Vísir Sunnudagsblað - 11.02.1940, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 11.02.1940, Blaðsíða 3
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ 3 bæði að ætt og innræti, heil og hrein eins og mjöllin. Þetta eru þá höfuðpersónur leiksins, fyr- ir utan þá Mörð og Skarphéðin, og er þeim öllum lýst af svo skörpum skilningi og svo djúp- særri mannþekkingu, að ekki munu aðrir leikritahöf undar nú j |á tímum gera betur. Höfund- inum hefir hepnast miður með Mörð, en þó til nokkurrar hht- ar. Skarphéðinn hefir orðið verst úti, en þó mundi alt á- mælislaust, ef ekki væri annað listaverk til samanburðar. En Njála er til. Eg vil játa, að mér varð hverf t við, þegar eg heyrði að Jóhann hefði tekið sér fyrir hendur að snúa Njálu i leikrit. Ýmsir útlendir rithöfundar hafa áður reynt sig á því, að semjá leikrit og skáldsögu út af henni, og er enginn vafi á þvi að Jóhanni hefir tekist miklu betur en nokkrum þeirra. En þó hefir verkefnið reynst honum ofurefli. Allar sögu- hetjurnar hafa minkað í hönd- um hans, nema Höskuldur og Hildigunnur, en þeim er báðum litt lýst i Njálu, svo að þar hefir hann haft frjálsari hend- ur. Hér verður ekki farið út i samanburð á Ieikritinu og sög- unni, það yrði of langt mál. Eg vil að eins benda á Njál. Njáll leikritsins er góður, en gamli Njáll er enn þá betri, og lesand- inn neyðist til þess að bera þá tvo saman. Gamli Njáll var fá- máll, en orð hans voru þung af viti og lífsreynslu, nú er hann orðinn miklu margmálli og seilist stundum lengra en hann nær eftir andríkum samlíking- um og háfleygum hugsunum. Þó hefir tekist enn þá ver til með Skarphéðin i leikritinu, hann er þar að eins ginningar- fífl, og hinn stórskorni svipur sögukappans hefir næstum því máðst af i meðförunum. Sann- leikurinn er sá, að Jóhann hefir reist sér hurðarás um öxl, hann hefir lagt hönd á gamalt, guð- dómlegt listaverk, sem hefir staðið af sér strauni margra alda, til þess að gera úr þvi nýtt listaverk. Slíkt hepnast mönn- um aldrei. I leikriti hans birt- ist enn á ný hans auðuga skáld- gáfa og glæsilegu hæfileikar. En skuggi Njálu fellur svo fast og þungt ýfir það, að hætt er við að það þess vegna njóti sín aldrei til hálfs. Að minsta kosti ekki í augum íslendinga. Um útlendinga gegnir alt öðru máli, fæstum þeirra er Njála kunn, enda hefir Ieikritið hlotið hið mesta lof hjá mörgum útlend- um ritdómurum. V. Nokkru eftir að FjaUa-Ey- vindur kom út kvæntist Jóhann danskri konu, frú Ingeborg Thidemand. Sambúð þeirra hjóna kvað hafa verið óvenju- lega ástúðleg, þau voru trygða- vinir og félagar, sem héldu saman i bliðu og striðu, og mátti hvorugt af öðru sjá. Öllum, sem til þekkja, kemur saman um, að hún hafi veitt honum ó- metanlega aðstoð á listamanns- braut hans. Heimsstyrjöldin skall yfir skömmu eftír að Jó- hann var orðinn frægur mað- Ur, og má nærri geta, hvílíkt tjón hann hefir haft af þvi. En þó fór frægð hans vaxandi ár frá ári, ritgerðir birtust um hann í þýskum, frakkneskum, enskum og ameriskum blöðum og tímaritum, og mun tæpast hafa ^verið ritað meira um nokkurn norrænan rithöfund á síðari árum. Einn merkur frakkneskur ritdómari komst svo að orði, að hann stæði þegar jafnfætis Ibsen, Björnson og Strindberg, og kynni ef til vill að fara fram úr þeim fyr en nokkurn grunaði. Sá heiður hlotnaðist honum einnig, að rit hans voru þýdd á ensku og tek- in i ritsafn er nefnist Scandina- vian classics. Er ritsafn það gefið út af „Oxford University Press", og höfðu birst þar áður rit ef tir Holberg, Tegnér, Strind- berg, Björnson, Kirkegaard og Snorra Sturluson, en ekki fleiri. Nú hefir Jóhann Sigurjónsson, bætst í hópinn og eru þar þá tveir íslendingar, annar frá 13. en hinn frá 20. öld. Sjaldan mun ungum rithöfundi hafa veitst meiri sæmd. En það var fleira en ritstörfin og ritfrægð- in, sem hann hafði hugann á hin siðustu árin. I rauninni var hann óvenjulega verklundaður, í höfði hans brutust sífelt um á- form og ráðagerðir um hin og önnur fyrirtæki, og ef einhver fyrirætlan hafði fest rætur í huga hans, þá var hann ekki í rónni fyr en hann hafði gert alt sem hann gat til þess að koma henni i framkvæmd. Síðustu ár- in varði hann öllum kröftum sinum til að hrinda áleiðis þvi stórfyrirtæki, að breyta