Pressan - 16.06.1994, Blaðsíða 25

Pressan - 16.06.1994, Blaðsíða 25
ÍXýðvekfös-^l saga fyrir hyrjendur Hippar og bítlar jafnt sem jakkafata- gengið sótti staðinn. Ólafur Laufdal, sem síðar kom víða við sögu skemmti- staða eins og frægt er orðið, var aðal- barþjónninn í Glaumbæ, en sagan seg- ir að bissnessvit hans á þessum tíma hafi helst komið fram í því að láta hár sitt vaxa og fýrir vikið hafi hann verið meira aðlaðandi en hinir barþjónamir. Mörgum sögum fer einnig af Rúnari Júlíussyni í Glaumbæ, en þar voru einnig oft á ferð menn á borð við Óttar Felix Hauksson, Sævar Baldursson í Kamabæ, Baldvin Jónsson á Aðal- stöðinni, Davíð Oddsson forsetisráð- herra og vin hans Hrafn Gunnlaugs- son, Vilhjálm Egilsson alþingismann, Erlu Harðardóttur og söngkonumar Maríu Baldursdóttur og Þuríði Sig- urðardóttur. I Glaumbæ vom líka ka- rakterar á borð við Bergþór á leigubíla- stöðinni, oftast kallaður Bóbó á Borg- arbíl, Ödda rauða endurskoðanda, Höskuld Dungal, Sigurð L Hall, Karl heitinn Sighvatsson, Helgu Möller, Erlu Ólafs sem er með CM-búðina, Steina Dan og BB, Ellu, Kristínu Waage, Guðna arkitekt, Gumma Halldórs, Fríðu hárgreiðsludömu sem var Linda Pé síns tíma, Dittu, Hjörleif Kvaran, Áskel Másson, Egil Eðvarðs- son, Guðrúnu Bjamadóttur, Jör- mund Inga Hansen, Inga frænda, Marín Magnúsdóttur, Ólaf Schram, Ella Bjöms og svo mætti áfr am enda- laustupptelja. Ellý í Q4U og Reynir Kristinsson Nú gemm við langa sögu stutta. Diskóið fór að draga andann og Holly- wood Islands varð til, um það bil áratug eftir að Glaumbær var upp á sitt besta. Þar var sko flottasta dansgólf í Evrópu. íslendingar ku hafa orðið fyrstir Evr- ópubúa til að ganga um gólf með gegn- umlýstar iljar. Og setningar eins og „... ljós tvisvar í viku og reglulega í líkams- rækt“ og orðið dansmennt urðu næst- um því að trúarbrögðum. Ólafur Lauf- dal sló aftur í gegn, en nú með stutt hár. Módd79varðtil,eðlilegaárið 1979,og allir sem vettlingi gátu valdið og horft framan í heiminn böðuðu sig í diskólj- ósunum í Hollywood. 1 upphafi sóttu þangað stíft Bolli í 17, Brynja Nord- quist, Magnús Ketilsson, Sævar Bald- ursson, Matthildur Guðmundsdótt- ir, Sveinbjöm Bjarka, Kittí, Birgir Þórisson, Sigurður Kolbeinsson, tví- burasystumar Heiðdís og Fanndís Steinsdætur vom áberandi, vinimir og uppagengið Reynir Kristinsson, Vikt- or Urbandc, Steini málari og fleiri vom einnig fyrirferðarmiklir og ekki má gleyma innsta koppi búri lengst af í Holíí eins og þótti töff að uppnefha staðinn, Magnúsi Kristjánssyni, sem nú vinnur á Stöð 2. Oft glitti einnig í ferðafrömuðinn Ingólf Guðbrands- son á þessum stað og ekki má gleyma fegurðardísinni Kristínu Ingvadóttur og Jónu Lá, sem síðar varð fram- kvæmdastjóri Módel 79, en hún og íris stallsystir hennar vom afar áber- andi á þessum tíma, ekki síst af því þær vom alltaf látnar sýna saman á tísku- sýningum. Síðar á Hollywood-tímabil- inu stálu Svava Johansen og Guðrún Möllersenunni. En á meðan tilvonandi „uppar“ fundu sér samastað í tilverunni í Holly- wood og síðar í Broadway héldu „vinstra“ gengið og pönkaramir sig á Borginni. Þar nutu sín hvað best í byrj- un áttunda áratugarins þau Ella Magg, Linda og Ellý í Q4U, ásamt þeim Gunnþóri og Steina í Fræbbblunum. En þar fréttist einnig af Nonna og Heiðari, Jakobi Bjamari Grétarssyni górillu og fullt af gaukum úr Hafnar- firði, Þorvari Hafsteinssyni úr Jonee Jonee og