Pressan - 16.06.1994, Blaðsíða 30

Pressan - 16.06.1994, Blaðsíða 30
PRESSAN •mmmmmmmmmmmmmmmmmmmsmíu ~ Útgefandi Pressan hf. Ritstjóri Karl Th. Birgisson Ritstjómarfulltrúar Guðrún Kristjánsdóttir Styrmir Guðlaugsson Ritstjóm, skrifstofur og auglýsingan Nýbýlavegi 14—16, sími 643080 Símbréf: Ritstjóm 643089, skrifstofa 643190, auglýsingar 643076 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjóm 643085, dreiéng 643086, tæknideild 643087 Áskriftargjald 860 kr. mánuði ef greitt er með VISA/EURO, en 920 kr. annars. Verð í lausasölu 280 krónur. Undir hœl stjórnmál- anna r Idag fær PRESSANí lið með sér hóp valinkunnra einstaklinga til að velja þá íslendinga sem hafa sett mest mark á lýðveldið. Nið- urstöðurnar eru ekki mjög óvæntar, því fyrir utan þá einn eða tvo listamenn, sem hafa séð þjóðinni fyrir andlegu viðurværi, eru í efstu sætum mest áberandi stjórnmálamenn lýðveldisins. í sambærilegum könnunum erlendis er algengt að stjórnmála- menn séu hvergi nærri þeim sem mest áhrif hafa haft á þjóðlífið. Þar eru frekar athafnamenn, skáld, vísindamenn, uppfinningamenn og fé- lagsmálafrömuðir. En ekki uppi á íslandi. Þar eru pólitíkusar upphaf og endir þess sem mótar og skapar þjóðfélagið. Þetta er þörf áminning þess að á íslandi hafa stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar ráðið of miklu of lengi. Þeir tóku að sér að ráðstafa peningum þjóðarinnar í gegnum banka og sjóði, þeir ákváðu hverjir fengju yfir framleiðslutækjum að ráða, þeir skiptu með sér yfirráðum í félagskerfinu og þeir skiptu með sér fjölmiðlakerfinu. Niðurstaðan var ótrúleg sóun verðmæta og félagslega lokað samfélag. Stjórnmálamennirnir, sem nefndir eru í könnun PRESSUNNAR, eru sem betur fer af þeirri fágætu tegund sem tók að sér að losa ís- lenzkt þjóðlíf úr viðjum áætlunar- og haftabúskapar. Það ber þess merki að íslendingar vita hversu mikilvægtframlag þeirra var. Þeirra hefði þó ekki þurft við nema af því að stjórnlyndisfjandinn og sósíal- ísmi allra flokka hafði reyrt þjóðlífið í fjötra sem sóuðu bæði fjármun- um, orku og frumkvæði fólks. Vissulega hefur upp á síðkastið orðið nokkur valddreifing í fjár- málakerfi, atvinnu- og efnahagslífi og fjölmiðlum. Hún er þó lítil og svo nýtilkomin að lítið þarf til að þar hrökkvi allt í sama farið aftur. Miðstýringar- og áætlunarbúskapsraddirnar láta enn fá tækifæri ónotuð til að minna á sig. Og þá ekki til að minna á tugmilljarðana sem lýðveldið er fátækara á þessu fimmtíu ára afmæli sínu. Þess er óskandi að þegar svipuð könnun verður gerð að fimmtíu árum liðnum prýði listann fáir eða engir stjórnmálamenn og þá þeir helztir sem borið hafa gæfu til að láta fólk sem mest í friði; leyft auð- legð að vaxa, mannlífinu að blómstra og mannvitinu að dafna — af eigin rammleik. BLAÐAMENN: Bragi Halldórsson umbrotsmaður, Gunnar L. Hjálmarsson, Hulda Bjarnadóttir, Jim Smart Ijósmyndari, Jökull Tómasson útlitshönnuður, Pálmi Jónasson, Sigríður H. Gunnarsdóttir prófarkalesari, Sigurður Már Jónsson, Snorri Kristjánsson myndvinnslumaður, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. PENNAR: Stjómmál: Árni M. Mathiesen, Baldur Kristjánsson, Einar Karl Haraldsson, Finnur Ingólfsson, Gunnar