Pressan - 16.06.1994, Blaðsíða 28

Pressan - 16.06.1994, Blaðsíða 28
Islenzkur aðall I deiglunni 1930-1944, Frá Al- þingishátíð til lýð- veldisstofnunar, Listasafni íslands; í deiglunni, Mál og menning. í stuttu máli: Vönduð sýn- ing frá gullöld landslags- málverksins, sem sýnir fleiri en eina hlið á menn- ingarlífinu. GUIXIIMAR J. ÁRIMASOIM Margir hafa kannski átt erfitt með að kyngja þeim myndstíl sem listamenn báru með sér ffá Kaup- mannahöfn, en þar kom fátt á óvart. Áhrif frá síðimpressjónisma, Cézanne og hinum milda, afslapp- aða expressjónisma Parísar fyrir stríð eru mest áberandi. Það örlar varla á kúbisma, sem hafði borist eins og eldur í sinu meðal lista- manna álfunnar, nema kannski hjá Kjarval, sem útfærir hann á sinn sérstæða hátt, en Kjarval var, nátt- Alýðveldisaf- mæli og þjóðhátíð leyfist þjóðinni að gefa sig á vald óhóf- legri sjálfsdýrkun. í tilefiii af afmælinu stendur Listasafn fs- lands fyrir umfangs- mikilli sýningu á myndlist og menn- ingarlífi á árunum frá Alþingishátíð- inni á Þingvöllum 1930 ffarn til lýð- veldishátíðarinnar á Þingvöllum 1944, sem fyllir eflaust margan landann stolti yfir hetjuanda söguþjóðarinnar á uPPbyggingar- og örlagatímum. A sama tíma hefur Mál og menning í samvinnu við safnið gefið út veglega og ffóðlega bók þar sem myndlistin er sett í samhengi við annað menningarlíf á tímabilinu. Salirnir á neðri hæðinni eru með hefðbundnu sniði þar sem megin- áherslan er á mál- verkið, en á effi hæðinni getur að líta dæmi um hönn- un og listiðnað ffá þessum árum, ljós- myndir af bygging- um sem risu í borg- inni og þar má einnig sjá tvær súlur þar sem bregður fyrir úrklippum af ritdeilum í blöðun- um. Listasafn fs- lands sýnir lofsverða viðleitni í þá átt að tengja myndlistina við aðra þætti menningarlífsins, en það má velta fyrir sér hvort ekki hefði mátt ganga lengra í þá átt og leggja meiri áherslu á þá þætti sem eru ekki áberandi á myndlist- arsýningum. En ef bókin er höfð til hliðsjónar fæst enn fyllri mynd af margbreytilegri ásjónu menningar- lífsins. Það er óvenjuvel vandað til bók- arinnar og þar er að finna marg- háttaðan fróðleik á einum stað, sem mun gefa henni varanlegt gildi. Auk formála Beru Nordal eru greinar eftir Júlíönu Gottskálksdótt- ur, sem skrifar af varfærinni hlut- lægni um þróun myndlistar á þess- um árum, og Aðalstein Ingólfsson, sem skrifar afar athyglisverða grein um myndlistarumræðuna, þær deilur sem spunnust í kringum gagnrýnendur á blöðum og þátt Jónasar Jónssonar ffá Hriflu í menningarlífinu. Auk þess eru raktir annálar helstu viðburða í menningarlífinu, myndlist, bygg- ingarlist, hönnun, bókmenntum, tónlist, leikhúsi, ásamt íslenskum samfélagsannál. Þá er að finna yfir- lit yfir innkaup Listasafns fslands á tímabilinu, helstu æviatriði þeirra listamanna sem koma við sögu á arsögu milli stríða. Kannski er kominn tími til að skoða nánar samhengið milli íslenskrar og danskrar listar á tímabilinu? Listamannakrytur Með sýningunni og bókinni er gerð tilraun til að setja myndlistina í samhengi við samfelagið á þess- um tíma og grennslast fyrir um viðhorf íslendinga til myndlistar. Ýmsar ffóðlegar upplýsingar er að finna í bókinni. Þar kemur t.d. ffam að þegar mennta- málaráð var stoftiað á bannárunum, að ffum- kvæði Jónasar Jónssonar frá Hriflu, til að kaupa listaverk, var því markað- ur allsérkennilegur tekju- stofh, nefnilega, „allar tekjur af seldu áfengi, hverju nafhi sem nefnist, sem ólöglega er flutt til landsins og upptækt gert af réttvísinni, allar tekjur af seldum skipum, sem af samskomar ástæðu hafa verið gerð upptæk, svo og allar sektir fyrir brot á áfengislöggjöfinni", svo vitnað sé orðrétt í reglu- gerð ffá 1928. Af skilmerkilegri grein Aðalsteins má ráða að þótt á yfirborðinu líti út fyrir að ólík listræn við- horf hafi teldst á, annars vegar íhaldssöm þjóðem- isstefna og hins vegar ffjálslyndur módemismi, þá blönduðust inn í deil- umar pólitískir