Pressan - 16.06.1994, Blaðsíða 4

Pressan - 16.06.1994, Blaðsíða 4
Mörður Árnason fékk eitt at- kvæði til formennsku í Alþýðu- flokknum Eg er ákaflega ánægður með þennan víðtæka stuðning sem ég fæ á öllu litrófi stjórn- málanna til að gegna æðstu ábyrgðarstöðum. Ég tel sjálfur að ég hefði getað orðið sá málamiðl- unarframbjóðandi sem flokksþing- ið var að leita að.“ Nú hafa margir félagar þínir í Birt- ingu gengið )fir í Alþýðuflokkinn. Ertþú ekki bara ncestur? „Að vísu hef ég í staríi mínu sem málfræðingur heillast mjög af feg- urð hins smáa en Alþýðuflokkur- inn er nú að verða fullsmár, jafnvel fyrir menn eins og mig. Ég bíð eftir að við hittumst öll aftur í miklu stærri flokki en nokkurt okkar er í núna.“ Þú bauðst þig engu að síður fortn- legafram tilformanns á þingi Sam- bands ungra jafnaðarmanna. „Það var reyndar í lokahófi SUJ, þar sem ég var veislustjóri, þannig að þetta kom mér ekki beinlínis á óvart.“ Þú ert eitm afþremur mönnum sem fortnlega bjóða sigfram ogfærð eitt atkvœði. Það telst nú varla tnikill stuðningur. „Ef þú ferð yfir úrslitin sérðu að ég Um flokksþing krata? „Jón Hannibalsson er slóttug- ur enda með refsaugu. Ég álykta að hann sé faðirinn að sprengjuútkallinu. Jón getur dáleitt fólk með sinni frábæru ræðumennsku því Jón á gott með að tala og getur verið reglulega skemmtilegur. En hann er hraðlyginn og verður því aldrei svarafátt. Eg óska honum til hamingju með glæsilegan sigur, sem hann kallar svo, en ég öfunda hann ekki, því Jóhanna á eftir að segja sitt síðasta orð um ein- ræðisbúskapinn þegar hún var varaformaður. Eg hefði ekki viljað vera í sporum Jóns þeg- ar Jóhanna flutti sína stuttu en frábæru ræðu. Jóhanna á eftir að koma á óvart. Kannski eign- umst við Alþýðuflokk eins og hann var þegar hann kom öll- um góðum málum í gegn fyrir litla fólkið og bar nafn með rentu. Ef honum væri vel stjórnað fengi hann 60-70% þingfylgis." MORÐUR ARNASON „Ég nýt mun meiri hylli í Al- þýðuflokknum en Alþýðubanda- laginu." er jafnmikill áhrifamaður í Alþýðu- flokknum og Rannveig Guð- mundsdóttir og Guðmundur Ámi Stefánsson, sem líka fengu eitt at- kvæði, þannig að við þrjú erum nokkuð jöfh. Hins vegar var gerður á okkur mjög hæpinn greinarmun- ur því að þeirra atkvæði var til- kynnt en mitt atkvæði dæmt ógilt. Ég hef þegar ákveðið að kæra það til Alþjóðasambands jafnaðar- manna, þar sem einhverjir heimskulegir bírókratar með stimpla eru að koma í veg fyrir að jafnaðarmenn í ýmsum samtökum geti tjáð sig og hyllt hver annan.“ En getur þú ekki bara vel við unað? Þetta er mutt meiri stuðningur en þú hefur notið innan Alþýðubanda- lagsins. „Jú, það er rétt. Ég nýt í raun mun meiri hylli í Alþýðuflokknum en Alþýðubandalaginu.“ Er þá ekki næsta skref aðfara á eftir Össuri ogyfirtaka Alþýðuflokkinn? „Er ekki Össur búinn að því meira eða minna? Nú er bara eftir að sameina þessa tvo flokka — og fleiri.“ Þú ætlar ekki aðfara afturgegn Jóni Baldvini nœst og velta honutn úr sessi? „Um það vil ég segja þetta eitt: Minn tími mun koma!“ Pálmi Jónasson „Hvert orð sem broddur er i er dæmt dautt og ómerkt“ - segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi bankaráðsmaður Fyrir skömmu var gengið ffá sátt fýrir Héraðsdómi Reykjavíkur í meiðyrðamáli sem Sverrir Örn Sig- urjónsson viðskiptafræðingur höfð- aði gegn Guðna Ágústssyni, fyrrver- andi formanni bankaráðs Búnaðar- bankans, vegna ummæla sem Guðni lét falla í kjölfar „vopnasölumálsins“ svokallaða í fyrra. Sumir segja sátt- ina ósigur fýrir Guðna, sem féllst á að greiða Sverri Erni 250 þúsund krónur, en þar í er málskostnaður og bætur. Aðrir segja að Guðni hafi ekki átt neins annars úrkosta eins og meiðyrðalöggjöfin er hér á landi; hann hafi orðið að sæta afarkostum eða tapa málinu ella. Guðni sjálfúr var spurður um þetta. Hvað veldur því að þú ákveður að ganga til svona sáttar, sem sumir segja að sé bara viðurkenning á sekt? „Ég finn það á lögmönnum, sem ég hef rætt við, að þeir telja litlar sig- urlíkur þegar meiðyrðalöggjöfin er annars vegar, hún sé í raun síðustu leifar ffá gamla embættismanna- valdinu. Þeir telja að nánast hvert orð sem einhver broddur er í verði dæint dautt og ómerkt. Þar skipti litlu sú varnarstaða sem ég stóð í gagnvart árás á Búnaðarbankann. Hins vegar get ég sagt það að ég trúði á sigur í þessu máli, en þegar lögmaður stefnanda bauð sættir og féll frá stærstu atriðunum í ákær- unni þá mættust menn á miðri leið og slógu af kröfum sínum. Þá fannst mér ekki rétt að slá á útrétta sátta- hönd og kaus ffekar að ljúka málinu en hafa það næstu árin inni í dóms- kerfinu, sjálfúm mér og fjölskyldu minni til leiðinda.