Vísir Sunnudagsblað - 11.02.1940, Blaðsíða 2
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ
ÁRNI PÁLSSON PRÓFESSOR:
JÓHANN SIGURJÓNSSON
SKÁLD
Nföurl.
IV.
Fjalla-Eyvindur kom út 1911.
Á samri stundu varð Jóhann
'Sigurjónsson víðfrægur maður.
Fjalla-Eyvindur var fyrst leik-
inn á Dagmarleikhúsinu í Kaup-
mannahöfn, en seinna í London,
Miinchen, Hamhorg, Riga, Hels-
ingfors og sjáKsagt víðar. Leik-
urinn hefir verið kvikmyndað-
ur og sýndur á kvikmyndahús-
um víðsvegar um heim, á
dönsku hefir hann komið út í
skrautútgáfu með myndum, og
loks hefir hann verið þýddur á
níu tungumál. Þess munu tæp-
ast dæmi, að nokkur norrænn
rithöfundur, sem áður var htt
kunnur, hafi unnið svo skjótan
og ótvíræðan sigur með einu
riti. Björnson og Ibsen þurftu
miklu meira fyrir að hafa. Báð-
ir voru þeir orðnir miðaldra
menn og áttu langan rithöf-
undsferil að baki, áður en rit
þeirra urðu kunn að nokkuru
ráði meðal erlendra þjóða. —
Það hefir verið tilgangur
minn með þessum linum, að
lýsa Jóhanni nokkuð sjálfum,
en um rit hans mun eg ekki
skrif a langt mál að þessu sinni.
Þess gerist ekki heldur þörf, þvi
að hvorttveggja er, að mikið
hefir verið um þau ritað bæði á
íslensku og útlendum málum,
og þar að auki er list hans svo
tær og gagnsæ, að lítil eða eng-
in þörf er á skýringum ritdóm-
arans. Þegar svo stendur á,
verða langir fagurfræðilegir
ritdómar fremur gagnshthr og
mikil hætta á, að „ritskýringin"
verði ekkert annað en gutl og
málæði. —:
Mér var kunnugt um vinnu-
aðferð Jóhanns, þegar hann
samdi Fjalla-Eyvind. Síðasti
þáttur mun fyrst hafa orðið
fullger, en í raun og veru hafði
hann alla þættina i smíðum i
einu. Verkið sóttist seint og oft
lagði hann pennann frá sér, en
hitt þykist eg mega fullyrða, að
efnið hafi tæpast horfið úr huga_
hans eina klukkustund frá þvi
hann skrifaði fyrstu setninguna
og þangað til hann lagði síðustu
hönd á ritið. Stundum fleygði
hann hálfum eða heilum þátt-
um í eldinn, vinsaði að eins úr
þeim fáeinar setningar, sem
hann var ánægður með. Þó
hygg eg, að alt hafi frá upphafi
verið fullráðið um bygging
leiksins, bæði um persónur,
þáttaskifting, leikslok o. s. frv.
En vandvirkni hans og óþolin-
mæði við sjálfan sig töfðu fyrir
honum í hverju spori.
Hann samdi leikritið á
dönsku og islensku jöfnum
höndum, þannig að í hinum
fyrstu frumdrögum skiftust oft
á islensk og dönsk tilsvör. Síð-
an varð hann að þýða sjálfan
sig á bæði máhn, og olli það
honum ekki litilla erfiðleika.
