrðir — skóbúð, Úra- og klukkuverslunina Gullúrið og Blómaverslunin Breið- holtsblóm. Á sviði þjónustu eru m.a.; Efnalaugin Björg, hár- greiðslustofurnar Hárstúdíó, Hár- sel og Möggurnar í Mjódd, Sól- baðsstofa Reykjavíkur, Augnlæknar í Mjódd, Snyrtistofan Líf, SVR, Póstur og sími og veitingastaður- inn Pizza hut. Með von um að sem flestir not- færi sér þá þjónustu sem Mjóddin hefur upp á að bjóða. Bergdís Sigurðardóttir. Gleraugnaverslunin í Mjódd Nú hafa Breiðhyltingar loks fengið gleraugnaverslun í sitt hverfi því það hefur verið opnuð glæsileg gleraugna- verslun að Álfabakka 14 í Mjódd. Þeir sem eru í gleraugnahugleið- ingum ættu ekki að vera í vand- ræðum með að finna eitthvað við sitt hæfi því þar er mikið úrval af fallegum umgjörðum. Verslunin býður upp á mikið úrval af gler- augnaumgjörðum t.d. ffá Polo, Ralph Lauren, Marc’O polo, Mondí og Gucci. Ray Ban sól- gleraugun sígildu eru að sjálf- sögðu einnig í boði. Það sem hef- ur verið mest áberandi fýrir unga fólkið eru umgjörðir í gömlum síl þ.e.a.s. litlar kringlóttar eða spor- öskjulagaðar. Að sögn Daníels Edelstein sjóntækjafræðings býður verslun- in upp á alla almenna gleraugna- þjónustu og vörur tengdar gler- augum t.d. hulstur, keðjur og hreinsiefhi í miklu úrvali. „Fyrir þá sem hafa áhuga á linsum eru þær fáanlegar bæði litaðár og venjulegar. Auk þess sem til eru mjúkar ■ sjóhskékkjufinsur. Hér éru .einnig til allir.fylgihlutir fyrir :linsúr“. Daníel bendir á að á síð- ustu árum hafi átt sér stað ör þró- un bæði í sjónglerjum, linsum og umgjörðum þannig að naugsýn- legt sé að fylgjast vel með til þess að nýta sér þessa tækni til að öðl- ast betri sjóh. ÞeSs ber að minnast að nú þurfa Breiðhyltingar ekki að leita langt eftir augnlæknaþjónustu því að á annari hæð hússins er Augnlæknastofan í Mjódd þar sem starfa þrír augnlæknar. Gleraugnaverslunin í Mjódd er opin alla virka daga frá kl 9:00 til 18:00 og á laugardögum ffá 10:00 til 14:00. 2C PRESSAN FIMMTUDAGURINN 17. FEBRÚAR 1994

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.