Vísir Sunnudagsblað - 07.01.1940, Blaðsíða 2
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ
(rex bibendi). Urðu þegnarnír
skilyrðislaust að hlýða honum,
og lét hann þá of t gera einhverj-
ar bjánalegar athafnir eða eitt-
hvað það, er þeir voru síst færir
um. Eitt sinn var Neró keisari
kosinn veislukóngur. Hann
skipaði Britannicusi bróður sín-
um að syngja i von um, að hann
yrði að athlægi, en piltinum
tókst þetta svo vel, að allir
hlustuðu hrærðir á hann. En
þetta fékk sorglegan endi. Harð-
stjórinn gat ekki þolað þetta og
lét drepa bróður sinn á eitri.
Börnin urðu heldur ekki út-
undan. í lok Satúrnusarhátiðar-
innar var haldinn markaður,
þar sem seld voru lituð kerti,
dýramyndir, hunang og olía,
guðamyndir eða mannlíkön úr
leiri. Þetta var keypt til að gefa
börnum.
Nú varð svolítið hlé á hátíða-
höldunum, þar til hin eiginlega
nýárshátíð byrjaði, og hin
gamla hátíð hvarf smám saman
í skugga hinnar nýju. Um ný-
árið varð af tur glatt á hjalla. Á
nýársnótt fóru fæstir í rúmið.
Fólk fór i flokkum um göturn-
ar með söng, dansi og allskonar
ólátum, gerði gaman að þeim, er
það mætti, barði á dyr og varn-
¦aði siðsamlegu fólki svefns. En
alvarlegasti áhorfandi gat ekki
að sér gert nema hlæja, og
strangasta siðapostula varð
ekki að vegi að ávita fólldð.
Þannig lýsir heiðinn rithöfund-
ur á 4. öld e. K. Iífinu þessa
nótt. Snemma næsta morgun
eru húsin skreytt lárviðargrein-
um og grænum blómsveigum.
Efnamenn sækja hofin með
logandi kyndla, og þjónar
þeirra strá peningum meðal
f jöldans, sem flýgst á um skild-
ingana. Ráðherrarnir taka þátt
í gleðinni og látunum. Æðstu
embættismenn heilsa gestum
sínum með kossi. Allir, sem
geta,gefa,og allir fá gjafir, keis-
arinn sem aðrir. Þrælar mega
drekka sig fulla án þess að fá
refsingu. Fátæklingar borða sig
sadda af dýrlegustu réttum.
Maður þarf aðeins að rétta út
höndina, þá fær hann það, sem
hann vill. Síðan koma kapp-
reiðar, leikir o. fl. Yfirleitt gekk
allt líkt og við hina gömlu Sat-
úrnusarhátíð. Fjöldinn allur af
þeim nýársærslum, er vér
þekkjum, á þannig rót sína að
rekja til löngu liðinna tíma.
Það er ævaforn þjóðtrú, að
árið, sem er að byrja, fari mjög
eftir nýársdeginum. Þvi er um
að gera, að alt, sem maður tek.
ur sér fyrir hendur á nýársdag,
heppnist, þvi að allir óska, að
framtíðin beri hamingju í skauti
sér. Byrjun ársins er skoðuð
upphaf á nýjum þætti i ævi
mannanna. Þann dag skal þvi
ekki hafast neitt það að, er leitt
geti til óhamingju eða fátæktar
á komanda ári. Gagnkvæmar
óskir um farsælt ár og gjafir
eru góðs viti. Ekki má hrella
neinn eða hryggja með ógætn-
um orðum. Þessa gætir hjá hin-
um gömlu Rómverjum. Alt,
sem þeir vildu framkvæma á
árinu, tóku þeir sér fyrir hend-
ur, þótt ekki væri nema nokkr-
ar mínútur. Ráðið hélt örstutt-
an fund, bóndinn vann stutta
stund á akrinum, rithöfundar,
skáld og mælskumenn unnu
stutta stund að sinni grein o. s.
framv.
Á Norður-Italíu gæta menn
þess nákvæmlega hverjum þeir
mæta á nýársdag. Ef maður
mætir fyrst krypplingi, góðum
vini eða hermanni, boðar það
gott, en ef það er óvinur, kona,
prestur eða grafari, boðar það
mótlæti og sorg.
Á Norðurlöndum utan Is-
lands er mikil trú á nýárstungl-
inu (fyrsta tungli eftir nýár).
Þegar maður býst við að sjá ný-
árstunglið, er gott að hafa brauð
í annarri hendinni en peninga í
hinni eða yfirleitt þá hluti, sem
menn óska eftir að hafa nóg af
á árinu. En að sjá tunglið tóm-
hentur, boðar fátækt. Þegar sóp-
að er á nýársmorgun, verður að
sópa ruslinu inn og geyma það
í horni, en ekki að sópa þvi út.
