Pressan - 16.06.1994, Blaðsíða 17

Pressan - 16.06.1994, Blaðsíða 17
hominu sínu, einmana nema þeir hafi hætt með nýlenduvörurnar og farið að höndla með sælgæti og myndbönd. Kákasusgerillinn - ab-mjólkin Upp úr 1970 rak fágætan geril á §örur landsmanna alla leið austan úr Kákasus. Hann var þeim galdri gæddur að búa til jógúrt úr mjólk. Þetta var á þeim tíma sem enn eimdi eftir af arfleifð húsmæðra- skólanna. Ekkert heimili gat án þessa undragerils verið, enda átti jógúrtin að vera meinholl og bæta meltinguna. Þegar Mjólkursamsal- an tók við sér og fór að framleiða jógúrt dó gerillinn. Alls kyns þróuð afbrigði mjólkur hafa síðan komið á markaðinn, engjaþykkni, þykk- mjólk og nú síðast ab-mjólk sem á að líkjast kákasusjógúrtinni að galdri. Keflavíkursjónvarpið - Stöð 2 Nokkrum árum áður en Ríkisút- varpið hóf sjónvarpsútsendingar 1966 höfðu allmargir íslendingar komið sér upp sjónvarpstæki til að ná Keflavíkursjónvarpinu eða kananum. Þá lærði þjóðin ensku og henti dönskunni. Miklar deilur voru alla tíð um þessar sjónvarps- útsendingar bandaríska hersins yfir íslenskan lýð og svo fór að lokað var fýrir sendingarnar. Þá var ís- lenskt sjónvarp komið á legg. Síðan kom liturinn, myndbandstækið, gervihnattasjónvarpið og loks Stöð 2 og þótti þá ýmsum hringnum lokað. Kjöt í karrí - Lamba Tikka Masala Fyrstu Austurlandabúunum sem fluttust hingað til lands brá heldur betur í brún þegar þeir ætluðu að kaupa inn í matinn. íslendingar notuðu ekki krydd, þó með þeirri undantekningu að grænt karrí var talið til nauðsynja. Kjöt í karrí var vinsæll réttur en sést nú varla ann- ars staðar en í einstaka mötuneyti. Nú hafa innflytjendurnir frá Asíu kennt okkur að það er til fleira krydd en salt, pipar og grænt karrí. Lamba Tikka Masala er því í óða önn að ryðja kjöti í karríi út af matardiskum landsmanna. Kodac Instamat- ic - Myndbands- tökuvélin Myndaalbúmið er gersemi hverr- ar fjölskyldu og það fyrsta sem bjargað er úr brenn- andi húsum. Augnablikin voru fest á filmu á hljóðlátan hátt með Kod- ak Instamatic og gripið til X- kubbsins innandyra. Nú eiga hins vegar allir myndbandstökuvélar og dragnast með þær við öll tækifæri. Ólíkt því sem áður var er ekki hægt að fanga augnablikið því vélin og myndatökumaðurinn stela sen- unni og allt snýst í kringum það að varðveita augnablikið — sem er ekki til staðar. Lampaútvarpið - vasadiskóið í stríðinu safnaðist fjölskyldan saman við lampatækin og hlustaði í andakt á fregnir úr stríðinu. Þetta var sameiginleg upplifun sem fólk deildi með sér. En nú lifir hver í sínum heimi og hlustar á sitt vasa- útvarp með heyrnartól á höfðinu. Þetta fyrirbrigði er meira að segja algengt á vellinum þar sem áhorf- endur hlusta á lýsingu á leiknum í stað þess að velta fýrir sér gangi máli með samræðum við sessu- nauta sína. Laugavegurinn - Kringlan Laugavegurinn og miðbærinn var kjarni verslunar í Reykjavík. Síðan skutu upp kollinum litlar verslun- armiðjur um allan bæ, þó án þess að veldi Laugavegar- ins minnkaði. Það var svo Kringlan sem drap Lauga- veginn í björtu. Nú öðlast hann aðeins líf í skugga nætur í kringum krárnar. Lífstykkin - Hýjalínið Lífstykkjabúðin er með eldri versl- unum í Reykjavík. Konur gengu í magabeltum og strekktu á auka- kílóunum. Hippastelpur neituðu að taka þátt í slíkri sjálfspyntingu