Pressan - 16.06.1994, Blaðsíða 31

Pressan - 16.06.1994, Blaðsíða 31
F áein orð í fúlustu alvöru U*r~ I Lýðveldið í 50 ÁR SIGURÐUR A. MAGIMÚSSOIM tli Islendingar séu ekki spéhræddasta þjóð á jarð- ríki? Erlendir gestir hafa ekki flóarffið fyrir spurulum heimamönnum, sem ævinlega inna þá eftir áJiti á landi og þjóð. Ef gestirnir segja hug sinn allan, telja fram löst jafht sem kost, þá er meiren líldegt að spyrlana setji hljóða eða þeir fari í fylu og flýti sér að brydda uppá öðru umræðuefhi. Gerist erlendur blaðamaður svo bí- ræfinn að láta uppi neikvæða per- sónulega skoðun á landi eða þjóð, þá liggur við sjálft að þjóðarsorg verði í landinu. fslendingar hafa aldrei þolað að heyra umbúðalaus- an sannleikann um sjálfa sig af vör- um útlendinga, þó þeir kunni í sinn hóp að viðurkenna vanmeta- kenndina og steigurlætið, fyrir- hyggjuleysið og flottræfilsháttinn. Jón Helgason prófessor í Kaup- mannahöfn lét einhverju sinni svo ummælt, að íslenskt þjóðfélag væri ómengað fúskarasamfelag. Það er að mínu mati hárrétt athugað og á sér bæði sögulegar, sálrænar og fé- lagslegar forsendur. Þráttfyrir öll sín menningaraffek og margvíslegt andlegt atgervi, sem væntanlega er ótvírætt, eru íslendingar í öllu sínu atferli og viðhorfum óbrotin nátt- úrubörn, sem láta hverjum degi nægja sína gleði eða þjáningu og gera sér litla rellu útaf flóknum og einatt siðfáguðum eigindum skipulegra og skynsamlegra samfé- laga. Þeir hneigjast tO að gefa hvöt- um sínum og löngunum lausan tauminn, jafnt neikvæðum sem já- kvæðum, og hafa einhverskonar ffumstæða dultrú á alheimsskipan þarsem gott og illt eigi að leika lausum hala og takast á truflunar- laust, þannig að bæði það besta og það versta í hverjum einstaklingi fái óheffa útrás. Þeir hafa, svo dæmi sé tekið, einkennilegt dálæti á lukkuriddurum og glæffamönn- um í pólitík og fésýslu, mönnum sem spila hátt og spila djarff, jafn- vel þó ffamferði þeirra sé mann- skemmandi og misbjóði réttlætis- kennd ráðvandra borgara. Þeir hafa rótgróna andúð á hverskyns prinsippum eða svonefhdum grundvallarreglum, enda eftirtekt- arvert að hugtakið prinsipp hefur aldrei verið sómasamlega íslensk- að. Það er ffamandi hérlendum hugarheimi. Síbernsk þjóð íslendingar eru vanþroskaðir á sama hátt og æskufólk er van- þroskað. Það er vitaskuld bæði kostur og löstur. Það stuðlar að geðríki, kappsemi og eldmóði, for- vitni, lífsþorsta og milliliðalausri lífsnautn, en það styður líka að fé- lagslegu staðfestuleysi, ábyrgðar- og agaleysi, yfirborðsmennsku og þeirri áráttu að taka hismið ffammyfir kjarnann. Sennilega má rekja ffumstætt veiðimannahugarfar Islendinga til þessarar ólæknandi síbernsku. Það er einkenni veiðimannsins að hafa fyrst og ffemst fýrir augum happa- dráttinn, slembilukkuna að hætti Hrafria-Flóka sællar minningar, en láta undir höfuð leggjast að gera áætlanir eða leggja niður fýrir sér ffamtíðina. Þetta hefur loðað við Islendinga ffammá þennan dag og staðið þeim fýrir þrifum á öllum sviðum þjóðlífsins. Talandi dæmi um vítavert fýrirhyggju- og ábyrgðarleysi eru kolrangar kostn- aðaráætlanir í sambandi við Kröflu, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Ráðhúsið í Reykjavík, Perluna og Árbæjarsundlaug, og mætti lengi rekja þann hrakfallabálk. Islendingar eyða talsvert meiri fjármunum í meira og minna þarf- lausar utanfarir ráðherra, alþingis- manna og opinberra embættis- manna (ásamt spúsum) en þeir verja til samanlagðra vísindarann- sókna og menningarframtaks, og segir sú staðreynd ein útaf fýrir sig hrikalega sögu sem vitanlega er haldið leyndri fýrir almennum borgurum. Island er búið að vera lýðveldi í hálfa öld, en íslensk stjórnarskrá sem nafn sé gefandi