Vísir Sunnudagsblað - 07.01.1940, Page 3

Vísir Sunnudagsblað - 07.01.1940, Page 3
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ 3 ÞESSI MYND ER TÁKNRÆN um hörmungar stríðsins — jafnvel brjóstmylkingum er ekki hlíft. — Myndin sýnir „gasgrímu“ fyrir ungbörn. „Gríman“ er ekki aðeins fyrir andlitið, heldur er hún gashelt hylki utan um barnið sjálft. jafnvel fleiri merkisdaga, t. d. Jónsmessunótt. Hér á landi er mest af slíkum fyrirboðum bundið við nýárs- nóttina, þótt raunar sé um fleiri nætur að ræða. Margt þess, er hér liefir verið getið þekkist líka hér iá landi, stundum í breyttri mynd. Það er gömul trú hér á landi, að álfarnir flytji sig á nýársnótt, en því bregður einnig' fyrir, að þeir flytja sig á jóla- eða þrett- ándanótt. Þá nótt var ljós látiö loga. Átti húsfreyjan að ganga kringum bæinn og bjóða álfum heim og segja: „Komi þeir, sem koma vilja, veri þeir, sem vera vilja, fari þeir, sem fara vilja, mér og mínum að meinlausu“. Þá var sums staðar siður að bera hrok- aðan disk af hangikjöti og öðru góðgæti og setja á afvikinn stað handa huldufólkinu. Á Norður- löndum utan Islands þekkist sá siður að ætla ósýnilegum gest- um mat. Var það vanalega á jólanóttina. En gestirnir voru aðallega dauðir ættingjar heim- ilisfólksins. Er þetta líklega af sömu rótum runnið, því að trú- legt er, að álfarnir hafi upphaf- lega verið dautt fólk. Sums stað- ar svaf fóllcið elcki í rúmunum, Svo að þeir dauðu gæhi hvílt sig. Síðar var þessu svo snúið upp á englana. Þá komu oft álf- ar i hýbýli manna á nýársnótt- ina og héldu veislu, þegar fólk- ið var í kirkju. Á nýársnótt risu kirkjugarðar, vatn breyttist í vín litla stund, kýrnar fengu mál, þá var óskastundin og þá féll búrdrífan. Sumt af þessu er og oft talið til þrettándans. Á nýársnótt gátu menn séð konúefni sin eða stúlkur manns- efni sín. Átti þá að sitja í kol- dimmu herbergi og horfa stöð- ugt í spegil. Mátti enginn vita um þetta eða vera viðstaddur. Fyrst skyldi liafa yfir særinga- þulu. Fyrst í stað komu fram kynjamyndir í speglinum, en svo á að koma fram hönd með hnif eða eitthvert vopn. En ekki má snerta hlutina. Það verður manni til ógæfu. Síðan fara myndirnar að skýrast, þar til hin rétta mvnd kemur fram. Á nýársnótt má lika liggja á krossgötum eða krossgöng- um, t. d. þar sem búr- og eld- húsdvr mætast í göngum á bæj- Um. (Lika var hægt að gera þetta á Jónsmessunótt) . Skyldi maður þá breiða ofan á sig gráa sauðargæru eða öldungshúð, og hafa gráan kött og öxi. Ef um lcrossgötur var að ræða, skyldu vegirnir liggja í kross til fjögurra kirkna. Hann skyldi horfa stöðugt í öxarmunnann, og hvorki líta til hægri né vinstri. Koma þá til lians ýmsar vættir (aðallega huldufólk) og bjóða honum allskonar gripi, góðan mat eða reyna að lokka liann með sér. Loks koma álfar í líki nánustu ættingja eða venslamanna og reyna þannig að freista manns. En maðurinn verður að þegja eins og steinn. í dögun liverfa álfarnir, en dýrgripirnir verða eftir. Ef maðurinn svarar eða þiggur eitthvað, missir hann vitið. Þannig fór fyrir hinum fræga spámanni, Jóni krukk. Hann hafði staðist allar freistingar fram undir morgun, en þá kom til lians kona með heitt flot í ausu. Það þótti honum mata best. Varð honum þá á að líta útaf og segja: „Sjaldan liefi eg flotinu neitað.“ Misti liann þá allra gersemanna og var upp frá því ráðlaus og rænulítill, en hélt þó gáfunni, að sjá fyrir ó- orðna hluti. Þegar fyrsta dag- renning sást, átti útisetumaður- urinn að segja: „Guði sé lof, nú er dagur um alt loft.