“ Telurðu sjálfur að þú hafir látið eittr hvað ofsagt? „Ég vil ekkert segja um það núna. Það var þarna ákveðin atburðarás sem átti sér stað og ekkert meira um það að segja, enda best að ljúka flest- um deilumálum utan réttarsalanna. Það er að minnsta kosti mín skoð- un, enda höfum við Flóamenn ekki tamið okkur að leysa ágreiningsmál okkar fýrir dómstólum.“ Hvað finnst þér um meiðyrðalöggjöf- ina eftir að hafa kyntist henni á þenti- att hátt? „Meiðyrðalöggjöfin er hindrandi og ógnar eðlilegri umfjöllun og um- ræðu í viðkvæmum málum. Hún þarf að færast til lýðræðis og nú- tíma.“ Telurðu að hún hefti tjáningarfrelsi? „Það er enginn vafi á að hún gerir það að einhverju leyti.“ Nú situr þú sjálfur á Alþingi. Ertu ekki í góðri aðstöðu til að breyta henni? „Ég er í góðri aðstöðu til þess, en hef ekkert hugleitt það út ffá þessu máli.“ Sigurður Már Jónsson Opið bréf til hr. Arnmundar Backman hrl., hr. Árna Grétars Finnssonar hrl., hr. Ásgeirs Thoroddsen hrl., hr. Eiríks Tómassonar hrl., hr. Haraldar Blöndal hrl., hr. Jóns Steinars Gunnlaugsson- ar hrl., hr. Jóns Magnússonar hrl., hr. Magnúsar Skarphéðinssonar áhugamanns um rétt- arfar og hr. Stefáns Eiríkssonar formanns Orators. Reykjavík 10. júní 1994. Ágætu lögmenn og áhugamenn um réttar- far. f PRESSUNNI9. júní 1994 voru birt svör ykkar og Þorgeirs Þorgeirssonar rithöfundar við nokkrum spurningum blaðsins, sem einkum tengdust Hrafni Bragasyni, forseta Hæstaréttar íslands. í umfjöllun blaðsins var ágreinings míns, Tómasar Gunnarssonar lögmanns, við forseta Hæstaréttar einnig get- ið. Tilefni mín til ágreinings við Hrafh Braga- son, forseta Hæstaréttar íslands, varða m.a. bréfaskriftir hans sem embættismanns Hæstaréttar íslands og a.m.k. þrjú þessara bréfa eru leynibréf, en það kom tæpast nógu glögglega ffam í umfjöllun PRESSUNNAR. Leyfi ég mér því að senda ykkur ljósrit af þremur leynibréfum forseta Hæstaréttar, sem ég hef undir höndum, auk tveggja ann- arra bréfa, sem stíluð voru til mín og ég hef a.m.k. ekki sent ykkur. TOMAS GUNNARSSON HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR Leynibréfin, sem rituð eru og send af for- seta Hæstaréttar og eitt a.m.k. var móttekið af héraðsdómstólunum og dreiff til löglærðra starfsmanna dómstólanna, varða ffam- kvæmd laga og réttar í landinu. Leynibréfið varðar túlkun réttarreglna og starfsleg gögn lögmanna, sem þeir fá ekki að vita um. (Lög- mannafélag fslands mun hafa fengið öll leynibréfin en ekki dreift þeirn til lögmanna.) Leynibréf af þessu tagi eru stjórnarskrár- og lagabrot og valda ruglingi og réttaróvissu. f formlegu bréfi Hæstaréttar fslands, til mín, sem dags. er 22. febrúar 1994, en bréfið er undirritað af Hrafni Bragasyni, segir: „Þakka bréf þitt dags. 18. þ.m. Mér er ekki kunnugt um hvemig þér berast samantektir ætlaðar Lögmannafélagi fslands og tengjast sam- skiptum þess við réttinn. Allar skýringar varðandi samantektir þessar fást hjá Lög- mannafélaginu.“ Ég fékk sem sagt ekki í hendur ffá Hæstarétti ódagsetta leynibréfið sem rétturinn (Hæstiréttur fslands) hafði sent Lögmannafélaginu. í öðru leynibréfi, sem Hrafh Bragason hæstaréttardómari sendi útvarpsráði — Heimi Steinssyni út- varpsstjóra, sem einnig er dagsett 22. febrúar 1994, segir: „Rétt þykir að vekja athygli útvarpsráðs á því að fféttastofa Útvarps skýrði í kvöldffétt- um laugardaginn 19. febrúar 1994 ffá per- sónulegu bréfi forseta Hæstaréttar til Lög- mannafélags íslands, Dómarafélags fslands og héraðsdómstólanna.“ Hér er ódagsetta bréfið, sem undirritað var í nafhi Hæstarétt- ar, talið vera persónulegt bréf forseta Hæsta- réttar. Sama leynibréfið virðist þannig geta verið bæði ritað sem bréf Hæstaréttar fslands og sem perónulegt trúnaðarmálabréf forseta Hæstaréttar. Virðingarfýllst, Tómas Gunnnarsson (sign.)“ „Minn tími mun koma“ 4 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 16. JÚNÍ1994

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.