er hvergi til, þó við eigum á næstu ár- um eftir að lifa einhverja viðsjár- verðustu tíma í gervallri sögu þjóð- arinnar, tíma sem kunna að skera úr um áfJamhaldandi tilvist Islend- inga sem sjálfstæðrar þjóðar. Hnignandi menntun Alvarlegust af öllu er samt sú staðreynd, að menntun þjóðarinn- ar fer ört hnignandi, þó því megi slá föstu að gáfhafar Islendinga standi hvergi að baki andlegu at- gervi annarra þjóða. Það sem gerst hefur á næstliðnum áratugum er einfaldlega það, að ráðamenn þjóðarinnar hafa skákað gervöllu menntakerfinu útí horn, og þar berst það vonlítilli baráttu við hungurvofuna. Á sama tíma og ráðherrar, þingmenn, bæjarstjórar, forstjórar og aðrir miðlungsmenn í efri lögum samfélagsins skammta sjálfum sér eða hrifsa til sín laun og margháttuð fríðindi, sem eru í einu orði sagt gráthlægileg miðað við af- raksturinn af störfum þeirra, þá er þannig búið að skólum landsins og kennarastéttinni einsog hún leggur sig, ffá forskólum til háskóla, að jafhgildir fjörráðum við íslenska menningu. Vanmetin og van- greidd störf verða naumast unnin svo vel sé, nema þá af hugsjóna- mönnum sem kæra sig kollótta um eigin kjör og aðbúnað. Svo er gæf- unni fýrir að þakka, að enn er til álitlegur hópur slíkra manna í kennarastétt, en þeim fer áreiðan- lega fækkandi, ef ekki verður gerð bragarbót. Menntun er ekki munaður, held- ur sú auðlind sem þjóðin á dýr- mætasta á tímum þverrandi sjávar- fangs og vaxandi tæknivæðingar. Hún er bein forsenda þess, að við fáum lifað siðuðu og mannsæm- andi lífi. Að öllum öðrum ólöstuð- um er það rökstudd sannfæring mín, að engin stétt samfélagsins beri jafrtþunga ábyrgð né sé jafn- nauðsynleg og kennarastéttin. Þar eru fóstrur vitaskuld meðtaldar. I höndum þessa fólks er bæði ffam- tíð barna okkar og barnabarna og raunar framtíðarheill þjóðarinnar. Bæjarfélög, sem láta það viðgangast að bæjarstjórum og öðrum pólit- ískum kontóristum séu greidd hærri laun en skólastjórum og kennurum, gera sig sek um óhæfú og grafa undan eigin farsæld og ffamtíð íbúanna. Eftirað ég varð stúdent fyrir hálfúm fimmta áratug kenndi ég í tvö ár við fJamhalds- skóla í höfuðstaðnum og þáði laun sem voru talsvert yfir meðallagi. Nú eru kennarar ekki einusinni hálfdrættingar á við iðnaðar- mannaaðalinn margffæga, að ekki sé minnst á burgeisa og forstjóra svonefnds athafnalífs. Óvíða í hin- um vestræna heimi munu kjör há- skólakennara vera jafhhrakleg og á íslandi. I Japan eru kennslustörf einhver eftirsóttustu störf sem völ er á þar í landi, enda mjög vel launuð, og þarf varla blöðum um það að fletta, að árangur Japana í mörgum greinum megi rekja til þess, þó ég 'sé ekki endilega að mæla með upp- töku japanskra kennsluhátta hér- lendis. Ég er einungis að benda á snarvitlaust verðmætamat sem á eftir að koma harkalega niður á niðjum okkar. Málrækt Mikið hefúr seinni árin verið fjasað um málrækt og málvöndun í ræðu og riti, og láta stjórnmála- menn ekki sinn hlut eftir liggja í því efhi, þó málfar þeirra á Alþingi og í fjölmiðlum sé sjaldan til vitnis um sérstaka umhyggju fýrir ást- kæra ylhýra málinu. Sannast sagna eru ýmis afbrigði móðurmálsins, til dæmis svonefnt stofhanamál sem af einhverjum óskiljanlegum or- sökum þykir veglegt á opinberum skjölum, svo gersneydd stílþrifum og blæbrigðum, að jaðrar við geld- ingu. Sama má í grófum dráttum segja um málfar blaðanna sem landslýður les dagsdaglega sér til andlegrar uppbyggingar. Þegar ffá eru taldir nokkir stílmeistarar útí bæ, sem endrum og eins senda dagblöðunum greinar til birtingar, má heita að lesmál þeirra sé sam- felld eyðimörk og minni einna helst á örfoka land sem íslendingar eru um síðir farnir að hafa áhyggj- ur af. Þegar