Jóhann Birgisson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Mörður Árnason, Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Þórunn Sveinbjarnardóttir, össur Skarphéðinsson. Menning og mannlíf: Davíð Þór Jónsson, Einar Kárason, Friðrika Benónýs, leikhús, Gunnar J. Árnason, myndlist, Gunnar L. Hjálmarsson, popp, Hallur Helgason, kvikmyndir, Illugi Jökulsson, skák, Indriði G. Þorsteinsson, Jónas Sen, klassík og dulrœn málefni, Kolbrún Bergþórsdóttir, bókmenntir, Kristinn Jón Guðmundsson, Magnús Ólafsson, Margrét Elísabet Ólafsdóttir. AUGLÝSINGAR: Halldór Bachmann, Pétur Ormslev. S Peysa Ofeigs í Fjalli „Ekkert sverð beit á þessa peysu nema þrem sinnum hefði verið mannsbani. Svona peysur, fengjust þær í dag, þœttu hentugar í miðbœnum um helgar. “ Nú, þegar lýðveldið ísland er fimmtíu ára, er horft tO baka með ýmsum hætti. Við sem vorum átján ára 1944 unnum vel að því að koma fólki á kjörstað svo það gæti greitt lýðveld- inu atkvæði. Kynslóðir lýðveldisins nutu góðs af þeim umbyltingartím- um, sem í hönd fóru. Það var mik- ið rót á þjóðfélaginu á þessum tím- um og gömul gildi þóttu á stund- um svolítið brosleg. í pólitík var mjög höfðað til lýðfrelsis, svo orða- flaumurinn stóð út úr báðum munnvikum. Þar gengu harðast fram þeir, sem börðust fýrir er- lendum tískustefnum, þar sem ekki var rúm fyrir lýðræði. En þessi stefna var tekin gild á umræðuvett- vangi hins unga lýðveldis og hefur verið það síðan, eftir að dautt er og fallið í gras allt það rosalega þras sem gekk yfir Vesturlönd heimin- um til bjargar. En lýðveldistíminn íslenski er ekki einstakur hvað snertir eltinga- leik við villu og reyk. Eflaust hefúr þessi tilhneiging varað lengi bæði hér og annars staðar. Við höfum á seinni árum verið altekin af út- löndum og samvinnu við þau. Við höfum jafnvel rætt í alvöru um að gera ísland að ráðstefnulandi, hvað sem það nú þýðir. Við erum öðru hverju að tilkynna um umsvif ís- lendinga erlendis, einkum á sviði iðnaðar, og mun það eiga að vega upp á móti þeim átöppunariðnaði sem hér er stundaður við lítinn orðstír. Ekki er sett svo á fót soðn- ingareldhús með fjórum konum, sem búa út matarpakka, að ekki birtist fréttir og viðtöl um hug- myndir um útflutning. Sagt er að þetta séu barnabrek. En fimmtugur aðili, eins og lýðveldið, ætti kannski að vera svolítið þroskaðri. Á lýðveldistíma hafa menning og listir verið rómaðar ákaflega. Vel má vera að þar hafi margt verið vel gert. En niðurstaðan er engu að síður sú, að bókaútgáfa í landinu er að hrynja, fittings eru talin listaverk og seld við háu verði, miklu hærra er vatnsrörin kosta, og málverkið er orðið svo frjálst, að þakka má fyrir ef nef fyrirmyndar kemst fyrir inn- an rammans. Myndsýningar eftir börn þykja nú helstu listviðburðir. Þessu til fúlltingis er svo verið að vitna í Jónas frá Hriflu, sem árið 1942 vildi að myndir væru siðlegar fyrir augað og hlaut af miklar hremmingar. Síðan þá má segja að list á íslandi hafi verið tilskipana- list, þ.e. list sem þjónaði ákveðnum tilgangi upplausnar til að búa þjóð- félagið undir þá byltingu sem átti að koma, en dó á erlendum gresj- um. Árangurinn varð sá að listin er nær sjálfdauða. Þótt undarlegt sé