Vísir Sunnudagsblað - 14.01.1940, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 14.01.1940, Blaðsíða 2
2 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ Þóra, móðir síra Björns (Gunnþ. Halldórsdóttir). Úr leikritinu „Á heimleið“. með viðkvæmu móti, sár strengur, sem lífið og atvik þess leika oft á harkalega og af lítilli nærgætni. — Barnslund- in verður oft fyrir slikum áföll- um, og þarf ekki hávaðasama mannfundi til. Rithöfundarferill Guðrúnar Lárusdóttur liefst um aldamót, þá koma út þýðingar hennar, auk „Tómasar frænda“, „Spá- dómar frelsarans“ eftir Matte- son, sögur úr daglega lífinu og þýðingar í þremur litlum heft- um, sem hún nefndi „Ljós og skugga“, en þar að auki fóru að koma smásögur eftir hana í ýmsum blöðum. Það var ekki fyrr en 1913, að fyrsta skáld- saga liennar kom út. Það var „Á heimleið, skáldsaga úr sveit- inni“. Hún hafði boðið nokkr- um bókaforlögum handritið, en þau ekki treyst sér til að gefa bókina út, svo hún kom út á eig- ið forlag. Á skömmum tíma seldist þó bókin upp og er nú með öllu ófáanleg. Á síðari ár- um, er það barst í tal að gefa bókina út að nýju, hvarf liún að því ráði, að breyta skáldsög- unni að formi til í leikrit, þó henni entist ekki aldur til að ganga sjálf frá þvi riti. Á ár- unum 1917—1927 ritaði hún margar sögur, sem birtust i Bjarma, af þeim komu út sér- prentaðar Sigur (1917), Tvær smásögur (1918) og Brúðar- gjöfin (1923), en aðrar sögur þar, sem hver um sig er álitleg bók, eru: Fátækt, Hvar er bróð- ir þinn? og Afi og aituna. Á þessum árum þýddi hún og að nokkuru æfisögu finsku hjúkrunarkonunnar nafnfrægu Matthildu Wrede, sem einnig er allmikið rit. Til þýðinga hennar telst einnig „Móðir og bam“, sem Kristilegt bókmentafélag gaf út 1932. Báðar þessar bæk- ur eru í rauninni endursamdar, þar sem henni féll ekki í geð að þýða erlend rit frá orði til orðs, heldur vildi hún láta endursegja góðar útlendar bækur með hlið- sjón af íslenskum staðháttum og með skilning lesendanna fyrir augum. Þegar hér við bætist, að hún samdi fjölda margar smásögur, sem birtust í blöðum og tímaritum, cn þýðingar og blaðaskrif tóku upp mikinn tíma, þá furðar mann á því, engu síður kunnug- an en ókunnugan, að hún skyldi geta sint margvíslegum öðrum störfum. Hún gaf sér aldrei tíma til þess að.safna smásög- um sínum, sem flestar voru skrifaðar fyrir börn og ung- linga, til útgáfu i einni heild. Hafði hún þó oft á orði, að hana langaði til þess, en það féll í mitt hlutskifti að láta þessa ósk hennar rætast að nokkuru að henni látinni, þar sem nokkrar þessar sögur er nú að finna í smásagnasafninu „Sólargeislinn hans og fleiri smásögur“,sem komu út á fyrra ári, en annað safn smásagna frá hennar hendi engu minna ligg- ur tilbúið til prentunar auk handrita hennar af fjölmörg- um erindum og fyrirlestrum, sem hún flutti á mannfundum og skemtunum. Það mun nú mörgum finn- ast ærið talið og er þó ekki full- talið, þar sem enn er að geta um lengstu skáldsögur móður minnar: „Þess bera menn sár“: sem kom út í tveimur bindum 1932 og 1935 og að ýmsu leyti er aðalskáldverk hennar, „Syst- urnar‘‘, „Bræðurnir“ og „Gamla húsið", sem alt eru langar sög- ur, sem birtust í barnablaðinu „Ljósberinn“ á árunum 1929—' 36, en hin fyrsta „Systurnar“ kom út í fyrra, allmikil bólc. En hér skal nú staðar numið með þessa upptalningu, þvi ekki verður gerð grein fyrir öllum þessum ritum á þessum stað, heldur verður upptalningin ein að nægja til að sýna afköst hennar sem rithöfundar. Aðeins vildi eg gera nokkra gredn fyrir riti hennar, sem eg fyrir rás viðburðanna hefi átt nokkra lilutdeild í. Það er sjónleikur- inn „Á heimleið“, saminn eftir samnefndri skáldsögu. Sagan er fyrst og fremst sveitalífslýsing. Aðalpersónur sögunnar og aukapersónur all- ar lifa og hrærast i íslenskri sveit. Að sönnu eru það ekki æskustöðvar höfundarins, sem lýst er, en það bregður fyrir í svip persónanna minningum um einkennilega samtiðar- menn. Fyrir það að sumar per- sónurnar eru ekki gripnar úr lausu lofti verða þær lesand- anum minnisstæðar og ein- kennilega lifandi. í samtölum sögunnar er einkanlega að finna slíkar mannlýsingar — og það leiddi fyrst athygli mína að því, að sagan myndi vera vel til þess fallin að leikast á leik- sviði. Staðliættir í sögunni mæltu hinsvegar eindregið gegn leikritsforminu, og það var ekki fyrr en eg hafði fund- ið viðunandi lausn á því, hvar þættir leiksins færu fram, að eg sýndi móður minni tillögur mínar um leiksviðssetningu sögunnar. Hún samþykti þær í aðalatriðunum og það var ætl- un okkar, að liún tæki þar með við verkinu og lyki við leikrit- ið. Þetta var sumarið 1937. I handritum hennar fann eg í fyrravetur uppkast oklcar að sjónleiknum, og mér var það ekki einasta skylt að ljúka því verki, sem hún hafði síðast haft í huga, heldur og ljúft að Ijúka þvi einmitt á þann veg, er hún vildi: sem einlæga en öfgalausa vörn fyrir lifancli kristindóm. Fyrir það að leikritið túlkar eins og sagan skoðanir hennar og styðst 1 öllum verulegum at- Bensi vinnumaður (Friðfinnur Guðjónsson). Úr leikritinu „Á heiinleið“. riðum við samtöl orðrétt eftir sögunni svo og fyrir tildrög leikritsins, ber að lita á það sem hennar verk en ekki mitt. Bý eg mér þá að vísu þann vanda, að gálausir menn efi heimildarmeðferð mína, en þeim vil eg svara, að meðan á samningi leikritsins stóð setti eg alt mitt traust á virðingu mina fyrir skoðunum móður minnar — kærleiksríkrar móð- ur engu síður en einlægrar trú- konu. Lárus Sigurbjörnsson. Alein eg uni mér heima, úti er vetur. Leggur liann fannblæju á foldu og frostrós á glugga. Sólin, hún sefur að baki svartleitra fjalla. Skelfing er skammdegið dapurt með skuggunum svörtu. Sit eg i húminu liljóða og liorfi á mánann, sem ljómar á bláhimni björtum og blikandi stjömur. Vaknar þá vonin í huga, að veturinn endi, og þá verði sæla að svifa sólheima bjarta. Ásta. Sjöundi afmælisdagur Mansa nálgaðist og mamma hans sagði við hann: — Hvað segir þú um að eg baki afmælisköku handa þér og setji sjö kerti i hana? — Það væri gaman, svaraði Mansi. — En væri ekki hægt að hafa kökurnar sjö og láta eitt kerti nægja? * Brúðurin (montin): — Eg játaðist nú ekki honum Gulla fyrsta skiftið, sem hann biðlaði. Keppinautur: — Nei, þú varst ekki viðstödd. Guömundur og Þrúður í Múla (Valur Gíslason og Ingibjörg Steinsdóttir). Úr leikritinu „Á heimleið".

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.