“ Hurfu þá álfarnir, en auðurmn varð eftir, eins og áður er sagt. Eftir öðr- um sögnum áttu það að vera dauðir ættingjar útisetumanns- ins, sem grafnir voru við eina eða fleiri af liinum fjórum kirkjum, er komu til hans, og sögðu honum alt, er hann fýsti að vita, orðna hluti og óorðna. Ef hann stóðst raunina, gat hann æ síðan leitað frétta hjá hinum framliðnu, er hann vildi. Hið síðasttalda sýnir eldra stig þjóðtrúarinnar. Við þessa at- höfn varð auðvitað að liafa yfir vissan særingaformála. Alt þetta er úr römmustu lieiðni, enda eru slikar útisetur bann- aðar í fornum lögum og settar í samband við fordæðuskap og fjölkyngi. Á Norðurlöndum utan Islands eru að eins fáar minjar eftir af þessum sið. Helst er það í Nor- egi. Þar gat unga stúlkan kom- ist eftir, hvaða mann hún lilyti með þvi að liggja á krossgötum. Skyldi liún þá taka eftir öllum hljóðum, er bærust henni til eyrna. Heyrist stafhljóð, fær hún ekkjumann, glasahljómur merkir drykkjumann, hamars- högg skóara eða smið o. s. frv. Er þetta bundið við jólanótt eða Jónsmessunótt. Þá má nefna það, að mikið mark hefir verið tekið á draumum þeim, sem menn dreymdi á nýársnótt. Eg hefi nú nefnt að eins nokkur atriði úr háttum og fyrirboðum, sem tengdir eru við áramótin að fornu og nýju, hérlendis og erlendis. Svo óska Ráðning á jóla- krossgátunni. Lárétt: 1. jólin, 6. Hagbarður, 9. þetta, 14. ónáðina, 16. Olivers, 18. næ, 19. iðar, 20. sonar, 24. fóna, 25. ym, 26. aða, 28. ara, 29. kraga, 30. nag, 31. aga, 32. sina, 34. Tl, 35. eg, 36. in, 37. an, 38, hugn, 39. nags, 41. völu, 42. Aurnir, 43. fæ, 45. má, 46. örfiri, 48. armar, 50. Sindri, 55. aus, 56. Þerney, 61. eld, 62, úlf, 64. hót, 65. ýms, 66. Atli, 67. múl, 68. tár, 69. ítra, 70. Áni, 72. tal, 74. lin, 76. Ari, 77. randir, 78. dós, 80. rekkar, 81. páfar, 83. radd- ar, 88. Rm, 89. té, 90. Baldur, 95. fróð, 98. lúin, 99. hlóm, 100. lir, 101. me, 103. BA, 104. ló, 106. Inga, 108. lag, 109. svo, 110. urgið, 112, ama, 114. tak, 115. og, 116. óvit, 117. spæli, 118. Karl, 120. Na, 121. taum- ana, 123. aðfarir, 125. iðnar, 126. Niflungar, 127. skurn. Lóðrétt: 1. Jónas, 2. ónæðinu, 3. lá, 4. Iði, 5. niða, 6. Harald, 7. agna, 8. rofnar, 9. þing, 10. Eva, 11. te, 12. Tryggur, 13. asman, 15. nart, 17. lóan, 20. skelfa, 21. org, 22. agi, 23. Rangár, 27. an- ar, 31. auli, 33. agn, 38. höf, 40. Si, 41. VR, 42. andlangur, 44. æra, 45. mas, 47. Iðavallar, 49. mun, 50. Selár, 51. ilina, 52. Nd, 53. rú, 54. ilmar, 56. Þórir, 57. et, 58. ný, 59. emíra, 60. ystir, 63. fúl, 64. bál, 71. In, 72. Ti, 73. hóf, 75. Ne, 76. ak, 78. dám, 79. sat, 81. primus, 82. rénaði, 84. aflagað, 85. dróg, 86. dóm, 87. að, 91. al, 92. lúi, 93. dint, 94. unganir, 96. lirotan, 97. slak- ar, 99. bloti, 100. hvin, 102. Erp, 103. bil, 105. ómað, 107. akarn, 109. svar, 111. gæru, 113. arfs, 116. óma, 119. lak, 122. un, 124. Ru. .Tón: — Það er undarlegt, hversu margar stúlkur vilja ekki giftast. Kata: — Hvernig veist þú það? Jón: — Eg hefi spurt þær. * Dómari: — Getið þið hjónin eldci lifað hamingjusömu lífi saman án þess að berjast? Frúin: — Nei, ekki ham- ingjusömu. eg að árið, sem gengið er í garð, beri öllum liamingju og vona, að enginn hafi séð sig höfuð- lausan eða skuggalausan á ný- ársnótt, en vona aftur á móti, að margar ungar stúlkur hafi séð mannsefnið sitt þessa merkilegu nótt, ef til vill ekki einungis í spegli, heldur með holdi og blóði.

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.