Pressan - 11.05.1994, Blaðsíða 13

Pressan - 11.05.1994, Blaðsíða 13
• Mðrðurínn sem kom inn úr kuldanum ★★1/2 Thc Cat that Came in Frotti the Cold á RÚV á fimmtudag. Bresk heimfldamynd um illi, sem er marðardýr. Þýðandi og þulur er Gylfi Páls- son, sem hefur flottustu sjónvarpsrödd í heimi. Sjónvarp • Feðgar ★★1/2 Frasierá RÚV á föstudagskvöld. Fyrsti þáttur í sjón- varpsþáttaröð sem fjallar um dr. Frasier Crane, einn fastagestanna á Staupasteini. Ef þessir þættir cru eitthvað í líkingu við Staupastein að gæðum ætti að vera óhætt að mæla með þessu. • Barton Fink ★★★ Barton Fink á Stöð 2 á föstudagskvöld. Al- veg stórsnjöll mynd frá Cohen- bræðnun. Turturro fer á kostum í titilhlutverkinu og Jöhn Goodman bregst ekki frekar en fyrri daginn. Frumlegt bíó. • Dauða- listinn ★★★ Tlte Dead Pool á RÚV á laugardagskvöld. Clint í fimmtu myndinni um Dirty Harry. Liam Neeson er hörku- flottur vondi kall og það þarf náttúrulega ekki að fara mörguin orðuin uin ffammistöðu CUnts. • Andrésar andar-leikamir ★★★★★ á RÚV á sunnudag. Hinn ævintýralega skemmtilegi útvarps- maður Gestur Einar Jónasson ræðir við þátttakend- ur og fylgist með leikunum. Gestur Einar hefiu- sýnt framúrskarandi hæfileika sem kvikmyndaleikari og heldur úti einum vinsælasta útvarpsþætti landsins. Það er löngu kominn tími á að íslenskir sjónvarps- áhorfendur fái hann á skjáinn því auk þess að vera algjör gúddígæ þá er Gestur einkar viðfélldinn útlits. 1|- *r • Björgunin ® 77ic Rescue á Stöð 2 á fimmtudags- Vðnsi. kvöld. Alveg dragúldin mynd sem hötðar hugsanlega til drengja á aldrinum 13 ára, en þeir þurfa þá að vera fremur seinþroska. Alveg furðulegt að bjóða upp á svona rusl. Þetta hefði Jónas R. aldrei látið við- gangast. • Duch ® Driving Mc Crazy á Stöð 2 á föstu- dagskvöld. Þessi mynd gerir hvem mann vitlaus- an. Hrokafullur drengur lendir á ferðalagi með kærasta mömmu sinnar og þeir em báðir svo leið- inlegir að þig langar til að kyrkja þá eftir fimm mínútur. • Kona bróður míns ® My Brother’s Wife á RÚV á laugardagskvöld. Ofleikarinn og leiðindapúkinn John Ritter í aðalhlutverki í mynd sem hefur það ógeðfellda þema að fjalla um mann sem eyðir tveimur áratug- um í að rcyna við mágkonu sína. Má þetta? Þótt hangi lostakústur FULL A MOTI SÖGUBÍÓI ★★★ Gömlu jaxlamir Walter Matthau og Jack Lernmon era stórskemmtilegir í myndinni „Grumpy Old Men“. Þar leika þeir nágranna í litlu þorpi í Michigan, sem hafa eldað saman grátt silfúr síðan í bamæsku. Það er á milli þeirra góðlátleg kergja sem öðra hvora brýst út í léttkvikindis- legum prakkarastrikum. Maður finnur samt að það er ekki mjög djúpt á óvildinni. Þó að kallamir formæli hvor öðram í tíma og ótíma standa þeir samt saman þeg- ar á reynir. Þetta munstur virðist hafa staðið óhaggað um áratuga- skeið og ekki útlit fyrir að þar verði nein breyting á. Nema hvað, dag Bíó MBMMMMi J • Hetjan hans pabba ★ í tvennu höfðu framleiðendurnir eitthvað fyrir sén Þetta er efhi í gamanmynd og helvíti væri gott að fá Gérard í hana. Svo gleymdu þeir sér við hitt. Bíóhöllinni • Óttalaus ★★ Það er eins og það sé ekki pláss fyrir allt sem þarf að segja, sem verður m.a. til þess að allt sem gerist með fjölskyldu arkitektsins er frekar yfirborðs- kennt. Bíóborginni • Systragerfi 2 © Það er eins og enginn sem við þessa mynd starfaði hafi haft nokkum áhuga á henni og menn