Pressan - 16.06.1994, Blaðsíða 12

Pressan - 16.06.1994, Blaðsíða 12
lýðveldisárinu voru fair skólar jafháberandi og Austurbæjarskólinn í ReykjavíL Á stríðsárun- um settist herinn að í hluta skólans og má segja að hann hafi verið ■k nokkurs konar þjón- ustumiðstöð hersins á sínum tíma. Austurbæjarskóli var líka stærsti skóli á land- inu og árið 1943 voru þar um 1.760 börn. Af YwMBkIBBí. þeim sökum og þrísetja sem voru alis þrjátíu. Auk almennra kennslustofa voru margar sérstofur og ýmsar nýjungar sem ekki fýrirfundust í öðrum skólum, svo sem sundlaug, kvikmyndasýninga- og söngsalir, matreiðslustofa og eldhús, siiuoástöíá ög sáiiikomusaiur tyrir skemmtanir. Skólastjóri á þessum árum var Sig- urður Thorladus. Hann var fullur af hugmyndum um uppeldismál og hafði að margra mati menntun á því sviði ffam yfir aðra samtíðarmenn sína. Bergþóra Sigurðardóttir, Ólafiir Steinar Valdimarsson, Sigurður Líndal og Örnólfur Thorlacius eiga það sameiginlegt að hafa lokið fullnaðarprófi frá Austurbæjar- skóla lýðveldisárið 1944. Þau segja hér frá veru sinni í skólanum. Fimmtíu ár í lífi þjóðar ekki langur tími iiergþóraSigurðardóttirlyílæknin „V'ið byrjuðum saman í sjö ára bekk 12 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 16. JÚNÍ1994 og vorum öll hjá sama kennaranum, Valgerði Guðmundsdóttur, þar til við lukum fullnaðarprófi tólf ára gömul. Kvenfólk var þama í miklum meiri- hluta og ætli það sé ekki þess vegna sem ég hef aldrei fundið fýrir þörfinni að taka þátt í kvennabaráttu. Við nutum framúrskarandi kennslu hjá Valgerði og þrátt fýrir að vera allt upp 13ö nemendur i aeiid néiu eg áu’ engum hafi fúndist hann útundan hjá henni. Þegar við höfðum tekið fúllnað- arpróf komst á nýskipan og ég held að við séum fýrst um það að hafa farið í framhaldsdeild í bamaskóla. Þá var þeim bömum, sem ekki höfðu sérstakt fjármagn á bak við sig, gefinn kostur á að þreyta inntökupróf í menntaskóla án þess að fara í einhverja sérkennslu." Skólalífið var mjög fjiimgt að mati Bergþóm og segir hún að skólinn hafi verið tilhlökkunarefúi hjá bömunum. „Kynslóðabil þekktist ekki á þessum tíma og ég held að orðið námsleiði hafi komið mun seinna inn í málið, enda held ég að það hefði þá flokkast undir leti. Námið var mikill leikur og við sungum öðm hvom í tímum. Ég minnist þess mjög vel að þegar við tók- um reikningspróf þá máttum við reikna á meðan við höfðum þrek og vilja til, það var ekki verið að stoppa okkuraf.“ Bergþóra minnist lýðveldisdagsins árið 1944 sem eins ánægjulegasta dags í lífi sínu, en henni finnst áfanginn í ár kannski ekki eins mikill og úr honum er gert. „Mér finnst satt að segja fimm- UU ctl 1 1111 pjLHJdl t-ivxvi luiigui uiin, pu svo að hann sé það í mannsævinni. Það gegnir öðm með þúsund ára hátíð eins og Alþingishátíðina og afmæli f slands- byggðar." Seldi ekki Daily Post Ólafur Steinar Valdimarsson, fýrr- verandi ráðuneytisstjóri: „Maður var óskaplega mikill þjóð- emissinni og mikill Danahatari. Þetta hatur, sem var eigjnlega innprentað í mann, hvarf hjá mér fýrir mörgum ár- um. Það em fáar þjóðir sem ég held jafúmikið upp á í dag og Danir.“ Ólafur segir mikla þjóðemiskennd hafa búið í hveijum og einum og ef ein- hver hefði ýjað að því að ganga í EES á þeim tíma hefði sá hinn sami verið tal- inn vandræðaseggur. Hann segir tím- ana mjög breytta, enda fólk orðið miklu alþjóðlegra nú. „Bretar bjuggu á miðhæðinni í hús- inu okkar og þar vom menn konungs og þjónar þeirra. Þrátt fýrir það hélt ég mig alltaf fjarri hemum. Ég var ekki eins og svo margir strákar sem lærðu ensku af hermönnunum, seldu Daily Post og vom að þvælast í herbúðunum. fig vildi helst ekkert umgangast þá, því þjóðemiskennd mín var svo sterk og mér fannst þeir vera að taka hluti frá okkur." Ólafúr Steinar segir að í pólítíkinni hafi hann fýlgt skoðunum afa síns, eins og svo margir á þeim tíma, en nú finnst honum þetta vera að breytast „Það er fýrst núna sem ungt fólk er farið að hafa sjálfstæðar skoðanir í pólítík, en áður fýrr erfðist pólitíkin á milli kynslóða. Almennt finnst mér æskulýðurinn og <•/« /i i • i. r i rniKlO i -<•-——- rwiiviu i uuiuuiu íicuct uicyiji ui uauiauar og ég finn fýrir miklu stolti að hafa lifað lýðveldistímann.“ Grýttur á Austurvelli Sigurður Líndal lagaprófessor. „Ég hef alltaf verið mjög hlynntur þeim kennsluaðferðum sem notaðar vom í framhaldsdeildinni í Austurbæj- arskólanum. Þar var kennt samkvæmt gömlu aðferðinni, þ.e.a.s. við vomm látin læra allt rækilega utan að og þann- ig held ég að kennslan hafi skilað árangri. I ffamhaldsdeildinni var mjög góð kennsla og hún undirbjó okkur fýrir menntaskólann." Það leynir sér ekki að Sigurður hefúr verið mjög pólitískur á sínum yngri ár- um og fýlgja skrautlegar lýsingar í kjöl- farið. „Maður var náttúrulega á móti Dönum, á móti konungj og ég held ég hafi einhvem tímann tekið þátt í mót- mælaaðgerðum gegn konungdómn- um. Ég var mikill háskólapólitíkus og mikill lýðræðissinni. Almennt vom menn mjög pólitískir og ég held sér- staklega mín kynslóð, enda vom átökin á þessum tíma svo mikil. Éa minnist þess að hafá venð grýttur niður á Aust- urvelli þegar samningurinn um Atl- antshafsbandalagjð var undirritaður, maður tók þátt í átökunum.“ Hann segjr krakka í dag mjög eirðar- lausa, það sé svo mikið að gerast í þjóð- félaginu að bömum gefist lítið næðL „Það virðist allt vera á fleygiferð í þjóð- félaginu og allir vilja vera alls staðar. Pólkið hefúr breyst mjög mikið og stundum finnst mér fólk orðið of kröfúhart og tilætlunarsamt, enda kalla ég ungu kynslóðina off „kröfugerðar- kórinn". Stéttar- og hagsmunasamtök hafa svolítið eyðilagt fólkið að þessu leyti, en hvemig á kynslóð annars að vera sem heyrir oftast orðin kröfúgerð og réttindi? Á maður endilega að hafa rétt á öllu? Ég held að þetta sé megin- munurinn á hugsun kynslóðanna.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.