Pressan - 16.06.1994, Blaðsíða 18

Pressan - 16.06.1994, Blaðsíða 18
Geðheilsa lýðveldisins slensku þjóðarsálinni hefiir verið lýst sem inn- hverfri, feiminni, mont- inni, drykkjusjúkri, gráðugri og með sjúk- lega minnimáttar- kennd. Þó að þessi sjúk- dómsgreining sé gerð í gegnum gleraugu út- lendinga, sem við segj- um á móti að séu mistr- uð af fordómum og þröngsýni, verður okk- ur á að skála fyrir þessari greiningu og tárast af gleði þegar við kom- umst í þennan gallaða hóp landans í útlönd- um,—enginn skilur Islending eins vel og annar Islendingur. Þegar flælgur verða yfirgengilegar í einni persónu kemur það í hlut geð- lækna og sálfræðinga að greiða úr vandamálunum sem sigla í kjölfkrið og eigi þessi sjúkdómsgreining heildar- innar við einhver rök að styðjast hlýtur það hlutverk að verða æði vandasamt á stundum. PRESSAWathugaði upphaf geðlækninga á íslandi og þá lækna sem komu þar mest við sögu. Geðsjúkt fólk var framan af „óhreinu bömin“ í þjóðfélaginu og áhugi lítill á að rétta þeim hjálparhönd. Aðbúnaður þeirra var þjóðinni til skammar og þegar lýsingu ungs hér- aðslæknis, Þorgríms Johnsen, á með- ferð á geðveiku fólki bar fyrir augu heil- brigðisráðsins í Kaupmannahöfn árið 1871 blöskraðiþeimsvoaðþeirtöldu brýna nauðsyn á að grípa strax til að- 'gerða og fluttu málið fyrir dómsmála- stjóminni, sem aftur leitaði til lands- höfðingja um tillögur' til úrbóta. I skýrslu læknisins sagði meðal annars: „Ég leyfi mér að getaþess að engir sjúk- lingar hér á landi em svo illa settir sem hinir geðsjúku, þar $em ekki er að finna eitt einasta geðveikrahæli hér á landi, og ég þekki mörg dæmi þess vegna þessara aðstæðna, og til þess að gera þannig sjúklinga hættulausa, hafa menn neyðst til að grípa til þeirra villi- mannlegu aðgerða að loka sjúklinga inni í þröngum kössum með litlu opi fyrir framan andlitið. Þessir kassar em síðan settir inn í eitthvert útihús til þess að sjúldingar trufli ekki ró annarra.“ Landshöfðingi brást við þessari málaleitan með því að bera sig upp við Sjúkrahúsfélag Reykjavíkur og land- lækni og hugðist með því slá tvær flug- ur í einu höggi; tryggja framtíð Sjúkra- húss Reykjavíkur og leysa vandrasði geðsjúkra sérstaklega. Dómsmála- stjómin brást þannig við að hún vildi að kastað yrði tölu á geðveika í landinu, en hvað sem olli var málið þar með úr sögunnl Áratug síðar, þegar Schiebeck landlæknirtókmálið upp afhirog vildi þá hlutdeild almenna spítalans meiri hvað sem um hlut geðsjúkra var að segja, fékk málið ekki hljómgmnn. Með heildarendurskoðun úreltrar fa- tækralöggjafar upp úr síðustu alda- mótum kom í ljós að geðsjúklingar vom umkomulausastir allra fatæklinga i landinu og þyngsti baggi á sveitarfé- lögum þegar kom að fátækraftam- Gunnlaugur Þórðarson Jóhannes Bergsveinssn ferslu. Telja verður, í ljósi fyrmeftidrar reynslu, að hið síðamefrida hafi vegið þungt þegar Alþingi samþykkti jafn- hliða nýjum fátækralögum byggingu geðveikrahælis á leigujörðinni Kleppi við Viðeyjarsund, 36 árum eftir að skýrsla Þorgríms Johnsen kom fyrir heilbrigðisráðið í Kaupmannahöfh. Læknabrennivín og bindindi En það var annað heilbrigðismál sem hafði verið meiri blóðtaka fyrir þjóðina og baggi á fátæku fólki en al- varlegir geðsjúkdómar og það vom áfengjsmálin, en ofdrykkja og óspektir vom þjóðarskömm á átjándu og ní- tjándu öld, þó að síst væri á fátæktina og eymdina bætandi, og drykkjan lam- aði sjáifsbjargarviðleitni og