Pressan - 16.06.1994, Blaðsíða 22

Pressan - 16.06.1994, Blaðsíða 22
Auðvitað er mér ýmislegt heilagt Magnús H. Skarphéðinsson, hvalavinur, sagnfræðinemi og þjóðfélagskrítiker, er ein mesta ráðgáta þjóðarinnar. Fæstir skilja manninn sem hefur kosið sér það hlutskipti að vera alltaf í litlum minnihluta og berjast fyrir óvinsælum skoðun- um. Hann hefur verið sakaður um landráð og beittur ofbeldi vegna skoðana sinna. Hann er andstæðan við fjallkonu- ímyndina og lítur íslendinga og líf þeirra gagnrýnum augum. PRESSAN fékk því Magnús á þessum tímamótum til að líta í spegil og skoða sjálfan sig og þjóðina í speglinum. Það gerði hann með því að tala við sjálfan sig. „Forsetinn er eitt afþví allra heilagasta hér MAGNÚS H. SKARPHÉÐINSSON „Ég hef aðeins gert þá kröfu til þjóðarinnar að hún horfist í augu við þá staðreynd að fiskveiðar hafa í för með sér ótrúlega miklar þjáningar fyrir þessi tilteknu dýr sem í sjón- um lifa og halda veislunni gangandi hér hjá mörlandanum." HS: Hvað finnst þér um pólitíkina hjá afinæfis- baminunúna? Magnús: „Mér finnst heilmargt um hana. I íýrsta lagi er ótrúlega fátt um trúverðuga stjóm- málamenn á Islandi í dag. Flestir eða allir eru sama markinu brennd- ir, að segja ekki almenn- ingi satt og rétt ífá stað- reyndum nema stund- um. Stórsigur og vinsæld- ir Ingibjargar Sólrúnar nýverið afsanna að miklu leyti þá kenningu að almenningur vilji ekki heiðarlega breytni stjómmálamanna. Enda er Ingibjörg einn efnismesti stjómmála- maður sem komið hefur fram hjá þjóðinni í að minnsta kosti tvo áratugi eðameira. I annan stað þá finnst mér með ólík- indum hvað sumir stjómmálamenn komast lengi upp með að ljúga að al- menningi og toga og teygja málefhin út og suður og þvæla og blaðra sig í gegn- um vond mál og kaupa fjölmiðlana sér í hag í mörgum þeirra. Enginn núver- andi stjómmálamaður hér á landi kemst nærri forsætisráðherranum í því. En það segir svo sem meira um þjóðina en vesalings manninn sjálfan og þroska hans. Ég fékk að kynnast honum óþyrmilega þegar hann rak mig sem vagnstjóra hjá SVR hér um ár- ið fyrir skóðanir mínar á flokksræðinu í rekstri flestra borgarfyrirtækjanna þá.“ MHS: Értu að segja að hægt sé að kaupa fjölmiðla sér í hag? Magnús: „Fjölmiðlar á Islandi í dag eru fáum fjölmiðlum á Vestur- löndum líkir. Við búum við ótrú- lega sovéska fjölmiðlun. Uppistað- an í „fréttum" ríkisfjölmiðlanna er fréttatilkynningar stjómvalda í formi súkkulaðiviðtaía við ráða- menn. Sendar eru út fféttatilkynningar, eða mál eru látin „leka út“ á réttum stöðum, svo þrælarnir á fjölmiðl- unum taki nú rétt við sér. Síðan eru ráðamennirnir fengnir í þessi- þekktu, silkihanskaviðtöl og fá að kynna sín mál eins og þá lystir — og ósannindi einnig þegar því er að skipta. Við hvalavinir höfum ekki farið varhluta af þeim staðreynda- umsnúningi." MHS: Þú hefúr yfirleitt ekki legið á skoðunum þínum þegar valdastofnanir eða valdsmenn þjóðarinnar eru annars vegar. Umdeildar voru gagnrýnisgreinar þínar inn núverandi forseta lýð- veldisins, frú Vigdísi Finnboga- dóttur. Er þér ekkert heUagt Magnús? Magnús: „Jú, auðvitað er mér ýmislegt heilagt. Eins og til dæfnis fóstrin í móðurkviði, sem og öll hin fóstrin í dýraríkinu sem við öl- um upp okkur tii dýrðar og mis- notum og drepum síðan okkur ýmist til matar, eða bara til skemmtunar eins og þessi stang- veiðilýður allur hefur á samvisk- unni.