Pressan - 16.06.1994, Blaðsíða 20

Pressan - 16.06.1994, Blaðsíða 20
Hverjir verða hvar? Aldarafmæli lýðveldisins 2044: Eftirtaldar spurningar voru lagðar fyrir unglinga á uppleið á íslandi samtímans. Þetta var gert í vísindaskyni til að fá einhverja hugmynd um í hvaða átt íslenska þjóðin og þjóðarsálin stefnir. 1. Hvar verður þú á aldarafmæli lýðveldisins 17. júní 2044 og hvað verðurðu að gera? 2. Hver verður forseti lýðveldisins? 3. Hvaða hljómsveit verður aðalnúmerið á Þingvöllum? 4. Um hvað mun fjallkonan tala? 5. Hver verður talinn merkasti íslendingur lýðveldissögunnar? 6. Hvað færðu þér að borða um kvöldið? 7. Hvert ferðu í frí sumarið 2044? 8. í hvernig fötum verðurðu? Svala Björg- vinsdóttir og Scope eru þessa dagana að gera allt tjúllað á dans- gólfunum með laginu „Was that all it was“. Svala verður 67 ára árið 2044 ef Guð lofar. 1. „Það er svo langt þangað til að erf- itt er um að spá hvar ég verð niður- komin. Ég er ekki alveg klár á því hvar ég verð á þriðjudaginn í næstu viku.“ 2. „Páll Óskar Hjálmtýsson gamall og virðulegur eða Björk Guðmunds- dóttir.“ 3. „Tóta tofu og vistvænu belgbaun- imar.“ 4. „Umhverfismál og ózonlagið. Ræðan verður á ensku og íslensku." 5. „Björk Guðmundsdóttir." 6. „Lífrænt ræktað hrísgijóna- og grænmetissalat með appelsínuvatni.“ 7. „Kannski skrepp ég í hringferð út fyrirgufúhvolfið.“ 8. „Síðum slopp úr hör og endu- runnum pappír með sækristalla í hár- inu.“ Birgir Örn Thoroddsen er mynd- og tón- listarmaður og starfrækir hljómsveitina Curver. Hann verður 68 ára árið 2044 ef Guð lofar. 1. „Niðri í miðbæ að borða ís með bamabömunum. Ég verð svo gamal- dags að ég fæ mér bara súkkulaðiís en krakkamir heimta hinn sívinsæla ham- borgaraffanskarogkók-ís.“ 2. „Guðrún Kristjánsdóttir.“ 3. „Fuglahreiður með nýjustu stefn- ur og strauma ffá Japan verður aðal- númerið í Þingvallahöllinni.“ 4. „Hún mun tala um ágæti lands, þjóðar og tölvunets okkar.“ 5. „Jóhann Kvefpund, sem leysti sæ- strengsdeiluna við Noreg og losaði okkur þar með við skuldahalann. 6. „Grænmeti og náttúmræktað Guð lofar. ef Guð lofar. kjöt, brúna sósu og eðalrauðvín ffá 2023.“ 7. „Ég fer til Kamtsjatkaskaga til að slappa af með hinum gamlingjunum." 8. „Ég verð í gallabuxum og peysu (eða skyrtu) og bömin mín munu skammast sín fyrir hve hallærislega gamaldagséger.“ Júlía Björg- vinsdóttir starfar sem módel og er á leið til London þar sem hún mun starfa fyrir Zoom Models. Hún verður 66 ára árið 2044 ef 1. „í stórri villu einhvers staðar að hlæja að þessum fáránlegu spuming- um með bamabömunum mínum.“ 2. „Einhver sem er ófæddur í dag.“ 3. „Bubbi Morthens — hann á bransann." 4. „Hún mun tala um kjamorkuúr- ganginn í Þingvallavatni.“ 5. „Björk.“ 6. „Smyglað hvalkjöt ffá Japan.“ 7. „Til Svalbarða.“ 8. „Að sjálfsögðu í þjóðbúningi sem verður vonandi aðeins speisaðri en hannerídag." Eiður Smári Guðjohnsen hefur vakið mikla athygli í sumar sem sóknarmaður og markaskor- ari hjá Val. Hann verður 65 ára 2044 1. „Ég verð á labbi í bænum með bamabörnunum.