Pressan - 16.06.1994, Blaðsíða 27

Pressan - 16.06.1994, Blaðsíða 27
1 t 1 / t í f I l 1 t f i í 1 í [ l t l t t því sem er norðarlega í heiminum. Þetta lómlæti Daíia 'e'r líka gagnvart Norðmönnuni, þó að það sé ekld í sama mæli. Við sem búum hér í kuld- anum höfum tilhneigingu til að hoifa fiekar suður á bóginn. “ íivað i]ieð norrcena samvinnu, er hún einskis nýt? „Norræn samvinna er mest leik- fangafabrikka þar sem stjórnmála- menn af Norðurlöndunum hittast og hafa það huggulegt yfir kaffi- bolla. Þrátt fyrir að það sé dælt í þetta einhverjum peningasumm- um verður það aldrei neitt. En ef þessar þjóðir ganga allar í Efna- hagsbandalagið þá geta þær mynd- að þar innan um einhvers lags norðurblokk sem gæti styrkt stöðu þeirra allra og tryggt að einhverju leyti sameiginlega hagsmuni. Eins og þetta er í dag hefur það enga þýðingu, því norrænar þjóðir eiga enga sameiginlega sjálfsmynd nema þá séða með augum um- heimsins og enga sameiginlega hagsmuni nema gagnvart honum.“ Finnst þér eitthvað tnjög líkt eða ólíkt í karakterþessara þjóða, íslands ogDanmerkur? „Það má nefna að gamni að í Po- litiken er vikulegur þáttur þar sem lagðar eru spurningar fyrir fólk um eitt og annað. Ein spurninganna er um hvað fólki finnst best og verst í fari dana? Hvað heldurðu að flestir nefni sem það versta?“ Yfirborðsmennsku? „Já, það ér rétt. Það er það hug- tak sem kemur langoftast fyrir. Danir eru líka léttir og æðrulausir, ólíkir nábúum sínum, sem eru þyngri og taka ögn alvarlegar á málum, til dæmis áfengismálum, en umræða um alkóhólisma er skammt á veg komin þar en ekki hér þó að áfengisvandamálið þar sé mjög alvarlegt. En það gera líka ólíkir dry'kkjusiðir. Ég er ekki drykkjumaður en ef ég þyrfti að búa hér í kuldanum árið um kring myndi ég líklega halla mér alveg að flöskunni.“ Þungir ísiendingar Erum við þá þung á brún og laus við skopskyn? „Ég skal segja þér dæmi um húmors- lausa íslendinga. Eitt eiga Islendingar sameiginlegt með öðmm nýlendum og það em menn sem tóku út menntun og þroska erlendis og fluttu með sér heim. Af slíku fólki eiga Islendingar mikið sökum örlætis þjóðarinnar, en það hef- ur blessunarlega minirkað til muna að það fyilist hroka og lítilsvirðingu gagn- vart löndum sínum og tapi öllu skop- skyni, sem var algengt hér áður fýrr. Það hlægilega við það er að allt tengist þetta líka annarri arfleifð nýlendunnar, sem er tilflutningur á völdum og áhrif- um eftir krókaleiðum kunningsskapar og ættemis, svo að þessir menn urðu ekki endilega yfirmenn og ráðamenn í krafti verðleika sinna. Mér er minnis- stætt þegar ég kom hingað til að gera þátt fyrir danska sjónvarpið um affnæli Reykjavíkurborgar og leitaði þá til Sjónvarpsins og þáverandi yfirmanns innlendrar dagskrárgerðar eftir göml- um heimildamyndum sem gætu nýst mér í innskot. Þá svaraði þessi maður viðleitni minni þannig að það fýrir- fyndist ekkert brúklegt í safhi sjón- varpsins. Myndimar væru allar svo illa gerðar og starfsfólkið væri samansafn af viðvaningum. Einn starfsmaður sjónvarpsins varð vitni að þessum orðaskiptum og hefur sjálfsagt þótt óþægilegt að heyra hvaða álit yfirmað- urinn hafði á starfsfólkinu. Sjálfur hef ég unnið með þessu sama fólki og það þolir samanburð við hvað sem gengur og gerist annars staðar.“ Stálheppinn með Kastró En þú ert Isletidingur þráttfyrir langa jjarveru? „Ég hef kosið að varðveita íslenskt ríkisfang mitt því að ég er stoltur af landinu og þeirri þróun sem hefur orð- ið hér ffá því ísland varð lýðveldi. Mér er í bamsminni það Gamla Island, sem er sá gmnnur sem þjóðfélagið sem við þekkjum núna reis á. Það er affek á svo skömmum tíma og á sér ekki margar hliðstæður og hver hefði getað séð þetta fýrir? En auðvitað er margt sem hefði mátt betur fara, til dæmis hefði þurft að setja mun strangari kvóta á fiskveiðar fýrir löngu þannig að sú þróun sem er óumflýjanleg núna hefði dreifst yfir lengri tíma. En sjálfstæðisbarátta Is- lendinga hefur ekki síst verið háð á fiskimiðunum og Islendingar væm illa staddir með þau mál ef landið hefði ekki fengið fullt sjálfstæði. En landbún- aðarmálin em óskiljanleg öllum þjóð- um, svo og sú meðgjöf sem bændur fá í gegnum ríkið og þetta háa verð á afurð- um í búðum. En núna er jafnvel sá grundvöllur sem var til að taka á þessu eins og hefði þurff orðinn ótraustur því að það atvinnuleysi sem myndi sigla í kjölfarið ofan á það sem fýrir er gæti reynst jafnvel enn þyngri baggi á þjóð- arbúinu.