fyrst og fremst hugsað um að drífa þetta helvíti af. Sambíóunum • Lævís leikur ★★ Malice. Film noir er af mörgum talin helsta stolt bandarískrar kvikmyndasögu og síðari tíma kvikmynda- gerðarmenn hafa oft gert myndir með sömu formerkjum eða í það minnsta nuddað sér utan í stílinn. Lævís leikur er ein slík. Regnboganum • Listi Schindlers ★★★★ Myndin er hrikalega áhrifamikil og laus við væmni, þótt hún fjalli um atburði sem vel er hægt að gera kröfu til að maður felli eitt eða tvö tár yfir. Háskólabíói • Dreggjar dagsins ★★★★ Það má segja að Dreggjar dagsins hvetji meðaljón- inn og -gunnuna til að láta ekki rútínuna skemma fyrir sér hin fomu sannindi: Mað- ur er manns gaman. Stjömubíói • Pelíkanaskjalið ★★★ Það fer vel á því að gera vandaða spennumynd sem byggist á jafnáþreifanlegum gmnni. Frá- sögnin heppnast vel og maður er alltaf að bíða eftir því hvað gerist néest. Sambíóunum • í nafhi föðurins ★★★★ Þessi skrípa- leikur er sönn saga. Hann er eitthvert mesta hneyksli sem riðið hefur breskum réttarfarshúsum frá því pyntingar og lim- lestingar vom stundaðar í Tower of Lond- on. Háskólabíói KVIKMYNDIR HALLUR HELGASOIXI einn flytur hugguleg einhleyp kona í húsið á móti. Báðir verða skotnir í dömunni og þar með er fjandinn laus. Þegar menn eru komnir í slíka baráttu grípa þeir til ýmissa ráða til að draga burst hvor úr ann- ars nefi. M.a. með því að draga í efa getu hins til að láta sér rísa hold og þar fram eftir götunum. Fúll á móti er vel heppnuð gam- anmynd. Maður er síglottandi yfir köllunum og skellir oft upp úr. Eft- ir að hafa séð þessa mynd verður manni hugsað til þess hvort Holly- wood mætti ekki gera meira af því að nýta sér garnlar hetjur hvíta tjaldsins. Bærinn er íúllur af göml- um kempum sem ekki er hringt í nema til að leika afa og ömmur í myndum þar sem aðrir era í sviðs- ljósinu. Hér kemur að sjálfsögðu til margumtöluð æskudýrkun hins vestræna heims. Sagan í þessari mynd er því skemmtilega óvanaleg í Hofly- woodflórunni og þá er sviðsetning- in ekki síður skemmtileg, þ.e. valið á sögusviði og útfærslan á því. Að sjá gamlingjana skunda út á frosið vatn til að sitja þar hver í sínurn veiðiskúr og dorga niður um gat á skúrgólfinu er kómískt og ágæt til- breyting frá eilífu sumri og æsku. Það era hins vegar aðalleikararn- ir þeir Walter Matthau og Jack ,Stundum erMatthau eins og illa fyrir kallaður „bulldog“ á svipinn og um- myndar svo gúmmíið Jraman í sér í mögnuð glott. “ Lemmon sem gefa myndinni líf. Þeir era báðir þrælfyndnir og kraftmiklir í hlutverkum sínum. Geisla af leikgleði, eins og leikhús- gagnrýnendur myndu kannski orða það. Sérstaklega finnst mér Walter góður, það er eitthvað við alla hans viðvera á tjaldinu sem veldur því að maður þurrkar glott- ið aldrei alveg af smettinu. Walter hefur líka alltaf verið einstaklega svipmikill kall og ekki hefúr hann versnað með áranum. Stundum er hann eins og illa fyrir kallaður „bulldog“ á svipinn og ummyndar svo gúmmíið framan í sér í mögn- uð glott og önnur svipbrigði þegar þannig liggur á honum. Þá má ekki gleyma Burgess Meredith (gamli þjálfarinn í Rocky-myndunum), hann á lítinn en feikisterkan þátt í þessari mynd sem pabbi Jacks Lemmon, spólgratt gamalmenni sem vildi óska þess að hann væri bara áttatíu og eins árs ennþá svo hann gæti verið að eltast við kell- ingar af meiri krafti. Fúll