og völsuðu um brjóstahaldaralaus- ar. Nú er hins vegar blómleg versl- un með alls kyns hýjalín sem er fýrst og ffemst ætlað að vekja upp lostafullar langanir. Mysan-Trópíið Mysa var sá svaladrykkur sem slökkti þorsta landsmanna í gegn- um aldirnar. Hún hélt velli í sam- keppninni við ropvatnið en þegar ávaxtasafi fór að berast til landsins lét mysan undan síga. Tropicana í glerflöskum var fýrsti hreini ap- pelsínusafinn sem náði útbreiðslu, enda pressaður úr fýrsta flokks ap- pelsínum. íslensku eftirlíkingarnar í dag standa þeim drykk langt að baki. Náttúran - Sumarbústaðimir íslendingar voru sveitamenn, hvort sem þeir bjuggu í strjálbýli eða þéttbýli. Þeir leituðu því reglulega á vit náttúrunnar á sumrin til að finna kunnuglega anganina, heyra fuglasönginn og sjá dýrðina. Þétt- stóðið sem er búið að gijótberja litlu lömbin í vegkantinum síðustu áratugi. Það virðist ekki vera algal- in útgerð og fjármagnið sem á allt- af að hafa streymt suður skilar sér aftur. Saxbautinn - McDonalds fslenskir hamborgarar voru lengi seldir niðursoðnir í dósum og kall- aðir saxbautar. En það eru ekki nema áhugamenn um íslenska matarmenningu sem gera stikk- prufur á saxbautanum í dag. Hinir fara á McDonalds eins og miUjónir annarra gera um allan heim á hverjum degi. Skömmtunarseðlamir- Greiðslu- kortin í stríðinu, og eins þegar stríðsgróð- inn var búinn nokkrum ámm eftir að því lauk, bjuggu íslendingar við skömmtun. Fólk beið í biðröðum eftir því að fá mánaðarskammtinn sinn af brennivíni, ávöxtum og sykri. Lengi vel var greitt út í hönd eða tekið út í reikning, síðan tóku ávísanirnar við og tilheyrandi mis- ferli. Greiðslukortið kom til sög- unnar á fýrrihluta síðasta áratugar og þjóðin eyddi laununum sínum nokkra mánuði fram í tímann. En nú er öld raffænu viðskiptanna runnin upp með innra eftirliti þannig að enginn kemst upp með annað en að eiga fýrir því sem hann hyggst kaupa. Það er því ekki hægt lengur að kaupa sér stundar- ffið fyrir krepputalinu og tóma- hljóðinu í buddunni. Smaladrengurinn - Lyklabamið Einhverjir af þeim sem tóku þátt í samkeppninni um nýjan þjóðbún- ing fýrir karla reyndu að vekja smaladrenginn til lífsins. En hvaða sauða á sá drengur að gæta? Smala- drengurinn hefur raunar varla ver- ið til á lýðveldistímanum nema sem sumarævintýri borgarbarns- ins. Lyklabarnið gekk svo endan- lega af honum dauðum þegar kon- ur þustu út á vinnumarkaðinn á áttunda og níunda áratugnum. Nú er það hins vegar að hverfa inn í öryggi skóladagheimilinna og heilsdagsskólans. Sveitasíminn - Farsíminn Fyrst lögðust fslendingar gegn tals- ímanum. Síðan lágu þeir á hleri í áratugi í sveitasímanum. Og nú liggja þeir í farsímanum allan dag- inn. Tepruskapurinn - Hjálpartæki ástarlífsins Með „ástandinu" komst kynlífs- býlisbúar hafa sennilega aldrei ver- ið ákafari í að komast út í sveit en í dag til að hvíla sig á amstri hvers- dagsins. En þeir eru ekki lengur sveitamenn. Þeir húka inni í sum- arbústað og heyra því ekki fugla- sönginn, þeir finna ekki anganina fýrir grillfftyknum og þeir sjá ekki sveitina fýrir öllum öspunum sem þeir eru búnir að gróðursetja. Neftóbakið - Nik- ótínplástramir Að taka í nefið og gefa öðrum með sér nokk- ur korn var í senn fé- lagsleg athöfn og lík- amleg nautn. Nú er þessi siður nánast horfinn og neftóbakið illa