Vísir Sunnudagsblað - 11.02.1940, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 11.02.1940, Blaðsíða 4
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ HMH Finnar virðast að öllu leyti standa Rússum framar í útbúnaði — nema aðeins í lofthernaðinum. Það virðist m. a. hafa orðið Finnum að miklu liði, að þeir eru í hvítum sloppum yst klæða, svo ilt er að greina þá frá snjónum. Af þessari ástæðu hafa þeir oft komið Rússum að óvörum og gert þeim mikið ógagn. /~1RE1N sú, er hér birtist, er frásögn amerísks blaða- manns, þess sama, er skrifaði greinina „Fall War- schaur", í síðasta Sunnudagsblaði. Lýsir hann þvi hér, hvaða áhrifum hann verður fyrir nyrst norður í Finn- landi — norður við heimskautabaug — þar sem nóttin er löng og dagsbirtan dauf og skammvinn. Það má vera að sumt í greininni sé að einhverju leyti yfirdrifið, en hún lýsir engu að síður þeim áhrifum, sem Ameríkan- inn varð fyrir norður á „hjara veraldar". • s-~J~~^-~-Sm~~^~--S--^-~^S~i^/^~S~^s-^S-^^~~/-~<^^ ^^s-^J-^S^-^j^^^s~^^S ~^-~^s~^-~^s~^^~^~.^-\^~^s-^s~\^-^\.j^~^'^-^s-^s ¦^\/\^\^\/\/OS/\^\^A?^^V' \S~s~s-^s~^/-^ FRA STRIÐINU: Styrjöld í myrkri greina mun dags og nætur. Á meðan að hér ríkir eilifur dag- ur alla sumarmánuðina, hvílir nú endalaust myrkur heims- skautanæturinnar yfir þessum einstæðasta blóðvelli jarðarinn- ar. Aldrei á æfi minni mun eg gleyma hinu æfintýralíka ferðalagi minu gegnum snjó- breiðurnar, eftir fannþöktum vegunum finsku, uns eg loks komst hingað — norður á hjara veraldar. Aldrei munu spor flóttamannanna, þján- ingafullra og kvíðandi •— spor sem láu út i hvíta snæþakta heimsskautanæturinnar. Eftir f jögra daga ferð i gegn- um finska Lappland — nyrðsta hluta landsins, komst eg loks til litla þorpsins þar sem eg dvel nú. Það liggur að eins ör- fiáa kílómetra frá Norðurvig- stöðvunum. Eg skrifa þenna greinarstúf i timburhjalli, en snjódyngjan sem hvilir á þak- inu er verndarvættur minn gegn loftárásum Rússa. Þeir sjá ekki kofann minn. Hávaðinn í ritvél- inni minni er i fullri andstöðn — særandi andstöðu við órjúf- andi einveruna. Urið mitt sýnir að það er komið framundir há- degi, samt er niðamyrkur. Rúð- ur litla herbergisins míns, þar sem rúmið mitt, borð og tveir stólar eru inni i, eru skreyttar fallegum, glitrandi frostrósum. Þetta er sérkennilegasti or- ustuvöllur sem eg hef augum litið. Eg hefi verið sjónarvott- ur að blóðugum orustum i Austurlöndum, eg sá hina ó- heillaríku borgarastyrjöld á Spáni og eg var staddur í Pól- landi þegar Þjóðverjar réðust inn i það. En striðið sem nú er háð milli Finna og Rússa norð- ur við heimsskautabauginn er harmleikur, svo ójafn og átak- anlegur, að sliks þekkjastnaum- ast dæmi í allri veraldarsög- unni. Hinn öfgafulli stórbrotni bakgrunnur, sem náttúran sjálf hefir skapað á bak við þenna harmleik, er óviðjafnanlegur í einstæði sínu og ömuríeik. Það út af fyrir sig, að yfir vigvelhnum hvilir myrkur mestan hluta sólarhringsins, orkar óheillavænlegar og hræði- legar á umheiminn, en nokkurt annað strið hefir nokkurntíma gert. Bæri eg ekki úrið mitt á- valt á mér, myndi eg tæplega og óvissa auðnina, líða úr huga mér.