sjálfstæðis- baráttu þjóðarinnar. Fyrsti vísirinn að skipulagðri bindindisstarfsemi var til- koma Fjölnismanna, en það var ekki vanþörf á slíkri starfsemi meðal Islend- inga í Kaupmannahöfii, þar sem von- aijurtir þjóðarinnar drekktu sér í áfengum drykkjum á dönskum knæp- um og komust heim við illan leik eða enduðu í danskri moldu langt um ald- ur fram. En það var þó ekki fyrr en með góðtemplarareglunni, sem barst til Is- lands árið 1854, að Stórstúka fslands var stofriuð, en hún beitti sér fyrir áfengisbanni og átti eftir að hafa mikil áhrif á íslenskt þjóðlíf. Skýrslur um áfengisneyslu landsmanna á árunum 1880-1910 sýna að hún minnkaði mikið frá því sem áður var og hafði þá bæði barátta templara sitt að segja svo og bætt efnahagsástand. Um áramótin 1915 gekk hér í gildi algert bann við sölu áfengis og var því fyigt úr hlaði með almennu fylliríi á götum útl Næstu árin drukku útsjónarsamir drykkjumenn Hoffrnannsdropa, hár- vatn, lampaspritt og brennsluspíritus, svo eitthvað sé nefnt Læknar höfðu auk þess heimild til undanþágú og var flutt inn vín til læknisnota og lækna- brennivínið svokallaða yljaði fleirum—mér vistmaður þar sem ég var við leik á ensjúklingum. Arið 1922varveittund- túninuogsettihendumarumhálsinná „Gestgjafi okkar er fiirinn að eldast og er mjög aðlaðandi. Sama má segja um alla fjölskyldu hans. Hár hans er farið að grána, hann er með gullspangaigler- augu og leiftrandi augu, slæmur í feti, á svörtum flauelsjakka í stól sínum.“ ,JEins og ég minnist pabba þá var hann með mikið grátt hár og leiftrandi augu, framkoman var valdsmannsleg og axlimar á honum misháar og það gaf honum sérstakt yfirbragð,“ sagði Gunnlaugur Þórðarson lögmaður, sonur Þórðar. Agnar Þórðarson, ann- ar sonur hans, segir í ritgerð um föður sinn sem birtist í ritinu „Faðir minn læknirinn": „Seinna varð hár fbður míns alhvítt og stóð þá í allar áttir. Þá líktist hann helst spámanni úr Gamla testamentinu eða særingameistara. Það brann eldur úr augum honum.“ Bættu sér upp barn- leysið „Það var sérstakt að alast upp á hæl- inu fyrir margar sakir,“ segir Gunn- laugur. „Við lifðum þama í samneyti við sjúklingana, þeir fóm með okkur í bátsferðir út á sundið og á kvöldin drógu þeir okkur á teppum eftir gang- inum á hælinu. Við vorum alin upp við að umgangast sjúklingana eins og vini eða fjölskyldu og sýna þeim aldrei ótta eða vandlætingu og við gerðum það. Ég var sá eini sem hafði einhvem beyg af geðveiku fólki og hann skýri ég með því að þegar ég var lítill og svaf í vagni fyrir utan húsið heima tók geðsjúk kona migupp úrvagninumogsveiflaði mér á öðrum fetinum í kringum sig. Áður en þetta ævintýri endaði illa bjaigaði vinnukonan mér, en eitthvað hefur síast inn í undirmeðvitundina og síðar orsakað þennan ótta. Hann varð mér líka einu sinni næsta dýrkeyptur. Þegar ég var átta eða níu ára réðst að anþága frá bannlögunum til innflutn- ings á léttu víni og upp úr því eykst inn- flutningur á áfengi jafrit og þétt, allt til dagsinsídag. Leiftrandi augu og spá- mannsleg framkoma Fyrsti sjúklingurinn kom á Klepp 27. maf 1907. Yfirlæknir sjúkrahússins var Þórður Sveinsson, sem hafði áður gegnt læknisstörfum í Keflavíkurhér- aði en dvaldist árið 1905-6 við nám á geðveikrahælum í Múnchen og Árós- um. Þórður kvæntist danskri konu og átti með henni sjö böm, og bjuggu þau öll á Kleppi alla læknistíð Þórðar í húsi sem nú er nefrit prófessorsbústaðurinn og stendur á Árbæjarsafni