virðist einhver árátta vera til að sníða þjóðinni ný klæði á fimmtíu ára afmæli lýð- veldis í anda nítjándu aldar. Á lýð- veldistíma hefur orðið algjör um- bylting í klæðaburði, enda lætur enginn undir þrítugu sjá sig öðru- vísi en í gallabuxum með skyrtuna utanyfir, eins og kom fyrir í vega- vinnu hér á árum áður. Þessi klæðaburður á að sýna alþýðleg- heitin á milli þess sem unglingar gefa hver öðrum á lúðurinn um helgar í miðbæ Reykjavíkur. Vilji menn hins vegar efla alþýðlegheit- in, eins og þau voru á nítjándu öld, með því að sníða konum og körl- um ný klæði á lýðveldisafmæli, sem hefur ekkert fært okkur nýtt í föt- um nema gallabuxur, ættu hinir sögufróðu poppistar að hafa í huga, að þá gengu karlmenn í nærbuxum (föðurlandi) einum fata, þegar gott var veður, og konur styttu sig svo að sá í kríkana. En poppistar vita þetta náttúrlega ekki og þess vegna eru þeir að láta sníða vaðmál handa Islendingum samkvæmt jakkatísku Bítlanna og kalla sögulegan klæða- burð. Óvíst er líka hvort nokkurn fysti að mæta á brókinni á Þing- völlum 17. júní. Það er engin ný bóla að föndrað sé í klæðaburði, þótt það hafi aldrei borið árangur síðan Sigurður Guð- mundsson málari teiknaði kven- búning sinn. Aftur á móti hafa föt komið við sögu oft og tíðum. Er eins og nú vanti skáldið Benedikt Gröndal til að færa fataprógramm- ið í heppilegan búning. Árið 1859 dvaldi Gröndal í háskólanum í Louvain í Belgíu og skrifaði þá Heljarslóðarorrustu. Tilefnið var orrustan við Solferino. Gröndal var ekki markaður bás í Heljarslóðar- orrustu frekar en í flestu öðru sem hann skrifaði og kom hann Na- póleon 3. í bland við ýmsa merka Islendinga. Það hefur löngum verið þörf okkar að lúta ekki að litlu í mannvirðingum, enda deildu ís- lenskir menn ekki geði við minni menn en konunga, keisara, jarla og lávarða, eins og frægt er af sögum. Og enn þykir okkur mest hind í komu tiginna gesta. Gröndal fór héðan úr fiskiþorp- inu Reykjavík og uppgötvaði þá, að landar hans voru haldnir mikilli heimsmennsku. Þeir töluðu gjarn- an þannig sín í milli, eins og er- lendir pótentátar væru þeim næsta kunnugir. Eftir orrustuna við Sol- ferino fann hann, að auðvitað var eins og landar hans tækju þátt í að- förum kónga og keisara. Þeir a.m.k. myndu tala þannig. Þessi tilfinning varð Gröndal tilefni til einna stór- brotnustu gamanmála á tungunni. En núlifandi landar hafa lítt breytt vana sínum. Enn finnur fólk til ná- lægðar þjóðhöfðingja, þótt fækkað hafi keisurum. Og kannski finnur það aldrei meira til þessarar ná- lægðar en einmitt á lýðveldisaf- mæli. í veislu Napóleons og Evgen- íu var reitt ffam snjóhvítt skyr úr Húnavatnssýslu, rjómi austan af Síðu, mjallhvítur skyrhákall úr Svefúeyjum, rengi úr Bolungarvík, tunglbjartur Kjósarostur og feit hangikjötsrif úr Skagafirði. Undir borðum flutti Pelissíer, eitt af bestu sverðum Napóleons, ræðu, enda orðinn fullur, og varð tíðrætt um fjárkláðann á Islandi og saltfisk- prísa. Borðhald á Þingvöllum mun fara ffiðsamlegar fram. Hjá Gröndal kemur til sögunnar peysa Ófeigs í Fjalli, og hefði mátt minnast hennar í hinum nýja klæðaburði nítjándu aldar sem á að fara nota. Napóleon var sem sagt að hertygjast vegna Krímstríðsins og fór í silkiskyrtu sem Evgenía hafði saumað í meydómi. Þar utan yfir fór Napóleon í duggarapeysu. „Þá peysu hafði Þjóðólfur (blaðið) tekið af Ófeigi í Fjalli dauðum upp í borgun fyrir hrossalýsingu.