Yfirleitt eiga menn ekki að
kasta neinu frá sér á nýársdag,
t. d. ekki lána eða láta frá sér
peninga, nema um gagnkvæm-
ar gjafir sé að ræða. í Suður-
Englandi hafa menn á gamlárs-
kvöld' látið silfurpeninga á
þröskuld hússins þannig, að
þeir skyldu velta inn, þegar
hurðin væri opnuð aftur um
morguninn. í þjóðtrú flestra
landa er þannig margt boðið og
bannað á nýársdag, sem hlýða
verður, ef vel á að fara, og yrði
oflangt mál að nefna margt af
slíku og læt eg þetta nægja.
Það skal og tekið fram, að sumt
af þessu, sem nú hefir verið
talið er einnig sums staðar látið
eiga við jólin eða þrettándann.
Skal þá lítillega vikið að ýms-
um fyrirburðum og fyrirboð-
um um áramótin. Flestum er
þannig farið, að þeir vilja sjá
fram í framtíðina, ekki síst ef
þeir búast við að eiga gott í
vændum, og flestir vona hið
besta. Við áramótin er eins og
fortjaldi framtíðarinnar sé of-
urlítið lyft upp og hægt sé að
skyggnast eftir þvi, er að baki
þ.ví býr. Stundum er nóg að
bafa opin augu og eyru og taka
vel eftir öllu. í öllu eru fyrir-
boðar: í sól og tungli, þyt vinds-
ins, snædrífunni o. s. frv. Um
áramótin, jól, nýár og þrettánda
eru einkum yfirnáttúrlegar ver-
MsÉMtm
iEOS
ÞÆR ERU HRAUSTAR ÞESSAR, mun mörgum finnast, að
ganga í sundbol á skiðum! En sannleikurinn er sá, að það
þarf ekki mikla hreysti til, því þótt stúlkurnar gangi á skið-
um, þá renna þær sér ekki ef tir snjó, heldur í steikjandi sum-
arhita — á salti: — Myndin er tekin vestur í Kaliforniu.
ur á ferð, sem vita fleira en vér.
Dauðir menn, álfar og allskonar
vættir eru á sveimi og koma
inn í hús manna. Þá má kom-
ast að ýmsu með allskonar
töfrabrögðum. En ekki er það
vandalaust, og má ekki út af
bregða i hinu smæsta, nema
verra hljótist af. Alt þetta er af
ramheiðnum uppruna, því að
auðvitað eiga kristnir menn
ekki að leita spáfregna um
framtíðina né hnýsast i fyrir-
ætlanir guðs. Það hefir verið
trú, að hinir dauðu væri mönn-
um hjálplegir við að rýna í
framtíðina.
Eins og áður er sagt, snúast
fyrirboðarnir um afkomu og
velsæld alment. Auk þess er ekki
undarlegt, 'þótt þeir hlutir, sem
grípa svo mjög inn i lif manna
sem ástir og hjónabönd,
dauðsföll og fæðingar verði
uppistaðan i þessum fyrirboð-
um. Ef menn vilja sjá fram í
framtíðina, þarf gjarna að búa
sig undir hina hátíðlegu stund,
t. d. að haf a þagað alllengi, áður
en tilraunin er gerð. Til þess að
komast næst þeim dauðu er gott
að sveipa um sig borðdúk eða
hvítri rekkvoð, ausa mold úr
kirkjugarði yfir höfuð sér, svo
að maður hafi moldina yfir sér
sem þeir dauðu. Síðan skal
ganga rangsælis um bæinn,
bæjarhúsin og kirkjuna. Þar
næst þarf að hafa eitthvað op
eða gat til að sjá i gegnum inn í
framtíðina, vanalega úr myrkr-
inu inn í upplýsta stofu. 1 Svi-
þjóð á það að vera í gegnum
festargull, í Austur-Prússlandi
gegnum reykháfinn eða opinn
ljóra. Sér maður þá, sem deyja
á árinu höfuðlausa eða án
skugga. Þá hefir Unga stúlkan
séð sig inni í brúðarskarti. Það
boðar giftingu. En verið getur,
að maður sjái sjálfan sig höf-
uðlausan eða í hvítum klæðum.
Á gamlárskvöld rísa kirkjugarð-
ar. Hinir dauðu halda guðsþjón-
ustu, og svipir þeirra, sem
deyja á árinU fylgja þeim. Þetta
er alkunn trú á Norðurlöndum,
einkum í Noregi, og einnig hér
á landi. Maður, sem sat uppi á
sáluhliðinu, þekti alla svipi
hinna feigu. |Hinn síðasta, sem
hafði snöru um hálsinn, þekti
hann ekki; það var hann sjálf-
ur; hann hengdi sig á árinu. Alt
þetta getur verið hættulegt,
nema fylgt sé hinUm ströngustu
reglum. í kaþólskum löndum
hefir verið sterk trú á dauðra-
messum, en þær eiga aðallega
að fara fram á allra sálna messu
(2. nóv.).
Flest af þvi, sem hér hefir
verið nefnt, getur einnig átt við
jólanótt eða þrettándann og