En þrátt fyrir þetta tókst hon-
um að skapa meistaraverk, sem
er svo íslenskt á brún og brá og
í insta eðli, að engum hefir enn
þá komið til hugar, að efast um
þjóðerni þess. Leikurinn hefst
i baðstofu, kemur við i réttun-
um, dvelur einn sólskinsdag
uppi á öræfum og endar í kol-
svartri manndrápshríð. Svo að
því verður ekki neitað, að um-
gerðin er islensk, og þá ekki
síður óróinn í djúpinu, eldsum-
brotin, sem gera vart við sig frá
fyrstu byrjun undir hinum
trausta grundvelh, sem Ieikrit-
ið er reist á. En þó eru það vit-
anlega ekki þessi íslensku ein-
kenni, sem skapað hafa heims-
frægð Fjalla-Eyvinds. Þau hafa
sjálfsagt hjálpað mikið til, en
hitt er þó aðalatriðið, að höf-
undinum hefir teldst að grafa
niður að þeim frumhndum
mannlegs eðlis, sem liggja
miklu dýpra en svo, að nokkur
þjóðernismunur geti komið til
greína. Hann lýsir ástríðum
mannlegrar sálar eins og sá sem
valdið hefir og þekkinguna, ást
og hatur, ótti og örvænting loga
Um alt leiksviðið i öllum sinum
frumkrafti. Höfundurinn gerist
svo djarfur, að hann teflir
hungrinu fram móti ástinni, og
veit eg ekki til, að það hafi fyr
verið gert á leiksviði, þótt slikt
muni koma fyrir við og við í
lifinu. Örvænting Höllu er lýst
á þá leið, að manni skilst, að
slíkt verði ekki betur gert. Mað-
ur finnur, hvernig myrkrið og
öræfakuldinn læsa sig fastar og
fastar inn i hjarta hennar. Og
ekki ber það síst vott um hið
skygna skáldauga höfundarins,
að hann lætur Höllu ekki gefast
upp vegna þess, að Eyvindur sé
hættur að elska hana, heldur
vegna hins, að hún sjiálf er hætt
að elska hann. Þá eru allar lind-
ir þrotnar og þornaðar og þá
gengur hún út i dauðann. Hér
komust hæfileikar Jóhanns
lengst, þrátt fyrir allan trylhng
leiksins misti listamannshöndin
aldrei taumlialdið.
Næsta leikritið, Galdra-Loft-
ur, hefir ekki átt neitt viðlíka
viðtökum að fagna, hvorki hér
á landi né i útlöndum, enda var
erfitt að sigla í kjölfar Fjalla-
Eyvinds. Höfundurinn hefir i
þetta skifti ekki náð nógu föst-
um tökum á efninu. Leikritið
fjallar um dulin öfl mannssál-
arinnar, um mátt mannsins til
þess að vinna kraftaverk með
ósk sinni einni saman, og er það
háskalegt efni til meðferðar á
leiksviði. Höfundurinn tekst
þar með það vandaverk á hend-
ur, að fiá áhorfendurna til þess
að trúa þvi, að aðalviðburðir
leiksins gerist af yfirnáttúrleg-
Um orsökum. En í Galdra-Lofti
gerir höfundurinn í rauninni
enga tihaun í þá átt, áhorfönd-
unum kemur ekki til hugar, að
særingar Lofts valdi afdrifum
Steinunnar, höf. Iætur þvert á
móti Ólaf anda henni þvi i
brjóst óviljandi,aðhún gætiekki
lifað án Lofts. Loftur sjálfur er
sá eini, sem villist svo sýn, að
hann trúir á særingar sinar og
áhrif þeirra. Eftir það er hann
ekki framar meistari hinna
myrku fræða, sem gengur á
hólm við sjálfan óvininn, held-
ur sjúklingur, vitskertur mað-
ur, sem láliorfendurnir aumka,
og má þvi fremur heita að leik-
ritið detti niður, en að það endi.
En þrátt fyrir þennan megin-
galla er svo mörgum perlum
hins hreinasta skáldskapar
dreift um alt leikritið, að það
mun altaf verða talið fagurt og
merkilegt skáldrit. Steinunn
er fullkomlega samboðin eldri
systur sinni, Höllu, þessari
hreinu og góðu og heilbrigðu
sveitastúlku er lýst með ein-
stakri varkárni og fínleik.