“ MHS: En varðandi forsetann? Magnús: „Já, þú spurðir hvort mér væri ekkert heilagt og ég bara svaraði því líka. Varðandi forsetann þá er ég þeirrar skoðunar að við eigum prýðisforseta. En það breytir ekki þeirri staðreynd að ég er enn þeirr- ar skoðunar sem ég var þegar Sig- rún Þorsteinsdóttir bauð sig ffam á móti núverandi forseta, að ffú Vigdís hafi hálfsvikið kosningalof- orðin þrjú sem hún gaf mér og öðrum kjósendum sínum í kosn- ingabaráttunni vorið 1980. En það voru eins og kunnugt er loforðin um að borga skatta af hinum ríku- legu launum sínum, að hætta eða draga stórlega úr þessu fálkaorðu- spreði sem nú stendur yfir, og að fara niður til Nígeríu að hjálpa kynsystrum sínum að selja skreið- ina þar sem og aðrar íslenskar’ fisk- afurðir. Ég veit vel að síðasta loforðið var ef til vill brandari á rrtóti forseta- sölumannavaðlinum úr Alberti heitnum Guðmundssyni, mót- frambjóðanda hennar þá, en það var eigi að síður loforð líka. En hin loforðin voru örugglega ekki gamansvör. Það nær ekki nokkurri átt að bróðurpartur fálkaorðuveitinga sé til mishátt- settra opinberra embættismanna og starfsmanna fyrir lítið annað en að mæta í vinnuna. Þetta og þessi fálkaorðuaustur á gjörókunnuga erlenda embættismenn og lítt þekkt andlit úr hirðum erlendrá þjóðhöfðingja við opinberar heim- sóknir héðari eða hingað er slíkur bjána- og snobbháttur að engu tali tekur. Þar verðlaunar hver asninri annan tneð gullinu. Og ekki má gleyma loforðinu um skattgreiðslur forsetans sjálfs. Það er ekki margt í opinberu lífi forsetans sem hann þarf sjálfur að greiða úr eigin . vasa. Það er nán- ast ekkert nema eitthvað mjög per- sónulegt vafstur. Allt hitt er greitt af hinu opinbera og því til viðbótar eru launin á íjórða hundrað þúsund og skattftjáls. Þetta brýtur al- gjörlega gegn jafh- aðarhugmyndum mínum. Ekki síst á meðan hundruð barnaheimila, til dæmis hjá einstæðum mæðrum, hafa innan við fimmtung af þess- um launum í heildartekjur heimil- isins. En auðvitað má ekki segja svona. Því sleppum við því bara hér. Forsetinn er eitt af því allra heilagasta hér á landi. Næst á effir svuntu fjallkonunnar." MHS: Víkjum aðeins að öðru. Nú ert þú nánast eini maðurinn hér á landi sem mótmælt hefur fiskveiðum þessarar fiskveiði- þjóðar, fyrir utan hvalveiðamar og skepnuhald almennt. Er nokk- ur fúrða að þú sætir kárínum hjá þjóðinni sem brauðfætt hefúr þig og klætt og þú launar henni ofeld- ið síðan með að ætla að ræna hana lífsbjörginni? Er ekki mótsögn í þessu Magnús? Magnús: „Það er auðveit að setja málin svona upp. Þetta er alveg í stíl við þá röksemdafærslu sem Magnús Guðmundsson, keyptur erindreki hvalveiðisinna þjóðar- innar, hefúr tileinkað sér. I fyrsta lagi hef ég ekki krafist stöðvunar fiskveiða. Ég hef aðeins gert þá kröfú til þjóðarinnar að hún horfist í augu við þá staðreynd að fiskveiðar hafa í för með sér ótrúlega miklar þjáningar fyrir þessi tilteknu dýr sem í sjónum lifa og halda veislunni gangandi hér hjá mörlandanum. Um leið og menn hafa gert það munu hugvits- menn þjóðarinnar hefjast handa um að finna nýja og betri atvinnu- vegi handa þjóðinni fyrir okkur til að komast af. Það er engin hætta á öðru, ef við setjum þeim ekki of heftandi skorður. En mér finnst að miklar og vel mannheldar siðferð- isgirðingar verði að setja á alla ný- sköpun núna þegar við höfúm loksins efni á því. I annan stað þá geri ég mér það á landi. Næst á eftir svuntu fjallkonunn- fúllkomlega ljóst að íslenskt sam- félag myndi hrynja á stuttum tíma væri fisk- veiðum og öðr- um dýratortúr í landbúnaði hætt ar. ‘ með stuttum fyr- irvara. Slíkt getur að sjálfsögðu ekki gengið. En á meðan hvorki er litið á þjáriingar- stuðul náttúr- unnar í heild sinni né það mark- mið sett að hafa mannúðlegri lífs- hætti og þjáningarminni atvinnu- vegi hér á landi eru engar líkur á að þetta þjáningarferli sem við setjum allar hinar lífverurnar nauðugar viljugar í breytist að nokkru marki. Enda er ég þeirrar skoðunar að vanlíðan okkar mannanna sé beint ffamhald af þeirri vanlíðan sem við setjum á aðrar lífverur.