Pressan - 11.05.1994, Blaðsíða 2

Pressan - 11.05.1994, Blaðsíða 2
Fyrst Evróvisjón — nú Varde Islenskir listamenn í útlöndum: heldur áfram Síðastliðinn íimmtudaginn var opnuð í Royal College of Art í London samsýningin Varde, mikil farandsýning á norrænni listhönnun. Það- an fer sýningin til Vínar, Berlínar, Búdapest og Rómar. Það voru finnskir skipuleggjarar sem áttu hugmyndina og fengu hinar Norðurlandaþjóðirnar til liðs við sig. Markmið sýningarinnar er að sýna Evrópubúum hvað verið er að bauka í norrænum listaskólum og kynna norræna hönnun. Fyrir íslands hönd eru sýnd verk eftir tvo textílhönn- uði, íjóra úr keramíkdeild og stuttar teiknimyndir eftir nema í grafiskri hönnun. Flestir þátttakendurnir flugu til London til að vera viðstaddir opnunina, Ólafúr G. Einarsson mætti og flutti ræðu og Benedikta prinsessa, hin danska listáhugamanneskja, rak inn prinsessu-nefið. Þrátt fyrir allt þetta umstang eru allflestir hund- óánægðir með sýninguna. Svo virðist sem Finnarnir hafi gert sínum mönnum alltof hátt undir höfði og verk annarra þjóða fallið í skuggann. Aðeins litlu broti af að- sendum verkum Islendinganna var stillt upp, og þá á illa lýstum og lélegum stöðum. Svipaða sögu má segja af teiknimyndunum. Vegna klúðurs urðu þær af besta stað sýningarinnar og enduðu niðri í kjallara, þar sem eng- inn kemur, og að auki bila sýningarvélarnar í sífellu. Til að kóróna vitleysuna er bældingur, sem fýlgja á farand- sýningunni, uppfullur af rangfærslum og missögnum. Menningarfúlltrúinn okkar, Jakob Frímann Magnús- son, var að sjálfsögðu viðstaddur opnunina og óskaði finnska skipuleggjaranum hjartanlega til hamingju með sýninguna en bætti við að þetta yrði í síðasta skipti sem Finnum yrði treyst tO forystu í svona verkefni. Islensku þátttakendurnir leita nú svara við spurning- unni „Hver ber eiginlega ábyrgðina?“ og er allt annað en skemmt. Þegar vora tekur í lofti og baráttan á sveitaballamark- aðnum hefst er hluti af stemmningu popp- sveita landsins að bíða eftir fréttum þess efnis hverjir verða að- alnúmerið í Eyjum um verslunarmannahelg- ina. í fyrra var barátt- an hörð á milli Sólar- innar, Pláhnetunnar, GCD, Todmobile, Ný- danskrar og Pelican, sem lyktaði með því að SSSól, Pláhnetan og Todmobile komust á Þjóðhátíð. í ár var einhverra hluta vegna engin barátta. Ákveð- ið var án málaleng- inga að SSSól yrði að- alnúmerið og þeim til aðstoðar yrði gleði- sveitin Vinir vors og blóma. Niðurstaða þessi kom, eins og gefur að skilja, ekki á óvart, enda allar sveitirnar nema SSSól og Pláhnetan lagstar í dvala. Svo herma sög- urað SSSól hafi ein- faldlega staðið sig best á pallinum í Eyj- um í fyrra... Óhlj óð til útflutnings 1 ÆK 'II ■ Í í SANNLEIKA SA6T IIMDRIÐI G. ÞORSTEIhlSSOIM B jjj Fröken Sigríði Beinteinsdóttur, einni ffábærustu söngkonu okkar, var snúið til landsins án verðlauna að þessu sinni og er ástæða til að harma það. Söngva- keppni evrópskra sjónvarpsstöðva er sögð í greipum tilboðsagenta, eða í þeim menningargeira, sem ís- lendingar, kunnugir rómuðum menningarsamskiptum innan Norðurlanda, þekkja til hlítar: Ef þú klórar mér þá skal ég klóra þér. Islendingar leggja sig gjarnan fram við sönglagagerð í söngvakeppn- inni og hafa ekki talið sig þurfa að klóra neinum. Þar af leiðandi höf- um við jafnan hlotið illt niðurlag á þessum vettvangi. Af fýrrgreindum ástæðum er ljóst að við verðum að fara að klóra einhverjum eigum við að ná árangri, eins og við höfum klórað okkur margsinnis til sigurs á hinum Norðurlöndunum. Fröken Sigríður Beinteinsdóttir lætur ekki lengur etja sér á foraðið. Hún segir einfaldlega: Kóngur vill ekki sigla og byrinn ræður engu. Við höfum gerst mikil poppþjóð að amerískri fýrirmynd. Nokkrar útvarpsrásir velja dag og nótt úr- þvættisgarg úr amerískum plötufa- brikkum. Músík kátínuhúsa er sama marki brennd svo enginn getur snúið sér neitt eftir mann- eskjulegri tónlist nema þá til gamla gufúradíósins, sem enn stendur upp úr þessari flatneskju eins og foldgnátt virki á tímum krossferða. Útvarpsstöð Ameríkana á Keflavík- urflugvelli opnaði leiðina fyrir þennan ófögnuð. Við sögðum ein- faldlega að við gætum þetta sjálf og síðan hófst helreiðin. Nú er svo komið að enginn virðist geta samið músík af léttara tagi í landinu nema henni fýlgi kynstur af öskrum og barsmíð og hávaði á skemmtunum er slíkur að mestu fýllirískórar í haustréttum, item stanslaus jarmur I þúsund kindum, myndi ekki megna að deyfa hljóðin. Síðan ædum við að svífa úr þessu nýja menningarumhverfi á vit