Pressan - 16.06.1994, Blaðsíða 39

Pressan - 16.06.1994, Blaðsíða 39
Hverjir voru hvar? Þjóðhátíð á Þingvöllum wJ3IO« ★★★ á RÚV á föstudaginn írá kl 9 til 18. Skundum að tækinu og treystum vor heit. HM í fótbolta ★★★★ á RÚV í heilan mánuð. „Algjör veisla fyrir sparkunnendur," segja þeir nú hver um annan þveran, og sumir antísportistarnir taka jafnvel undir og gægjast á leiki í laumi, en aJdeilis ekki allir þó. Bjarni Fel. og Samúel Örn lýsa til skiptis og tryggja skemmtunina. Jónsmessunótt ★★1/2 á RÚV á sunnudagskvöld. Hinn mikli meistari jón Gústafsson er höf- undur og leikstjóri þessarar stuttmyndar um unga Reykjavikur- stúlku og kynni hennar af sjóliða á erlendu skipi. Ætli einhver þurfi að éta kókósbollu? Vanst: Stella í orlofi ★ á RÚV á fimmtudagskvöld. Þetta er etn Sódóma Reykjavík ★★★★ á Stöð 2 á föstudagskvöld. Ein fyndnasta íslenska gamanmyndin og vel þess virði að sjá einu sinni enn. Jón Sigurðsson, maður og foringi ★★★ á RÚV á föstudagskvöld. Heimildamynd með leiknum atriðum. Leikstjórn annaðist Þórhallur Sigurðsson en handritið gerði Þórunn Valdimarsdóttir. Egill Ólafsson leikur Jón og Margrét Ákadóttir konu hans. Þetta ætti að vera í lagi... myndum sem ganga ekki upp. Þetta á að vera gam- anmynd — og er svo sem þokkaleg á köflum — en í heild er myndin jafnfyndin og sandpappír. Vistaslcipti ★ A Differetit World á RÚV á sunnudagskvöld. Lokaþáttur þessarar uppgerðarlegu og ófyndnu þáttaraðar um nemendur í Hiflman- skólanum. Plís, ekld kaupa fleiri þætti! Drauinalandið ★ Hcarts of the Westá RÚV á sunnudagskvöld. Loka- þáttur þessarar þunnu og leiðinlegu þáttaraðar um hundfúla íjölskyldu sem ákveður að gerast kúrekaíjölskykla. PLís, ekki kaupa meira af þessu! Varðandi Henry ★ Regarding Hcniy Á Stöð 2 á sunnudagskvöld. Ein- um of „manneskjuleg“ mynd. Harrison Ford leikur stressaðan bissnes- skall sem er vondur við konuna sína. Svo lendir hann í slysi, breytist í utanveltu grænmeti og þá verður allt gott. Á sunnudag ... Björk í Laugardals- höll, þ.e.a.s. ef þú hafðir vit á að fá þér miða í tíma. Þetta verða þrusutónleik- ar: Bubbleflies brjálaðir eft- ir Englandsdvölina, Und- erworld með dansvænan spuna og Björk og komp- aní spila lög af „Debut“ og nokkur glæný lög. Sykur- molarnir sungu allt á ís- lensku þegar þeir héldu hér tónleika og því spenn- andi að heyra hvort Björk heldur þeim sið. Það eina leiðinlega við þessa tón- leika er að þeir skuli vera á sunnudagskvöldi — eftir allt fjörið hefði verið indælt að geta slappað af eins og einn dag. ... dýrindismáltíð á Hótel Valhöll, fyrir þá sem vilja njóta þess að vera á Þing- völlum í ró og næði en höfðu ekki tækifæri til þess á föstudag. Ef þú átt erfitt með að koma þér út úr bænum er líklega ekkert verra að skella í sig einni máltíð á Hótel Borg, enda staðurinn útnefndur sá besti af lesendum Matar- og vínklúbbs Almenna bókafélagsins. „Að fólk dansi. Við vinnum ekki í hefðbundnu tónleikaformi, þetta er meira eins og eitt stórt partí — við viljum bara vera firamlenging á partíinu.“ Hvernig hugarástandi þarf madur að vera í til að njóta sem best tónlist- ar Underworld? Er betra að vera dópaður? „Nei, dóp kemur málinu alls ekkert við. Það er best að koma op- inn á tónleikana, opinn fyrir nýj- ungum. Við sjáum um tónlistina og gestirnir verða að sjá um að dansa.“ Eitthvað að lokum til íslenskra tónleikagesta? „Bara það að ég hlakka til að sjá ykkur og ég vona að þið eigið, nei, ég lofa ykkur góðri kvöldstund. Ég mun koma ykkur til að dansa.“ Gunnar Hjálmarsson Á Venus næsta kvöld var heldur fátt um fína drætti undirtónum Saint Etienne nema hvað sumir gerðust ofurölvi, þó alls ekki allir. Þangað komu Einar Örn, Sjón, Ásgerður Júníusdóttir, Ásgeir í Spori, Sigurjón, Óttar og Jóhann, allir nú Hams- lausir. í ónefndu partíi í Holtunum aðfaranótt laugar- dags voru Björn Jörundur Friðbjörnsson, Bjarki Kaikumo, Jói og Kommi, Jóga fyrrv. Skapari nú nuddari, Óskar Jónasson, Fjölnir Bragason, Geiri Sæm., Andrea Gylfadóttir, Pétur Ottesen og fullt af öðru skemmtilegu fólki. Á Kaffibarnum um helgina voru Friðrik Þór Friðriksson kvikmynda- gerðarmaður og Anna María, ritari Kvikmyndasjóðs, Kristjana Geirsdóttir, Valgerður Matthíasdóttir, Örnólfur Thorsson og Jakob GBG. Á síðasta kvöldinu í Rósenbergkjallaranum undir