Vísir Sunnudagsblað - 13.11.1938, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 13.11.1938, Blaðsíða 5
VtSIR SUNNUDAGSBLAt) slökk. En Helgi vildi óhnur láta okkur biuda skíðin á o'kkur. Sumir létu undan, — aðrir ekki. Stafina höfðum við ekki notað heldur. En Helgi fékk okkur með sér i gönguíerðir, og þá fuudum við brátt, að gott var að hafa þá. Nær er mér að hakla, að fyrsta skólabarna-ferðalagið, sem far- ið var bér á landi, sé ferðalag- ið, sem H. V. fór með barna- skóladrengi sina, fyrsta vetur- inn, sem hann var barnaskóla- stjóri á Seyðisfirði, (1903?). Hann fór þá með 12 eða 15 skóladrengi á skíðum umhverf- is Bjólf. Það er býsna löng Ieið og nokkuð af benni erfitt. Eg get liugsað mér, að láía muni nærri, að þetta séu um 25 km. Og það þótti næslum þvi óvita dirfska, að fara með strákana í þessa svaðilför. Þreyttir voru þeir að vísu, sumir, þegar beim . var komið. En þeir voru þá líka roggnir og ánægðir, — það er óbætt að fullyrða. Það fyrsta, sem hér var skrif- að í blöð um skíðaiþrótt, mun Iíka bafa verið frá Helga Val- týssyni. Það var bráðfjörug og skemlileg grein ura endurvakn- ingi skiðaíþróttarinnar í Noregi log hvatning til íslendinga, um að sýna nú þessari góðu iþrótt meiri og almennari sóma, en.til þessa hafði gert verið. Ekki man eg hvernig á þvi stóð, að ekki var þessi grein tekin í „Bjarka", — en Davið Östlund tók hana i „Frækorn", — sem raunar var trúmálablað; var það skraut- prentað tölublað, með skíða- myndum frá Noregi, t. d .mynd af Holmenkollen-brekkunni. Ekki veit eg, bver áhrif þessi viðleiíni bafði, út um bygðir lands, eða hvort hún hafði nokk- ur áhrif. En við vorum hrif nir og hreyknir af Helga, og mátt- um vel vera það. Tíu ára rikisstjórnarafmæli Zogs Albanakonungs Skynsamt folald. Bóndi nokkur, sem heima a nærri Barrow-on-Trent, á f olald eða veturgamalt trippi, sem hann hefir kent þá list, að brynna sér sjálft með þeim hæitti, að það idælir vatnil úr brunni í trog eða fötu og drekk- ur siðan. Það lyf tir sér að fram- an og stendur á afturfótunum, þrifur til dælunnar með kjafti eða framfótum og byrjar að dæla. Þegar trogið er orðið milli hálfs og fulls hættir það vilm- unni og fer að drekka. Sagt er að folaldið hafi komist fljótt upp á lag með þetta og brynni sér síðan sjálft, er það þyrstir. Ameríski blaðamaðurinn. R. H. Markham var í Th;ana, þeg- ar hátiðaböldin stóðu yfir, og segir að fögnuður nianna hafi verið mikill, og það sé enginn efi á því, að þegnarnir bafi yíir- leitt bylt Zog af einlægum buga. Því að þótt sillhvað megi að Zog finna og gerðum hans, hefir honum orðið mikið rá- gengt á skömmum tíma. Al- bania var eitt af „tundurhoru- um" álfunnar. Þar var áður fyrrum alt af eitthvað að gerast, sem gerði allar horfur á Balk- anskaga tvísýnar, og Albanir áttu tiðast i deilum við eina eða fleiri nágrannaþjóðir sínar, og friðinum í álfunni stóð ;oft bætta af þvi, sem var að gerast i Albaniu. Stigamenn ó.