séð og talið baneitrað. Það er svolítið skrítið í ljósi þess að neftóbakskarl- arnir urðu karla elstir. Nú vill eng- inn sjá nikótín nema þá helst í plástrum sem eiga að venja menn af fikninni. Penninn - Tölvan Ein var sú íþrótt sem þótti öðrum æðri og það var að skiptast á bréf- um við vini og ættingja. Lögðu menn jafnan nokkuð upp úr rit- höndinni og þeir nutu virðingar sem voru vel ritfærir. Síðan kom ritvélin og þá var eins og fólk fengi ekki lengur andann yfir sig og átti erfiðara með að skrifa sendibréf. Með tölvunni og faxtækinu hefur þessi siður nánast lagst af. Það er helst að menn sendi hver öðrum tölvupóst í skeytastíl. Rónamir-SÁÁ Eitt af því sem gert hefftr miðbæ- inn sviplausan er hvarf rónanna. Einu sinni voru þeir í Hafnarstræti, síðan undir Ingólfi á Amarhóli. Þeir síðustu halda helst til við Tjörnina í námunda við ráðhúsið. Nú er hálf þjóðin búin að fara í meðferð og efniviðurinn í staðfasta róna, sem héldu því ffam og trúðu því sjálfir að lífsmáti þeirra væri hámark frelsisins, varla fýrir hendi lengur. Sauðkindin - Ferðamaðurinn Sauðkindin nýtur ekki lengur virð- ingar á Islandi. Fólk er meira að segja frekar farið að éta svín og fið- urfé. Þegar ríkið setti kvóta á bændur og fór að skammta þeim sultarlaun, eftir vonlaus loðdýra- og fiskeldisævintýri, var þrauta- lendingin sú að gera hreinlega út á Reykjavíkurpakkið, ferðamanna- umræða fýrst upp á yfirborðið á Is- landi. En hún einkenndist af for- dæmingu, hræsni og tepruskap. Eftir stríð var eins og allir skömm- uðust sín vegna ástarstandsins í stríðinu og kynlíf varð tabú á ný. Hipparnir breyttu þessu með til- raunastarfsemi sinni og endalaus- um árásum á helg vé. Frjálslyndið hélst en svo kom alnæmi til sög- unnar og fjöllyndi varð ófínt. Til að halda uppi dampinum í kynlífinu og halda því veí krydduðu innan sambandsins var þá farið að flytja inn allra handa hjálpartæki, frá titrurum til uppblásinna dúkka. Spur, Sinalco, Mirinda og Póló - Diethittogþetta Þrátt fýrir að ffamboð og fjöl- breytni neysluvarnings hafi aukist gífurlega á lýðveldistímanum á það ekki við um gosdrykkina. Og það sem verra er — þeir eru orðnir ka- rakterlausir og heita allir diet-þetta og diet-hitt. Hver saknar ekki Sítróns, Spurs, Sinalcos, Mirinda og Pólós sem þeir sviptu okkur síðast? Sunnudagsmaturinn - Skyndifæðið Eftir að íslendingar komust í sæmilegar álnir gerðu þeir vel við sig í mat í há- deginu á sunnudög- um. Nú er lamba- lærið, með brúnu sósunni, grænu baununum og sykurbrúnuðu kart- öflunum, horfið og eldhúsið stend- ur autt á þessum tíma. Pítsurnar, hamborgararnir og austurlenski maturinn er kominn í staðinn - - en á kvöldin. Sveitadvölin - Sumarnámskeiðin Fram á áttunda áratuginn voru flest borgarbörn send í sveit. Það þótti manna þau og kenna þeim um hvað lífið snýst. Nú þola borg- arbörnin ekki fjósafýluna og fara ffekar á sumamámskeið hjá íþrótta- og tómstundaráði. Um leið hefur gjáin milli dreifbýlis og þéttbýlis breikkað og þjóðirnar tvær í landinu eru nánast hættar að skilja hvor aðra. Þarfasti þjónninn - Fjórhjólið Hesturinn er ekki lengur nauðsyn- legur íslendingum, hvorki til að komast í kaupstað né til að smala. Bændur hafa stigið á bak fjórhjól- inu til að snudda í kringum þær fáu skjátur sem eftir eru. Eins og megnið af búaliðinu er hesturinn fluttur í bæinn. Styrmir Guðlaugsson (Lýðveldis- j saga fyrir byrjendur 1956 Hermann Jónasson myndar vinstri- stjóm með krötum og kommum. Vilhjálmur Einarsson kemst á verð- launapall á Ólympiuleikum fyrstur ís- lendinga þegar hann stekkur 16,25 metra I þrístökki I Melboume. Þar að auki átti Vilhjálmur ólympíumet I klukkutíma. Alþingi ályktar að bandariski herinn fari úr landi. Hann fór hvergi. 