Vísir Sunnudagsblað - 04.02.1940, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 04.02.1940, Blaðsíða 4
4 VISIR SUNNUDAGSBLAÐ /T' FTIRFARANDI grein er eftir amerískan blaða- ^ mann, er dvaldi í Warschau uns hún féll. Hún er ekki ásökun til neins sérstaks aðila, nema hernað- aræðisins í lieild, og hún er heldur ekki vörn fyrir neinn. Þetta eru aðeins augnablilcsmyndir úr höfuð- borg Póllands um það leyti sem styrjöldin hófst, og eins síðar, •er hernaðaræðið var komið i almætti sitt og Þjóðverjar höfðu umkringt Warschau. Sú lýsing, sem hér er gefin, er ekki sérkennandi fyr- ir Warschau eina, heldur er þetta algild lýsing, sem gildir fyrir hvaða borg, hvar í heiminum sem er, sem er í umsátursástandi og verður fyrir loftárásum óvina- hers. FRÁ STRÍÐINU: Fall Warschaur. AÐ var um miðjan ágúst- mánuð. Eg flaug frá Stokkliólmi yfir Estland til Póllands. Er pólska flugvélin flutti mig frá Tallinn til War- schau, svifu örlög pólsku þjóð- arinnar milli heims og lielju — milli stríðs og friðar. Hálfum mánuði síðar var hlutkestinum varpað. Eg sat ásamt nokkurum blaðamönnum erlendra heims- blaða í hljómlistarkaffihúsinu „Club“ á hinni breiðu Nowy Swiat-götu. Fyrstu flugvélaárás- imar á hina fögru höfuðborg voru um garð gengnar. Á hljóm- listarpallinum dróu fiðlararnir bogana með undraverðri leikni og af djúpi'i tilfinningu. Mjúk, heillandi Chopinlög hljómuðu um salinn, þar sem fagi'ar kon- ur sátu og drukku miðdegis- kaffið. Alt í einu — eg minnist þess mjög greinilega — blandaðist ískur loftvarnarblístranna sam- an við fiðlutónana. „Dvinaflug- vélar!“ Við gripum í skyndi eftir pyngjunum, fleygðum fyrstu peningunum sem við fundum á borðið, og hlupum i ofboði til dyra. „Óvinaflugvél- ar?“ Á tíu, tuttugu, þrjátíu sek- úndum var kaffihúsið tómt. Við hlupum í hendingskasti yfir götuna. Bifreiðar og hestvagnar námu staðar. Iiarlar og konxir þustu út úr strætisvögnunum áður en þeir staðnæmdust. Börn grétu af hræðslu. „Óvina- flugvélar!“ Einni mínútu síðar stóðum við niður í kjallara eins íbúðar- hússins. Við stóðum frammi fyr- ir hörmungum styrjaldarinnar, styrjaldar sem við höfðum að visu búist við, en þrátt fyi'ir alt ekki trúað að gæti átt sér stað. Rúmlega áttatiu manns þrýstu sér saman í þessar þröngu og dimmu kjallaraholu. Við hlið- ina á mér stóð gamalt, nötrandi konuhró sem hélt á grænmetis- knippi í höndunum. Fyrir fram- an mig var ungur maður með skjalatösku í hendinni. „Það má enginn tala né hreyfa sig og það er allra skylda að vera ró- legir!“ kallaði lögregluþjónn niður í kjallarann til okkar. Á bak við mig stóð pólskur Gyð- ingur. Hann spenti greipar, var- irnar bærðust, en það heyrðist ekki hvað hann sagði. Við biðum heila klukkustund niðri í kjallaranum. Óloftið var að kæfa okkur. Þegar loks heyrðist í loftvarnablístrunum að nýju og flugvélaárásin var um garð gengin, opnuðust hin- ar þröngu kjallaradyr og glamp- andi birta septembersólarinnar sló ofbirtu í augu okkar. Við litum til himins. Flugvélarnar voru horfnar, en livit góðveð- ursský dönsuðu friðsamlega um annars bláan