Vísir Sunnudagsblað - 11.02.1940, Page 1

Vísir Sunnudagsblað - 11.02.1940, Page 1
mmm 1940 Sunnudaginn 11. febriiar 6. blaA PETUR BEINTEINSSON FRA GRAFARDAL: HUGSJONALEIÐTOGINN. Af sólskini dags er sál þín skírð; í svartnætti blys af himindýrð hún laðar, svo mannsins leitarþrá sér lyftir til flugs með geisla þá að fylgd, sem að okkar fósturláð í forneskju hlaut af Drottins náð. Af norrænni skapgerð skín hún enn sú sköpunarþrá, sem landnámsmenn við eylandið tengdu í önn og sögn um ættleiðslubönd við heimsins rögn og lýsti þeim yfir lönd og höf sem leitandans besta vöggugjöf. Að vígja þá jörð til vaxtar sér, sem virkjandans beið, eg leyfi mér, að skíra sem þátt í sköpun hans, er skepnuna gæddi vitund manns og heimtir á stöðugt hærri stig sem hugsjónamögn í fylgd við sig. Eg skynja þau eins og skin frá sól þau skapandi blys er lífið ól við aldanna ris um okkar heim og opnuðu veginn fyrir þeim, sem leituðu fram á fegri svið en foreldrar þeirra sættust við. Á hörmungatíð og hættuleið var hugsjónamannsins undanreið sá eldstólpi sem að áður skein um ísraelsþjóðar bautarstein, og lýsir þeim enn um lönd og höf, sem leitar að Drottins náðargjöf. Af foringjans verki frjóvgast enn þau fræ, sem að okkar bestu menn á frumherjans göngu feldu í jörð. Sú fórn verður eilíf þakkargjörð, er frelsar það líf, sem fangið beið við forlaga sinna bernskuskeið. Að frelsara sínum svipast enn vort synduga lið með viðhorf tvenn, því einum er tamast afturhvarf, en annar hyggur á þroskastarf. Þeim breiðir framtíðin faðminn sinn, er fullhuga leitar þangað inn. (28.—12.—1939).

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.