hinum úr Garðabænum og þar var auðvitað Einar Öm Benedikts- son og haugar af öðm fólki úr mennta- skólum bæjarins. En meira á óvart kemur að Hannes Hólmsteinn Giss- urarson sást oft á Borginni og hefur trúlega verið að ögra lýðnum eins og venjulega. En gáfumannastemmning ríkti þá á Borginni; hassfnykinn lagði alla leið út á Austurvöll og fyrir vit sjálfs Jóns Sigurðssonar og aldursbilið var breitt, því gömlu hippamir og nútíma Bubbagengið átti einmitt samleið í uppreisninni. Scobie og Pitt Það væri að æra óstöðugan að ætla að telja upp allt það lið sem síðar sótti Broadway og nánast ósanngjamt að draga einhverja sérstaka þar úr, því þetta leiksvið skemmtanalífsins próf- uðu nánast allir Islendingar einhvem tíma. Eða það hlýtur að vera, því þetta var stærsti skemmtistaður heims mið- að við höfðatölu. Nostalgían var einnig slík að Gunnar Þórðarson og Björgvin Halldórsson gengu í endumýjun líf- daga og löðuðu í senn til sín dætur og syni, mömmur og pabba, afa og ömm- ur. Fólkið sem starfaði á útvarpsstöðv- unum var einkar áberandi á Broadway, en þetta var á þeim tímum sem út- varpsfólk varð nánast þjóðþekkt á röddinni einni saman. Safari var næsti staður sem eitthvert vit var í. Þetta var í fyrsta sinn á íslandi sem tókst að skapa einhvers konar klúbbastemmningu. Lúndúnaferðir unga fólksins skiluðu áhrifunum til baka ognýrómantíkin hóf innreið sína. Meðal vinsælustu drykkja í Safari var „skotið“ B52, sem hefur haldið vin- sældum sínum síðan í Roxy og Casa- blanca eftir því sem staðurinn breytir um nafri. Meðal þeirra sem sóttu Safari stíft vom Richard Scobie og Sigurður Gröndal, sem voru þá aðaltöffaramir í Rikshaw, og allir kvenaðdáendur þeirra, Óskar Jónasson kvikmynda- leikstjóri, Kormákur Geirharðsson og Keli voru meðal fastra gestra, Halla Margrét Ámadóttir, sem síðar varð landsþekkt fyrir Hægt og hljótt, vinim- ir Sigurður Freyr, Óskar Sandholt, nú virðulegur bamaskólakennari, og Jök- ull Tómasson útlitshönnuður. Þama var oft á tíðum Þorsteinn Högni Gunnarsson, sem síðar gerðist einn af skemmtanakóngum Islands. Rut Ró- berts og Anna Magga fegurðardís komu fljótlega inn í myndina sem og Björgólfiur Thor, Frank Pitt og allt það lið. Þeir piltar em eimitt tíðir gestir á staðnum sem ágætt er að ljúka þessari Hveijir-vom- hvar-umfjöllun í hálfa öld á. Rósenbergkjallarinn hefur síð- asta orðið. Þar hefur undanfarin ár grasserað það ffumlegasta sem verið hefúr að gerast í tónlist. Það sama má segja um þann stað og Broadway — þótt gerólíku sé saman að jafna — að ótrúlegasta fólk rak inn nefið. Jafnt eldri sem yngri unglingamir. Baltasar Kormákur var oftar í Rósenbergkjall- aranum en Hverjir vom hvar?-dálkur- inn sagði til um. Ekki alls fyrir löngu kíkti listakokkurinn Siggi Hall þangað inn, en hann sótti eins og fyrr kemur ffarn í textanum gjaman Glaumbæ og Silfúrtunglið á sínum tíma. Og það er kannski tfl vitnis urn hvað sagan endur- tekur sig að Andri Már Ingólfsson, sonur Ingólfs Guðbrandssonar, sást oftsinnis í Rósenbergkjallamum, en faðir hans var gjaman í ljósmettuðu umhverfi Hollywood á sínum tíma. Best væri líklega að enda förina á Kaffi- bamum. Þótt aldrei hefði hvarflað að manni að þar ætti eftir að verða heitur dansstaður hefúr annað komið á dag- inn. Dansað er uppi á borðum helgi eft- ir helgi á Kaffibamum og það meira að segja fólk sem manni hefði aldrei dottið í hug að gerði slíkt. Til dæmis tók Svava Johansen í 17 sig bara vel út uppi á borðum á Kaffibamum nýlega. Guörún Kristjánsdóttir 1973 Eldur í Heimaey. Á einni nóttu tókst á einstaklega farsælan hátt að bjarga öllum íbúum Heimaeyjar eftir að eld- gos hófst þar öllum að óvörum. Alda þjóðemisvakningar rís hátt i þorskastríði við Breta. 