Vísir Sunnudagsblað - 11.02.1940, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 11.02.1940, Blaðsíða 6
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ V IBTAL IUNNUDAGSBLAÐSINS DR. JON DUASON „Það er mikið mál, ef kryfja ætti það alt til mergjar. Þetta geri eg í hinu væntanlega riti minu, en að þessu sinni skal að eins drepið á nokkur atriði." „Hvernig vaknaði áhUgi yðar fyrir Grænlandi?" „Það er orðin gömul saga. Eg lærði að lesa í Flateyjarbók og eg held að eg hafi aldrei orðið eins gagntekinn af neinu, sem eg hefi lesið. eins og Vínlands- sögunum þar. Eg sá blátt hafið fyrir mér, hvíta sanda og skógi vaxnar strendur Þetta voru löndin vestan um baf, sem ís- iendingar -fundu og bar tUkall til. En tilkalhnu til auðs og vegs hafði verið hafnað í fásinni, eymd og kæruleysi. En þessi, lönd hafa alla mina æfi verið draumalöndin min." „Og svo fóruð þér að skrifa um Grænland." „Já. Mér fanst þegar á barns- aldri við eiga Grænland. Mér fanst alt mæla með þvi og ekk- ert á móti. Því meir sem eg hefi kynt mér og lesið um þessi Vnál, hefir þessi skoðun barhsáranna styrkst." ,„Þér haldið því fram, að við eigum frændur vestur i Græn- landi og i löndum vestan Græn- lands?" „Það er ekki hægt annað — eða hvað gat hafa orðið af Is- lendingum á Grænlandl? VSSS vitum, að stöðugir fólksflutn- ingar voru héðan til Grænlands alt fram að miðri 14. öld. Að þvi er helst má ráða af Konungs- skuggsjá, voru í lok 13. aldar 30 þúsund Islendingar i Garða- biskupsdæmi. Þetta fólk hefir ekki verið Unnið með vopnum — til þess bendir heldur ekkert. Sagnir eða menjar ófriðar á Grænlandi eru ekki til. Þess vegna hlýtur sú spurning að vakna í brjósti hvers einstak- lings: Hvað gat hafa orðið af þessu fólki?" „Hvað er yðar álit?" „Mitt álit er það, að afkom- endur hinna íslensku frum- byggja Grænlands sé þessi þjóð- flokkur, sem nefndur er Tunn- it. Mönnum ber að vísu ekki saman um það, hverjir þessir Tunnitar séu, hvort þeir séu sér- kennileg Eskimóaættkvisl (eða Norðurbúar. Eg fyrir mitt leyti er ekki í neinum vafa um það, að hér er um afkomendur Is- lendinga og frændur vora að ræða. Því nánar sem þetta mál er rannsakað, þvi betur kemur í Ijós að hér getur að eins verið SEGIR FRA TUNNIT. Ðr. Jón Dúason er sá maðurinn meðal núlifandi íslendinga, sem mest og best hefir rannsakað réttarstöðu íslands til Græn- lands. Hefir dr. Jón unnið að mikiu riti um þessi mál, en auk þess öðru riti um sögu íslendinga í Vesturheimi, en síðasta Alþingi hefir styrkt útgáfu þeirra með fjárframlagi. 1 þessu riti sem m. a. f jallar um landnám Islendinga í Græn- landi og Ameríku er getið um þjóðflokk þann er Tunnit nefnd- ist. (Hefir þjóðflokkur sá farið vítt að því er virðist og flust frá Grænlandi um allar austurstrendur Ameríku fyrir norðan mynni St. Lawrencefljótsins og langt suður í Alaska. Frá Al- aska hafa Tunnitar farið yfir Beringssundið og numið norð- austurhorn Siberíu. Það eru ennfremur líkur1 til, að þjóðflokk- ur þessi hafi orðið fyrstur allra manna til að nema strendur Nýju Brúnsvíkur og Nova Scotia. iDr. Jóh Duason heldur því fram, að Tunnitar þessir séu í raun og veru ekkert annað en afkomendur íslendinga þeirra er bygðu Grænland forðum. Hefir Sunnudagsblað Vísis snúið sér til Dr. Jóns og beðið hann um nokkurar upplýsingar við- víkjandi þessum frændum vorum „Tunnitunum". um norræna þjóð að ræða. Það bendir alt til þess, að svo sé." „Hvaða sannanir eru til fyrir þessu?" „Sannana er hægt að leita víða, jafnvel í þjóðsögnum, sem hvarvetna lifa meðal Eskimóa. Þar eins og annarstaðar sem