en stóð áður í landi Klepps, norðaustan við aðal- bygginguna. Irska skáldinu M.C Maice fannst Þórður minna sig á skáldið Yeats, en Maice naut gistivináttu Þórðar á ferð sinni um Island 1936 og minntist ferðafélagi hans, W.H. Auden, Þórðar í ferðabók sinni, „Letters fforn Iceland“: mér og sagðist ætla að kyrkja mig. Ég stirðnaði upp afhræðslu en var bjargað afhjúkrunarkonu áður en illa fór. Þetta varð allt saman til þess að ég hafði mjög illan bifur á þeini áráttu kvennanna á hælinu að vera sífellt að stéla Sverri, litla bróður mínum, úr rúminu og hafa hann uppí hjá sér. En þær gerðu þetta í bestu meiningu, söknuðu margar bamanna sinna að heiman og vildu bæta sér það upp eftir bestu getu.“ Þórður og sand- pokarnir Það gengu margar þjóðsögur um Þórð á Kleppi meðan hann var og héL Ein sú ffægasta er eflaust sú sem sagði að meðferðin væri fólgin í því að láta sjúklingana moka sandi í poka úr hrúgu á gólfinu og bera upp á háaloft Sturta þar úr pokanum niður um trekt sem sat í gati í gólfinu þannig að sand- urinn hafiiaði jafnan í sömu hrúgunnL Einn sjúklingurinn á síðan að hafa komið að máli við Þórð og lýst efa- semdum sínum um tilgang vinnunnar og verið útskrifaður með það sama. Þrátt fyrir að þessi saga sé eflaust ein- ungis hagnýt alþýðuskýring á eðli geð- veiki og andlegu heilbrigði hins glögga og sívinnandi alþýðumanns beitti Þórður um margt óvenjulegum og umdeildum aðferðum við lækningar sínar. Hann hafði kynnst heitum og köldum böðum sem lið í meðferð á námsári sínu í Þýskalandi og notaði þau mikið. Hann skrifaði einnig í blöð og hélt fyrirlestra um vatnslækningar, en hann taldi sumar tegundir geðveiki helst stafa af truflunum á starfsemi svitakirtlanna og þá mætti einkum örva með heitu vatni í reglulegum skömmtum ef einskis annars væri neytt á meðan. Þannig hafði Þórður tröllatrú á löngum sveltikúrum við geðveiki en minni tiltrú á lyfjameðferð. „Öll deyfandi meðul eru eitur geðveik- um sjúklingum,“ sagði Þórður meðal annars á fundi hjá Læknafélagi Reykja- víkur í desember 1922, en fyrirlestur- inn fjallaði um áhrif föstu á undirmeð- vitundina. Þórður hafði áður beitt föstu sem lækningaaðferð er hann var yfirlæknir við Miðbæjarskólann, en skólinn var gerður að spítala meðan spænska veik- in gekk yfir. „Nútímalegri rannsóknir í faraldsffæði hafe einnigbenttilað svelti sé oft árangursrík aðferð til að halda niðri drepsóttum á vanþróuðum svæðum, þar sem öðru verður ekki komið við, svo þetta hefúr verið vís- indalegt hjá honum,“ sagði Gunnlaug- urÞórðarson. . Flúðu fremur til fjalla Að sögn Gunnlaugs Þórðarsonar reyndi Þórður fyrir sér með föstu fyrir áfengisjúklinga „og það er ótrúlegt að meðan á þessum kúrum stóð reyndu þeir sjaldnast að flýja eða koma sér burt Ég man eftir einum sem bað mig að fera sérbrauð með hangikjöti eftir maigra dagaföstu og gerði égþað, þrátt fyrir bann föður míns. Á eftir logaði ég allur af samviskubitL En sjálfsagt hefur þetta haldið þessum mönnum eitthvað ffá drykkju effir útskriff, eða að minnsta kosti af götum borgarinnar. Þeir hafa þá frekar flúið til fjalla með flöskuna en farið sjálfviljugir í svelti“. Það er annað mál að á þessum tíma hafði sálgreiningarstefrián rutt sér braut í öllum hinum vestræna heimi við takmarkaða hrifriingu Þórðar og athýgli manna beindist nú helst að áhrifiim sálrænna áfalla og bældra hvata á undirmeðvitundina í anda Freuds og Jungs og ýmissa annarra minni spámanna, svo