útvarp og sjónvarp eiga í hlut er það gleðilegur viðburður sem nálgast kraffaverk, ef heilt kvöld líður ánþess tungunni sé misboðið eða beinlínis nauðgað með klúðurslegri eða alrangri setn- ingaskipan, vitlausum fallbeyging- um eða þeirri sérkennilegu blönd- un á staðnum þarsem óskyldum eða fjarskyldum orðtökum er hrært saman í ólystugan graut (dæmi: „að klóra í bakkafullan lækinn“). Ein stétt manna, þó vissulega búi við snöggtum ömurlegri kjör en kennarar, gerir ekki annað daginn langan — og stundum líka nætur- langt — en rækta tungu feðranna, slípa hana og fægja, teygja hana og sveigja, endurnýja hana og auka henni fijómagn, styrk og blæfeg- urð. Það er sú stétt sem fæst við að setja saman góðar bækur. Mál- ræktarstarf rithöfunda er í reynd bæði meðvituð og ómeðvituð við- leitni til að styrkja sjálfa líftaug þjóðarinnar. Víst voru ffamtíðar- sýnir skáldanna á síðustu öld ímyndunarafli þjóðarinnar örvandi og ffjóvgandi, og þá ekki síst lýs- ingar þeirra á þessu harðbýla landi sem við lærðum að dá og elska, en það var meðferð móðurmálsins, endurnýjun þess og nýsköpun, sem var þeirra stórfelldasti og var- anlegasti skerfúr til óborinna kyn- slóða. Þessari viðleitni hefur ekki linnt á öldinni sem senn er á enda runnin, og hún mun að sjálfsögðu halda áffam meðan menn leggja sig niður við að tala og skrifa ís- lenska tungu, hversu mjög sem hálfamrísk sjónvörp og alþjóðlegir gervihnettir þrengja kosti hennar. En hvernig horfir það mál við opinberum aðilum? I stuttu máli þannig, að ríkisstjórnin, sem nú situr að völdum, lét sér á liðnu ári sæma að gera það sem í hennar valdi stóð tO að kippa stoðunum undan íslenskri bókaútgáfú með alræmdum virðisaukaskatti á bæk- ur. Sú aðgerð á eftir að hafa afleið- ingar sem enginn sér fýrir endann á, en sá hlutur er nokkurnveginn öruggur, að hún mun ekki hafa í för með sér auknar tekjur í ríkis- kassann, einsog látið er í veðri vaka, heldur munu beinar afleið- ingar hennar verða hrun bókaút- gáfunnar og verulegar þrengingar prentiðnaðarins. Það er því fJemur kaldhæðnislegur blær á þeirri ákvörðun Alþing’s að taka málrækt tO umræðu á fundi sínum á Þing- völlum 17. júní. Kannski enn eitt dæmi þess að Mörlandinn sé svo nærsýnn, að honum sé fýrirmunað að sjá samhengi athafna og afleið- inga? Mótsagnir Allar þjóðir eru fifllar af mót- sögnum ekki síður er einstakling- arnir. Við höfúm logið því að sjálf- um okkur og öðrum, að hér búi hamingjusamasta þjóð í heimi, og samt blasir við sú ömurlega stað- reynd að hér eru sjálfsvíg tíðari en víðast annarstaðar á byggðu bóli. Er það ekki íhugunarverð vísbend- ing um brotalöm í samfélagsgerð- inni? Við höfúm af einhverjum óútskýrðum orsökum fengið orð „íslendingar eru vanþrosk- aðir á sama hátt og œsku- fólk er van- þroskað. Það er vitaskuld bœði kostur og löstur. “ fýrir að vera lausir við ofbeldis- hneigð og ffemur hversdagsgæfir. Það þykir mér satt að segja ríma flla við meðferð okkar á börnum, gamalmennum, föngum og fötl- uðu fólki af ýmsu tagi. I sumum skólum höfúðstaðarins ku svo- nefrid lyklabörn vera helmingur nemenda. Þjóðfélag sem þannig býr að börnum sínum, á sama tíma og það stuðlar að flottræfilshætti í einkaneyslu sem ekki á sér hlið- stæðu í víðri veröld, verðskuldar að mínu mati ekki aðra nafhgift en vfllimannasamfélag. Atgervisflóttinn ffá íslandi er vissulega ískyggilegur og á sér að nokkru skýringu í fámennu samfé- lagi, sem ekki getur boðið sínu best menntaða fófld störf við þess hæfi, en hann er að verulegu leyti heimatilbúinn. I samfélagi þarsem ættartengsl, pólitísk samtrygging og aUsherjarspilling ráða ferðinni eiga atgervismenn svo erfitt upp- dráttar, að margir sjá þann kost vænstan