Vísir Sunnudagsblað - 21.01.1940, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 21.01.1940, Blaðsíða 1
 1940 Sunnudaginn 21. janúav 3. blad íf:zhx)a.míywiíng. þiá. Sif^ób'. EFTIR LOFT GUÐMUNDSSON. • .... Sólbjartur vormorgun. Lestin þýtur eftir hinni frjó- sömu, viðlendu Skánarsléttu. Akrar ... ljósbleikir akrar, hlutaðir i skákir meS mjóum síkjum eða pílviðargerðum, svo langt sem augað eygir. Ég kannast vel við þessa akra. Ég hefi séð þá á mál- verkum skánskra málara, i listasöfnum Stokkhólms. Ný- sprottnir akrar i bládaufri birtu morgunsins, — akrar í heitri birtu hádegissólarinnar, þar sem hávaxið korngresið bylgjast í golunni, — hálf- slegnir akrar í roðaþoku síð- sumarskvelda og loks nokkur kornbindi á alskornum akri í fölvri birtu haustsins ... þetta eru kærustu viðfangsefni skánskra listamanna. Við þjótum framhjá skánsku bændabýlunum, sem með sín- um sérkennilega byggingarstíl falla í fagurt samræmi við landslagið, bæði að lit og lög- un. Það eru hinar svonefndu skánsku húslengjur, sem einn- ig eru mjög tíð fyrirmynd skánskra málara. Þau eru lág, íbúðarhús, gripahús og forða- geymslur, bygðar i einni sam- stæðu, sem myndar að mestu ferhyrning utan um dálítinn reit, — „túnið". Veggir hús- anna eru hvítkalkaðir, þökin hálmþök og nokkuð rismikil. Yfir býlunum og landslaginu hvílir aðlaðandi, látlaus ynd- isþokki og blær vingjarnleika og öryggis. Og maður skilur svo vel lundarfar Skánverj- ans, þegar maður athugar þetta landslag. Einmitt þannig hljóta þeir menn að verða, sem hér alast upp. Á einstaka stað sjást lágir skógarásar, vaxnir beykiskógi Utan með ásabrúnunum sjást sumstaðar brúnleitar rákir. Það er sandsteinninn, sem þarna gægist upp úr jarðveg- inum. — En nú sést húsaþyrping fram úndan. Hún smástækkar fyrir sjónum okkar, eftir því, sem lestin nálgast hana meir. Presturinn kinkar kolli út við klefagluggann. Þetta er Lund- ur, segir hann. Hinn fornfrægi bær. Þaðan á eg margar góð- ar minningar frá skólaárum mínum, bætir hann við með nokkru stolti í röddinni. Og aftur kinkar hann kolli til bæj- arins, eins og hann sé að heilsa gömlum kunningja. Lestin hægir á sér við útjað- ar bæjarins og innan stundar nemur hún staðar við lágreista járnbrautarstöð. Við erum i Lundi. Ég kveð hinn fróða og alúðlega ferðafélaga minn og stíg út úr lestinni. Þegar eg steig út á brautar- pallinn, vekur það strax at- hygli mína, hve hér er óvenju- lega hljótt, á móts við það, sem tíðkast á járnbrautarstöðvum, annarstaðar í Svíþjóð. Engin ys eða þys, engin hávær kveðju köll. Þeir, sem hér eru staddir til að heilsa eða kveðja ætt- ingja eða vini, gera það með rólegum innileik. Það er auð- séð, að hér er dult fólk, sem litt kærir að flika tilfinningum sínum á almannafæri. Jafnvel gistihúsasendlar hafa sig hér svo litt í frammi, að við borð liggur, að maður verði að leita þeirra og er þó sú stétt manna venjulega ekki með þeim hlé- drægustu. Ég vík mér að ein- um þeirra. Það er fullorðinn maður, sem tekur við töskum mínum og svarar spurningum minum með kurteisi, en þó nokkru fálæti. Er ég kem út úr dyrum járn- brautarstöðvarinnar, blasa við mér trjágöng með snotrum gangstígum. Þetta er gamla járnbrautartorgið, sem breytt hefir verið í nokkurs konar lystigarð. Þegar þvi lýkur, tek- ur við breið og bein gata, aðal- gata bæjarins, sem skiftir hon- um í tvo hluta eftir lengd hans. Beggja vegna hennar standa þokkaleg hús, en ekki stór. Fá þeirra eru úr tré, flest úr sand- steini eða múrhúðuð. Hið sama .kemur fram í byggingarstíl flestra þessara húsa og bænda- býlanna, sem við ókum fram hjá. Látleysi og festa, rólegar, einfaldar línur, ekkert flúr eða smekklaust prjál. Klukkan er tíu. Ég hraða mér til gistihússins, til að fá mér morgunmat og snyrta mig til eftir járnbrautarferðina. Ég Haskólinn í Lundi. LOFTUR GUÐMUNDSSON. býst ekki við, að ástæður min- ar leyfi mér langa dvöl í Lundi, þess vegna er um að gera fyr- ir mig að nota tímann vel. Er eg hefi lokið við máltiðina og „lagað mig til", legg eg því af stað út í bæinn. Ég geng eftir aðalgötunni í áttina til „Lundegaarden", — Lundarins, sem er forn trjá- garður og einn sá fegursti í bænum. Áf ast við hann er hið svonefnda Tegnérsplats; þar stendur líkneski stórskáldsins sænska, Esajas Tegnérs, sem staður þessi er nefndur eftir. Nafn hans er flestum íslend- ingum kunnugt, sökum þýð- ingar Matthíasar á einu mesta skáldverki hans, söguljóðunum um Friðþjóf frækna. Tegnér starfaði lengi við háskólann í Lundi, fyrst sem docent i fag- urfræði, síðar sem prófessor í sömu grein. Tegnér tók bisk- upsvígslu og varð biskup í Váxsjö árið 1824. Ljóð hans höfðu geysimikil áhrif á sam- tíð hans i Svíþjóð. Má þar sér- staklega nefna kvæðið „Svea", sem hlaut verðlaun Sænska Akademísins og „Hersöng skánska landvarnarliðsins". — Þessi kvæði gerðu nafn hans frægt og elskað um alla Svi- þjóð. Bæði kvæðin túlka brenn andi ættjarðarást hans og það fyrra einnig brennandi hatur, — til Rússa. Hér við Tegnérsplatsen og Lundegaarden standa margar helstu byggingar Lundar, svo sem háskólinn, bókhlaðan, hús Akademiske Foreningens og

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.