á móti er vel hlaðin hlátur- Þ! Tvifarar vikunnar starfa á sama sviöi, þeir reka fyrirtæki. Spurningin er hvort forstjóradjobbið geri menn eins eða hvort það þurfi sama upplag til að lenda í því?: Hvort kemur á undan — hænan eða eggið? Gunnar Helgi Hálfdánarson er forstjóri Landsbréfa hf. en Hr. Burns er eigandi og forstjóri kjarnorkuversins þar sem Hómer starfar. Svo sem enginn eðlismunur þar á og því líklegt að innrætið sé eins, því útfitið og hollningin er sú sama. Mr. Burns er líklega ívið eldri, sé miðað við hárið, sem er þynnra en á Gunnari. En það er líka eini munurinn. að er gamla sagan; þegar búið að láta of mikið með myndir áður en maður sér þær eiga þær til að rísa ekki undir væntingunum. Þannig fór með mig og Ace Ventura. Myndin sló rækilega í gegn í Bandaríkjunum nú fyrir mjög skömmu og af því sem maður hafði heyrt og séð um hana var hér eitthvað nýtt og ferskt á ferð. Það er aðallega leikarinn Jim Carrey sem menn hafa keppst við að lofa. Enda er það svo að myndin snýst um hann. Söguþráðurinn er ferlega þunn- ur á ósjarmerandi hátt. Stundum getur maður fellt sig við hæpnar forsendur fyrir framvindu mála í gamanmyndum en ekki hér. Hinsvegar fer ekkert framhjá manni að Jim Carrey er lunkinn á sínu sviði. Hann tók á þessu hlut- verki eins og hann væri að leika í teiknimynd og á sinn hátt gekk það upp. Spurningin er bara hvað áhorfendur eru tilbúnir að sitja undir stórum skammti af þessu. Upphafsatriði myndarinnar var þrælskemmtilegt, en svo smáfjar- aði undan. Stælarnir, gretturnar og líkamsbeitingin era að vísu með eindæmum, enda hefur honum töluvert verið líkt við helstu geiflu- meistara kvikmyndasögunnar, ekki að ósekju. Ace Ventura virtist virka best á yngsta liðið í salnum og því ekki ósanngjarnt að kalla hana gelgju- smell. vekjandi atriðum og sterkum smá- djókum sem ásamt skemmtilegum leik og sviðsetningu gera hana að heilsteyptri og skemmtilegri gam- anmynd. Og geiflaði sig í framan ACE VENTURA — PET DETECTIVE SAM-BÍÓUNUM ★★ Til konunnar hverrar vinur dó úr „þessu“ Ágæta kona. Ég vil byrja á að segja þér að ég samhryggist þér með hann vin þinn. Andlátsffegn hans barst að eyrum mér á þann hátt að ég hafði Þessi setning olli mér enn meiri heilabrotum en sú fyrri. Eitt augnablik sá ég fýrir mér innan- hússhönnuð fá hillu í hausinn o^m . deyja en datt svo í hug að kannski 0 PIÐ BREF DAVÍÐ ÞÓR JÓIXISSOIM ekki rænu á að segja þér þetta þá. Við hittumst á afskekktu sveita- hóteli um síðustu helgi, þar sem þú varst annaðhvort að skemmta þér með kvennaklúbbnum þínum eða að halda fund með honum. Þar sem ég sat í borðsalnum ásamt stúlku sem ég hafði hitt þarna fyrr um kvöldið og var að búa mig undir að fara í rúmið komst þú að- vífandi og fórst að tala við hana, ein af konunum úr klúbbnum. Veðrið hafði verið einstaklega gott um daginn og vel lá á mér, sveita- loffið og stórbrotið landslagið undir jökli gert mér gott. Þannig að ég var í gamansömu skapi þegar ég fór að reyna að koma mér aftur inn í samræður ykkar eftir að hafa dottið út í smástund. Á því augna- bliki snerust þær um innanhúss- hönnun og innanhússhönnuði. Þar sem ég er tiltölulega fáfróður um hvort tveggja og hvorugt er innan míns áhugasviðs var mér effir smástund farið að leiðast. Hreinskilnislega. Ég rifjaði upp í huganum alla þá innanhússhönn- uði sem ég hafði séð og komst fljótt að því að ég hef aldrei séð innanhússhönnuð annars staðar en í bíó. Það er því skiljanlegt með tilliti til þess hvernig ég var stemmdur og í ljósi alls sem ég vissi um umræðuefúi ykkar að ég skyldi gjamma fram í þegar vin- kona þín nefndi með nafni ein- hvern í umræddri starfsgrein. „Já, er hann ekki hommi?