“ 2. ,y®tli það verði ekki bara Ingibjörg Sólrún.“ 3. „Rolling Stones—þeir verða enn- þá að.“ 4. „Hún talar um gott gengi íslenskr- arknattspymu." 5. ,Amór Guðjohnsen." 6. „Ég fæ mér líklega humar í forrétt, lambalæri í aðalrétt og svo bara súkku- laðiís í eftirrétt." 7. „Ég hugsa að ég fari til Kanarí- eyja.“ 8. ,Ætli ég verði ekki bara í Vals- búningnum.“ Baldur Helga- son er upp- rennandi myndlistar- maður. Hann verður 68 ára árið 2044, ef Guð lofar. 1. „Ætli maður verði ekki dauður, en ef svo verður ekki fer maður líklega á Þingvöll til að horfa á einhverja leiðin-- lega dagskrá bara til að geta sagst hafa farið.“ 2. „Ég hef ekki hugmynd um hver það gæti orðið og mér er nokkum veg- inn sama, því þessi forseti okkar virðist ekki hafa nokkur völd.“ 3. „Þeir sem verða í þessari hljóm- sveit fæðast ekki fýrr en effir tíu til tutt- ugu ár í fyrsta lagi og því er vonlaust að velta þessari spumingu fyrir sér.“ 4. „Ætli hún tali ekki um bætta tíð og betra líf, en hver hlustar svo sem á það semhúnsegir?“ 5. „Eflausthalda margjr að það verði Björk, en hvað veit maður... Kannski á einhver snillingur eftir að skjóta upp kollinum á næstunni og gera allt vit- laust heima og erlendis.“ 6. „Það hlýtur að verða einhver bragðlaus spítalamatur.“ 7. „Það verður væntanlega farið að ferja fólk til tunglsins og ætli maður skreppi ekki þangað.“ 8. „Eins og ég sagði í byijun verð ég væntanlega dauður og mun því skarta líkklæðunum undir grænni torfú.“ Álfrún Örn- ólfsdóttir , sýndi stólpa- 1 leik sem sjón- dapra stelpan í kvikmyndinni „Svo á jörðu sem á himni“. Hún verður 63 ára árið 2044 ef Guð lofar. 1. „Ég verð í fótabaði í Drekkingar- hyL“ 2- „Ég.“ 3. „Stórsveit eldri borgara.“ 4. „Umsjálfasig.“ 5. „Ég skila auðu því ég get ekki gert upp á milli mín og systkina minna.“ 6. „Hafragraut með bamabömun- um mínum." 7. „Til Kópaskers.11 8. „Ég verð í forsetagallanum.“ árið 2044 ef Guð lofar. Daníel Þor- steinsson er trommari í Maus, hljóm- sveitinni sem sigraði í Mús- íktilraunum Tónabæjar í vor. Hann verður 68 ára 1. „Ég verð uppi í 'sveit að rækta svín og beljur og svona.“ 2. ,Æg veit ekki af hverju það er, en ég er viss um að það verður Herbert Guð- mundsson." 3. „Herbert verður líka að spila á Þingvöllum." 4. „Fjallkonan mun aðallega tala um Herbert." 5. „Herbert Guðmundsson verður talinn merkasti Islendingurinn fyrr og síðar.“ 6. „Égborðasvín.“ 7. „Eitthvað suður í sól og hita.“ 8. „Ég verð í stígvélum, kannski með bindi og kúrekahatt.“ 20 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 16. JÚNÍ 1994 ÍLýdveMis-^] saga fyrir byrjendur 1969 Samtök frjálslyndra og vinstrimanna stofnuð. Hannibal Valdimarsson kjör- inn formaður sem þar með náði „hat- tricki" í íslenski pólitik: Áður hafði hann verið formaður Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins. Halldór Kiljan Laxness fær dönsku Sonning-verðlaunin. Við verðlaunaaf- hendingu kom til ryskinga lögreglu og danskra stúdenta sem skorað höfðu á skáidið að afþakka verðlaunaféð þar sem þess væri aflað með húsaleigu- braski og okri. Álvinnsla hefst í Straumsvík. 