að flýja land. Mér er per- sónulega kunnugt um stóran hóp úrvalsmanna sem flúið hafa land af pólitískum ástæðum, og þykir kannski einhverjum saga til næsta bæjar. Er þá ótalinn mfldll fjöldi at- gervismanna sem koðnað hafa nið- ur eða ekki fengið notið hæfileflca sinna nema tfl hálfs í samfélagi þar- sem verðleikar og heflindi verða nálega aUtaf að lúta í lægra haldi fýrir flokksskírteininu. Jón Helgason fór ekki með fleip- ur þegar hann talaði um fúskara- samfélagið íslenska. Höfundur er rithöfundur. (hýdveldis- sa ga fyrir byrjendur 1987 Skafmiðaplágan heldur innreið sína á Islandi í formi Happaþrennunnar. Albert Guðmundsson hrökklast úr Sjálfstæðisflokknum eftir mikið (en að sama skapi klaufalegt) uppgjör. Stofn- aði Borgaraflokkinn í hvelli og fékk sjö menn kjöma í þingkosningum. Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra í samstjóm Sjálfstæðisflokks, Alþýðu- flokks og Framsóknar. Háskólinn á Akureyri tekur til starfa. Hannes Hlífar Stefánsson heims- meistari í skák undir sextán ára aldri. Verslunarmiðstöðin Kringlan tekur til starfa. Ólafur Ragnar Grímsson „stelur" Al- þýðubandalaginu frá flokkseigendum á þeim bæ með því að sigra Sigríði Stefánsdóttur í formannskosningum. 1988 Skipt um hjarta og lungu í Halldóri Halldórssyni. Thor Vilhjálmsson fær Bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs fyrir Grá- mosann. Sigrún Þorsteinsdóttir, húsmóðir úr Vestmannaeyjum og félagi í Flokki mannsins, býður sig fram gegn Vigdísi Finnbogadóttur forseta. Kjörsókn er aðeins rúm 70%. Vigdís fékk 92,7% en Sigrún 5,3%. Markús Örn útvarpsstjóri rekur Ingva Hrafn Jónsson fréttastjóra. Ingvi Hrafn skrifaði bók. Gunnar Björnsson rekinn úr starfi sem Fríkirkjuprestur. Hann skrifaði líka bók. Þorsteini Pálssyni hent út úr ríkisstjórn í beinni útsendingu. Alþýðubandalag kemur inn í stað Sjálfstæðisflokksins. Steingrímur Hermannsson verður aft- ur forsætisráðherra. Magnús Thoroddsen segir af sér sem forseti Hæstaréttar eftir að gerðar voru athugasemdir við að hann notaði aðstöðu sína til að kaupa 2.000 flösk- ur af brennivíni fyrir slikk. Jóhann Hjartarson sigrar Viktor Korc- hnoj í áskorendaeinvígi heimsmeist- arakeppninnar. Korchnoj verður óvin- ur íslensku þjóðarinnar númer eitt fyrir að blása reyk framan í Jóhann. 1989 „Bjórdagurinn“ á íslandi. Erlendir fréttamenn komu til landsins til þess að fylgjast með þeim einstæða menn- ingan/iðburði þegar (slendingar fengu að drekka bjór. Ólafur Skúlason kjörinn biskup. Hann hlaut 89 atkvæði en Heimir Steinsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, kom næstur með 31. „Það sem enginn sér“, lag Valgeirs Guðjónssonar, fær ekki eitt einasta stig í Evrovision. Flytjandi lagsins var Daníel Ág. Haraldsson. Hinn ferðaglaði páfi kom loksins til Is- lands. Borgaraflokkurinn gengur til liðs við rikisstjórnina sem þar með saman- stendur af fjórum flokki plús Stefáni Valgeirssyni. Davíð Oddsson ýtir Friðriki Sophus- syni til hliðar og verður varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Jón Baldvin utanríkisráðherra kaupir 106 flöskur af freyðivíni á kostnaðar- verði svo Ingólfur Margeirsson ritstjóri Alþýðublaðsins geti haldið upp á af- mælið sitt. 1990 Jón Óttar Ragnarsson, sjónvarpsstjóri á Stöð 2, dæmdur til að borga 200 þúsund kall fyrir að sýna klámmyndir. Eyjólfur Sverrisson, liðsmaður Tinda- stóls, fertil Stuttgart að leika fótbolta. Flestir sakborninga í Hafskipsmálinu sýknaðir. Héðinn Steingrimsson, fimmtán ára, verður yngsti (slandsmeistarinn í skák frá upphafi. Ég er meistarinn, leikrit Hrafnhildar Hagalín, fmmsýnt. V J FIMMTUDAGURINN 16. JÚNÍ1994 PRESSAN 31

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.