“ Eti hvernig kotn til áð þú scrhœfð- ir þig í málefnum Suður-Ameríku setn blaðamaður? „Ég var svo stálheppinn, þar sem ég dvaldi við störf í Brasilíu, að Fí- del Kastró skaut upp kollinum og fólk fór að hafa áhuga á Suður- Ameríku í ríkara mæli og ég fór að skrifa greinar í blöðin. Frá 1964 hef ég verið blaðamaður við danska út- varpið, fýrst Iausráðinn og síðar fastráðinn árið 1974. Ég hélt líka uppi pistli í Morgunblaðinu um tíma sem bar það merka nafrí „Að utan“. En ég er ansi hræddur um að skoðanir mínar hafi ekki alls kostar farið saman við skoðanir Morgunblaðsins. Síðan þá hef ég mestmegnis skrifað um spænsk og portúgölsk málsvæði." Rustamenni og mis- kunnsamir samverjar En það er ísland sem er hér til um- ræðu, ogþað er ekki laust við að þetta sé syfjulegur sunnudagur. Halldór brá sér út á lífið kvöldið áður og heimsótti þá meðal annars Fógetann í Aðalstræti og lenti þar á skrafi við tvo danska klóak- verkamenn sem eru hér við tímabund- in störf. Hann lætur í ljós undrun yfir að það skuli vera fluttir inn verkamenn frá Danmörku þegar það vantar störf á íslandi. Mennirnir tveir höfðu gefið honum þá skýringu að ekkert íslenskt fýrirtæki hefði getað boðið lægra en það danska. Halldór er sjálfur að fara að heimsækja sérfræðing í efnaliagsmál- um til að fá innsýn í hvernigþetta hang- irallt saman eins og hann orðar það. En eftir gleðskapinn á Fógetanum lenti hann í mjög íslensku næturævintýri, þar sem hann var á leið heim á reiðhjól- inu sem hann leigði sér. Þegar hann var að hjóla ffamhjá Amarhóli klemmdist hann næstum því milli tveggja bíla og þótti víst eitthvað þröngt um sig á göt- unni því hann kallaði til annars bílstjór- ans: „Hvað ert þú að gera hér?“ Það skipti engum togum að það næsta sem hann vissi var að þrír ungir menn komu út úr bílnum, sem hafði stað- næmst fýrir ffaman hann, og vom ill- úðlegir mjög. Halldór var stiginn af reiðhjólinu og henti því á móti þeim og bjóst til að verja sig þegar félagi mann- anna skakkaði leikinn. Þegar hann bjóst til þess að stíga upp á reiðhjólið að nýju þustu að þrjár ungar stúlkur reiðubúnar að gera að sárum hans, sem engin vom, og allir fóru hver í sína átt- ina og hann líka, reiðastur yfir því að hafa ekki fengið í það minnsta blóðnas- ir til að geta baðað sig í samúð og notið aðhlynningar þessara hugrökku meyja. Hundaskítur og efna- hagsástand „Þetta er þó ekkert,“ segir hjólreiða- maðurinn hneykslaður á biffeiðaþjóð- inni. „Þegar ég var á leið upp í útvarp um daginn ók fi'amhjá mér fjölskylda sem sveigði sérstaklega út í vegarkant og þröngvaði mér þannig af götunni og skvetti yfir mig ansi myndarlegum drullupolli þannig að ég varð allur hundblautur á eftir. Ég hefði getað tek- ið þetta fýrir hver önnur mistök ef mér hefði ekki, í sömu andrá og ég fékk gus- una yfir mig, orðið litið inn í bílinn og séð konu og tvö böm hristast af hlátri yfiröllusaman." En það hlýtur að vera eitthvað já- kvcett við göturnar hérna? „Já, þær eru svo gott sem lausar við hundaskít, sem er furðulegt miðað við að hér er hundahald. Hundaskiturinn í Kaupmannahöfn fer alveg hryllilega I taugarnar á mér. Veistu að ég gerði einu sinni þátt í útvarpið sem hét þessu nafni, „Hundaskítur“?“ Já, en hér búa svo kurteisir og prúðir hutidar, og svo eru hundeig- endur líka tneð skóflu og poka þegar þeir viðra hutidana sína. „Ja, hérna“ segir hann alveg hissa og hristir höfuðið og síðan er hann rokinn til að fá að vita allt um efna- hagsundrin miklu á íslandi. Guð hjálpi honum. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir FIMMTUDAGURINN 16. JÚNÍ1994 PRESSAN 27

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.