Vísir Sunnudagsblað - 07.01.1940, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 07.01.1940, Blaðsíða 1
1940 Sunnudaginn 7. janúar 1. blad NYARIÐ SIÐIR OG FYRIRBOÐAR Um allan hinn kristna heim byrjar árið 1. janúar. Annars hefir það verið mjög breytilegt lijá hinum ýmsu þjóðum, hve- nær árið væri látið byrja. Hjá Forn-Egyptum er talið, að árið liafi byrjað með haust-jafn- dægrum. í olctóber vaknar alt líf. Níl flæðir yfir dalinn, og akrarnir taka að grænka, öfugt við það, sem er á norðurhveli jarðar. Þegar vor er hjá oss, er Nilardalurinn sem eyðimörk. Því er eðlilegt, að vorið hjá Egyptum byrjaði með gróand- inni. Þó mun þetta hafa orðið nokkuð breytilegt, þar sem Egyptar reiknuðu árið 365 daga án hlaupárs. Semitaþjóðir héldu nýár við fyrstu tunglkomu eftir vor-jafndægur. Til var þó önn- Ur skifting á árinu, og var það þá látið hefjast um haust.jafn- dægur. Er sú skifting þekt með- al Gyðinga, og sjálfsagt komin frá Egyptum. Rómverjar töldu iá elstu tímum árið byrja á vox*- jafndægrum. Yar frjósemisguð- inum Mars helgað upplxaf árs- ins. Frá mars töldust svo hinir mánuðirnir. Sjást enn merki þessa í nokkurum mánaðanöfn- um, t. d. september, október, nóvember og desembei*, þ. e. a. s. 7., 8., 9. og 10. mánuður. Fyi*- ir Krists burð voru Rómvei-jar liorfnir frá þessari skiftingu, og töldu menn þá árið byrja með janúar, sólmánuði. Hinu gamla ári lauk ineð hátíð, er kallaðist Satúrnalíur eftir guðinum Sat- úrnusi, sem var í þann veginn að gleypa yngsta barn sitt, árið, sem var að enda. Þessi liátíð stóð frá 17. til 23. des. Um allar miðaldir, og raunar fram á nýju öldina, var hin mesta ó- i*egla á þvi, hvenær árið skyldi byrja. Var það mjög breytilegt bæði eftir löndum og tímum. Mjög snemnxa, bæði í grísk- EFTIR JÓHANN SVEINSSON CAND. MAG. kaþólsku og rómversk-kaþólsku kirkjunni, var nýársdagur 25. desember (jóladagur), sem tal- inn var fæðingardagur Ki’ists, og virðast ])áfarnir oftast nota þann reikning. Þó er hann stundum 1. jan., 6. jan. (þrett- ándinn), 25. mars eða jafnvel páskadagur. 25. mars var boð- unardagur Maríu, og var byrj- un ársins miðuð við getnað Krists, auk þess sem það féll næstum saman við voi’jafndæg- ur. Þannig var oftast talið í Eng- landi, þar til 1752, að 1. jan. var lögskipaður. í einu og sama landi var jafnvel breytilegt, á hvaða degi lárið byrjaði. Með tímatali Gregoríusar 13. 1582 komst loks að mestu sam- x*æmi á þetta smámsaman á vesturlöndum, og 1. janúar fékk yfirhöndina. Alla 16. öld- ina gætir þó þessa glundroða. Jafnvel eru dagarnir frá 25. des. til 1. jan. í skjölum og tilskip- Unum á fyrsta stjómarári Frið- riks konungs annars, ýmist færðir til fyrra eða siðara árs- ins til sífeldrar hrelhngar fyrir sagnfræðinga nútímans. Forfeður vorir á Norður- löndum höfðu fyrir kristni skift árinu í tvent, sumar og vetur. Því norðar sem kom, varð vet- urinn eftirminnilegri, og töldu menn því oft í vetrum í stað ára. Auk þess sem Norðurlanda- búar skiftu árinú í vetur og sumar, eða í tvö misseri, skift- ist hvor helmingur í tvent, sem var þá fjórðungur árs, og hét mál. Hin fornu lieiðnu jól voru lialdin, þegar