ðu þar uppi. Engin lög vovu virt. En þetta er alt breytt. Vafalaust jók það mjög á fögnuð manna, er ríkisstjórnar- afmælisins var minst, að Zog gekk fjTÍr nokkuru að eiga unga og fagra konu, sem er lík- leg til að afla scr mikilla vin- sælda sem drotning Albana. En drotningai-valið var vissu- lega eitt hinna erfiðustU vanda- mála sem Zog befir orðið að fást við. Það mál var á dagskrá nokkur undangengin ár. Alban- ir ræddu það sín á milli. Það þurfti að ráða fram úr þvi, bvort velja ætti fyrir drotningu konu, sem væri Vesturlanda — eða Austmdandakona, kristinnar trúar eða Mohammeðstrúar, konungborin eða af borgaraleg- um æltum, innlend eða erlend o. s. frv. í landi eins og Albaniu kemur nefnilega margt annað til greina en í flestum öðrum konungsríkjum heims. En kon- ungurinn réð fram úr málinu á ]3ann hátt, að flestir eða allir létu sér vel líka. Hann gekk að eiga stúlku sem er af amerísk- ungverskum uppruna. Drotn- ingin, Geraldine, er frið sýnum og fjörleg, alþýðleg og ræðin, og síðan er hún settist á drotn- ingarstólinn er kominn alt ann- ar og skemtilegi-i bragur á hirð- lífið en áður var á því og al- banskar konur líta aðdáunar- augum á hina vel klæddu og glæsilegu drotningu, og taka hana sér til fyrirmyndar, að svo miklu léyti sem þeim er unt, efna vegna og annara ástæðna. En i þessu afskekta landi, þar sein menningin er enn á frekar lágu stigi á ýmsum sviðum, fær hin nýja drotning vafalaust að Fyrir nokkuru var e'fnt til mikilk hátíðahaida í Tirana, höf- uðborg Albana, og víðar um lanclið, í tilefni af því að tíu ár voru liðin frá því er Zog I. settist á konungsstól. Þá var því spáð, að eftir tíu vikur yrði búið að launmyrða hann eða reka úr landi, en sú hrakspá og aðr.;r hafa ekki ræst. A undan- gengnum árum hefir mjög færst í umbótaátt í Albaníu og má mikið þakka það Zog konungi. ZOG OG GERALDINE DROTNING. kenna á ýmsum erfiðleikum, en hún hefir þegar unnið fyrsta leikinn í þeirri Iiaráttu, með ]>ví að vinna sér hylli fyrir al- þýðulega framkomu. Hætturnar, seiii kunna að verða á vegi bennar, eru miklu minni, en verið hefði á vegi þeirrar konu sem sest hefði á drotningarstól fyrir tíu árum eða fyrr. Og höfuðborgin er miklu skemtilegri staður til dvalar en hún.var þá. Það er einnig breyting sem þakka má manni hennar, Zog konungi. Því að það er hann, sem hefir bygt upp Albaniu nú- tímans, hina einu Albaniu, sem nokkuru sinni hefir i raun og veru verið sjálfstætt ríki og sameinað. Og sjálfur stofnaði hann konungdóminn i landinu. Hann gerði sjálfan sig að kon- ungi. Það, sem mesta athygli vek- ur, þegar litið ef yfir feril und- angenginna tiu ái-a, er það, að Albanir rijóta nú samúðar og velvildar allra þjóða. Við há- líðahöldin voru fulltrúar frá rikisstjórnum allrá nágranna- þjóðanna. Albania á nú ekki í deilu við neitt erlent ríki um nokkurt vandamál, sem alvarlegt getur talist. Hér er vissulega orðin mikil breyting á, þegar atbugað er, að áður fyrr áttu Albanir i stöðugum deilum við nágrannaþjóðirnar og stórveldin óttuðust oft o'g tíðum, að í þessu „tundurhorni" Balkanskagans mundi vei-ða sú sprenging, sem setti alt í bál í þessum hluta álfunnar og ef til

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.