Vísir Sunnudagsblað - 13.11.1938, Blaðsíða 7

Vísir Sunnudagsblað - 13.11.1938, Blaðsíða 7
VISIR SUNNLil)A(iSMLAf> 7 5. SKÁKÞRAUT eftir Sigurbjörn Sveinsson. 8 7 G 5 4 8 2 1 ABCDEFGH Mát í 2. leik. Hinn vinsæli höfundur „Bernsk- unnar“ varð sextugur þann 19. ok(. siðastl. Sem rithöfundur er hann þjóðfrægur, en einnig sem skákdæmahöfundur er liann gamalkunnur. Birtist liér eitt skákdæma hans, af þeim ein- faldari. LAUSN á 4. skákþraut (eftir Dr. ÓI. D.): 1. Rh6, KxRa7; 2. Rd7-f, Ka6. 3. Rh8 mát. 1.., Ke7, 2. Rb6c8, Kd8. 3. Bb6 mát. 2 . . . ., KI)8; 3. Bd6 mát. 87. TAFL. MINNÍSVARÐI FLUGMANNA þeirra, sem farist liafa af slysum i Damnörku hefir nýlega verið afhjúpað i Kaupmannahöfn, en það gerði I'riðrik krón- prins. Þykir minnisvarðinn hæði fagur og veglegur. Teflt á meistaramóti Taflfélags Reykjavíkur 3. nóv. ’38. Hvítt: Benedikt Jóhannsson. — Svarl: Baldur Möller. 1. d4, Rf6; 2. c4, gö; 3. Rc3, Bg7; 4. e4, 0-0; 5. Bd3, d6; 6. Rge2, eo; 7. d5, Rh5; 8. 0-0, Rd7; 9. Rg3, Rdf6; 10. Rce2, De7; 11. Be3, RxR; 12. RxR (lixR kom til greina), Rg4 ! (því nú má livítt ekki forðast kaup- in); 13. Bd2 ?, Dh4; 14. h3, Rxf2!; 15. HxR (ef KxR, f5! og svart vinnur manninn aftur nieð góðri stöðu), DxR; 16. Hf3, Dh4; 17. Dc2, f5! 18. exf, Bxf5; 19. BxB, HxB; 20. HxH, g6xH; 21. Dxf5, Dd4+; 22. Df2, Dxh2; 23. Hel, Dxa2; 24. He3, IIf8; 25. De2, Dal+; 26. Kh2, Dfl; 27. Dh5, I>f4+; 28. Khl, Df5; 29. Dh4, Df2; 30. Hg3 (Drotninga- kaupin eru vonlaus), DxB; 31. De7, Dh6; 32. Dxc7, Kh8; 33. c5, e4 hvitt gaf, ef cxd, Be5 með óverjandi máti. — Geti þér hjálpað mér um bók? sagði frúin við bókavörð- inn. — Vilji þér fá létt efni? — Það er alveg sama. Eg liefi bílinn minn með mér. DR. LUTHFRO VARGAS sonur Getulio Vargas forseta í Brazilíu, sést liér í lækniskufli sínum, en myndin er tekin þegar uppreistarlilraunin var gjör í Rio de Janeiro, og faðir lians varðist uppreistarmönnum í höll sinni með fáum mönnum sér við hlið. Luthero Vargas gegndi læknisskyldu sinni og hjálpaði bæði særðum uppreist- armönnum og hermönnum stjórnarinnar, og var önnum kafinn meðan uppreislartilraunin stóð yfir. — Vísan um Ögmund. Þá er Bjarni skáld Tlioraren- sen bjó í Gufunesi, var Iijá hon- um fjósakarl sá, er Ögmundnr hét Ögmundsson. lvarlinn þótti fjasmikill og „margtalaður“ löngum, en hafði þó að orðtaki „Eg hefi engin orð“. Um hann kvað Bjarni stöku þessa: Ögmunds líka á ísastorð engan drottinn skapti: Maðurinn „liefir engin orð“ þótt allan daginn kjapti. Staka eftir Jón Espólín. Jón sýslumaður Iiinn fróði Espólín og Gisli Iíonráðsson sagnfræðingur voru miklir vin- ir. Espólín sat fyrst að Viðvik, en fluttist síðar að Frostastöð- uin. Fór þá Gísli oft á fund sýslumanns, fræddist af honum um margt og ritaði fvrir harin. Stundum skrifuðust þeir á og „sykruðu“ bréfin með vísum, en ekki er það merkilegur kveð- skapur. Einhverju sinni sendi Espóhn Gísla stöku þessa í bréfi: Sá, sem fremur flestum kann fögur ljóð að mynda, góms og temur geirsoddann — Gísli kemur of sjaldan. Þögull náungi. William Perry liefir maður heitið eða heitir, þvi að liann mun enn á lífi. Hann er ættað- ur frá Audubon í Iowa i Banda- ríkjunum. Fyrir rúmum 50 ár- um ætlaði liann að staðfesta ráð sitt og kvongast. En þegar hann stóð fyrir altarinu hjá konuefni sinu og klerkurinn ætlaði að fara að pússa þau saman, þá snerist stúlkunni hugur og af- sagði að giftast honum. Perry lét sér það lynda, enda mun ekki liafa verið á öðru kostur. En upp frá þeirri stundu hefir ekki eitt einasla orð yfir hans varir komið, svo að menn viti. Hann hefir steinþagað í hálfa öld! Tekjur og gjöld. — Ef tekjur þínar, ungi máð- ur, eru 60 krónur á viku, en eyðslan eða útgjöldin 70 kr„ þá liggur ekki annað fyrir þér en féleysi og óliamingja, nema þvi að eins, að þú snúir við í tæka tíð. — Ef tekjur þínar eru 60 krónur á viku, en eyðslan 50 krónur, þá verður þú efnaður maður, er á ævina líður, sjálf- stæður og engum háður.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.