þjóðsagnir myndast um sann- sögulega atburði, gnæfir raunar skáldskapur, hindurvitni og öfgar stundum yfir veruleikann sjálfan." „Er til mikið af þjóðsögnum um Tunnita?" „Býsnin öll. Á Baffinslandi og á Vestur-Grænlandi er þessi þjóð kölluð Tornit, en í Labra- dor og í löndunum vestan við Hudsonsflóa er hún kölluð Tunnit. Það þýðir hreindýra- menn. (Hér f er á ef tir lýsing á Tunn- itunum, sem dr. Jón hefir látið Sunnudagsblaðinu i té og tekin er úr þjóðsögum Eskimóa og Skrælingja. I þessum þjóðsögum er Tunn- itunum ávalt lýst sem sérstak- lega stórum, kynflokki eða jafn- vel sem nokkurskonar risum. I sögnum frá Labrador, þar sem Eskimóarnir eru ofdrambs- fullir og fjandsamlegir gegn öllum þjóðum, lita þeir mjög niður á Tunnitana og kalla sjálfa sig manneskjur til að- greiningar frá þeim. Þar, vest- ur i Labrador, eru sagnirnar um Tunnitana mjög fáránlegar, en annarstaðar eru þeir dáðir fyrir visku, kunnáttu og atorku. Eskimóarnir segja að Tunnit- arnir hafi verið miklu hávaxn- ari, fótleggja- og handleggja- lengri en þeir sjálfir. Þeir voru ótrúlega sterkir og gátu lyft björgum svo ferlegum, að „manneskjurnar" fengu ekki bifað þeim. Tunnitarnir veiddu rostunga, seli og hreindýr sér til matar — sömu dýr og „manneskjurn- ar" yeiddu, en veiðiaðferðir þeirra voru öðruvísi. Þeir hlóðu vörður i þröngum, þar sem hreindýrin lögðu leiðir um. Milli varðanna strengdu þeir reipi. Sumir veiðimennirnir földu sig bak við vörðurnar en aðrir ráku dýrin að þeim. Vegna þess að hreindýrin staðnæmd- ust við reipin og þorðu ekki að renna á þaU, runnu þau með- fram þeim í von um að finna einhversstaðar rauf eða skarð þar sem þeim varð undankomu auðið. En þegar dýrin hlupu framhjá vörðunum, skaut eða lagði fyrirsátursmaðurinn þau í gegn með spjóti, greip i aftur- fætur þess og dró það bak við reipið. Sem dæmi um afl þeirra er sagt, að þeir gætu haldið Dr. Jón Dúason. skutluðum rostung jafn auð- veldlega og „manneskjurnar" gátu haldið sel. Það var og sagt, að þeir hefðu tekið lifandi birni með höndunum, sem mun vísa til þess, að þeir veiddu þá í b j arnargildrur. Ytri fatnaður Tunnita var kyrtill úr hreindýraskinni. Var hann víður og náði á hné niður. I þessu fati voru þeir á selaveið- um að vetrinum. Undir treyju sinni báru þeir lítinn lampa og bræddu yfir honum snjó í litl- um potti. Það gerðu þeir til þess, að geta soðið sér selket meðan þeir voru á veiðum. Sagnir eru um, að þegar Tunnitar höfðu höfuðverk, þá boruðu þeir göt á höfuðin á sér með brjóstbor. Út kom blóð og gröf tur, en höf- uðverkurinn batnaði. Þetta mun hafa verið blóðtaka, sem Eskimóar ekki þekkja. Vopn og veiðiáhöld Tunnita voru gerð úr flögusteini og hornsteini, eða eftir því sem aðrar sagnir herma, voru vopn þeirra tinnuydd spjót og skutl- ar. „En", leyfi eg mér að grípa fram í, „eru nokkurar líkur fyrir því, að hér geti verið um fólk af norrænu bergi brotið að ræða. Þetta fólk virðist lifa einskonar steinaldarlifi ?" „Jú," segir dr. Jón Dúason, „þetta getur ágætlega staðist. Á 11. og 12. öld var járn orðið svo fágætt á Grænlandi að nokkurs- konar steinaldarbragur færist yfir landið." Og dr. Jón heldur áfram að lýsa lífi og lifnaðarháttum Tunnita. „Hús sín byggðu Tunnitar úr stórum björgum, svo stórum að engin „manneskja" fékk bifað þeim. Þeir notúðu kletta fyrir veggi, og hvalrif og herðablöð hvala í refti. Við innganginn í húsið voru tveir hvalkjálkar. Bústir þessara húsa sjást enn, raunar grasi grónar með fölln- um þökum. Þær þekkjast auð- Frh. á 8. síðu.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.