Pressan - 16.06.1994, Blaðsíða 7

Pressan - 16.06.1994, Blaðsíða 7
Sérkennileg fasteignaviðskipti í skjóli byggingarnefndar Lofthæðin breyttist með nýjum eigendum sem bekktu kerfið Kjallaraíbúð á Njálsgötu virðist hafa fengið meiri lofthæð og þar af leiðandi samþykki byggingarnefndar eftir að tveir fyrrverandi fasteignasalar keyptu hana. Fyrir vikið hækkaði brunabótamat hennar um rúma milljón. Fyrrverandi eigandi telur þetta ein- kennilegt fyrirkomulag. Viðskipti með kjaUaraíbúð við Njálsgötu í lok síðasta árs eru um margt athyglis- verð og vekja margar spurningar. Fyrrverandi eigandi íbúðarinnar telur að sér hafi verið gróflega mis- munað — jaínvel svo að ástæða sé til að halda að ekki sé allt með felldu við afgreiðslu á samþykkt íbúðarinnar samkvæmt byggingar- reglugerðum. Um er að ræða rúmlega 50 fer- metra kjallaraíbúð við Njálsgötu 52b og var íbúðin ekki samþykkt. I byrjun árs 1993 ákváðu fyrrverandi eigendur að stækka við sig hús- næði. Þar sem íbúðin var ósam- þykkt en mikið breytt og endur- bætt ífá því hún var keypt var leit- að til byggingarfulltrúans í Reykja- vík til að fá hana samþykkta. Ágúst Þórðarson skoðunarmaður mætti á staðinn 7. janúar 1993. Hann tjáði húseigendum að sökum lítill- ar lofthæðar efaðist hann stórlega um að hægt væri að samþykkja íbúðina og að það borgaði sig eng- an veginn að fara út í breytingar, þ.e. auka lofthæð að viðbættum kostnaði við teikningar. Þó er rétt að taka fram að hann sagði ekki nei en bað húseigendur að hringja tveimur dögum seinna. Þá tjáði hann húseigendum í gegnum síma að íbúðin fengist ekki samþykkt án breytinga. Skoðuðu íbúðina í fimm mín- útur Töldu húseigendur sig ekki geta selt íbúðina samþykkta án kostn- aðarsamra breytinga og ákváðu því að selja hana í því ástandi sem hún var. Var fengið nýtt brunabótamat á íbúðina og hún sett á sölu. Ekkert gekk að selja þar til hún var sett á aðra fasteignasölu í nóvember. Sölumaðurinn þar tjáði íbúðareig- endum að lækka yrði verðið vegna þess að íbúðin væri ekki samþykkt, en Húsnæðisstofnun veitir ekki lán út á ósamþykktar íbúðir. I desemþerbyrjun hringdi sölu- maðurinn og sagði að hjá sér væru þrír menn sem vildu skoða íbúðina og það strax. Flýtti íbúðareigandi sér heim úr vinnu og tók á móti þremenningunum. Að sögn hans „stöldruðu þeir við í fimm mínút- ur, buðust strax til að taka við áhvílandi lánum en skoðuðu íbúð- ina nánast ekkert“. Tveimur tím- um seinna kom undirritað kauptil- boð ffá þeim. Tilboðinu var tekið en það fólst einkum í yfirtöku áhvílandi lána og kom bíl upp í milligjöfina. Þremenningarnir voru frá fýrirtækinu Nif hf., en það er í eigu þeirra feðga Agnars Ólafsson- ar og Agnars Agnarssonar, sem fóru fyrir þeim. Til ársloka 1992 áttu þeir feðgar hlut í og stóðu að rekstri fasteignasölu hér í bæ. Eftir það hafa þeir unnið að umboðs- og heildsölu. Ekki tókst að hafa uppi á þeim. Með nýjum eigendum var settur mikill kraftur í að fá íbúðina sam- þykkta og strax 15. desember kom Kristinn Antonsson byggingarfull- trúi og tók íbúðina út. Hann gerir engar athugasemdir við loffhæðina og reyndar hefur hún aukist um nokkra sentimetra ffá því Ágúst tók íbúðina út, ef bornar eru sam- an mælingar Ágústs og Kristins. Eftir að nágrannar höfðu gefið leyfi sitt var íbúðin samþykkt á fundi byggingarnefndar 28. janúar síðast- liðinn. Þá var íbúðin skráð í eigu eiginkonu Agnars Ólafssonar. Var íbúðin síðan seld áffam en sam- kvæmt brunabótamati hækkaði mat hennar verulega við þessa breytingu eða um ríflega 26 pró- sent. 9. nóvember 1993 var bruna- bótamat skráð 3.874.358 krónur en í maí síðastliðnum var það skráð 4.911.905 krónur. Þessi hækkun stafar