kuldinn og dimm- an var sem mest. Er talið, að þau væru lialdin um miðjan vetur, og liét miðsvetrarnóttin liökunótt. Var þá blótað og drukkin full goða og stígið á stokk og strengd heit. Þessa nótt bar upp á tímann frá 9. til 15. jan. Þegar kristnin kom til Norðurlanda, féllu hin kristnu jól nokkum veginn saman við þau heiðnu, enda stóðu þau frá 25. des. til 6. jan., og svo er hin gamla kaþólska venja ennþá sterk, þótt í lönd- um mótmælenda sé, að í vitund fólksins ná þau fram á þrett- ándann. En sá dagur var helg- aður vitringunum frá austur- löndum, og kalla Danir hann dag hinna þriggja heilögu kon- unga, því að i lielgisögum eru vitringarnir sagðir vera kon- ungar. Kirkjan liefir ávalt verið liyggin í þvi að afnema ekki með öllu heiðnar hátíðir eða siði, heldur sníða með varkámi upp úr hinu gamla og láta það samsvara kristnum hátíðum og siðum, og þannig varð breyting- in í hugum fólksins ekki mikil fyrst í stað. Upphaflega mun jóladagurinn (25. des.) hafa verið valinn fyrir fæðingardag Krists vegna hinna lieiðnu Rómverja, sem héldu Satúrnus- arliátíð sína á sama tíma. í fornkirkjunni ríkti hin mesta óregla um, hvaða dagur skyldi teljast fæðingardagur Krists. Sumir töldu liann 20. apríl, 20. maí, 17. nóvember o. s. frv. Þar sem byrjun ársins var ýmist talin 26. des., 1. jan. eða 6. jan. (á þrettándanum), þá ert ýmsir sömu siðir, yfirnátt- úrlegir fyrirburðir og fyrir- boðar ýmist taldir til jóla, nýárs eða þrettándans. í daglegu lifi voru lifa fjöldamargar minjar í siðum, háttum og þjóðtrú frá frumskeiði mannkynsins, þótt vér veitum þeim litla eftirtekt og setjum það í alt annað sam- band eða skiljum það alls ekld. Ekki síst á þetta við kringum jól, nýár og þrettándann. Er fjölmargt komið frá hinum lieiðnu jólum, en ekki af kristn- um uppruna, sem vér mundum ætla. Eg hefi þegar getið um Sat- úrnusarliátiðina, er haldin var undir árslokin lijá Rómverjum. Saman við hana féll svo önnur hátíð, nýárshátíðin. Árið 153 f. K. var embættisár ræðismann- anna látið byrja 1. jan. Áður liafði það verið breytilegt. Þetta festi mjög 1. jan. í sessi sem fyrsta dag ársins. Varð þvi raunar nær óslitin hátíð frá 17. des. til 4. jan. Var þá mikið um dýrðir í rómverska ríldnu. Rík- isvélin stóð kyrr, skólum og búðum var lokað, engum var refsað, glæpamenn látnir lausir, strið var ekki hafið, og enginn mátti vera hryggur, allir glað- ir. Fólk liljóp um göturnar, stundum afkáralega málað i framan, með vaxkyndla og hrópaði: „Io, Saturnalia" (Hæ, Satúrnusarhátíð). — Auðvitað færðu menn Satúrnusi fórnir i liofunum við þetta tækifæri. Allir máttu þá, svo að segja, gera, hvað sem þeir vildu. Jafn- vel þrælarnir nufu nú frelsisins. Þá báru þeir búning frjálsra manna og sátu við sama borð og liúsbændur þeirra. Húsbænd- urnir báru búning þræla og gengu sjálfir um beina. Þræl- arnir máttu segja, hvað sem þeim sýndist við húsbændur sína án þess að vera hegnt. Menn léku sér mjög að teninga- lcasti, efnamenn um peninga, fátæklingar um hnetur. Vana- lega var kastað teningum um, hver skvldi vera veislukóngur

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.