að aðferðimar hér hafa verið fomeskjulegar og að- stæður ffumstæðar. Önnur og alvarlegri sérviska var andatrú Þórðar og sívaxandi trú hans á því að margir geðveikir menn væm í raun andsetnir. Þetta varð mörgum kollegum hans sár þymir í augum, þar sem geðveiki- og sállækningar á Vest- urlöndum vom orðnar vísindagrein sem vildi láta taka sig alvarlega. Geðlæknirinn lét hins vegar gagn- rýnisraddir sig litlu skipta og hélt áffam að grúska í leyndardómum annars heims, fór meðal annars sálförum á miðilsfúnd vestur í Bandaríkjunum og fékk slíka heimsókn sjálfúr frá konu að nafiii ffú Garrett, en um þá heimsókn, sem og aðrar ferðir úr efúislíkamanum, ritaði hún í bókinni ,Ævi mín í leit að tilgangi miðilsstarfs“. Aðsókn og dulheyrn I bókinni .JLeyndardómar ofdrykkj- unnar“, sem kom út á vegum AA-sam- takanna árið 1960, segir Jónas Guð- mundsson frá viðskiptum sínum við Þórð, en Jónas hafði leitað til hans vegna óþæginda ffá hjartanu sem öðru hvoru lögðust yfir hann og átti hann þá mjög erfitt um andardrátt, en þessi köst liðujafhanhjáeftirskammahríð. Jónas taldi köstin stafa af drykkjuskap en læknirinn var annarrar skoðunan „Þetta hefúr öll einkenni „aðsóknar“ og þú skalt umffam allt ekki vera hræddur við þetta.“ Þórður ráðlagði síðan Jónasi að beita hugarorkunni til að draga úr aðsókninnL „Ég þekki þessa fúgla,“ sagði hann jafhffamt, „sem eru að flækjast um, og það er seg- in saga að þeir dragast mest að þeim sem em næmir í þessum skilningL Mér er sama um allar kenningar lækna og annarra sem enga þekkingu hafa í þess- um efnum, þeir dæma hér eins og blindir menn um lit“ Jónas segir líka frá því í bókinni að hann hafi heyrt raddir í eftirköstum dryádg u og fékk þær skýringar frá lækn- inum að þama væri um að ræða „dul- heym“, hæfiléika sem hægt væri að þroska með manneskjunni eða losa sig við með því að látast ekki heyra. Jónas Guðmundsson hélt síðan áffam drykkju sinni í mörg ár eftir þetta og fékk við það að sögn aðstoð ffamliðins manns sem svalaði þorsta sinum í gegnum kverkar hans. Þórður og Ijósaböðin Þrátt fyrir þetta er ljóst að Þórður á • Kleppi var vakandi í starfi sínu og for- spár um maigt sem í dag skiptirsköp-" um í nútímageðlækningum. Hann rak heilmikið bú á Kleppi á þessum árum og þar unnu vistmenn, en í dag er iðju- og vinnuþjálfún fastur liður í starfsemi Kleppsspítala. Það er athyglisvert í þessu sambandi að læknirinn lagði sjálfúr fé í vatnsleiðslu ffá Gvendar- brunnum tilaðfá nauðsynlegt vatn, en áður var ástandið þannig að safiia þurffi rigningarvatni eða bera að vatn langar leiðir. Jóhannes Bergsveinsson læknir sagði einnig frá því í erindi á há- degisfúndi lækna í mars árið 1988, að Þórður Sveinsson hefði í fyrirlestri árið ■ 1922 komið inn á fyrirbæri sem nú er vel þekkt og algengt á Islandi, nefnilega skammdegisþunglyndL „Ég þykist hafa tekið effir því að sólarljós hefúr mjög góð áhrif á geðveika menn.“ En Þórður sagði jafnffamt að geðveikum mönnum væri illa við að liggja berir í sólskini og því væri erfitt um vik. Jó- hannes bendir á í þessu sambandi að eðlilegt geti talist að Þórður hafi dregið þá ályktun að það væru áhrif ljóssins á húðina sem þama skiptu sköpum vegna þeirra tíma umræðu um ljósa- lækningar og ljósaböð. Upprunalega Kleppshælið var ætlað fimmtíu sjúklingum en eftir fyrsta 18 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 16. JÚNÍ1994

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.