Pressan - 11.05.1994, Blaðsíða 5

Pressan - 11.05.1994, Blaðsíða 5
§0U9t Oft OjÖfttU Rokkið er tónlist djöfulsins,“ góluðu prestar sértrúar- safnaðanna fyrir nokkru og góla eflaust enn. Eru Vinir vors og blóma þá djöflar í mannsmynd sem véla unglinga til þjónustu við myrkrahöfðingjann á sveitaböll- um? Nei, varla. Kirkjunnar menn hér hafa yfir litlu að kvarta samanborið við presta í Noregi. Þar hefur ríkt ring- ulreið í alþyngsta rokkgeiranum. Við erum ekki að tala um dauða- rokkið heldur næsta þyngdarflokk við, „svartmálminri1 svokallaða, Black metal. Nokkrar kirkjur hafa brunnið, nokkrir æðstuprestar stefhunnar eru dánir og afgangur- inn er í fangelsi. Þungarokkið hefur þyngst með árunum síðan það kom fyrst fram. Black Sabbath voru kannski þungir 1974, og Ozzy hryllileg sjón fyrir briddsklúbba þar sem hann beit hausa af hænum, en þetta var allt „í gríni gert“ — sjóbiss-sjokk og grunnt daður við sívinsælar Sat- ans-pælingar. Enn þyngdist róður- inn, dauðarokkið kom upp og fyrir nokkrum árum var allt fullt af strákum í Músíktilraunum Tóna- bæjar sem rumdu um útúrvellandi innyfli eða sömdu texta á latínu upp úr Lyfjahandbókinni. Enn var þó allt „í gamni gert“ og þótt ein- hverjir rymdu um Satan til að sýn- ast svalir voru strákarnir ekki í andlegum félagsskap við Myrkra- höfðingjann frekar en Magnús Skarphéðinsson. 1 Noregi fékk dauðarokkið þó á sig nýja mynd. Ekki veit ég hvort heilnæmt fjallaloftið og sósíal-mór- allinn hafði þessi þveröfúgu áhrif, en hið svo kallaða Black rnetal fæddist í norskum skúmaskotum. Tónlistarleg jafrit sem „andleg“ áhrif komu frá bresku sveitinni Venom, sem fáir höfðu tekið aivar- lega í tónlistarbransanum. Norð- menn skírðu nýju stefriuna „Black metal“ eftir annarri plötu Venom og níðþungt dauðarokkið varð enn þyngra, en um leið hrárra og ein- faldara. Norskir bílskúrsunglingar fóru líka að taka dýrkunina á djöfl- inum fullalvarlega. Meðlimir gall- hörðustu svartmálms-banda Nor- egs settu á fót leyniklúbbinn The Inner Circle. Þar voru aðalmark- miðin að úthella blóði samkeppn- is-hljómsveita, svívirða grafreiti, brenna kirkjur og boða „sanna illsku“. Brandarinn var ekki fynd- inn lengur... Æðstiprestur Innri hringsins var í fyrstu söngvari Mayhem, sem kallaði sig Dead. Gísli Sigmarsson, söngvari íslensku dauðarokkssveit- arinnar Sororicide, er í bréfasam- bandi við ýmsa erlenda dauða- rokkara og skrifaðist á við Dead 1991. „Hann virtist vera mjög eðlilegur náungi,“ segir Gísli, „var aðallega að spurja út í íslenskt dauðarokk og hverrar trúar við værum og svona. Nokkrum mánuðum síðar fékk ég svo bréf frá söngvara Em- peror, Euronymous (rétt nafri Oy- stein Aarseth), sem sagðist hafa tekið við samtökunum því Dead hefði skotið af sér hausinn með haglabyssu.“ Nýi foringinn komst fljótlega í fréttirnar þegar hann og liðsmenn hans voru gripnir við skrílslæti við leiði Dead — að sögn við athöfri honum til heiðurs. Euronymous rak plötufyrirtækið „Deathlike Silence“ og plötubúðina „Helvete“ í Oslo. I lok 1992 mont- aði hann sig af því að hafa hjörð fylgisveina víðsvegar í heiminum. Euronymous hélt því fram að líf væru lítils virði og varaði gagnrýn- endur við að gera lítið úr black me- talinu því hjörðin myndi fram- kvæma allt það sem hann fyrirskip- aði. í viðtali við þungarokksblaðið Kerrang var haft eftir honum: „Fólk er fánýtt og heimskt. Því er sagt að fylgja Guði eða mannlegum leiðtogum. Mínar fyrirmyndir eru Stalín, Hitler og Ceaucescu og ég mun sjálfur verða leiðtogi Skand- inavíu. Ég er víkingur og við eigum að berjast. Það er gjöfult að ganga út á götu og berja einhvern. Það eina neikvæða við morð er að þeg- ar þú drepur einhvern getur hann ekki þjáðst lengur.