Vísir Sunnudagsblað - 04.02.1940, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 04.02.1940, Blaðsíða 1
1940 IS?V Sunnudaginn 4. febrúar 5. blaó ARNI PALSSON PROFESSOR: JÓHANN SlGURJÓNSSON SKALD Haustið 1899 kyntist eg Jó- hanni Sigurjónssyni fyrst. Hann kom þá til Kaupmannahafnar til þess að nema dýralækningar við landbúnaðarháskólann. Hann hafði aðeins lokið fjórða- bekkjar-prófi — lá svo mikið á að komast út í heiminn, að hann gaf sér ekki tíma til þess að taka stúdentspróf. Það var ekki langrar stundar verk að kynnast Jóhanni, að minnsta kosti ekki að verða málkunnugur honum. Hann var ekki myrkur i skapi og dró lítt dul á fyrirætlanir sínar, en þær voru hvorki fáar né smáar. Nám sitt ætlaði hann sér að stunda og það gerði hann i upphafi. En framar öllu öðru ætlaði hann sér að verða skáld, stórskáld! Þar að auki hafði hann ýmsar merkilegar uppgötvanir áprjón- Unum, þvi að auðugur vildi hann verða, stórauðugur! Mað- urinn var i vigahug og einráð- inn í þvi að láta heiminn vita af sér og helst að ná honum öllum á sitt vald, ef þess væri nokkur kostur. Það sagði hann hverj- um sem heyra vildi, og það var honum áreiðanlega miklumeira alvörumál, en flesta mun hafa grunað í fyrstu. Hann var þá nítján ára gam- all, fluggáfaður, manna frið- astur sýnum og sonur efnaðra f oreldra, sem unnu honum hug- ástum og trúðu á hann. Aldrei hefi eg þekt slíkt sjóðandi æsku- fjör í nokkrum lifandi manni sem honum. Eg vissi aldrei svo dauflegt samsæti, að honum gæti ekki tekist að vekja þar glaum og gleði, honum fylgdi altaf andríki og hávaði, vit og vitleysa, einkanlega ef öl var á könnunni. Hann gat faðmað menn og flogið á menn af ein- tómum óviðráðanlegum lífs- þrótt og lífsgleði. Hann var furðu knár maður eftir vexti, en hitt bar þó frá, hvað snarpur JÓHANN SIGURJÓNSSON. hann var á sprettinum — miklu hraustari menn en hann var stóðust honum ekki snún- ing í sviftingum. Hann gat unn- ið menn í einu vetfangi, með merkilega hlýju og ástúðlegu viðmóti, en líka hrundið mönn- um frá sér með óvarkárni og ó- nærgætni í orðum og athöfnum. Þeir sem leggja út í lífið með stórræði í huga og sterka trú á sjálfa sig, eiga sjaldan óblöndn- um vinsældum að fagna þegar til lengdar lætur. Jóhann mun og nokkuð hafa kent á því bæði fyr og síðar, og er slíkt ekki Umtalsmál. Hitt var meiri furða, hvað margir urðu til þess, að trúa á hæfileika hans, löngu áður en hann hafði sýnt þá i verki, svo að kalla mætti. Þegar á fyrstu árum sínum í Höfn hafði hann hirð um sig, eða öllu heldur trúaðan söfnuð, þar sem hann sjálfur var bæði prestur og forsöngvari. Og safnaðarmennirnir voru áreið- anlega ekki hinir lélegustu þeirra stúdenta, sem þá voru i Kaupmannahöfn. Einn þeirra var Guðmundur Benediktsson, óvenjulega vel gefinn maður „bæði til brjósts og bókar" og ógleymanlegur öllum, sem hann þektu. II. Vorið eftir að Jóhann hafði komið til Hafnar um haustið, lýsti hann yfir því við vini sína, að hann ætlaði sér að verða leikritahöfundur og semja rit sín á dönsku. Mér er minnis- stætt, þegar hanh sagði mér frá þessari fyrirætlan sinni. Og ekki skal það orðum fegrað, að i mínum augum var hann Don Quixote, en eg var alráðinn i þvi að verða ekki Sancho Panza. Eg spurði hann, hverju það sætti að hann ætlaði sér að verða leikritahöfundur, þvi að fram að þeim tíma hafði hann eingöngu reynt sig sem ljóð- skáld. Hann sagðist vita, að hann gæti samið betri leikrit en nokkur maður í Danmörku! Eg spurði hann þá hvort hann treysti sér að semja rit á dönsku svo að vel færi. Hann sagðist vita, að hann gæti skrifað dönsku eins vel og nokkur danskur maður! Þá skildum við að þvi sinni. — Eg hygg að þeir sem nú eru barnungir geri sér ekki Ijósa grein fyrir, hvað mikið Jóhann færðist i fang, þegar hann afréð að gerast rithöfundur á útlendu máh. Hann braut ísinn og siðan sigldu svo margir i kjölfar hans, að nú þykir það ekki meiri tíð- indum sæta, þó að ungir Islend- ingar gerist danskir rithöfund- ar, heldur en þó að þeir hafi skyrtuskifti. En þá var þetta ó- þekt og óheyrð nýjung. Að vísu hafa islenskir fræðimenn ritað margt á dönsku á síðustu öld- um, og hafa jafnvel ekki látíð sér tíl hugar koma að rita á móðurmáli sínu í tímarit, sem þó fjalla mestmegnis um ís- lenska tungu og íslenskar bók- mentir, og eru boðin og búin til þess að veita íslenskum ritgerð- um viðtöku. En enginn íslend- ingur hafði fram að þeim tíma færst það i fang, að semja skáldrit á dönsku, því að ekki er það teljandi, þótt einstaka islensk skáld eins og t. d. Jónas iHallgrímsson, hafi orkt fáein dönsk smákvæði. Það er líka sannast að segja, að það er meira en meðalmannsverk að ná slíku valdi yfir útlendu máli, að maður geti ritað það svo vel, að ströngustu kröfum listarinn- ar sé fullnægt. En þó mun það ekki hafa reynst Jóhanni þyngsta þrautin. Hann náði slíkum tökum á dönskunni, að bestu ritdómarar Dana gerðu orð á því. En ýmsar aðrar tor- færur voru á leið hans, fult svo erfiðar og ískyggilegar. Það er ekki ofmælt, að það voru ekki eintómar heillaspár, sem fylgdu Jóhanni úr garði,

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.