1970 Forsætisráðherrahjónin, Bjami Benediktsson og Sigriður Björnsdóttir, farast í hörmulegum eldsvoða á Þing- völlum ásamt fjögurra ára dóttursyni, Benedikt Vilmundarsyni. Jóhann Hafstein verður forsætisráð- herra Viðreisnarstjómarinnar sem komin er að fótum fram eftir tólf ára vaidatimabil. Auður Auðuns verður dóms- og kirkjumálaráðherra og þar með fyrsta konan sem sæti á í ríkis- stjóm Islands. Ellefu íslenskir námsmenn hemema sendiráð íslands í Stokkhólmi, reka starfsfólkið út og hvetja til sósíaliskrar byltingar. Hemmi Gunn skorar bæði mörk ís- lands í 2—0-sigri á Norðmönnum. Hemmi og Ellert B. Schram þóttu yfir- burðamenn á vellinum. 1971 65 Mývetningar ákærðir fyrir að hafa árið áður sprengt stíflu í Miðkvisl í Laxá. Hljómsveitinni Náttúru (Sigurður Rúnar Jónsson, Björgvin Gíslason, Pétur Kristjánsson o.fl.) úthýst úr Rík- issjónvarpinu fyrir að ætla að spila verk eftir Bach og Grieg. Handritin koma heim og þar með er eitt alstærsta mál lýðveldistímans í höfn. Knattspymusamband íslands til- kynnir sínum mönnum að engir hár- prúðir leikmenn verði valdir i landslið- ið. Geir Hallgrimsson sigrar Gunnar Thoroddsen í varaformannskosning- um í Sjálfstæðisflokknum. Þar með eru fyrstu tónamir slegnir i örlagasin- ■ fóniu þeirra félaga. Tíu þúsund ungmenni á rokkhátíð í Saltvík: Trúbrot, Ævintýri, Náttúra, Mánar og fleiri halda uppi geggjuðu stuði í klassískri islenskri hátíðamgn- ingu. Kjósendur kveðja Viðreisnarstjóm- ina. Ólafur Jóhannesson myndar vinstristjóm Framsóknar, Allaballa og Samtaka frjálslyndra og vinstrimanna. Hundahald bannað í Reykjavík. Hroll- ur fer um hinn siðmenntaða heim þegar erlend blöð birta fyrirsagnir á borð við: Reykjavik dæmir alla hunda sínatil dauða... Glaumbær, vinsælasti skemmtistaður Reykjavíkur, brennur. Snarlega var sett á laggimar „Glaumbæjarhreyfing" og tvö þúsund örvæntingarfull ung- menni kröfðust endurreisnar Glaum- bæjar. Það kom fyrir ekki en gleðin fann sér annan samastað. 1972 Kalda striðið í heiminum nær óvæntu hámarki í Reykjavík með einvígi Bandarikjamannsins Roberts James Fischer og Rússans Bóris Spassky. Þúsundir manna komu i Laugardals- höll til að sjá heiðursmanninn Spassky tapa fyrir ruddanum með tyggigúmmi- ið. Fiskveiðilögsagan færð út 150 mílur. Helgi Hóseason eys skyri yfir forseta lýðveldisins, biskup, ráðherra og þing- menn þar sem þeir voru á leið úr Dómkirkju i þinghúsið. Helgi var með þessu að árétta þá kröfu sina að skimarsáttmáli hans yrði lýstur ógild- ur. Vladimir Ashkenazy verður íslenskur rikisborgari; sá eini sem ekki hefur þurft að breyta nafni sínu til samræm- is við íslensk nafnalög. Útvarp Matthildur slær í gegn með nýstárlegum gamanmálum. Matthild- ingar hafa síðan látið dálitið að sér kveða: Hrafn Gunnlaugsson, Þórarinn Eldjám og Davið Oddsson.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.