flokka- drættir, klíkuskapur og fjölskyldu- og vinavensl, sem flæktu málin vem- lega. Sem dæmi má nefna að Valtýr Stefánsson, rit- stjóri Morgunblaðsins, sem var kvæntur Kristínu Jónsdóttur listmálara, fékk Jón Þorleifsson listmálara til að skrifa gagnrýni í Morgunblaðið, en Jón var undir sterkum áhrifum í dómum sínum af skoð- unum Jóns Stefánssonar listmálara, sem var heim- ilisvinur þeirra hjóna. Guðmundur Einarsson frá Miðdal, sem skrifaði í Vísi, var heldur ekki seinn að ímynda sér að útsmog- ið samsæri væri í gangi þegar minnsta tilefhi gafst til. Dæmigerð íslensk sitúasjón. Öllu líflegri vom átökin kringum Jónas Jónsson ffá Hriflu, en of langt mál væri að fara út í þá rimmu hér. En segja má að Jónas ffá Hriflu hafi unnið mik- ið affek með því að sam- eina alla myndlistarmenn landsins, í fyrsta og eina sinn, um eitt málefni, þ.e. að vera á móti Jónasi ffá Hriflu. Jónas hefði getað huggað sig við að nú, liðlega fimmtíu árum síðar, myndi hann eignast dygga banda- menn meðal forystupenna Morg- unblaðsins í baráttunni við erlend áhrif og úrkynjun. I umsögn sinni um sýninguna gengur Bragi Ás- geirsson svo langt að segja að á þeim fimmtiu ámm sem liðin eru frá lýðveldisstofnun hafi íslenskir listamenn „mglast í ríminu". Og í Lesbókarrabbi sínu um síðustu helgi segir ritstjóri Lesbókar Morg- unblaðsins, Gísli Sigurðsson, að „affakstur síðustu 14 áranna yrði þunnur á vangann við hliðina á sýningunni á Listasafninu". Það er aumt til þess að vita að menn geti ekki notið neins úr fortíðinni án þess að beita því sem svipu á sam- tímann. Þessar athugasemdir benda til að deilurnar sem brutust út fyrir stríð séu ekki til lykta leidd- ar og kraumi enn undir niðri. „Það er auðveldlega hœgt að ganga út í öfgar í hástemmdum yfirlýsingum um mikilfengleg afrek íslenskrar myndlistarsögu milli stríða. “ sýningunni og heimildaskrá. Danski skólinn í íslenskri myndlist Islensk myndlist frá þessu tíma- bili hefur verið hlaðin þvílíku lofi (af íslendingum) að á þær byrðar er varla bætandi. Enda hafa menn gjarnan litið á hana sem sjálf- sprottna sköpun, vegna hins sérís- lenska myndefnis, en látið hjá líða að skoða hana í samhengi við er- lenda strauma. Flestallir myndlistarmenn sem létu að sér kveða á þessum árum lærðu í Kaupmannahöfn og nánast allir dvöldu þar um einhvern tíma. Einstaka menn leituðu annað, t.d. Fitinur Jónsson og Guðmundur Einarsson frá Miðdal, sem fóru til Þýskalands, og Jón Stefánsson, sem átti viðdvöl í vinnustofu Matisse í París. En sýn íslenskra listamanna á listalíf Evrópu miðaðist fyrst og fremst við Kaupmannahöfn. ís- lenskir listamenn lentu í hinni dæmigerðu aðstöðu nýlenduþjóð- arinnar að stóla á Dani, nýlendu- herrana, að kenna sér að skapa myndlist sem átti að færa íslend- ingum sjálfsímynd og menningar- legt sjálfstæði ffá Danmörku. Út- koman varð sú að í samhengi við íslenskan veruleika voru þessir listamenn „ffumherjar“, eins og þeir eru off kallaðir, en í samhengi við evrópskt listalíf voru þeir að fást við frekar viðurkennda hluti, sem endurspegluðu ekki nema brot af þeirri grósku sem var að finna annars staðar í álfunni. ís- lenskir listamenn voru landslags- málarar í hefðbundnum skilningi, þeir nutú þess að vera fyrstir á staðinn og hafa yfir að ráða mjög mögnuðu myndefni, en nítjándu aldar mótíf voru samt allsráðandi, fjarlæg fjöll, óbyggðir og „ímynd hins sanna íslands". Ekkert bar á þeim beitta realisma sem víða ruddi sér til rúms á fjórða áratugn- um. Myndir af sjávarplássum og vinnandi fólki voru yfirleitt í mjög stílfærðri útgáfu. Kreppan og her- námið áttu ekki upp á pallborðið hjá myndlistarmönnum. úrlega, kapítuli út af fyrir sig. Ferd- inand Leger hafði afdrifarík áhrif á listalíf Svíþjóðar og Finnlands, en ekki hér. Súrrealismi stakk sér nið- ur í Danmörku, en Islendingar leiddu hann hjá sér. íslenskir lista- menn hafa líklega ekki þekkt til konstrúktívisma, Bauhaus-skólans og De Stijl á þessum árum, jafnvel þótt íslenskir