1957 Ferró, ungur íslenskur listmálari, sýnir 150 myndir I Listamannaskálanum. Stöðumælar teknir í notkun í Reykja- vik. Árbæjarsafn opnað. íþróttaleikvangurinn í Laugardal tekinn I notkun með landsleik islands og Noregs I fótbolta. Við töpuðum, 3-0. 1958 Fiskveiðilögsagan færð út í 12 mílur. Bretar senda herskip á miðin til að vernda sína menn en öll önnur ríki við- urkenna ákvörðun íslendinga. Þorska- strið sameinar þjóðina. Mótmæli við breska sendiráðið enda með rúðu- brotum. Steinn Steinarr skáld deyr, fimmtug- ur að aldri. Friðrik Ólafsson, 24 ára, útnefndur fyrsti stórmeistari íslands í skák. Vinstri stjóm Hermanns Jónassonar fer frá völdum. Alþýðuflokkur myndar minnihlutastjórn sem sjálfstæðismenn verja vantrausti. Grunnur lagður að Viðreisninni. 1959 Uppstokkun á kosningakerfinu. Landinu skipt í átta kjördæmi. Ólafur Thors myndar fimmtu ríkis- stjóm sína þegar Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur fara í eina sæng. Þar með hefst lengsta samfellda ríkis- stjómarsamstarf lýðveldistímans. Við- reisnin entist í tólf ár. Sigurbjöm Einarsson kjörinn biskup yfir íslandi. Togarinn Júlí ferst með þrjátíu manns við Nýfundnaland. 1960 Lögregluþjónn í Reykjavík settur í varðhald eftir að hafa hótað lögreglu- stjóranum lífláti í nafnlausu bréfi. Selma Jónsdóttir listfræðingur verð- ur fyrsta konan til að verja doktorsrit- gerð við Háskóla íslands. Skipverjar á vélbátnum Hagbarði setja í almennilegan stórlax suður af Grímsey. Hann mælist 88 pund og litl- ir 173 sentimetrar. 1961 Þorskastriðinu lýkur með sigri íslend- inga. Þórunn Jóhannsdóttir píanósnilling- ur giftist öðmrn píanósnillingi, Rússan- um Vladimir Askenazi. Leitin langa hefst. Á Skeiðarársandi byrja bjartsýnir menn að leita að hol- lensku Indíafari sem fórst árið 1667: þar mun gull og ýmsa dýrgripi að finna. Borgardómari dæmir ríkissjóð til að greiða skáldinu góðkunna, Vilhjálmi frá Skáholti, 60.000 krónur vegna vist- unar á Kleppi í tíu mánuði. Yuri Gagarín, geimfari, hetja og fyrir- mynd æskunnar, hefur viðdvöl á Is- landi. Ragnar Jónsson í Smára gefur Al- þýðusambandi (slands 120 listaverk, flest eftir öndvegis listamenn, og þar með er grunnur lagður að Listasafni ASÍ. 1962 Skipverjar á Goðafossi handteknir i New York fyrir að reyna að smygla írskum happdrættismiðum til Banda- ríkjanna. Ándvirði miðanna er sex og hálf milljón dollara. Hótel Saga tekin í notkun. Morgunblaðið birtir leyniskýrslur SfA, Sósíalistafélags (slendinga, austan- tjalds. Tékka nokkrum vísað úr landi fyrir njósnatilburðj. Hann reyndi meðal annars að fá íslending í lið með sér til að afla upplýsinga um herinn í Kefla- vik. 79 af stöðinni frumsýnd. Gerð eftir sögu Indriða G. Þorsteinssonar. Bandariskur þingmaður kvartar yfir þeirri mynd sem dregin er upp af varnariiðsmönnum í kvikmyndinni. FIMMTUDAGURINN 16. JÚNÍ1994 PRESSAN 17

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.