“ spurði ég. Þú leist á mig og sagðir hissa: „Nei, hann er smiður hérna í sveitinni.“ Nú vissi ég ekki alveg hvort þú meintir: „Innanhússhönnuðurinn er smiður hérna í sveitinni og þar- afleiðandi ekki hommi“ eða: „Homminn er smiður hérna í sveitinni og þarafleiðandi ekki inn- anhússhönnuður.“ Þ.e.a.s. að ann- aðhvort gæti innanhússhönnuður- inn ekki verið hommi af því að hann væri smiður eða hann væri hérna í sveitinni (þessi sveit væri þess eðlis að hommar sem í hana kæmu skiptu strax um skoðun) eða að einhver óskilgreindur hommi með ákveðnum greini, eins og aðeins um einn mann gæti verið að ræða, gæti ekki verið inn- anhússhönnuður annaðhvort af því að hann væri smiður eða af því að hann væri hérna í sveitinni (þessi sveit væri þess eðlis að inn- anhússhönnuðir sem í hana kæmu skiptu strax um starfsgrein). Allt- jent var ljóst að þú varst alveg sann- færð um gagnkynhneigð mannsins og þar sem ég hafði engar sannanir fyrir hinu gagnstæða kaus ég að trúa að af annarri hvorri þessara ástæðna væri viðkomandi ekki hommi þótt ég kæmi ekki auga á tengslin. Hugsanlega gat innan- hússhönnuður þessi ekki verið hommi af því að hann var smiður líka og enginn maður kemst yfir að sinna þessu öllu þrennu. Hvað urn það. Ég sagði sann- leikanum samkvæmt: „Ég hef aldrei séð innanhússhönnuð sem ekki var hommi.“ Það var þá sem þú leist á mig og sagðir: „Skamm- astu þín, vinur minn dó úr þessu.“ hefði það ekki verið innanhúss- hönnunin sem fór með hann held- ur hitt, að hann var hommi. Ekki vissi ég að kynhneigð gæti verið banvæn út af fyrir sig. Ef það er hægt að deyja úr því einu og sér að vera hommi vil ég ekki vita hvern- ig- Ég held nefnilega að ekki geti sprottið upp meðal jafnstórs hóps og raun ber vitni svo sjálfstortím- andi hvatir að þær séu einfaldlega banvænar út af fyrir sig. Ég get ekld ímyndað mér eitthvað banvænt meðal eðlilegra kynferðisathafha homma sem gagnkynhneigðum er „Hugsanlega gat innanhússhönn- uður þessi ekki verið hommi af því að hann var smiður líka og enginn maður kemstyfir að sinna þessu öllu þrennu. “ ómögulegt að stunda. Það er ekki fyrr en einhverjar athafnir fólks kalla á andsvar utanfrá, annað- hvort í formi viðbragða annarra við þeim eða einhverra pesta sem þær gera menn berskjaldaðari fyrir en ella, að þær verða hættulegar. Sá sem er ókurteis á skemmtistað get- ur fengið kjaftshögg, sá sem fer í sund um hávetur getur kvefast ef hann gætir ekki að sér, sá sem fer í sólbað getur brunnið illa ef hann gætir ekki að sér, sá sem stundar kynlíf getur fengið alnæmi ef hann gætir ekki að sér og þannig mætti lengi telja. Þér að segja hef ég ekki enn fengið botn í þessa setningu, en ekki segja mér hvað þú áttir við. Mig langar að fá að halda áffarn að glíma við röksemdafærsluna. Auk þess sagðirðu að hann hefði verið vinur þinn og það er afar mikil- vægt að eiga sanna vináttu ein- hvers sem tekur manni eins og maður er. Kær kveðja, Davíð Þór Jónsson. MIÐVIKUDAGURINN 11. MAÍ1994 PRESSAN 13B

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.