Höfða- vatni nyrðra i höfn. Átti að grafa skurð gegnum eiðið, sem greinir vatnið frá Skagafirði, en höfnin var aðallega ætluð síld- veiðarmönnum. Fyrir þessu máli barðist hann með öllu sínu' þrálynda kappi og áhuga, og fékk því ágengt, sem óneitan- lega var aðalatriðið, að sænskir, danskir og íslenskir peninga- menn hétu liðsinni sínu og lof- uðu að leggja fé fram. Sjálfur gerði hann áætlun um fyrirtæk- ið, og hefir merkur islenskur fésýslumaður, sem sjálfur var um eitt skeið talsvert við máhð riðinn, sagt mér, að sú áætlun hafi verið prýðilega vel og skyn- samlega samin. Hann kom heim hingað til Islands síðast liðið sumar til þess að leggja síðustu hönd á undirbúning málsins, en þá sýktist hann og varð að hverfa skyndilega aftur til Kaupmannahafnar. Eg veit ekki betur, en að Jóhann hafi verið heilsugóður maður þangað til i fyrra haust, að hann lagðist í spönsku sýkinni. Sjúkdómurinn lagðist mjög þungt á hann og eftir það fékk hann aldrei fulla heilsu aftur. Hjartað hafði bil- að. Honum stórversnaði á ferða- laginu hingað heim, og þegar til Kaupmannahafnar kom lagðist hann inn á spítala. Hann komst að visu á fætur aftur um stutta stund, en bata- von var engin, og skömmu síð- ar andaðist hann á heimili sínu í Kaupmannahöfn. Eg hefi hingað til ekki minst á Ijóð hans. Eftir að hann hafði ein- ráðið við sig að gerast leikrita- höfundur, lagði hann ekki mjög stund á ljóðaskáldskap, en þó orkti hann talsvert af kvæðum, að minsta kosti á fyrri Hafnar- árum sínum. Alt voru það smá kvæði, og voru hin bestu þeirra fíngerð, hávaðalaus og innileg. En hann dró aldrei arnsúg í ljóðum eins og hann gerði á leiksviðinu, öll sú mikla lýrik, sem í honum bjó, naut sín þar miklu betur heldur en i bundnu máli. I leikritum hans eru fá- ein smákvæði, en annars man eg ekki til, að ljóð hafi birst eftir hann á prenti síðan hann var í skóla, nema fáein kvæði, sem hann sendi Skírni 1910. Eitt þeirra nefnist Bikarinn, yndislegt smákvæði, kyrlátt og þungbúið og alveg yfirlætis- laust. Af því að eg veit, að fáir hafa tekið eftir því, vil eg leyfa mér að prenta það hér upp aft- ur. Einn sit eg yfir drykkju aftaninn vetrarlangan, ilmar af gullnu glasi gamalla blóma angan. Þegar dauðinn tók hann, urðu íslenskar bókmentir fyrir óbætanlegu tjóni. Listamanns- braut hans varð ekki löng, en það mun leiftra af henni langt fram í aldir. Aldrei hefir ungur Islendingur orðið honum jafn- frægur. Og enginn hefir borið nafn Islands víðar um veröld- ina, en hann. Þeir sem kyntust honum, gleyma honum aldrei. Hann hafði vissulega sína galla, ekki síður en aðrir menn. En hann var ólikur öllum öðrum. Og á bestu stundum hans skein sól og sumar alt i kringum hann. Skrifað i október 1919. („Eimreiðin" 1920). Gleði sem löngu er liðin lifnar í sálu minni. Sorg sem var gleymd og grafin grætur í annað sinni. Bak við mig bíður dauðinn, ber hann i hendi styrkri hyldjúpan næturhimin heltan fullan af myrkri. Hittogþetta Á dögum Elisabetar drotn- ingar var rithöfundur sá uppi í Englandi, sem Edmund Spens- er hét. Hann var í miklu dálæti hjá greifanum af Southampton og þáði oft fjárhagslega aðstoð hans. Spenser langaði til að votta greifanum þakklæti sitt, og eitt sinn er hann hafði nýlokið við nýja skáldsögu, sem hét „Álfa- drotningin", lagði hann af stað til greifahallarinnar, náði tali af einkaritara greifans, Burker, og bað um leyfi til að mega til- einka greifanum þessa síðustu bók. Greifann langaði til að sjá bókina og bað Spenser að bíða i biðstofunni á meðán. Hann byrjaði þegar að lesa og varð strax niðursokkinn í bókina. „Þetta er snildarlegt, alveg stórkostlegt", hrópaði hann upp yfir sig. „Burker! Borgið þér honum 20 sterlingspund!" Hann las áfram og aðdáunin óx stöðugt. „Burker!" kallaði hann, „fáið þér honum 40 pund." Því lengur sem greifinn las, því hrifnari varð hann. Hann kallaði öðru hvoru á Burker og bað hann að hækka upphæðina til Spenser's. Loks stóðst greifinn ekki mátið, hann fleygði handritinu í bræði á borðið og öskraði með dynjandi rödd: „Burker, viljið þér gera svo vel og fleygja mannandskotan- um út, því annars verð eg bú- inn að flejygja öllum eignum mínum í hann áður en bókin er búin!"

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.