Pressan - 16.06.1994, Blaðsíða 11

Pressan - 16.06.1994, Blaðsíða 11
+ & 1. Halldór Kiljan Laxness rithöfundur 34 2. Olafur Thors forsætisráð- 3. Bjarni Benediktsson forsæt- herra 21 isráðherra 20 ^n fer ^f 1 * $$ ^K5PR ' ii '.mV^^'¦'.¦'^ 5ÉÉÉ H\ ' **'^ ^^aSRHH 1 ^^. * XJj^csi ^é '; 4. Vigdís Finnbogadóttir forseti 16 5. Gylfi Þ. Gíslason ráðherra 15 6. Jóhannes Nordal seðla- hanbactinri 12 7. Jóhannes Kjarval listmálari 11 1 •¦ '::. ^ Hb ^^¦¦5^^-íitóiáHRS^^^áS Æ % ¦W I]kPp í , mru 8.-10. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri 10 Steinn Steinarr skáld 10 Vilmundur Gylfason alþingis- maður 10 11. Einar Olgeirsson al- þingismaður 9 12.-14. Eysteinn Jónsson ráðherra 8 Lúðvík Jósefsson ráðherra 8 Pálmi Jónsson í Hagkaup 8 15. Sigurbjörn Einars- son biskup 7 16.-20. Hermann Jónasson forsætisráðherra 6 Jón Baldvin Hanni- balsson ráðherra 6 Jónas Jónsson frá Hriflu ráðherra 6 Jónas Kristjánsson ritstjóri 6 Kristján Eldjárn for- seti6 Næstir komu: Ragn- ar Jónsson í Smára, Davíð Oddsson for- sætisráðherra, Hans G. Andersen sendi- herra, Sigurður Nor- dal prófessor og Steingrímur Her- mannsson seðla- bankastjóri, allir með fimm atkvæði hver; Guðbergur Bergsson rithöfund- ur, Hannibal Valdi- marsson ráðherra, Kristinn E. Andrés- son bókmennta- f ræðingur og útgef- andi, Mattliías Jo- hannessen ritstjóri og Páll ísólfsson tónskáld, allir með f jögur atkvæði hver. Alitsgjafar: Anna Ólafsdóttir Björnsson alþingismaður, Auð- ur Eir Vilhjálmsdóttir prestur, Árni Björnsson þjóð- háttafræðingur, Bogi Ágústsson fréttastjóri, Gísli Sig- urðsson starfsmaður á Árnastofhun, Guðjón Frið- riksson sagnfræðingur, Hannes Hólmsteinn Gissur- arson stjórnmálafræðingur, Krisrján Þorvaldsson ritstjóri, Ólína Þorvarðardóttir, Sigríður Dúna Krist- mundsdóttir mannfræðingur, Valgerður Bjarna- dóttir viðskiptafræðingur, Davíð Scheving Thor- steinsson iðnrekandi, Einar Karl Haraldsson fram- kvæmdastjóri, Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur, Ólafur Harðarson stjórnmálafræðingur, Ingi Björn Albertsson alþingismaður, Jón Kristjánsson ritstjóri, Bjarni Guðmarsson sagnfræðingur, Matthías Bjarnason alþingismaður, Broddi Broddason frétta- maður, Margrét Indriðadóttir fv. fréttastjóri, Magn- ús Skarphéðinsson nemi, Gísli J. Ástþórsson blaða- maður, Gísli Gunnarsson sagnfræðingur, Óli Björn Kárason ritstjóri, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir al- þingismaður, Kristín HaJJdórsdóttir fv. alþingis- maður, Magnús Guðmundsson kvikmyndagerðar- maður, Helgi Hjörvar nemi, Elísabet Kristín Jökuls- dóttir rithöfundur, Sæmundur Guðvinsson blaða- maður, Ingvi Hrafh Jónsson sjónvarpsmaður, Eirík- ur Hreinn Finnbogason bókmenntafræðingur, Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari, Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntafræðingur, Jóhanna Krisrjónsdóttir blaðamaður, Ellert B. Scriram rit- stjóri, Ingibjörg Haraldsdóttir rithöfundur, Vil- hjálmur Hjálmarsson fv. ráðherra, Kristófer Svavars- son blaðamaður, Þorgrímur Þráinsson rithöfundur, Lára Halla Maack geðlæknir, Viðar Eggertsson leik- hússtjóri, Einar Kárason rithöfundur. \ Lýðveldis- síigafyrir bwiendur 1944 Allt byrjaði þetta auðvitað i roki og úr- heliisrigningu á Þingvöllum. 