“ MHS: Að lokum Magnús, hvemig heldurðu að verði hér umhorfs eftir önnur fimmtíu ár lýðveldisins? Magnús: Effir fimmtíu ár verða hér allnokkrar fiskveiðar ennþá stundaðar. Þorskurinn verður þá líklega að koma aftur á miðin eftir nokkurra áratuga burtveru. Á hinn bóginn verða fiskveiðar komnar í þriðja eða fjórða sæti gjaldeyris- 'sköpunar þjóðarinnar, næst á eftir ferðamannaiðnaðinum, sem verð- ur langstærsti átvinnuvegur þjóð- arinnar þá. Þar að auki verður ýmis smáiðnaður kominn í fastari skorður í tengslum við hið háa menntunarstig þjóðarinnar — sem verður þá reyndar enn meira en er ídag. Nú og eftir fimmtíu ár verðum við búin að vera fjörutíu ár í Evr- ópusambandinu eða svo, og þá verður alls enginn ágreiningur lengur um það, utan nokkurra þjóðernissinna yst til hægri og yst til vinstri I stjórnmálalitrófinu. Þá verður líka búið að kollvarpa menntakerfinu sem við búum við í dag, því í dag framleiðir þetta handónýta menntakerfi lítið annað en aumingja sem enga áhættu þora að taka í lífinu eða í hugarflugs- hugsun í raunvísindum eða heim- speki eins og sjá má á langflestu há- skólamenntaða stóðinu út um allt í þjóðfélaginu í dag. Símenntun verður komin til að vera og meira og minna allir ald- urshópar verða í skóla reglulega og óreglulega. Vinnuvikan verður komin niður í 25 til 30 stundir og laun verða lík- lega orðin mannsæmandi. Barátt- an við atvinnuleysisdrauginn verð- ur búin að taka á sig allt aðra mynd, Sterk krafa verður komin um að stytta vinnuvikuna til að vinnan dreifist til sem flestra. Því atvinnuleysið sem slíkt er komið til að vera hér. Þetta verður eitt af helstu átakapunktum þjóðarinnar árið 2044. Eftir fimmtíu ár verður meira en tíundi hver maður á Laugavegin- um blökkumaður eða Asíumaður — almælandi á íslenska tungu — og öllum nema nasistafélaginu hans Þorsteins Guðjónssonar verður sama. En það sem líklega mestu máli skiptir er að eftir fimmtíu ár verður heilsubyltingin gengin í garð að hálfu leyti. I þeirri byltingu verður sykurinn nánast útskúfaður með öllu sem og allt ger og allt hvítt hveiti. Sykurinn verður á svipuð- um stað hjá þjóðinni þá og sígaret- tumar eru í dag. Nú og helmingur þjóðarinnar verður kominn að miklu eða litlu leyti í andleg hugar- orkuvísindi stundandi hugleiðslu og bænahringja- eða orkuhringja- starf reglulega. Og effir fimmtíu ár mun þjóð- kirkjan heyra sögunni til og vera orðin Hin sjálfstæða íslenska lút- ersk-evangelíska kirkja. Þá munum við líka sjá árdaga þess að trúmál og trúarbrögð verði aðskilin að miklu leyti í hugum fólks. Það öðm fremur mun bjarga trúnni frá endanlegri glötun. Nú og svo má ekki gleyma því að árið 2044 verður jarðneska hulstrið af Magnúsi H. Skarphéðinssyni búið að liggja í óvígðri gröf sinni í tuttugu ár eða meira, og hann kominn á næsta hnött prédikandi yfir flestum framliðnum íslending- um sem þár verða. En koparstyttur verða af honum hér og þar um landið fyrir.ffamsýni í þjóðfélags- spám og landsffæga hógværð sína og lítillæti. Þetta er svona það helsta sem ég spái að verði á 100 ára afrnæli íslenska lýðveldisins ár- ið 2044 í rigningunni á Þingvöllum þegar Hómer Simpson Hallgríms- son, forseti lýðveldisins, ávarpar gestina.“ 22 PRESSAN . F1MM7:LIDÆ©UR1 NNiÍB.OÚM.'lt'SiSH

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.