Vísir Sunnudagsblað - 13.11.1938, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 13.11.1938, Blaðsíða 1
1938 Sunnudaginn 13. nóvember 43. blad THEODÓR ARNASON: Á SÓLBASKA. Hér sér ofan á aðal-lýsisgeymirinn (800 smál.), verksmiðjuhúsin og bryggjurnar. Ennfremur sést hér nokkuð af Flateyri. Fegursti dagurinn á vorinu. Fjörðurinn er eitt breitt og bjart sólskinsbros, og sólskins- bros leikur um hvers manns varir. -—■ Fólkið er alt öðruvísi í dag, en það var í gær, — alt öðru vísi, en það hefir komið mér fyrir sjónir nokkru sinni áður, en eg er búinn að dvelja á Flateyri heilt ár. Mér hefir fundist það vera fremur þung- lamalegt, alvarlegt ásýndum og fátalað, — og þó einkum í vor. Þennan morgun eru menn ó- venju hvatlegir í öllum hreyf- ingum, kátína glampar i aug- unum, og nú eru gamanyrði á takteinum um alla hluti. — Hvað er um að vera? spyr eg einhvern, sem, framlijá geng- ur, þegar eg er húinn að standa stundarkorn á dyrahellunni geispandi og nuddandi stýrurn- ar úr augum mér, en skynjandi þessi veðrabrigði í náttúrunni og fólkinu. — Togararnir eru komnir að sunnan, — og „Hávarður“ kem- ur í kvöld, alveg fullur! Þetta er galdurinn! Síðastliðið ár var hörmulega lélegt atvinnuár á Flateyri. Vet- urinn var ömurlegur og fólkið átti erfitt. Og í vor mændu allra augu til síldarverksmiðjunnar á Sólbakka. Hún liefir nú um mörg ár verið eina atvinnufyrir- tækið í Önundarfirði, sem nokk- uð hefir að kveðið. í fyrra brást karfaveiðin, og síld kom af skornum skamti til verksmiðj- unnar, ]k> að aðrar verksmiðjur hefðu ekki við, svo að vinna varð þar með lang minsta móti. I vor var þess vegna aðalum- hugsunar- og umræðuefni þorpsbúa það, livernig þetta fyr- irtæki myndi nú verða rekið í sumar, eða hvort forráðamenn verksmiðjunnar myndu nú ekki reyna að tryggja verksmiðjunni nægilegt hráefni til vinslu að þessu sinni. En Sólhakkaverk- smiðjan er, eins og kunnugt er, ein af síldarverksmiðjum rílcis- ins. — Það hafði svo frétst, þog- ar komið var langt fram á vor, að stjórn Ríkisverksmiðjanna hefði ákveðið, að láta verk- smiðjuna vinna eingöngu úr karfa í sumar, og fyrirskipanir komu um það, að hafa verk- smiðjuna tilhúna að taka til starfa 5. júní. Og enn komu fregnir um það, að skip væri ráðin til að veiða karfa fyrir verksmiðjuna: „Hávarður ís- firðingur“ frá ísafirði og „Sviði“ og „Maí“ úr Hafnar- firði. En það hafði dregist dag frá de,gi og viku eftir viku, að nokkuð bólaði á skipunum, jafnframt stvttist starfstiminn ,og rýrnaði hagnaðarvon verlca- fólksins. Og nú var kominn 24. júni. En nú voru þeir „Sviði“ og „Maí“ loksins komnir, og um það var vilað, að „Hávarður“ var húinn að vera að veiðum nokkra daga, og hafði einmitt sent skeyti þennan morgun um það, að hann mundi koma þá um kvöldið og að hann væri með góðan afla. Engin' furða, þó að vel læ,gi á fólkinu. Og svo var góða veðr- ið. Þetta var hlýjasti og fegursti dagurinn á vorinu. Það var eins og náttúran vildi taka undir með íólkinu og hjálpa því til að líta hjörtum augum á tilver- una, — glæða hjá því von um, að giftusamlega myndi úr öllu rætast, þó að seint væri til starfa lekið.-------- Eg rölti upp á Sólbakka. Á hryggjunni er mannmargt og mikil liáreisti. Þar renna saman hvellar og karlmannleg- ar skipanir, kvennahlátrar og krakkaskælur. Skipstjórar og ýmsir skipverjar á Hafnar- fjarðártogurunum liafa tekið með sér húsfreyjur sínar og af- sprengi, til sumardvalar á Flat- eyri, — og nauðsynleg búsáhöld til húshalds. Nú er verið að skipa þessu upp úr iogurunum og aðgreina, og auðvitað vill hver hafa sitt. En i gegn um all- ar aðrar raddir smýgur öðru hvoru einkennileg „flageolet“- rödd, ekki ýkja fögur, en áköf og glaðleg. Þetta er rödd „gamla mannsins“, -—- en svo nefna karlarnir liinn sextuga ungling, Ásgeir Torfason, verkstjóra eða verksmiðjustjóra á Sólhakka. Nú er hann i essinn sinu. Nú er alið að hvrja og mörgu að sinna. Og Ásgeir er gamall togara- skipstjóri og Iiefir gaman af að skipa fyrir. Hann er á þönum, fram ogi aftur um hrvggjurnar, sprækur og kvikur á fæti eins og unglamb, með sixpensarann aftur á hnakka og gleraugún uppi á enni — alstaðar nálægur. Og það er cngin furða, þó að liann leiki nú við hvcrn sinn fingur, þvi að hann hefir átt alt annað cn góða æfi undanfar- ið. Frá morgni til kvölds hefir hann þurft að sinna þrálátum atvinnuhónum og allskonar kvahhi og nöldri, og snúa sig út úr spurningnnni, sem endurtek- in hefir verið við hann ótal sinn- um, liverja einustu klukkustund síðan snemma í vor: — Hvenær verður byrjað? Satt að segja gegnir það fnrðu að ekki skyldi vera húið að æra Ásgeir. En nú eru þessar þrautir lians á enda. Nú getur fólkið sagt sér það sjálft, að nú er vinnan að hyrja. Það er þessi hugsun, setn hrevtt hefir yfir- hragði lmns og allra annara, á örskammri stundu, — gert alla glaða og gamansama. Og svona liður dagurinn til kvölds, með annriki og glað- værð, og góða veðrið lielst. Um kvöldið er stafa-logn og fjörð- urinn dásamlega fagur, laugað- ur logagyltum geislum lækkandi sólar, og um átta-leytið hergmál- ,ar fjallanna á milli: — Hávarð- ur er að koma, — liann er al- veg á nösunum! „Hávarður“ sprengir spegil- sléttan, glampandi sjávarflöt- inn, hrunandi inn fjörðinn. Og það cr liálf skoplegt, að sjá til ferða hans. Hann er, til að sjá, líkastur sundmanni, sem lieldur að liann sé að synda í kafi, — er lúeð snjáldrið ofan i vatns- skorpunni, en rassinn upp úr. Mér er sagt að „Hávarður“ muni

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.