Evrópuþjóða til að næla okkur í verðlaun fýgir sönglög. Að visu verður að segjast, að þeir sem semja lög fyrir þessa keppni hér á landi virðast reiðubúnir til að ganga af garg- og barsmíðatrúnni við samningu sönglaganna í þeirri von að Evrópumenn sjái aumur á okkur. Það hefur bara ekki gerst enn og virðist nokkuð langt í land að það gerist. Tvennt kemur tfi. Enginn maður getur stigið út úr popplegu uppeldi og samið trúlegt sönglag. Þeir popparar sem það reyna með árangri byggja á óbrengluðum undirstöðum. Þá ber á það að líta, að Evrópuþjóðir eru ekki engilsaxneskar upp til hópa. Við heyrum áherslumun á milli grískrar tónlistar og spænskrar al- veg eins og þýsk tónlist er ólík Íieirri ffönsku. Við heyrum líka að rar, sem eru mikil söngvaþjóð, laga sitt rokk að Danny boy ef svo má segja. Við erum hins vegar líkir hvað eftiröpun snertir og aðrar Norðurlandaþjóðir og eigum okk- ur ekki viðreisnar von á meðan. Aftur á móti verða til mörg hljóð í landinu sem vel gætu orðið til þess, vegna sérlegheita, að fleyta okkur nær verðlaunapallinum í söngvakeppninni en áður hefur þekkst. Ekki hefur skipulega verið unnið að því að taka þessi hljóð upp á segulband. Þó var rímna- kveðskap safhað hér á árunurn, en þar sungu margir með sínu nefi eða „sínu lagi“ eins og stóð í sálma- bókinni. Hér er stormasamt og hvín þá oft í húsþökum, bílar eru margir og með bilaða hljóðkúta og svo fellur regn. Lækir niða og laxar stökkva í ám og falla í hyljina með skvampi. Þá hefur Bubbi kveðið og sungið um Mýrdalssand og má því álíta að brunasandar og baldjöklar geti orðið efni í söng. Nú nýlega flutti össur Skarphéðinsson villi- dýraffumvarp á þingi. Það gæti orðið tilefni söngs, svo sem gagg í tófúm, garg í gæsum og kvak í álft- um. I skáldskap eru þær sagðar syngja vel. Þannig hafa margvísleg tilbrigði orðið að yrkisefni í landinu í gegn- um aldirnar. En menningin er í landaleit og hefúr kosið að halda í fótspor Leifs heppna og Kólumb- usar. Úr þeim leiðangri kemur hún með arfagóss, sem tæplega telst til listar. Stórar Evrópuþjóðir hafa ekki orðið alteknar af slíku arfa- góssi og virðast ekki kunna að meta það, þegar það birtist þeim í söngvakeppnum eins og aðskota- hlutir eða flís í auga. Og ekki bætir úr skák, ef satt er, að gleymst hafi að klóra einhverjum fulltrúum. ,yA nýliðnum dögum hafa sér- kennilegar fréttir verið að berast úr Kópavogi af undarlegum hljóðum; stunum og gelti. Það á að hljóðtaka þennan hávaða og leggja hann fram í nœstu söngvakeppni Evrópuþjóða. “ Hnattlega séð erum við Evrópu- þjóð, en hvað þennan þátt menn- ingar okkar snertir erum við beinir afkomendur Buffalo-Bills, Billys the Kid og Wyatts Earp, þ.e.a.s. komin af alþýðugenginu sjálfu. (Ég þori ekki að nefna A1 Capone.) Það er trú okkar Islendinga að alltaf verði eitthvað okkur til bjarg- ar. Og víst er um það, að þjóð sem situr yfir fiskilausum miðum með stóran og vel búinn togaraflota og er í óðaönn að grafa sig í gegnum fjöll, eins og flugbjörungarsveit væri þar á ferð til bjargar mannslíf- um, og ætlar auk þess að grafa sig undir Hvalfjörð af hagkvæmni- ástæðum af því það er milljarða- gróði miðað við árið þrjú þúsund, og skuldar rafmagnsreikninginn sinn, hún kann ráð til að sigra í einni skitinni söngvasamkeppni. Skárra væri það nú. Einhvern tíma var sagt: Því var aldrei um Álftanes spáð, að ættjörðin frelsaðist þaðan. Gott ef Kópavogur verður ekki fýrri til að frelsa ættjörðina. Á nýliðnum dögum hafa sér- kennilegar fféttir verið að berast úr Kópavogi af undarlegum hljóðum; stunum og gelti. Gengur á þessu nótt sem nýtan dag, eða níu tíma á sólarhring sé tíminn lagður saman. Leitað hefur verið skýringa á þessu og hefur verið talið að um frygðar- hljóð sé að ræða. Enginn einstak- lingur úr dýraríkinu getur haldið áffam slíkri iðju í níu tíma með hléum nema ef það væri ffoskur- inn. Þeir sem hafa orðið að sætta sig við blaðalýsingar einar eru helst á þeirri skoðun, að umrædd kona hafi bara einhverja poppstöðina of hátt stillta. Svo mikið er víst að þetta er ekki vistvæn músík. Grannar í sömu íbúðarblokk eru flúnir á brott. En eins og okkur er lagið ætti að snúa þessu vandamáli upp í sigur. Það á að hljóðtaka þennan hávaða og leggja hann ffam í næstu söngvakeppni Evr- ópuþjóða. Hljóð sem valda því að fólk flytur búferlum hljóta að verka þannig á drussana í dómnefftdun- um í Evrópu, að þeir munu sjá þann kost grænstan að veita Islandi fýrstu verðlaun. 2B PRESSAN MIÐVIKUDAGURINN 11. MAÍ1994

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.