Vísir Sunnudagsblað - 14.01.1940, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 14.01.1940, Blaðsíða 1
mmm 1940 Sunnudaginn 14. janúar 2. blaö Guðrún Lárusdóttir og ritstörf hennar. Það mun margur ætla, að húsmóðir á fjölmennu heimili, þar sem atvinnutekjur heimilis- f öður þurf ti að bæta með nokk- urri garðrækt og smábýlisbú- skap, hafi haft nóg um að sýsla, en ónógar tómstundir til and- legra starfa. Þegar þar við bæt- ist, að húsmóðirin var hlaðin opinberum störfum og tók drjúgan þátt i margvíslegu fé- lagshfi, þá sætir það furðu, að hún hafði tíma aflögum til fyr- iírferðarmikSlla ritstarfa. -— Það hefir og sífelt verið furðu- efni mitt, að móðir mín, Guð- rún Lárusdóttir, skyldi afkasta heimilisstörfum, ritstörfum og opinberum störfum, án þess að afrækja nokkurt þeirra svo sjá- anlegt væri. Störf hennar í þágu opin- berra mála hér i bæ eru svo kunn, að úm þau þarf ekki að ræða hér. Hún var lengst af frá 1912 fátækrafulltrúi og bæjar- fulltrúi, en á Alþingi átti hún sæti eftir 1930. Auk þess hafði hún forystu á hendi i ýmsum kristilegum f élögum og tók virk- an þátt í Góðtemplarareglunni. En það voru ritstörfin, sem mig langaði til að gera að umtals- efni i tilefni af þvi, að á þess- um vetri hefir Leikfél. Reykja- vikur sýnt sjónleik hennar „Á heimleið". Eg segi sjónleik hennar, því minn þáttur i þvi ritstarfi hefir verið lítið annað en þáttur uppskrifarans, þar sem skáldsaga hennar er þrædd atriði eftir atriði og hvergi vikið frá skoðun hennar i stóru eða smáu. Nú er það svo, að ritstörf húsmóður verða hennar önnur heimilisstörf, ef hún nýtur lít- illar sem engrar aðstoðar á heimilinu. Það var allajafna svo um móður mina, að hún gekk að öllum heimihsstörfum sjálf með stúlkum sínum, sem stundum voru liðléttingar. Við börnin vorum tíu, á öllum aldri, en meðan við vorum í móðurinnar, í daglegum klæðn- aði íslenskra alþýðukvenna, sem sest kyrlátlega við skrif- borð sitt að afloknu verki við GUÐRUN LARUSDÓTTIR. æsku, voru of t kostgangarar og þá og siðan gestkvæmt mjög. ÖU mikilvæg heimilisstörf féllu því á hennar herðar, en auk þess var um búskap að sýsla í Ási áður en steinauðn nýrra gatna lagði undir sig græn tún og mjúka garða í suður og vest- ur af miðbænum. — Eg minn- ist því ekki móður minnar upp- ábúinnar til ræðuhalda á opin- berum fundum, né heldur sem hefðarfrúar dreymandi dag- drauma við sitt skrifborð — heldur fyrst og fremst sem hús- þvottabalann, í kartöflugarðin- um eða við sokkaplöggin, og skrifar sjálfri sér til afþreying- ar og yndis. En allra helst minnist eg hennar, þegar hún sagði okkur sögur, — engin rómantísk æfintýri né tröllasög- ur, heldur blátt áfram sögur af sjálfri sér, þegar hún var lítil — hvernig menn og málleys- ingjar voru þá, hvernig allir hlutir voru þá, hvernig blómin og brekkurnar, fjörðurinn og fjöllin voru þá — ekkert var sem þá. En þetta var raunar sagan af þvi landi, sem hún elskaði — íslenskri sveit við bláan fjörð. Og þarna urðu sögurnar hennar til. 1 umhverfi íslenskr- ar sveitar undi hún sér best. Hún var glöð eins og við börn- in, þó ekki væri farið lengra en j berjamó. Og hjá berjalynginu bláa undi hún sér seinast. En það er sár viðkvæmur strengur í öllum sögum henn- ar, ef vel er að gáð. Bitrast og sárast kveður hann við i fyrstu bók hennar, „Ljós og skuggar". Þar er lýsing, „Lifandi mynd- ir", sem ekki verður skilin, nema maður hafi i huga hið nána og ástúðlega samband hennar og föður hennar, sira Lárusar Halldórssonar frí- kirkjuprests. Viðskilnaður föð- ur hennar við þann söfnuð, sem hann hafði helgað alla krafta sína og starf, varð á félags- fundi, sem hún lýsir þar, og með þeim hætti, að hún gleymdi því aldrei. Því má ekki gleyma, að hún mat föður sinn meira en nokkurn annan mann. Hún var veiklulegt barn og sein- þroska, en faðir hennar tók „Stubbu litlu", sem hann kall- aði svo, í handleiðslu sina. Hann kendi henni tungumál svo hún, kornung stúlkan, var þess megnug að þýða skáldsöguna „Tómas frændi" eftir Harriett Beecher og kom hún út 1901. Hann kendi henni þau kristin fræði, sem entust henni alla ævi. Samband föður og dóttur beið engan hnekki við ágrein- ing prests og safnaðar, sem frá greinir i sögu fríkirkjusafnað- arins hér í bæ, en viðkvæm lund ungrar stúlku var særð, er henni fanst ástkær faðir órétti beittur. Og síðan er í öllum hennar sögum samband föður og barns eða móður og barns

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.