Vísir Sunnudagsblað - 07.01.1940, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 07.01.1940, Blaðsíða 5
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ Og þarna sat hann spangólandi, og alt komst í uppnám í húsinu. Eg kófsvitnaði. Og nú voru góð ráð dýr. Eg þaut af stað með hundinn, og menn rýmdu fyrir mér ,eins og hægt var, — síðan hljóp eg með Spora á hælum mér, út í Alþingishús, og lokaði hann þar inni, — á salerninu og flýtti mér siðan í leikhúsið, þvi að nú var farið að standa á mér, í meira lagi, — en eg var fyrir hljómsveitinni, svo að ekki varð byrjað fyrr en eg kom. Spora mun hafa þótt þetta vanvirða. Hann kom ekki af tur. Mér var sagt, að hann hefði lát- ið litið yfir sér, þegar hann kom heim. Og einn góðan veðurdag kom svo hundabannið, og skyldi alla hunda drepa. Við tímdum ekki að farga Spora. Fyrstu dagana, eftir að reglugerðin gekk i gildi, fór eg með hann út á morgnana, í bandi, en siðan létum við hann fara lausan. Og það var eins og hann vissi hvað á spýtunni hékk, þvi að hann kom jafnan heim eftir stutta stund. Brá sér venjulega niður í bæ, sem snöggvast, — og heim af tur um hæl. Mikið gaman hafði fólk af honum i þessum skemtitúrum hans. Lögreglan var sem sé alt- af á hælunum á honum. En það var eins og hann þekti þá menn, og gerði hann freklega gys að þeim.Hann lét lögreglumennina elta sig inn Laugaveginn, beið þeirra altaf öðru hvoru, þangað til þeir voru rétt komnir að honum, þá gelti hann að þeim og tók sprettinn spottakorn. Eltu þeir hann of t þannig heim að húsinu þar sem við áttum heima, og tvivegis var svo mikil æsing komin í eltingaleikinn, að lögregluþjónn elti Spora upp i stiga. 1 bæði skiftin sneri Spori sér við á stigabrúninni og gelti svo ákaft, að „mútter" kom fram og sagðí fáein vel vahn orð við lögregluþjóninn, og hann hörfaði frá við svo búið. Þannig leið heilt ár. Spori var inni alla daga og sótti ekk- ert á að fara út, nema þennan „morguntúr", — og á daginn fékk hann að fara snöggvast út bakdyramegin þegar hann þtirfti þess, en kom þá altaf strax inn aftur. Lengst af sat hann á stólnum sínum við gluggann og horf ði út á Lauga- veginn. Við reyndum að vera eins góð við hann og okkur var unt. En þetta var engin æfi fyrir vesalings hundinn. Og fyrir óhappa atvik náði lögreglan í hann að lokum. Farið var með hann inn í Tungu, og drepinn þar. Friðfinnux Ólafsson: 4(jystJUL mig, cuþtiúL... Norður við hafið, hið ólgandi Dumbshaf liggur bærinn sem er flestum þektari hér á landi. Á veturna æða ólgandi hrannir inn fjörðinn og minnast all ó- þyrmilega við bryggjur og ból- verk. Sleikjandi löðurtungurn- ar skriða á land og taka til sin alt er þær ná í. Fönnin hleðst niður. Strætin fara stundum i kaf og þá eru húsin í bænum eins og smá- hnjótar upp úr harðfenni, svartar þústur umluktar ömur- leika hins harðhenta norðlenska vetrar. Svo hækkar sólin á ný á lofti. — Fannirnar bráðna. Lækirnir i hlíðunum vaxa, og smám sam- an gægist jörðin upp úr snjón- um. Líf færist á ný í bæinn. Fólkið öðlast nýjan þrótt, nýja sigurvissu og starfsgleði. Og þegar lengra líður á vorið kemur hún, sem allir þrá. Fá- tækir og ríkir, aldnir og ungir, ástfangnir og vonsviknir, biða eftir komu hennar með eftir- væntingu. Hún er tilbeðin af öllum bæj- arbúum, öllu landinu. Gjald- þrota vesalinga dreymir um auð og völd á ný. Gjaldeyrislausir bankar taka fjörkipp og ríkis- stjórnin, sem hefir horft rauð- um augum andvöku og erfiðis á tekjuhalla fjárlaganna innir nú af hendi gjöld sem ekki eru á fjárlögum og efnir þannig til fjáraukalaga. Gráhærðir öldungar verða eins og gáskafullir fermingar- drengir, sjúkir heilir sára sinna, og þeir sem áður höfðu á orði að gefa sig spottanum eða höfn- inni á vald,hlæja nú að heimsku skammdegisins og nú er fram- tíðin í þeirra augum fagurt æfintýri, því að hún er komin, hún sem jafnast á við lampa Aladdíns — hún — síldin. Nú er líf og fjör á Siglufirði. Skip koma af hafi flytjandi salt og tómar tunnur úr fjar- lægum löndum. Um gjörvallan bæinn rísa upp háir pýramídar, ótrúlega hiáir finst mörgum, ef til vill eins mikið völundarsmíð eins og þeir egypsku, a. m. k. nyt- samari og reistir i þágu hins iðandi, lifandi lífs. Verksmiðjurnar spúa óaflát- anlega kolsvörtum reykjarskýj- um upp úr himinháum reyk- háfunum. Við hinn endann standa hálfnaktir kyndarar og kasta kolum á eldinn. Skipin koma inn hlaðin hin- um silfurgljáandi töfrafiski og verksmiðjurnar taka við hon- um i þrærnar — svo fer alt sig- urverkið i gang. Eftir nokkrar vikur er sildin, sem veður í svörtum, kvikum torfum fyrir Norðurlandi, farin að afplána syndir vorar hjá hinum breska góðkunningja okkar Hambro — og hún er slyngari mörgum sendinefnd- um og ræðismönnum. — Svo koma þær í bæmn. — Allststaðar frá. Ofan úr dölum frá angandi blóðbergi og ilm- andi lambagrasi, utan af ystu nesjum, að sunnan, austan og vestan, úr höllum og hreysum, bæ og bygð. — Stúlkurnar koma, ungar og gamlar, glettn- ar og áhyggjufullar, fagrar og ljótar, yfirleitt úr öllum stéttum iá öllum aldri, ólíkar og óskilj- anlegar eins og lífið sjálft, — sem þær eru hingað komnar til þess að njóta, finna köllun sína í gleði starfs og strits, varpa frá sér áhyggjum liðins tíma, en gefa sig á vald hinu óþekta, hinum æsandi æfintýrum sem hið margbreytilega lif siglfirska sumarsins hefir í för með sér. Þær koma fleiri og fleiri uns allir „braggarnir" á Siglufirði eru orðnir fullir af glöðum, þróttmiklum konum. — Yfir „plönin" berst hlátur þeirra léttur og skær. Ot um brotna glugganagægjast lokkum krýnd höfuð, rósrauðar varir er gefa til kynna lista- og litasmekk sildarstúlkunnar og augnabrún- irnar, sem eru dregnar í fagra ÉIIfGDS SKJALDMEYJAR. —- Þessi mynd, sem er frá London, er tekin fyrir utan sjálfboða-skrifstofu flughersins. Konur þessar eru allar útlærðir flugmenn og ætla að ganga í svokallað „Women's Auxiliary Air Force". Starfa þær þá við að reyna nýjar gerðir flugvéla, að viðgerðum á flugvél- um og á skrifstofum flugmálaráðuneytisins.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.