stjórn Sverris og Sigga voru frændinn Jón Kaldal og Ragna Sæmundsdóttir, Richard Scobie sem lítur ekki lengur út eins og kvenmaður séð að aftan eftir að hann lét klippa hárið af. Hljómsveitin Underworld spilar í Höllinni með Björk á sunnudagskvöldið. Þetta er eldgömul hljómsveit, sem vakti þó fyrst verulega athygli eftir að platan „Dubnobasswithmyhe- adman“ kom út seint á síðasta ári. Hljómsveitin er tríó og nær sam- starf Ricks Smith og Karls Hyde allt aftur í hljómsveitina Freur, sem átti smávaxinn smell, „Doot doot“, í byrjun síðasta áratugar. Þeir vilja ekki tala um það bernskubrek í dag. Næsti kafli í sögu Underworld hófst skömmu eftir að Freur rann út í sandinn. Þá kölluðu þeir hljómsveitina Underworld #1 og urðu temmilega vinsælir í Japan. A þessu tímabili léku þeir enskt létt- metispopp sem minnti á Thomp- son Twins. Hljómsveitin fékk það Underworld: Karl, Rick og Darren. Brúa tónlistarlegt kynslóðabil. verkefhi að hita upp fyrir Eurythmics á lokatónleikaferð þeirra um Bandaríkin. Rick og Karl voru þó síður en svo ánægðir og þótti bandið vera komið ansi langt ffá þvi sem þeir höfðu mestan áhuga á. Á næsta tímabili hékk Rick yfir tölvubúnaði á meðan Karl lék sem leigugítaristi fyrir Prince og De- borah Harry. Endurreisn Under- world hófst svo fyrir fjórum árum þegar Rick og Karl kynntust Darr- en Emerson. Hann er af annarri kynslóð tæknipoppspælara, er í dag 23 ára en hinir eru hálffertugir. Á meðan Rick og Karl fengu sitt tónlistarlega uppeldi ffá Kraftwerk, hinu þýska tæknibandi, ólst Darr- en upp við house, hip-hop og techno og á nokkurn feril sem plötusnúður. Þótt nóg sé að gera hjá honum með Underworld er hann enn plötusnúður og mun snúa skífum og skapa stemmningu á Venus alla næstu helgi. Það náðist í Underworld í hljóð- veri í Essex. Darren er á línunni. Er það allt þér að þakka að Und- erworld meikuðu það loksins? „Ja, ég á stórt innlegg í bandið, en við vinnum allir saman. Rick sér um hljómana og bítin, Karl er munnur bandsins og ég er í raun- inni hugmyndamaðurinn — við erum mjög gott tríó. Tónlistin hef- ur breyst og þetta er allt önnur hljómsveit en fyrir nokkrum ár- um.“ Svo þú gerðir gœfumuninn. „Já, það má segja það. Rick og Karl voru að ffamleiða algjöra skítatónlist áður en þeir hittu mig — e-hemrn, ég er ffábær! — nei, bara að grínast. Við vinnum vel saman og ég þarfnast þeirra alveg jafnmikið og þeir mín.“ Hvernig ganga tónleikar með Underworld fyrir sig? „Þetta er eitt heljarinnar djamm. Við erum með dót á DAT-spólu og höfum grófa hugmynd um hvað við viljum gera og þróum það svo á sviðinu." Eruð þið bara þrír á sviðinu? „Já, við erum bara þrír. Það gengur mjög vel upp ef mannfjöld- anum líkar það sem við erum að gera. Við erum út um allt á svið- inu.“ Mér finnst þið blanda þessu takt- fasta teknói við hreinar og klárar poppmelódíur, og því höfðið þið líka til fólks sem þykir skemmtilegra að pœla í tónlist en að dansa eftir henni - er þetta einhver misskilningur hjá mér? „Ég held að við séum ansi langt ffá því að vera popphljómsveit. Platan er fjölbreytt, lögin eru mjög mismunandi og því erfitt að setja tónlistina á einhvern sérstakan bás. En dæmið gengur upp.“ Hvers vegna gengur það upp? „Út af því að við eigum mis- munandi feril að baki og erum hver af sinni kynslóðinni. Ef við værum allir jafngamlir kæmum við allir úr sama farveginum. Við stingum upp á hugmyndum sem eru algjörlega ólíkar innbyrðis og bræðum þær saman.“ Á hvað leggið þið mesta áherslu þegar þið komiðfram? Á Listahátíðarklúbbnum á efri hæðinni á Sólon íslandus á laugardagskvöld sátu þeir Björn Thor- oddsen, Ásgeir Óskarsson og Gummi gítarsnillingur Pétursson. Niðri, í hefð- bundnu giggi, voru Skúli Mogensen kortasali, blaða- mennirnir Ari Sigvaldason, Kristján Ari Arason og Hólmfríður Ólafsdóttir, sagnfræðingur og starfsmaður Kolkrabbans. Á tónleikunum með Saint Etienne á föstu- dagskvöld í Kolaportinu voru auk allra ungling- anna Friðrik Weisshappel barbróðir, bræðurnir Baldvin og Þormóður Jónssynir á Aðalstöðinni, parið Þorlákur og Jó- hanna, Ingibjörg Stefánsdóttir og Júlíus Kempa og Ottó Tynes, sem flíkaði nýgerðum tattónas- hyrningi á bakinu á sér. Við bara framl á pa FIMMTUDAGURINN 16. JÚNÍ 1994 PRESSAN 39

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.