17. júní, klukkan tvö efíir hádegi, heyrðu nokkrir tugir þúsunda þegar hvass vindurinn sleit orðin út úr Gisla Sveinssyni, forseta Alþingis: „Samkvæmt því, sem nú hefur greint verið, lýsi ég yfir því, að stjórnar- skrá lýðveldisins Islands er gengin í gildi." Ferfalt húrrahróþ þúsundanna yfir- gnæfði veðurguðina — þallið var þyrjað. Næst var gengið til forsetakjörs. Sveinn Bjömsson ríkisstjóri sat holdvot- ur í rigningunni. Sviþur hans var óræður meðan þingforseti las af atkvæðaseðl- unum fyrir þingheim: Sveinn Björnsson, Sveinn Bjömsson, Jón Sigurðsson... (Hér varð nokkur kurr meðal þúsund- anna sem héldu að þingmenn væru að kjósa dauða frelsishetju upp á grín.) Sveinn Bjömsson hlaut ekki nema 30 atkvæði af 60. Jón Sigurðsson frá Kald- aðarnesi, skrifstofustjóri Alþingis, hlaut fimm atkvæði og fimmtán skiluðu auðu. Tíu þingmenn sósíalista tóku þannig ekki afstöðu og nokkrir sjálfstæðismenn (Ólafur Thors og fleiri) greiddu Jóni at- kvæði vegna gamalgróinnar óánægju með Svein. En hvað um það: Sveinn Bjömsson var réttkjörinn forseti lýðveld- isins íslands. Ólafur Thors myndar Nýsköpunar- stjómina frægu með sósíalistum og al- þýðuflokksmönnum. Par með komust kommar i fyrsta sinn í stjórnarráðið — en eina utanþingsstjórn Islandssögunn- ar pakkaði saman. Ríkisstjómin bretti upp ermamar og byrjaði strax að eyða stórkostlegum stríðsgróða. Þetta mun hafa verið eftiriætis ríkisstjóm Ólafs Thors og myndaði hann þó einar fimm og sat í enn fleirum. Þýskur kafbátur sökkvir Goðafossi á Faxaflóa. 23 fórust. Marlene Dietrich kemur til Islands að skemmta amerískum hermönnum. Hún gerðist líka fyrsti íslandsvipur lýðveldis- tímans og lýsti því yfir að Island og Grænland ættu að hafa nafnaskipti. 1945 Jóhannes Kjarval opnar sýningu í Listamannaskálanum og selur 33 myndir á tuttugu mínútum. Þetta voru striðsgróðatímar. Nonni deyr. Hann var einn vinsælasti rithöfundur Islandssogunnar. Nonna- bækurnar voru þýddar á rúmlega þrjátiu tungumál. Auk þess var hann jesúíti. Stríðinu lýkur í Evrópu og Danmörk losnar undan oki nasismans. Á frelsis- daginn taka nokkrir Danir sig til og dreþa rithöfundinn Guðmund Kamban á veitingastað í Kaupmannahöfn. Hann var grunaður um samvinnu við nasista. Lokaorð hetjuskáldsins voru: „Saa skyd!" 1946 ísland gengur i Sameinuðu þjóðimar. Jónas Jónsson frá Hríflu flytur tillögu á Alþingi um að lögreglunni verði útveg- aðar kvikmyndavélar til þess að taka myndir af fyllibyttum og óeirðamönnum — sem fengju siðar að sjá myndirnar „í betrunarskyni". Sjálfstætt fólk eftir Laxness kemur út í Bandarikjunum og fær fína dóma. íslendingar leika fyrsta landsleik sinn i knattsþymu; gegn Dönum á Mellavellin- um. Snemma beygðist krókurinn: Við töpuðum, 3-0. Bein Jónasar Hallgrímssonar flutt heim frá Danmörku og lenda á undar- legu ferðalagi um landið. Eru að lokum flutt með lögregluvaldi frá Norðuriandi og jarðsett í „þjóðargrafreitnum" á Þing- völlum við hlið Einars Ben. Þar eru þeir félagar enn í dag einu íbúamir. 1947 Hekla gýs í fyrsta sinn í 102 ár. Fyrsti nýsköpunartogarínn, Ingólfur Amarson, kemur til Islands. 25 manns farast með Douglas-Dakota- flugvél Flugfélags Islands á leið frá Reykjavík til Akureyrar. Nýsköpunarstjórnin fellur og „Stefan- ía" tekur við: Samstjóm krata, sjálf- stæðismanna og Framsóknar, undir for- sæti Stefáns Jóhanns Stefánssonar krataforingja. 1948 Þórunn Jóhannsdóttir, 8 ara, leikur einleik á þíanó á tónleikum í Lqndon með sjálfri Sinfóníuhljómsveit Lundúna. Baldur Möller verður skákmeistari Norðurianda. fslendingar gerast aðilar að Marshall- samningnum. Það tryggir okkur hag- stæð lán og efnahagssamvinnu. Vel að verki staðið hjá eina riki Evrópu sem stórgræddi á stríðinu. 1949 Allt fer i bál og brand á Austurvelli þeg- ar Alþingi samþykkir aðild Islands að NATO. Grjótkastið dynur á þinghúsinu þar sem flestar rúður þrotna. Lögreglu- sveitir beita kylfum og táragasi. Fyrsta islenska talmyndin frumsýnd, Milli fjalls og fjöru, eftir Loft Guðmunds- son. Rikisstjómin „Stefania" lognast út af og Ólafur Thors myndar minnihluta- stjórn Sjálfstæðisflokksins. V. "J 1- FIMMTUDAGURINN 16. JUNI 1994 PRESSAN 11

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.