Pressan - 16.06.1994, Blaðsíða 10

Pressan - 16.06.1994, Blaðsíða 10
Er furða þótt íslenskt þjóðfélag sé skrýtið? Á íslandi ráða st j ómmálamenn ogskáld PRESSAN leitaði til 44 einstaklinga og bað þá að tilnefna það fólk sem mest áhrif hefur haft á íslandi eftir 1944 tjórnmálamenn og skáld hafa verið mestir áhrifavaldar á íslenskt mannfélag síðan lýð- veldi var sett á laggirnar fyrir hálfri öld. Sú er að minnsta kosti skýr og af- dráttarlaus niðurstaða könnunar sem PRESS- AN efndi til meðal 44 einstaklinga í tilefni hálfrar aldar afrnælis lýðveldisins. Halldór Kiljan Lax- ness er sá íslendingur sem langmest áhrif hefur haft á hið fimmtuga lýðveldi. Hann bar höfuð og herðar yfir aðra sem tilnefndir voru. Nokkur ummæli: „Laxness er hinn mikli uppalandi íslensku þjóðarinnar. Ahrif hans ná langt út fýrir þröngt svið bókmennta.“ „Hann hefur mótað þær hugmyndir sem við höfúm af okkur sjálfúm, sögu okk- ar og sjálfstæði.“ „Gerði tvær kyn- slóðir íslenskra menntamanna að kommúnistum.“ „Gerpla, Nóbels- verðlaunin, Skáldatími og Kristni- haldið; allt hefúr þetta skipt miklu máli síðustu fimmtíu ár.“ „Bóbó Guðjóns úr Mosfellssveit er auðvit- að maður aldarinnar." Ólafur Thors og Bjarni Ben. fylgjast að f humátt á eftir Nóbelsskáldinu kemur eitt frægasta pólitíska tvíeyki aldarinnar: Ólafur Ihors og Bjami Benediktsson. Báðir gegndu þeir for- mennsku í Sjálfstæðisflokknum (sam- tals í 35 ár) og embætti forsætisráð- herra. Um Ólaf var meðal annars sagt: „Hann var forsætisráðherra samtals í níu ár á þessu tímabili og leiddi íslend- inga út úr haffabúskapnum." „Ólafúr Thors vann það kraftaverk að gera Sjálfstæðisflokkinn að eina stóra hægriflokknum á Norðurlöndum. Það gerði hann með þvi, meðal annars, að leggja áherslu á hin mýkri gildi einsog það er kallað nú til dags.“ „Hann lagði grunn að stéttaskiptingu lýðveldisins með því að móta löggjöf sem veitti fjöl- skyldu hans og flokksvinum einkaleyfi til að auðgast á hemum.“ „Ólafur Thors var stjómmálamaður með ómælda persónutöfra og hafði mikil áhrif, bæði á samheija og andstæð- inga.“ Bjami Benediktsson þykir öðmm fremur hafa mótað utanríkisstefnu lýðveldisins, en hann var líka einn helsti hugmyndafræðingur viðreisnarstjóm- arinnar og forsætisráðherra 1964-1970. „Hann átti einstaklega glæsilegan feril, og ég hygg að hans verði ævinlega minnst sem eins helsta stjómmálaskörungs þessa tímabils." 10 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 16. JÚNÍ 1994 „Hann hélt sínu striki, hvað sem taut- aði og raulaði. Hver vogar sér nú að andmæla stefhu hans í utanríkismál- um íslands?“ „Atti mikinn þátt í að af- létta haftabúskapnum og leiða Island í átt til nútímalegra viðskiptahátta." Vigdís áhrifamest kvenna Vigdís Finnbogadóttir kemur í fjórða sæti og er efst kvenna. Aðeins tvær konur em í hópi þeirra þijátíu sem fengu flestar tilnefningar. Hún fékk líka langflest atkvæði þeirra fjög- urra sem setið hafa á forsetastóli lýð- veldisins, Sveinn Bjömsson hlaut tvö atkvæði og Ásgeir Ásgeirsson aðeins eitt. Kristján Eldjám fékk hinsvegar sexatkvæði. „Vigdís er holdgervingur sóknar kvenna á lýðveldistímanum," sagði einn viðmælandi PRESSUNNAR og margir tóku í sama streng. „Kjör Vig- dísar varð til þess að íslensku þjóðinni fannst um sjálfa sig að hún væri ffjáls- lynd. Ég veit ekki hvort það er rétt.“ „Hún hefúr verið áberandi, en kannski fyrst og ffernst eins og skátaforingi í tijáræktarleiðangri.“ „Vigdís breytti hugmyndum íslenskra kvenna um möguleika sína og sóknarfæri.“ Enn einn ráðherra I fimmta sæti varð Gylfi Þ. Gíslason, sá maður sem einna lengst hefúr setið á ráðherrastóli hérlendis og einn helsti hugmyndaffæðingur Alþýðuflokksins um árabil. „Sem ráðherra lagði hann grunn að nýju menntakerfi og átti mik- inn þátt í að binda endahnútinn á haftatímabilið." „Gylfi á stóran þátt í þeirri virðulegu mynd sem margir er- lendir ráðamenn hafa af þjóðinni.