“ Tíu norskar kirkjur hafa brunnið á undanförnum árum og rann- sóknirnar hafa beinst að meðlim- um Inner Circle þótt erfitt hafi reynst að finna fúllnægjandi sönn- unargögn. Þegar Euronymous fannst látinn fyrir utan heimili sitt 10. ágúst á síðasta ári fór þó í gang víðtæk rannsókn á black metal-kreðsunni. Euronymous hafði verið stunginn 25 sinnum, þar af oft í andlitið. Fljótlega beindist rannsóknin að Christian Vikernes nokkrum, sem kallar sig Count Grishnackh og er eini meðlimur hljómsveitarinnar Burzum. Yfirlýsingar hans í blöð- um um að Euronymous hefði átt skilið að deyja og að hann myndi með ánægju míga á leiðið hans leiddu til þess að hann var hand- tekinn þótt í fyrstu liti út fyrir að hann hefði fjarvistarsönnum. Co- unt hafði verið í Innri hringnum en haft andúð á Euronymous eftir að kærasta Counts stakk af með honum. Einnig hafði Euronymous svindlað á honum í viðskiptum, ekki borgað honum fyrir Burzum- bolina sem höfðu selst í Helvete. Count fékk einnig á sig aðra ákæru. Við húsleit hjá honum fúndust 150 kiló af dýnamíti og handskrifaðar áætlanir um að sprengja upp kirkjuna í Þránd- heimi, sem geymir nokkrar af helstu konungsdýrgripum Norð- manna. Fyrir nokkrum mánuðum fékk Unnar Björnsson, trommari í ís- lensku hljómsveitinni Cranium, bréf úr fangelsinu frá Count. „Count talar ekkert um það sem hefur verið að gerast,“ segir Unnar, „en hann kvartar yfir aðbúnaðin- um í fangelsinu. Hann segir að þetta sé versta fangelsi Noregs og þar sé 80% litað fólk, „mannlegt sorp“, eins og hann kallar það. Hann skipar mér að gera Island heiðið á ný.“ Bréfin eru ekki skrifúð með blóði, en Count hefúr nógan tíma til að skreyta þau með rúnum og hakakrossum. „Count er helst að spuija um ís- land,“ heldur Unnar áffarn, „hann lítur mikið upp til þjóðarinnar því hér er svo lítið af svertingjum. Hann er auðvitað helvítis kyn- þáttahatari og léttklikkaður. Hann segir að annaðhvort verði honum sleppt í maí eða fluttur í nýtt fang- elsi. Það er bara vonandi að hon- um verði sleppt svo ég geti boðið honum til íslands og við getum farið að brenna kirkjur saman. Nei nei, smágrín." En norska lögreglan lét ekki staðar numið við Count heldur tók til í skúmaskotunum. I það minnsta tólf handtökur voru fram- kvæmdar í sjö borgum Noregs. Mennirnir voru á aldrinum 14 til 22 ára og kærurnar voru kirkju- íkveikjur, barsmíðar og nauðganir. Meðal þessara voru meðlimir Em- peror; gítarleikarinn Samoth hefur játað íkveikjur og innbrot, bassa- leikarinn Tcort morðtilræði í hnífabardaga og trommarinn Faust hefúr játað að hafa stungið homma til bana „af því hann var að bögga mig“. Réttarhöld í þessu ógeðfellda máli fara ffarn nú í maí. Count, sem er rétt rúmlega tvitugur, á yfir höfði sér tuttugu ára fangelsisdóm og hinir eitthvað minna. Innri hringurinn hefur verið leystur upp og Norðmenn því væntanlega laus- ir við svartmálminn í bfli þótt lík- legt sé að einhverjir smákrakkar grípi hugsjónirnar á loffi og haldi uppteknum hætti. Ut um allan heim hafa sprottið upp hljómsveitir sem kenna sig við stefriuna. Rotting Christ hafa vakið óhug í Grikklandi með yfirlýsing- um, Impale Nazarene djöflast í Finnlandi og í Bretlandi eru bönd eins og Cradle of Filth og Bal Sag- oth að færa sig upp á skaftið. Með- limir allra þessara sveita eiga satan- ismann sameiginlegan en gefa fúll- kominn skit í norsku black metal- böndin, kalla þá ekkert nema brenglaða aumingja. Hér á íslandi hafa aldrei verið Black metal-hljómsveitir og eftir því sem næst verður komist er ekki mikill áhugi fyrir skrattanum í þeim herbúðum dauðarokkara sem enn eru til. Það er því ekkert að óttast... Gunnar L. Hjálmarsson MIÐVIKUDAGURINN 11. MAÍ1994 PRESSAN 5B

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.