Vísir Sunnudagsblað - 05.12.1937, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 05.12.1937, Blaðsíða 4
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ Fátækasti þjóðhöfð- ingi heimsins. Ef tir Lindon Laing. Haile Selassíe, fyrrverandi keisari í Abessiníu, er enn skráður keisari, i símabókinni i Bath á Englandi, þar sem hann á heima. En hann er svo fátækur, að hann hefir orðið að selja gimsteina sína og skartgripi, og hefir ekki efni á að hita upp húsið, sem hann keypti. KEISARAFJÖLSKYLDAN. Haile Selassie — fyrrum konungur konunganna — Ijónið af Judah, skelfur af kulda, er hann gengur um húsið, sem hann Ieigir í Bath. Það er 16 herbergja hús, sem kostaði 5500 sterlingspund, en hann hefir ekki efni á að hita það upp í vetrarkuldanum. Eg heimsótti Haile Selassie nýlega. Hann var virðulegur sem æ fyrrum, og þótt hann viðurkendi fátækt sína, varð í engu séð, að hann hefði bugast látið á nokkurn hátt. Á hverju kvöldi gengur hann til herbergis nokkurs i húsinu, sem hefir verið útbúið sem kapella. Þang- að fer hann til þess að biðjast fyrir — fyrir þjóð sinni og landi. Er eg spurði hann hvort hann kviði ekki framtiðinni, þar sem /erfiðleikar hans væri svo mild- ir, sem hann hafði viðurkent, svaraði hann: „Keisari Abessiníu hefir enn traust á Guði. Það er brynja hans, sem ekkert vopn fær grandað." Mér er sagt, að Haile Selassie hafi greitt 4.500 sterlingspund fyrir hús sitt. Þar býr hann með fjölskyldu sinni, lifvörðum og þjónaliði. Alls um 30 manns. Áður en Haile Selassie flutti í húsið lét hann gera við það og nam kostnaðurinn 1000 sterl- ingspundum. Talsvert miklu fé hlýtur að hafa verið varið til þess að gera húsið rambyggi- legra, því að Haile Selassie á óvini, sem hann óttast. Hann er enn verndaður af vopnuðum mönnum, eins og þegar veldi hans var mest. Fyrir húsið greiddi Haile Se- lassie með silfri, sem hann flutti með sér frá Abessiníu. KEISARINN FYRRVER- ANDI VILL SELJA HÚS SITT OG EINKABÍL. Einn af starfsmönnum keis- , arans sagði við mig: „Keisarinn vill selja húsið eins fljótt og hægt er. Hann býst ekki við að hagnast á söl- unni — og hugsar ekki um það. Hann vill líka selja stóra, þýska bílinn sinn. Þetta stafar af því, að keis- arinn verður að hafa minna um sig. Hann verður að gæta sparnaðar í hvívetna. Ef hann flytti í minna hús, mundi hann verða að leigja húsnæði og kaupa f æði handa sumum starfsmanna sinna, en kostn- aðurinn af því mundi verða minni." Við ræddum saman i setustof- unni. Hún var ekki ríkmannlega búin húsgögnum og það var ekki lagt í ofninn. 1 herberginu voru nokkurir stólar með háum bökum, fornlegir, málaðir rauð- um og gullnum litum — lélegar eftirlíkingar hinna skrautlegu húsgagna, sem voru í keisara- höllinni i Addis Abeba. Mér var sagt, að ekki væri lagt i nema við hátíðleg tæki- færi. Það er engin miðstöð í húsinu. í að eins einu herbergi er lagt í ofn daglega — barna- herberginu. þar sem fimm börn eru að námi og leikum. Vana- lega er yljað upp í lesstofu keis- arans. „Því miður er það svo," sagði fulltrúi keisarans, sem eg talaði við, „að við verðum að gæta hins ítrasta sparnaðar í hví- vetna — jafnvel svo, að við get- um ekki hitað húsið upp svo sem vera ætti." Hann benti á, að þessi vand- ræði hefði lagst allþungt á keis- arann, en er eg spurði hann um hversu miklu fé keisarinn hefði nú yfir að ráða, vitnaði hann til yfirlýsingar frá keisaranum, þess efnis, að hann hefði að eins flutt með sér silfur það, sem var einkaeign hans, og nægði til húskaupanna og brýnustu þarfa. Nú hefði keisarinn engar tekjur. „Keisaranum berast stöðugt hjálparbeiðnir frá abessinskum KEISARINN viðhafnarklæddur. flóttamönnum — og hann tekur það sárt, að hann getur ekki veitt þeim neina úrlausn. Þegn- ar hans gera sér ekki Ijóst hversu alt er breytt. Þegar einkafulltrúi hans fer til Lon- don fer hann ávalt i þriðja flokks járnbrautarvagni. í sparnaðar skyni fer nú keisar- innoft einn sins liðs til London. Hann lifir einföldu lifi. Gengur mikið sér til hressingar og les sér til dægrastyttingar. Hann hefir aldrei viðhafnarboð inni — en nokkurum vinum er boð- ið endrum og eins." Ibúarnir í Bath vita, að stöðugt kreppir meira að keisaranum. Fyrir nokkurum dögum bauð einn af skart- gripasölum borgarinnar til sölu gulldisk settan demönt- um. Það var einn hinna fáu á vigvellinum. dýrmætu borðbúnaðargripa^ sem keisarinn hafði á brott með sér frá Addis Abeba. Náfrændi keisarans og kona hans búa i skúr i garðinum — bílskúr, sem var breytt í íveru- hús. . 1 Bath eiga margir við rauna- leg örlög að búa — það er borg, þar sem mörg harmsaga hefir gerst —• og er að gerast. En allir finna til með keisaranum frá Abessiníu í erfiðleikum hans og f átækt — og ekki er neina sorg- legri sögu að segja frá Bath en söguna af Haile Selassie — og hversu nú er komið fyrir hon- um. Og þó er sá ljómi yfir henni, að trúartraust hans hefir aldrei verið meira en nú.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.