arkitektar væru farnir að innleiða fúnksjónalisma í bygg- ingarlist. Það voru helst mynd- höggvararnir Sigurjón Ólafsson og Ásmundur Sveinsson sem brutu upp einhæfhina og voru í nánari tengslum við breytta ásjónu bæjar- lífsins en draumlyndir landslags- málarar. Nægir þar að nefna magnaða mynd Sigurjóns, „Maður og kona“, frá 1939. Ekki er þar með sagt að ekki hafi margar fallegar myndir verið skap- aðar. Einstakar myndir eru ekki ómerkilegri vegna þess sem aðrir létu ógert. En það er auðveldlega hægt að ganga út í öfgar í há- stemmdum yfirlýsingum um mik- ilfengleg afrek íslenslu'ar myndlist- PRESSAN FIMMTUDAGURINN 16. JÚNÍ1994 ÍLýðveldis saga fyrir byrjendur 1978 Alþýðuflokkurinn, sem var í umtals- verðri útrýmingarhættu, vinnur stór- sigur í alþingiskosningum: Fær fjórtán þingmenn en hafði fimm. Þetta var fyrst og fremst persónulegur sigur Vil- mundar Gylfasonar. Óli Jó myndar vinstristjóm Framsókn- ar, krata og Alþýðubandalags. Meirihluti sjálfstæðismanna í borgar- stjóm Reykjavíkur fellur eftir áratuga valdatímabil. Framkvæmdastjórn Listahátíðar lætur undan þrýstingi ríkissaksóknara og rannsóknarlögreglu og tekur jap- önsku kvikmyndina Veldi tilfinning- anna af dagskrá. Sómakærir borgarar höfðu grun um að í myndinni væri hræðilegt klám. Friðrik Ólafsson forseti FIDE, alþjóða skáksambandsins. 180 fórust, þar af átta Islendingar, með þotu Flugleiða á Sri Lanka. 1979 Sjö íslendingar handteknir á hótelinu Fimm svanir I Kaupmannahöfn. Þeir reyndust vera með fulla tösku af pen- ingum, skartgripi, minkapels, skamm- byssu, kókaín, amfetamín og hass. Kratar sprengja stjóm Óla Jó og kosningar fara fram. Alþýðuflokks- menn sitja um þriggja mánaða skeið aleinir í stjómarráðinu. Grease-æðið tröllriður íslenskum ung- mennum. John Travolta og Olivia Newton-John eru goð hins nýja diskó- tíma. Hörður Sigurgestsson verður for- stjóri Eimaskipafélagsins. 34 flóttamenn frá Víetnam koma til Islands. Greenpeace sendir skip sitt, Rain- bow Warrior, á Islandsmið til að trufla hvalveiðar. 1980 Gunnar Thoroddsen, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, myndar rikis- stjóm með Framsókn og Alþýðu- bandalagi, og nýtur auk þess stuðn- ings nokkurra þingmanna Sjálfstæðis- flokksins. Þetta er hápunktur hins dramatíska valdatafls í Valhöll. Jóhann Hjartarson, sautján ára, Is- landsmeistari i skák. Skipverji á varðskipinu Tý stingur tvo meðlimi áhafnarinnar til bana og stekkur síðan i hafið. Hæstiréttur dæmir í Geirfinns- og Guðmundarmálum. Sex fengu fang- elsisdóma, upp á eitt til sautján ár. Vigdís Finnbogadóttir kjörin fjórði forseti lýðveldisins. Hún bar sigurorð af Guðlaugi Þon/aldssyni ríkissátta- semjara, Albert Guðmundssyni og Pétri Thorsteinssyni sendiherra. Bubbi Morthens, ungur og reiður far- andverkamaður, gefur út ísbjamar- blús. Svavar Gestsson tekur við for- mennsku i Alþýðubandalaginu af Lúð- vik Jósefssyni og Kjartan Jóhannsson tekur við af Benedikt Gröndal, for- manni Alþýðuflokksins. Ríkisstjóm Gunnars Thoroddsen rið- ar til falls vegna Gervasoni-málsins, sem hvergi annarsstaðar hefði getað skipt nokkurri þjóð í tvær hatrammar fylkingar. Hann var Frakki sem skaut sér undan herskyldu og laumaði sér til Islands. Um siðir var hann sendur út aftur og rikisstjómin hélt áfram að reyna að stjórna landinu þrátt fyrir allt. 1981 Tvö núll skorin aftan af verðbólgu- þjáðum gjaldmiðli. Snorri Hjartarson fær Bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs. Ásgeir Sigurvinsson keyptur til Bay- em Múnchen, eins frægasta og besta knattspymufélags heims. Þar sat okk- ar maður lengst af á bekknum. Pétur Sigurgeirsson kjörinn biskup; hann fékk eitt atkvæði umfram Ólaf Skúlason. Hallgrímur nokkur Marinósson bakk- aði á bíl sínum í kringum landið, alls 1.570 kílómetra, til að safna fé fyrir Þroskahjálp. Erkifjendur í íslenskum fjölmiðla- heimi, Dagblaðið og Visir, sameinast i eitt DV. V J

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.