af því að íbúðin var sam- þykkt. Engar breytingar gerðar á íbúðinni Það var ekki fyrr en fýrrverandi eigandi hitti gamla nágranna sem hann fékk að vita að leyfið hefði runnið í gegn með nýjum eigend- um. Að sögn Ómars Sveinssonar sem býr í sama húsi, en þar eru þrjár íhúðir, voru engar breytingar gerðar á íbúðinni svo hann yrði var við. Kvaðst hann vera þess fúllviss að hann hefði tekið eftir því ef svo hefði verið. En hvaða skýringar eru á því að svo misjafnlega gengur að fá íbúð- ina samþykkta? Margir viðmæl- enda bentu á að hugsanlega hefði þurft að gera smávægilegar breyt- ingar en á móti má spyrja hvort það hefði þá ekki komið strax ffam þegar Ágúst tók hana út? Fyrrver- andi eigandi segist ekki í vafa um að hér sé einfaldlega um mismun- un að ræða. Þess má geta að í fyrra hlutu 58 áður gerðar íbúðir sam- þykki byggingarnefhdar. „Menn kunna misvel á kerf- ið“ Kristinn Antonsson var spurður hvaða skýringar hann hefði á þess- ari mismunun. Hann mundi glögglega eftir íbúðinni en hann sagðist hlaupa í skarðið ef Ágúst væri ekki viðlátinn. Hann kvaðst ekki hafa vitað af fýrri úttekt hans. Kristinn sagði hins vegar að slíkan hæðarmun sem mætti finna í mæl- ingum hans mætti skýra með mörgu. „Ég man að það var breyti- leg lofthæð í íbúðinni, sem gæti skýrt þennan mun. Auðvitað reyn- um við að vera nákvæmir en þegar farið er að tala um tvo, þrjá senti- metra erum við farnir að tala um tittlingaskít," sagði Kristinn. Mun- urinn á mælingunum var reyndar meiri, þar sem fýrri mælingin sagði 218 til 222 sentimetrar en sú seinni 220 til 230 sentimetrar. En Kristinn benti á fleira athygl- isvert: „Þú veist það að menn kunna nú mismunandi vel á kerfið. Allir eiga auðvitað að vera jafriir fýrir því en stundum skiptir það máli — án þess að ég vilji fúllyrða um það — hvað menn eru ýtnir og slyngir. Þetta er talað svona al- mennt en þú veist að sumir hafa uppburði í sér til að reka sín mál á fullu og aðrir ekki.“ En þekkir þú Agnar Ólafsson eitt- hvað? „Ég veit hver það er.“ En þú segir að það skipti máli hvað menn eruýtnir? „Ég er þá að tala almennt. Við vitum hvemig þetta gengur í þessu þjóðfélagi. Ég er hins vegar ekkert á því að það hafi þurff í þessu tilfelli, því að, ókei, við erum að tala um einhverja tvo, þrjá sentimetra NJÁLSGATA 52b. „Allir eiga auðvitað að vera jafnir fyrir kerfinu en stundum skiptir það máli — án þess að ég vilji fullyrða um það — hvað menn eru ýtnir og slyngir." þarna í einhverju herberginu. En það þarf að ná meðalhæðinni 220 og fer yfir það. Auðvitað fer þetta eftir reglum en hitt er annað mál að þú veist hvernig embættismenn eru — stundum velta þeir fyrir sér hvað á að samþykkja mikið af íbúðum sem eru áður gerðar og stundum er ekki friður um þetta.“ Skiptir það máli í þessu tilviki að þú kannast við Agnar? „Það gerir það ekki, því ég tek ekki ákvörðun um þetta.“ Það er þín úttekt sem skiptir máli — það er í raun eina úttektin á íbúð- inni. „Já og heilbrigðiseftirlitsins. Það er nú það aðallega sem skiptir máli í þessu. Það skiptir engu máli þótt ég kannist við hann. Ég er ekki kunningi hans eða neitt svoleiðis." Siguröur Már Jónsson M í skrásetningu á sendibréfiun eftir Kjarval og Ásmund Sveinsson Vegna átaks um varðveislu heimilda um íslenska listasögu fara Kjarvalsstaðir og Ásmundarsafn þess vinsamlegast á leit við eigendur sendibréfa ff á listamönn- unnum Jóhannesi S. Kjaraval og Ásmundi Sveinssyni, að fá aðgang að þessum sendibréfum til skrásetningar. Góðfuslega hafið samband við Ásmund Helgason að Kjarvalsstöðum ísíma 91-26188. FIMMTUDAGURINN 16. JÚNÍ1994 PRESSAN 7

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.