Slíkt hið sama er um ráðsmann-
inn, hann er karlmannlegasti
maðurinn í skáldskap Jóhanns.
1 samræðum hans við Loft
koma fram rólegir yfirburðir,
óvenjulegt veraldarvit og sterk
föðurást. En minnisstæðasta
atriðið úr þessum léik verður
manni þó bónorð Lof ts til DísU,
þegar þau fljúga á klæðinu. Þar
er hrein og töfrandi æfintýra-
fegurð, svo kunna stórskáld ein
að yrkja! Lyga-Mörður, Njálu-
leikritið, var síðasta verkið, sem
Jóhanni auðnaðist að inna af
höndum. Það hefir ekki birst á
íslensku enn þá, og er mér ó-
kunnugt um, hvort honum hef-
ir unnist tími til að búa hina
íslensku útgáfu þess undir
prentun, áður en hann dó. Eg
hefi lesið þetta leikrit á þann
hátt, að eg hefi gert mér alt far
um að láta mér steingleymast,
að Njála væri til. Og ef Njála
væri úr sögunni, og leikritið
væri einkaeign höfundarins,
bygt af sjálfum honum frá
grunni, þá mundu vist flestir
ljúka upp einnum munni um,
að Lyga-Mörður væri eitt ein-
stakasta skáldrit norrænna bók-
menta. I forleiknum blæs Val-
garður hinn grá að þeim glóð-
um, sem siðan blossa hærra og
hærra upp eftir þvi sem á
leikinn hður, þangað til Berg-
þórshvoll stendur í björtu báh.
í sjálfu leikritinu sýnir höfund-
urinn enn á ný, að hann kann
þá list að vefa saman- örlög-
þræði. Hann veitir ótal smá-
straumum saman í einn farveg,
svo að þeir mynda eina megin-
elfi, sem öllu skolar á burt, sem
á vegi hennar verður. Rás við-
burðanna geysist' áfram með
sívaxandi ólgu og æsingu, og
manneskjurnar, sem harm-
leiksnornin hefir að leikfangi,
eru stórfenglegar og óvenjuleg-
ar. Hér skal að eins minst á
Njiál og Bergþóru og Höskuld
og Hildigunni, gömlu og ungu
hjónin. Njáll er hinn gamh
spaki lögvitringur, langsýnn og
langmjnnugur. Eftir langa lifs-
reynslu er það orðin staðföst
sannfæring hans, að friðurinn
beri i skauti sínu hin æðstu
gæði, sem mönnunum geta
hlotnast. HonUm stendur stugg-
ur af ofsa aldarfarsins og ber
kviðboga fyrir framtíðinni.
Friðarræðan, sem hann heldur
í fyrsta þætti er fögur og skáld-
leg. Af henni og ýmsu öðru
í leikritinu rennir maður
grun í, að það er ekki Njáls-
brenna ein, sem höfund-
urinn hefir verið að hugsa um,
er hann samdi þetta rit. Önnur
stærri brenna, sjálfur Surtar-
logi ófriðarins mikla, hefireinn-
ig verið í huga hans. Bergþóra
húsfreyja er stórráð og geðrik
og metnaðargjörn fyrir hönd
sona sinna, en i sambúðinni við
Njál hefir hún mýkst og sefast,
og ást þeirra beggja lifir enn
þá, mild og sterk. Þau hafa
fóstrað Höskuld, og Njáll hefir
innrætt honum lífsskoðanir
sínar. Þær hafa fest djúpar
rætur í skapi hins^unga, göfug-
lynda höfðingja, sem er sjálf-
kjörinn til mannaforráðs fyrir
vaskleika sakir og vinsælda.
Hann er nýkvæntur Hildigunni,
stórlyndri konu og stoltri, sem
elskar hann svo heitt, sem kona
getur manni unnað. Henni er
vafalaust best lýst af öllum per-
sónum leiksins, hún er göfug