30.000 koma saman á Lækjartorgi til að mótmæla yfirgangi bresku herskipanna. Gengi íslensku krónunnar er HÆKK- AÐ um 6%. Það hafði ekki gerst síðan 1924. Nixon og Pompidou, forsetar Banda- ríkjanna og Frakklands, funda á Kjar- valsstöðum. Ásgeir Sigurvinsson, átján ára Eyjap- eyi, verður atvinnumaður með Stand- ard Liege i Belgíu. Z-an afnumin úr íslensku. Sverrir Hermannsson berst hatrammlega fyrir z-unni á Alþingí og þar er samþykkt með 28 atkvæðum gegn 27 að skora á ráðherra að endurskoða þessa ákvörðun. Þingmenn deildu dögum saman um einn staf en samþykkt þeirra var til einskis. 1974 Vinstristjórn Óla Jó hrökklast frá völdum. Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, myndar stjórn með Framsókn. 60.000 (slendingar koma saman á Þingvöllum til að minnast ellefu hundr- uð ára búsetu. Hringvegurinn opnaður. Auður Eir verður fyrsta íslenska kon- an til að taka prestvigslu. Þórbergur Þórðarson deyr; einn áhrifamesti rithöfundur aldarinnar. Geirfinnur Einarsson, 32 ára Keflvík- ingur, fer að heiman frá sér að kvöld- lagi og kemur ekki aftur. 1975 Lögbann er sett á lestur skáldsögu Indriða G. Þorsteinssonar, Þjófur í paradís, að kröfu ættingja manns nokkurs: Þeir segja að örlagasaga hans sé notuð í sögunni. Gunnar Þórðarson verður fyrsti popparinn til að fá listamannalaun. Fiskveiðilögsagan færð út í 200 míl- ur. Enn eitt þorskastríð við Breta. Þeir hefðu átt að vita betur núorðið. Dagblaðið hefur göngu sína eftir hat- rammar deilur eigenda og starfs- manna Vísis. Stuðmenn slá í gegn með plötunni SumaráSýrlandi. (slenska landsliðið i fótbolta vinnur Austur-Þjóðverja, 2-1, með mörkum Ásgeirs Sigurvinssonar og Jóhannes- ar Eðvaldssonar. Stór meirihluti kvenna tók sér fri frá vinnu 24. október og 20.000 konur komu saman á Lækjartorgi. 1976 Ólafur Jóhann Sigurðsson fékk Bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs, fyrstur Islendinga. (Hann varfaðir Ól- afs Jöhanns Ólafssonar, rithöfundar og Sony-spútniks.) ísland slítur stjórnmálasambandi við Bretland vegna þorskastríðsins. 1.300 manns troðfylltu Háskólabíó til þess að hlusta á Listaskáldin vondu. Það var nú kompaní í lagi: Guðbergur, Hrafn Gunnlaugsson, Megas, Pétur Gunnarsson, Steinunn Sigurðardóttir, Þórarinn Eldjám, Sigurður Pálsson... Króatískir skæruliðar ræna flugvél TWA og hafa viðdvöl á Keflavíkurflug- velli. Þeir fengu íslenskar samlokur og svaladrykki. Punktur punktur komma strik, fyrsta skáldsaga Péturs Gunnarssonar, verður metsölubók. 1977 Hreinn Halldórsson verður Evrópu- meistari í kúluvarpi, kastar 20,59 sentimetra. Fyrsta leikna íslenska litkvikmyndin í fullri lengd frumsýnd: Morðsaga eftir Reyni Oddsson. Hort, hinn valinkunni tékkneski skák- meistari, setur heimsmet i fjöltefli á Seltjamamesi. Hann tefldi við 550 manns. Aðeins meiri skák: Jón Loftur Áma- son heimsmeistari sveina yngri en sextán ára. Meðal þátttakenda var Gary litli Kasparov. Samtök áhugamanna um áfengis- vandamálið, SÁÁ, stofnuð. Hilmar Helgason fyrsti formaður. FIMMTUDAGURINN 16. JÚNÍ1994 PRESSAN 25

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.