himininn. Við dróum andann djúpt og önduð- um feginshugar að okkur fersku ómenguðu lofti. Ó hve maðurinn getur talið sig óend- anlega rikan, ef hann fær að dást að fegurð himinsins í friði og dregið óiáreittur að sér and- ann. Gagntekinn af þessum at- burði gekk eg yfir götuna. Borgin lifnaði á ný og alt hélt áfram sinn vanalega gang. Við eitt götuhornið stóð rauðhærð- ur strákur og hrópaði yfirsagn- ir blaðanna. Úr hljóðfæraversl- un einni heyrðust óviðfeldnir og skrækir saxofónhljómar út á götuna. Börn voru í feluleik inn á milli húsanna. Hálftíma síðar varð mér gengið framhjá kaffihúsinu „Club“. Það var yfirfult. En í stað hinna mjúku Chopinhljóma, heyrðust nú þróttmikil hergöngulög og ætt- jarðarsöngvar. Warschau var orðin virkur aðili að skelfing- um stríðsins. Þi'jár vikur eru liðnar frá þessari fyrstu loftárás á höfuð- borgina pólsku. Eg liefi séð og lifað margt átakanlegt síðan. Giftar konur steyptu sér út um glugga og styttu sér þannig ald- ur, er þær fréttu áð mennimir þeirra kæmu ekki framar lieim. Ungar stúlkur sem störfuðu lijá stórum verslunarfyrirtækjum og á skrifstofum, voru hættar þeim starfa og teknar til við gröft loftvarnakjallara. Þær báru allar á sér gasgrímur, er þær vöfðu inn i mislita klúta og bundu um öxl sér. Rauðlakkað- ar fingurneglurnar stungust inn í hörð skóflusköftin. Eg sá fjölda kvenna, ungra og gam- alla, starfa að götuviðgerð og þær þrælkuðu glaðar í bragði, í trausti þess að móðurjörðin bæri sigur úr býtum. Eg kynt- ist hjúkrunarkonum sem vik- um saman höfðu eklci sofið nema hálfan svefn eða þaðan af minna, vegna þess að þær urðu að vaka dag og nótt yfir sjúkra- beðum hermanna og hjúkra þeim og hughreysta. Þær fáu mínútur, sem þeim eru ætlaðar til hvildar, nota þær til að skrifa sendibréf fyrir hina sjúku her- menn. Pólska kvenþjóðin vann þrekvirki þessa daga. Eg minn- ist ungrar konu, sem tók þrjá- tíu börn með sér á hverjum morgni, fór með þau út á barna- leikvang og lélc sér með þeim meirihluta dagsins, lék fyrir þau á liljóðfæri og söng. Hún gerði þetta til að gleyma á- liyggjum sínum og sorgum. Á kvöldin þvoði hún þvott af börnunum, og fram eftir allri nótlu kepptist hún svo við að moka í skotgröfunum og hjiálpa til við að leggja víggirðingar í úthverfum Warselia uborgar. Þriggja vikna styrjöld. Ógn- anir liennar og skelfingar eru ekki neinar nýungar framar. Þær eru orðnar að daglegu brauði, ef svo mætti að orði komast. Fólkið fylgist án afláts með útvarpsfréttunum, en skorturinn verður jafnframt á- þreifanlegri með hverjum deg- inum sem líður. I gær var nærri ómögulegt að fá eina vindlinga- öskju. í dag má það teljast sér- stök hundaheppni, ef maður rekst einhversstaðar — helst í afskektum hliðargötum — á matsölustaði sem selja heitan mat. Þannig eykst skorturinn dag frá degi. „Nú eigum við ekki nægar sáraumbúðir handa Frá Posen. — Eftir Heimsstyrjöldina komst Posen undir yfirráS Pólverja, en er nú aftur í höndum Þjóðverja. — Myndastyttan á súlunni er af frelsishetju Pólverja, Tadeus Koscinscko.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.