“ „Hann er virðulegasti bóhem sem nokkru sinni mun láta að sér kveða í pólitík.“ Embættismaðurinn í sjötta sæti kemur eini embættis- maðurinn á listanum, Jóhannes Nor- dal, fýrrverandi seðlabankastjóri. „Eini íslendingurinn sem hafði alþjóðlegan status í fjármálaheim i num, og því hafði hann mikil áhrif.“ „Hann var í lykilað- stöðu sem aðalbankastjóri Seðlabank- ans, stjómarformaður Landsvirkjunar, ritstjóri Fjármálatíðinda og formaður stjómar Vísindaráðs helming þessa tímabils.“ Kjarval: Eini fuiltrúi myndlistarmanna Meistari Jóhannes S. Kjarval sting- ur upp kollinum í sjöunda sæti, og kemur líldega fáum á óvart. Hann var orðinn dáðasti listamaður landsins þegar fýrir hálffi öld og myndir eftír hann vom stöðutákn í marga áratugi. „Kjarval skapaði ímynd listamannsins sem sérvitrings sem kemst upp með allt. Kannski hefúr þessi ímynd ekki komið seinni tíma listamönnum vel.“ „Hann varð til þess að nýrík borgara- stétt eftirstríðsáranna fékk—eða þótt- ist fá—áhuga á listum og menningu.“ Steinn, Ingibjörg Sól- rún og Vilmundur I áttunda til tíunda sæti em þau Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, Steinn Steinarr og Vilmundur Gylfason. „Áhrif Ingibjargar Sólrúnar eiga áreiðanlega efúr að verða ennþá meiri nœstu fimmtíu árin, en hún er orðin tákn fýrir hvort tveggja í senn: Mögu- leika kvenna í pólitík og nauðsynlega uppstokkun flokkakerfisins." Um Stein Steinar var meðal annars sagt að hann hefði verið „síðasta skáld- ið sem nokkm sinni mun ná til allrar þjóðarinnar“. „Þótt hann hefði í reynd alls ekki verið formbyltingarmaður sjálfúr hafði hann gríðarleg áhrif á næstu kynslóðir skálda.“ „Óumdeildur snillingur.“ VilmundurvarsonurGylfaÞ. Gísla- sonar, sem er í fimmta sæti listans, og tengdasonur Bjama, sem varð í því þriðja! Hann var aðeins alþingismaður í fimm ár, 1978-83, en er greinilega langáhrifamesti stjómmálamaður seinni tíma. „Hann kom með nýja hugsun inn í íslenska pólitík—og nýja pólitíska samvisku.“ „Ef menn skoða baráttumál Vilmundar sést glöggt að þau hafa smám saman verið að komast á dagskrá á allra síðustu árum—nema kannski bætt siðferði." Enn hefur Hriflu-Jónas áhrif I sætum ellefú til tuttugu em fimm gamlir stjómmálamenn: Einar Ol- geirsson, Eysteinn Jónsson, Lúðvík Jósefsson, Hermann Jónasson og JónasfráHriflu. Einar Olgeirsson var um áratuga- skeið einn helsti leiðtogi íslenskra kommúnista og sósíalista. Með mælsku sinni og persónutöfrum átti hann mestan þátt í því að gera flokk sinn að alvöm stjómmálahreyfingu. Þá var hann, ásamt Ólafi Thors, maður- inn á bak við hina sögulegu nýsköpun- arstjóm: þegar sósíalistar og sjálfstæðis- menn tóku höndum saman. Athygli vekur að sjá nafn Hriflu-Jón- asar á lista yfir áhrifamestu menn lýð- veldisins. Valdasól hans var að hníga til viðar um það bil sem Island varð fijálst. En um Jónas lýðveldistímans var með- al annars sagt að hann hefði verið ötull baráttumaður frjálsrar verslunar og auk þess haft áhrif með kennslubókum sínum um sögu íslands og tekist að kynda undir Danahatri hjá nýjum kyn- slóðum. Eysteinn og Hermann vom mestir valdamenn Framsóknar áratugum saman, og Eysteinn átti meðal annars mikinn þátt í því að færa áherslur flokksins úr sveit í borg. Nær allir sem tiínefhdu Lúðvík nefndu ffamgöngu hans í landhelgis- málum og þátt hans í útfærslu fisk- veiðilögsögunnar. Auk þess var hann í marga áratugi einn helsti foringi ís- lenskra sósíalista. Þess má geta að Lúð- vík var alþingismaður á Þingvöllum 1944 (og skilaði þá auðu við forseta- kjör). Sigurbjöm Einarsson var lengst allra biskup yfir íslandi á lýðveldis- tímanum, og „mesti trúarleiðtogi“ aldarinnar, eins og einn viðmæl- andi komst að orði. Pálmi Jónsson höndlaði hinsvegar í öðm musteri og hann er eini framkvæmdamaðurinn sem er í hópi tuttugu áhrifamestu mann- anna. Hann innleiddi nýja verslun- arhætti á íslandi, og fleyg eru þau orð að Pálmi í Hagkaup hafi gert meira fýrir íslenskan verkalýð en allir verkalýðsforingjar landsins samanlagt. Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV, hlaut flest atkvæði íslenskra fjöl- miðlamanna. Um hann var meðal annars sagt að hann hefði „ger- breytt íslenskum fjölmiðlaheimi“. Jón Baldvin Hannibalsson getur líka unað vel við sinn hlut: Hann er eini stjórnmálaleiðtogi nútímans sem kemst í hóp tuttugu efstu. Jón Baldvin hefur verið leiðandi í ríkis- stjórnum í sjö ár, og virðist nú ætla að verða fyrstur til þess að bjóða ís- lendingum að leiða þá inn í ESB. (I ffamhaldi af nýlegum formannss- lag í Alþýðuflokknum má geta þess að Jóhanna Sigurðardóttir hlaut aðeins eitt atkvæði í þessari könn- un.) 120 nefndir Mikil dreifing atkvæða varð í þessari óformlegu könnun og þannig vom alls um 120 einstaklingar tilnefndir. Það er athyglisvert hve mikil dreiftngin var og hve fáir standa upp úr. Einn viðmæl- andi PRESSUNNAR sagði þannig að lýðveldistíminn væri ekki tímabil „fárra, sterkra manna eins og einatt í sögu Islands. Off hefúr það verið svo að við höfúm haft tvo til þijá menn sem hafa gnæft hátt yfir aðra, hvort heldur í bókmenntum eða pólitík. Þannig hef- ur það ekki verið á lýðveldistímanum; þetta hefúr ekki verið tími sterka mannsins, og það er líklega af hinu góða“. Þá er það ennffemur athyglisvert hve stjómmálamenn em ráðandi á list- anum. 1 því sambandi má minna á ný- lega bandaríska könnun á mestu áhrifamönnum aldarinnar þar í landi. Á lista yfir þúsund áhrifamestu Banda- ríkjamennina var naumast einn einasta forsetaaðfinna. Þarvomhinsvegarvís- indamenn, uppfinningamenn, skáld, félagsmálaffömuðir af ýmsu tagi og fjöldi athafnamanna. Hjá okkur er það hinsvegar svo — rétt eins og á þjóðveldistímanum—að pólitíkusar og skáld em nánast einu áhrifamennimir. Og við vitum nú hvemigþað fór. Skáld Þessfr rithöfúndar og skáld vom m.a. nefnd, auk þeirra sem lentu í efstu sætum: Davíð Stefánsson ffá Fagra- skógj, Tómas Guðmundsson, Hannes Pétursson, Svava Jakobsdóttir, Jökull Jakobsson, Fríða Á. Sigurðardóttir, Gyrðir Elíasson, Gunnar Gunnarsson, Snorri Hjartarson, Þórbergur Þórðar- son. Popparar Þessir vom m.a. nefndir: Bubbi Morthens, Megas, Þorsteinn Eggerts- son, Björk, Björgvin Halldórsson. Fjöimiðlamenn Þessir vom m.a. nefúdir: Styrmir Gunnarsson, Axel Thorsteinsson, Jón Óttar Ragnarsson, Illugi Jökulsson, Emil Bjömsson, Ámi Bergmann. Úr ýmsum áttum Alls vom um 120 manns úr öllum áttum nefndir sem mestu áhrifavaldar á lýðveldistímanum. Nokkur dæmi: Haukur Morthens söngvari, Anna Borg leikkona, Brynjólfúr Jóhannes- son leikari, Ólafur Jónsson bók- menntagagnrýnandi, Ólafúr Laufdal skemmtanamógúll, Helgj Hóseason skyrslettir, Tryggvi Ófeigsson útgerð- armaður, Þorkeíl Sigurbjömsson tón- skáld, Hilmar Helgason stofnandi SÁÁ, Hrafn Gunnlaugsson leikstjóri, Helgi Tómasson ballettdansari, Guð- rún Á. Símonar söngkona, Guðmund- ur Amlaugsson rektor, Guðrún Agn- arsdóttir læknir, Guðrún Erlendsdóttir hæstaréttardómari, Gísli á Uppsölum, séra Auður Eir, Ásgeir Sigurvinsson fótboltakappi, Eðvarð Sigurðsson verkalýðsforingi, Gerður Helgadóttir myndlistarmaður, séra Friðrik Frið- riksson, Högna Sigurðardóttir arkitekt, Kristján Jóhannsson söngvari, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir mannffæð- ingur, Ingólfúr Jónsson á Hellu fv. landbúnaðarráðherra og Sigurður Þórarinsson jarðffæðingur.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.