------------ Hér í norðri EvrópU er bar- ist á óralöngu landssvæði. Vegalengdin frá finska Ishafinu til Botniska flóans er á að giska 1200 km. löng. Og viðsvegar á allri þessari miklu vegalengd eiga grimmúðugar orustur sér stað. Árla í dag talaði eg við finsk- an liðsforingja sem ber i brjósti sér óbifandi trú á sigur hinnar frjálsu finsku þjóðar. Og þessi liðsforingi virðist tala fyrir munn alls þess fólks sem eg hefi kynst hér nyrðra. „Við eigum tvo trygga vini," sagði hann, „það er snjórinn og kuld- inn. Við Finnar erum vanir því að heyja lífsbaráttu okkar i snjó og kulda, og við höfum á- valt borið sigur af hólmi í þeirri baráttu. En það hafa Rússar ekki gert. Hugsið yður til dæm- is hvilíkar ofurmannlegar þrekraunir skiðaflokkarnir okkar hafa leyst af hendi und- anfarna daga. Rússar eru ekki neinir skíðagarpar og þeim er það ofur ljóst, að við getum farið alt í kringum þá, á með- an við komum skiðunum við." „En kuldinn hlýtur að há ykkur", skaut eg inn í. „Kuldinn," át hann eftir með þróttmikilli rödd, sem gaf djarfmannlegri framkomu hans og mikilúðlegum andhtssvip ekkert eftir. „Kuldinn gerir okkur ekki mein, þvi við erum vel búnir. Þúsundir hreindýra- felda voru sniðnir og saumaðir sem stakkar handa okkur her- mönnunum. Á vinnustofum og í verksmiðjum sitja Lappakon- Ur og sauma föt handa eigin- mönnunum sem gera skyldu sína á landamærunum og berj- ast fyrir frelsi sínu og* föður- landsins. En Rússar — eg dæmi að eins eftir útbúnaði rússneskra fanga — eru með afbrigðum illa búnir. Þeir eru stundum nærfatalausir og her- mannaf ötin eru úr þunnu og lé- legu efni." Næstum öll þorp og öll býli í námunda við landamærin hafa verið yfirgefin. Eg veit að eins af einum presti og einum barnakennara hér i þorpinu sem eg dvel í, sem enn þá eru kyrr- ir. Eg heimsótti prestinn í litla timburhúsið hans sem bygt er láfast við kirkjuna. Þar inni logar eldur á arni og prestur situr við vinnu sína þegar eg kem inn. Eg spyr hann hvað sé álit hans á stríðinu og hvernig því muni lykta. „Biðjið þér, að það snjói mikið þenna vetur, biðjið þér að það snjói bæði oft og lengi, og að frosthörkurnar haldist. Það mun bjarga okkur," sagði hann og annars dapurleg augu hans gneistuðu af ákefð þegar hann mintist á stríðið. Nokkuru seinna sá eg prest- inn aftur. Þá var hann ferðbú- inn með tvo 'samanbundna böggla sinn undir hvorri hendi. „Eg verð að fara. Mér hefir verið skipað það," sagði hann lágum rómi. „Skyldi eg nokk- urntíma fá að sjá kirkjuna mína aftur?" bætti hann við um leið og hann sté upp i vagn- ínn, síðasta vagninn sem flutti flóttamenn úr þessari bygð og lengra suður í landið. En það voru ekki mennirnir einir sem urðu að taka sig upp og kveðja landið sem þeir höfðu alist upp við og elskuðu. Meir en 200 þúsund hreindýr voru rekin eftir sömu fentu slóðun- um og spor flóttamannanna-

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.