“ Ekk- ert sverð beit á þessa peysu nema þrem sinnum hefði verið manns- bani. Svona peysur, fengjust þær í dag, þættu hentugar í miðbænum um helgar. Þrátt fýrr að langt sé síðan Þjóðólfur birti hrossaauglýs- ingu ffá Ófeigi í Fjalli og innheimti gjaldið skörulega eru Islendingar á fimmtíu ára affnæli lýðveldis enn í fullum færum við að taka á móti og tala við þjóðhöfðingja. Gröndal lýsti einkennum þjóðar sinnar í Heljarslóðarorrustu, eins og þau birtust honum í sjávarþorpinu Reykjavík. Og þótt nú sé komið annað andlit á landið og Reykjavík orðin stór og stöndug borg stendur enn eftir óhaggað, að við gætum átt til að gauka peysu að einhverri drottningunni. Höfundur er rithöfundur. Á valdi tilfinninganna ---- • * • /V I 4 • Eftir síðustu helgi voru ia ueui tækifæri til hörkufréttaflutn- ings en af flokksþingi krata á Suðurnesjum. Þess vegna hlakkaði ég til þegar kynnt var á Stöð 2 að einn af uppáhaldsfféttamönnum mínum, Eggert Skúlason, væri með ítarlega umfjöllun á sunnu- dagskvöld. Ég hélt til dæmis að Eggert myndi vaða í Jón Baldvin effir formannskjör og spyrja hvern- ig á því stæði að formaður í tíu ár fengi ekki nema sextíu prósent at- kvæða í kosningu. Nei, — hann vatt sér að Jóni með þessa gullvægu spurningu: „Ertu þreyttur?“ Ég var að vona að með brott- hvarfi Halls Hallssonar myndi þessi tilfinningafféttamennska hverfa af Stöð 2. Hann hafði gert það að listgrein að yfirdramatísera Kn„„:n aft maónr-j;at 02 llCLUl ^amag, -- ~ hlustaði — eiginlega bara til þess að hlusta — en eftir á sat í manni sambland óvissu um um hvað fréttin var og þarafleiðandi óvissu um hvað maður átti að gera við til- finningaflóðið sem hellt hafði verið yfir mann. í Amríku var effir því tekið í Persaflóastríðinu, að fféttamenn spurðu hermenn ekki „Hvað hef- urðu drepið marga í dag?“ eða „Hefurðu lent í bardaga í dag?“ (eins og gert var t.d. í Víetnam), heldur: „Hvernig líður þér, her- maður?“. Fréttagildið í svörunum var ekkert, en tilfinningagildið þeim mun meira. Kannske er þetta eðlileg afleiðing sjálfhverfunnar sem lýsir sér í því að allir eru uppteknari af eigin til- finningalífi en því sem er að gerast í kringum þá. En þetta er vona fféttamennska. Það er eðlilegt að þeir, sem t.d. hafa bjargazt úr sjáv- arháska, séu spurðir hvernig þeim líður eða leið, en það er hvorki upplýsandi né trúverðugt að spyrja pólitíkus í hita leiksins á þennan hátt — af því að það eru þúsund aðrar spurningar sem hann skuldar okkur svör við og af því að hann myndi aldrei tala hreinskilnislega um tilfinningar sínar í sjónvarps- viðtali. Enda sýndist mér Jón Baldvin grípa tækifærið fegins hendi til að segja nokkra sjarmerandi brandara, sem að vísu sögðu okkur eitthvað um hann, en ekkert um átökin sem ég a.m.k. beið ffétta af. Karl Th. Birgisson „Hann vatt sér að Jóni með þessa gullvœgu spurn- ingu: „Ertu þreyttur?“ “ 30 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 16. JÚNÍ1994

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.